Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 5
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
5
brögð, gerði ég þau hörmulegustu mis-
tök, sem mér hafa orðið á. Ég trylltist
og öskraði: ,,Ef þú tekur heróín, vil ég
aldrei hafa neitt saman við þig að
sælda. Þá máttu fara til fjandans fyrir
mér og ég vil aldrei sjá þig framar. Að
svo mæltu rauk ég beint út á dansgólf-
ið.
Ég hafði farið bandvitlaust að. Ég
hefði umfram allt ekki átt að haga mér
eins og sirkus-fífl, heldur tala við hann
í rólegheitum, strax og við værum orð-
in ein, því að þá hlustaði hann á það
sem ég sagði. Helst af öllu hefði ég
heldur ekki átt að skilja hann eftir ein-
an, því að hann var þegar þrælvímað-
ur, þegar hann var að tala við skvísuna.
Aðeins tveim til þrem tímum síðar
sagði mér einhver, að Detlef hefði
verið að enda við að sprauta sig ásamt
besta vini sínum. Þeir höfðu ekki einu
sinni byrjað á að sniffa, heldur undir
eins tekið sprautuna.
Ég sá Detlef síðar um nóttina. Hann
brosti til mín eins og úr fjarska og virt-
ist mjög hamingjusamur. Hann hafði
ekki einu sinni lengur neina þörf fyrir
að tala við mig. Ég fór heldur ekki til
hans. Þetta var enn ömurlegri nótt en
þegar ég missti Adda. Detlef var horf-
inn inn í annan heim, sem ég tilheyrði
ekki. í einu vetfangi, vegna einnar ein-
ustu sprautu áttum við ekkert sameig-
inlegt lengur.
Ég hélt áfram að stunda Soundið.
Brátt hafði Detlef eignast nýja vin-
konu. Hún hét Angi og var ljót og
kuldaleg. Ég fann þó að ekkert var á
milli þeirra, því að Detlef talaði eigin-
lega aldrei við hana. En hún var heró-
ínisti eins og hann var orðinn. Oft kom
Detlef til mín, en var mér framandleg-
ur. Oftast þurfti hann þá á einhverjum
smápeningum að halda. Hann var þá
að skrapa sér saman fyrir sprautu, og
ef ég átti peninga, þá gaf ég honum eitt-
hvað smávegis.
Sunnudagsmorgnarnir, þegar ég
sneri heim, voru mjög dapurlegir. Ég
dróst örmagna á brautarstöðina og
hugsaði: „Hvers konar viðurstyggð er
þetta ailt saman?” Ég gerði mér enga
grein fyrir neinu lengur. Ég vissi ekki til
Lögregluherferð á járnbrautarstöðinni við Dýragarðinn, „Bahnhof Zoo”, þeim stað er börnin í
bókinni eru kennd við.
hvers ég var að fara í Soundið, hvers
vegna ég pumpaði í mig deyfily fjum, en
ég vissi heldur ekki, hvað annað ég gat
gert, ég vissi yfirleitt ekkert. Hassið gaf
mér ekki mikið lengur. Þegar ég var
steind af dópi, einangraðist ég og gat
ekki talað við neinn. En einhvern veg-
inn varð ég þó að hafa samneyti við
aðra, fyrst ég hafði ekki Detlef lengur.
Svo að ég tók stöðugt meira af pillum.
Einn laugardaginn þegar ég átti pen-
ing og nóg var af pillum á markaðnum,
fór ég yfir markið. Þar sem ég var
venju fremur dauf : dáikinn, skolaði ég
niður 2 captagon, 3 ephedrin, ásamt
tveim koffein-töflum. Þegar mér
fannst ég orðin alltof æst og upprifin
gleypti ég mandrax og einhvern helling
af valium í viðbót.
