Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 9
9
JÓNDAlSr
\m
Spellvirki
Kr. 197.60
Ný skáldsaga eftir Jón Dan. Raunsönn, spennandi,
um eitt af brýnustu vandamálum samtimans.
Unglingur við erfiðar' aðstæður og misrétti beittur
lendir í hræðilegum vanda þegar hann missir stjórn
á sjálfum sér á örlagastund — og fremur spellvirki.
En hvaðer til ráða?
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Almenna
Austurstræti 18,
sími 25544.
Skemmuvegi 36,
Kópavogi,
sími 73055.
LögregkisQörí
á stríðsárunum
Kr. 345,80
Rekur minningar Agnars Kofoed-Hansens um
Etríðsárin og jafnframt sögu lögreglunnar í Reykja
ík, erfiðasta tímabilið.
, tökin er framhald minningabókarinnar Á brattann
I979. Hún hefst með Þýskalandsdvöl Agnars sum-
arið 1939, þegar veldi nasistanna stóð sem hæsl.
Agnar var þar I boði sjáffs Himmlers til að búa sig
undir lögreglustjórastarfið. Eftir að Agnar hafði
verið lögreglustjóri í nokkra mánuöi er landið her>
numiö, og vandamálin hrannast upp. Árekstrar við
herstjórnina út af lögbrotum hermanna; átök við
hermennina sjálfa, oft vopnaða; vandamál út at
vændi stúlkubarna I herbúðunum, og þannig mætti
lengi telja.
Þarverpr
hvítur öm
Kr. 234,65
Ný skáldsaga eftir Guðmund Hagalin.
Fjörleg frásögn, snilldarleg samtöl og umfram allt
kimni eru einkenni þessarar bókar. Hagalín bætir
enn við þann fjölskrúðuga persónugrúa sem hann
er búinn að lýsa á 60 ára ritferli. Hér er það Hregg-
viður sóknarnefndarformaður, kona hans Arnkatla
og skozki presturinn sem risa upp af blaðsíðunum í
fullu fjöri, og auk þess margar aukapersónur. Sagan
gerist á stríðsárunum, fólkið er farið að hugsa
nokkuð nútimalega.
SVEND OITO S.
Risafiskurínn
wo _ Kr. 59,30
eftir Svend Otto S.
Svend Otto S. er i hópi kunnustu teiknara og barna-
bókahöfunda á Norðurlöndum. Hann er orðinn vel
þekktur hér af bókunum Mads og Milalik og Helgi
fer í göngur.
I þetta sinn snýr Svend Otto S. sér að Færeyjum.
Sagan Risafiskurinn fjallar um tvo drengi sem
lenda i ævintýrum bæði á sjó óg landi.
Kr. 185,25
Skáldsaga eftir nýjan höfund, Gisla Þór Gunnars-
son.
Sagan fjallar um jafnaldra höfundarins, unglinga,
fyrst hér á lslandi og siðan vestur i Bandaríkjunum,
Islenskur drengur dvelst nokkra afdrifaríka mánuði
vestur i Bandarikjunum. Hann kynnist mörgum
unglingum, sem hver hefur sin sérkenni og sín
vandamál. Einn þeirra er Maria. Hún vill allra
vandræði leysa og á þó sjálf við margt að striða.
Haustijóó
Kr. 284,05
Ný Ijóðabók eftir Kristmann Guðmundsson. í til-
efni af átttæðisafmæli Kristmanns Guðmundsson-
ar gefur Almenna bókafélagið út nýja Ijóðabók eftir
hann. Nefnist hún Haustljóð og er gefin út i 300
eintökum sem öll eru tölusett.
Haustljóð eru alls 42 að tölu um margs konar efni
og i margs konar formi — allt frá lausavisum til
prósaljóða.
Don Kíkóti
Kr. 247,00
eftir Cervantes komin út á islensku i þýðingu Guó-
bergs Bergssonar.
Don Kikóti er eins og kunnugt er einn af dýrgripum
heimsbókmenntanna — sagan um vindmylluridd-
arann sem gerði sér heim bókanna að veruleika og
lagði út í sina riddaraleiöangra á hinu ágæta reið-
hrossi Rosinant ásamt hestasveininum Sansjó
Pansa til þess að frelsa smælingja úr nauðum, —
leita sinnar ástmeyjar og eyjarinnar fyrirheitnu.
Fimmtán
gírar áfram
Kr. 271,70
Saga af Pétri á Hallgilsstöðum og öðrum brautryðj-
endum eftir Indriða G. Þorsteinsson.
Það var á þeim árum, þegar bilstjórarnir voru hálf-
gerðar þjóðhetjur, gengu með svartar gljáskyggnis-
húfur með gylltum borða og hölluðu þeim glanna-
lega út í hægri vangann. En þrátt fyrir sjálfsöryggi
á ytra borði áttu þeir verstu trúnaðarmál við bila
sina búna lélegum teinabremsum, harla viösjár-
verðum á mjóum og snarbröttum malarvegum og
vegleysum.
Tveggja bakka
veður
Kr. 179,00
Ný Ijóðabók eftir Matthías Johannessen.
Litrík, fjölbreytt og fögur.
Matthias ber hátt i hópi íslenskra Ijóðskálda. Þó
hefur hann aldrei verið betri en nú.
Risafiskurinn
Gísí Þcx Gunnarsson
KÆRLEIKSBLÓMID
Kæríeiksblómið
Flýgur fiskisaga
Kr. 185,25
eftir Hrafn Gunnlaugsson.
