Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 3
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
3
; Wjm
/'
Nýkomin frá London og Miami þar sem hún var
þátttakandi íkeppninni Miss World:
VfÐ FÓRUM EKKERT
NEMAÍFYLGD
ÖRYGGISVARÐA
segir Ásdís Eva Hannesdóttir sem nú er far'rn til
Marokkó þar sem hún tekurþátt í Miss Nation
„Þessi ferð veitti mér bæði þroska
og reynslu og eins og allar stúlkur segja
sem tekið hafa þátt í keppnum erlendis,
þá ættu allar þær sem á annað borð
eiga þess kost að fara i slíka keppni,”
sagði Ásdís Eva Hannesdóttir sem
nýlega er komin heim eftir þriggja
vikna dvöl i London og á Miami sem
fulltrúi íslands í keppninni Miss
World.
„Ég fór til London 20. október og
var þar í þrjá daga.Við vorum þrjátíu
stúlkur og gátum ráðstafað tíma ókkar
þessa daga í London að vild. Þann 23.
október héldum við síðan til Miami þar
sem við vorum í níu daga. Tveir úr
dómnefndinni voru með okkur um
tima á Miami en annars gerðum við
ekkert þar annað en að borða, sofa og
sóla okkur. Það má því segja að dvölin
þar hafi verið hvíld fyrir okkur.
Það var ekki fyrr en við komum til
London aftur sem við hittum dómara
keppninnar og æfingar hófust. Annars
var ekkert strangt prógramm. Við ferð-
uðumst um London, skoðuðum söfn
og merkilega staði. Allt tóku þátt í
þessari keppni 67 stúlkur og var alveg
sérstakt hve öryggis okkar var gætt. Til
dæmis fórum við ekki út í sundlaug á
Miami án þess að vörður fylgdist með
okkur. Þannig gerðu forráðamenn
keppninnar sér grein fyrir að allt gæti
gerzt, en hægt væri að koma í veg fyrir
það — sem gert var.
Á Miami bjuggum við á lúxus hóteli
og höfðum sér hluta hótelsins algjör-
lega fyrir okkur. Enginn fékk að koma
nálægt þeim hluta nema hann gæti
sannað með skilríkjum að hann ætti
erindi. Þessir sex dagar á Miami voru
ósköp rólegir, einu sinni var haldið
fyrir okkur kokkteilboð og ein sjón^
varpsupptaka var gerð.
Það er mjög sérstök reynsla að vera
allt í einu einn með svona fjölda fólks
sem maður hefur aldrei fyrr séð. í raun
myndast sérkennilegt samband og það
sem mér kom mest á óvart var hve þess-
ar stúlkur voru allar venjulegar.
Úrslitakeppnin sjálf fór fram í
Royal Albert Hall i London og áhorf-
endur voru sex þúsund manns. Það sem
kom ntér dálítið á óvart sjálft úrslita-
kvöldið var að í 15 efstu sætunum voru
aðeins þrjár stúlkur frá Evrópu. I efstu
sætunum vorú stúlkur frá Suður-
Ameriku og Ameriku og það var eins og
dómnefndin væri alveg á þeirri línu. Ég
var svolítið hissa á þessu, þvi einmitt
stúlkur frá þessum löndum lögðu meiri
tíma en evrópskar stúlkur í fatnað og
„make up”. Þær voru eins og maður
segir meiri „glamour”.
— Hvað finnst þér eftirminnilegast?
„Miss World keppnin er haldin ár
hvert til styrktar fötluðum börnum.
Áður en keppnin sjálf hófst fórum við í
heimsókn til fatlaðra barna, gáfum
þeim gjafir og héldum með þeim jóla-
ball. Gleðin og einlægnin sem kom
fram kom hjá þessu fólki var alveg sér-
stök og mér meira virði en sú gleði sem
ríkti á úrslitakvöldinu,” sagði Ásdís
Eva.