Ég veit ekki hvernig ég komst heim
það kvöld. Á leiðinni frá brautarstöð-
inni heim til mín hrundi ég saman. Ég
skreið að tröppum fyrir framan verslun
eina, og þar dró ég mig saman í kút. En
einhvern veginn hóf ég mig upp á lapp-
irnar og stefndi á næsta punkt tii að
styðja mig, frá Ijósastaur að næsta tré
og aftur að næsta ljósastaur og þannig
koll af kolli. Þetta var endalaus leið og
ég hugsaði, að ef mér tækist ekki að
komast heim, þá myndi ég deyja.
Verstur var verkurinn í brjóstinu. Það
var eins og einhver væri að bora í hjart-
að á mér með sverði.
Um morguninn, sem var mánudag-
ur, tókst mömmu ekki að vekja mig og
þegar hún kom úr vinnunni um kvöld-
ið, Iá ég enn hreyfingarlaus í rúminu.
Hún neyddi ofan í mig hunangi. Fyrst á
þriðjudagseftirmiðdaginn gat ég staðið
á fótunum. Ég sagði mömmu, að ég
væri með flensu og kransæðakrampa.
Ég sagði henni líka að aðrar stelpur í
mínum bekk hefðu fengið svona krans-
æðakrampa, og læknar hefðu sagt að
það væru eðlileg einkenni á gelgju-
skeiðinu og stafaði af of örum vexti. Fg
vildi ekki undir nokkrum kringum-
stæðum, að mamma færi að sækja
lækni, því að ég óttaðist, að hann fyndi
út hvað að mér gengi. Mamma sótti
heldur engan lækni. Hún virtist alltaf
gerasig ánægða með skýringar mínar.
Glæsilegar jólagjaf ir í
f skódeild okkar voru að
koma hinir glæsilegu
SIMONA SKÓR FRÁ
ÍTALÍU
Glæsilegustu skór er hér
hafa sézt á markaðinum,
númer 36
Daglega koma fram nýjar
gerðir af KVENSKÓM í
númer 37 1/2 frá Austurríki
og Þýzkalandi.
Geysilegt úrval af KULDA-
STÍGVÉLUM í númer 37
1/2
HLÝ OG FALLEG STÍGVÉL
Á GÓÐU VERÐI
Jólagjöfin í ár er tvímælalaust
TÖLVUSEÐLAVESKIN vinsælu
3 GERÐIR 3 LITIR
PRESIDENT SKRIFBORÐSMÖPPURNAR
úr þykku mjúku skinni
TÖLVA FYLGIR HVERRI MÖPPU
Einstök jólagjöf
Geysilegt úrval af SEÐLAVESKJUM,
SEÐLABUDDUM og BUDDUVESKJUM
VANDAÐAR JÓLAGJAFIR Á GÓÐU VERÐI
Gott verð — glæsilegt úrval
Góð þjónusta
Póstsendum um land allt
Við fáum enn nokkrar sendingar af töskum frá
LADY F (merki) fyrir jólin GLÆSILEGUSTU OG
VÖNDUÐUSTU TÖSKURNAR Á MARKAÐINUM
GLÆSILEG JÓLAGJÖF PÖKKUM TÖSKUNUM í
JÓLAPAPPÍR EF ÞÉR ÓSKIÐ NÝ SENDING AF
ÍTÖLSKUM KVENTÖSKUM ÚRVAL AF ÞVÍ
BEZTA SEM FRAMLEITT ER Á ÍTALÍU ENN-
FREMUR MIKIÐ ÚRVAL AF ÍTÖLSKUM KVÖLD-
TÖSKUM GLÆSILEGAR TÖSKUR Á GÓÐU
VERÐI ÓTTIZT EKKI VETRARKULDANN LEÐUR-
HANZKAR FYRIR KONUR OG KARLMENN Mjög
glæsilegt úrval PRJÓNAHANZKAR í VETRAR-
KULDANUM, PRJÓNAHANZKAR FYRIR BÖRN
OG UNGLINGA