Hún hefur ekki alveg lagt fegurðar-
samkeppnir á hilluna, því á laugardag
hélt hún til Marokko og verður þar
fulltrúi Íslands í keppninni Miss
Nation. „Þetta er gömul keppni sem
um árabil hefur legið niðri. Nú á að
endurvekja hana og var Einari Jóns-
syni boðið að senda stúlku. Hann bað
mig um að fara og ég verð að viður-
kenna að ég er að deyja úr spenningi.
Ég hef aldrei fyrr komiö á þessar
slóðir,” sagði Ásdís Eva.
Hún er 23ja ára gömul, starfar hjá
Frjálsu framtaki í auglýsingadeild
ásamt fleiru en í fyrravetur nam hún
viðskiptafræöi I Háskóla íslands. ,,Ég
geymdi mér námið í vetur vegna þess-
ara ferðalaga en er staðráðin í að hald
þvi áfram næsta vetur. í tómstundum
sýnir Ásdís Eva með Módel 79 og við
spyrjum I lokin: Ef hún ætti þess kost
að starfa við sýningarstörf erlendis,
hvað gerði hún þá?
„Ef ég fengi gott tilboð sem mér
fyndist áhugavert þá myndi ég örugg-
lega fara út og prófa,” sagði Ásdís Eva
Hannesdóttir, sem nú dvelst I
Marokkó.
Kynningartilboð
iNIIKKO
NP-800 PLÖTUSPILARI
• Quarts hraðalæsing
• Hraðafínstilling
• Alsjálfvirkur
• Léttarmur
• Stýringar fyrir utan lok
• Fínstillimöguleikar arms
• Góð einangrun frá umhverfi
NA-300 MAGNARI
• 2 x 30 vött RMS 20-20.000 Hz 8ohm
• Tengimöguleikar fyrir plötuspilara, 2 segulbönd,
útvarp, sjónvarp + video, 4 hátalara
• Háþróuð mögnunarrás
NT-500L ÚTVARP
• 3 bylgjur, FM/LW/AM
• Mjög skýr stereómóttaka á FM bylgju
• Leiðbeiningarljós fyrir nákvæma innstillingu
ND-300 SEGULBAND
• Léttir snertitakkar fyrir stýringu
• Gert fyrir allar tegundir kassettna, Normal,
FeCr. Cr02, Metal
• Vægisstilling fyrir upptöku
• Dolby suðhreinsikerfi
• Ljósmælar fyrir stillingu upptökustyrks
NIKKO NP-800 ................................... 3.250,00
NIKKO NA-300.................................... 1.980,00
NIKKO NT-500 ................................... 2.575,00
NIKKO ND-300. ................................. 3.270,00
11.075,00
Staðgr. afsl. 776,00
Staðgr. verð 10.299,00
Allt settið
Professional
BETA-20 FORMAGNARI
• Innbyggður formagnari fyrir MC-pickup
• Viðnámsveljari fyrir plötuspilarainngang
• Hámarksbjögun 0,004% (mm phono)
• Suðhlutfall 86 db (MM phono)
• „ultra low noise FET inngangsrás"
EQ-20 TÓNSTILLIR
• 2x10 tiðnibönd
• + — 12 db styrkbreytimöguleikar
• Inngangs-styrkstillir
• Tengimöguleikar og valrofi fyrir segulband
ALFA-220 KRAFTMAGNARI
• 2 x 120 vöttRMS 20-20.000 Hz8ohm
• „DC servo non switching kraftmögnun"
• Hámarksbjögun 0.008%
• Suðhlutfall 115 db
NIKKO BETA-20 2.650.00
NOKKO EQ-20 2.560.00
NIKKO ALPHA—220 5.175.00
Staðgreiðsluafsl. 10.385.00 727.00
Staðgreiðsluverð 9.658.00
STERK)
TRYGGVAGÖTU - SÍMI 19630
-ELA.