„Flýgur nskisaga” sver sig um margt í ætt við fyrri
verk höfundarins, bæði fyrri skákiskap hans og kvik-
myndir. Efníviðurinn er oftast hversdagslegur veru-
leiki, sem höfundur blæs lífi í meðsínu sérkennilega
hugmyndaflugi og skopskyni, stundum sannköll-
uðum gálgahúmor.
SKRIFAÐÍ
SKYIN A
JÓHANNESR SNORRASON
31 nýtt sönglag eftir Atla Heimi Sveinsson komin
út á nótum hjá Almenna bókafélaginu.
Höfundur annaðist sjálfur nótna- og textaritun,
káputeikningu o.fl. öll eru þessi lög samin við
islenska texta eftir kunna og ókunna höfunda.
Bókin skiptist i fjóra kaíla sem nefnast: I. Barna-
gælur, 2. Nútímaljóð, 3. Gamansögur, 4. Aukalög.
Skrífað í skýin
Kr. 296,40
Æsku- og flugsaga Jóhannesar R. Snorrasonar
flugstjóra, rituð af honum sjálfum. Jóhannes R.
Snorrason býður okkur fram i flugstjórnarklefa. Og
það er ekki einn flugstjórnarklefi, heldur margir, og
.við fljúgum ýmist í sólskini eða kolsvörtum skýjum
og illviðrum. Nú er flugtæknin háþróuð, en í
upphafi flugferils Jóhannesar var hún það ekki. Þá
var flugið ævintýri likast.
ÓLAFUR
THORS
MATTHIAS JOHANNESSEN
Úlafur Thors
Kr. 592,80
d
Ljóðakorn
Kr. 123,50
blkiqiA
yeouR
„Hinn pólitíski sjarmör” i minningu margra, ekki
siður andstæðinga en samherja, og ýmsir töldu
hann snallasta stjórnmálaforingjann á Norður-
löndum um sina daga. Hann var mjög ákveðinn og
harður baráttumaður þegar þvl var að skipta, og
samtímis dáður langt út fyrir raðir eigin flokks og
átti nána vini í hópi þeirra sem hann þurfti mestvið
að kljást. Ólafur Thors var i forustusveit islenskra
stjórnmála þann aldarþriðjung sem viðburðarikast-
ur hefur orðið í íslandssögunni. Bókin byggir mjög
á heimildum frá honum sjálfum, þ.e. einkabréfum
og minnisblöðum hans sjálfs og hefur fasst af þvi
komiö fyrir almenningsjónir.
föSgyö--JÓHANNES HELGl
LÖGREGLUSTJÓRI
Á STRÍÐSÁRUNUM
MJNNINGAR AGNARJ KOfOED-IiANSEfiS
SÉRHVER ÞJÓÐ HEFUR ÞÁ STJÓRN
SEM HÚN VERÐSKULDAR.;
SÁSEM GETUR FRAMKVÆMIR
SÁ SEM EKKERT GETUR.KENNIR.*^
Krístallar
Kr. 284,05
Filvitnanir og fleyg orð i samantekt séra Gunnars
Árnasonar. Kristallar — tilvitnanir og fleyg orð er
safn snjallyrða og frægra ummæla frá ýmsum
timum og viðsvegar að úr heiminum. Bókina munu
sumir vilja lesa í einni lotu. Aðrir munu vilja nota
hana sem uppflettirit og er efninu þanníg sk/pað að
hún er hentug til þerira nota.
LJÓÐ
HANDA HINUM (XI ÞESSUM
SNEINBJORN l. BALDVINSSON
Ljóðhanda
hinum og þessum
Kr. 1353,85
eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Sveinbjörn er sérstætt skáld, yrkisefni hans fjöl-
breytt, Ijóðin hnitmiöuð og allt tekið föstum
tökum. Þessi Ijóð eru ort bæði hérlendis og erlendis,
fjalla um það sem fyrir augun ber, en eru siður en
svo nein naflaskoðun. Yfirbragð þeirra er fjörlegt
og um þau hríslast glitrandi klmni.
Náttúra íslands
Kr. 345,80
er heildarlýsing á náttúru landsins. Hún fjallar um
myndun landsins og jarðfræði þess, jaröeldasvæði á
nútíma, jarðhita, hagnýt jarðeTni i landinu, veður-
far, vatnsorku, jarðveg landsins og gróður, dýralif á
landi og lifið i sjónum.
Höfundar ritsinseru eftirfarandi visindamenn:
Bjarni Helgason, jarðvegsfræðingur,
Eyþór Einarsson, grasafræöingur,
Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur,
Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur,
Helgi Björnsson, jöklafræðingur,
Hlynur Sigtryggsson, veðurfræðingur,
Ingimar Óskarsson, grasafræðingur,
Ingvar Hallgrimsson, fiskifræðingur,
Ingvi Þorsteinsson, náttúrfræðingur,
Jón Eyþórsson, veðurfraíðingur,
Jón Jónsson, jarðfræðingur,
Leifur Á. Símonarson, jarðfræðirtgur,
Sigurður Steinþórsson, jaröfræöingur,
Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur.
Sigurjón Rist, vatnamælingamaöur,
Sveinbjörn Björnsson, eölisfræðingur,
Tómas Tryggyason.jarðfræðingur,
Trausti EinarsSon, jarðeðlisfræðingur,
Unnsteinn Stefánsson, haffræðingur.
Fyrsta útgáfa Náttúru Islands kom út fyrir
20 árum. Siðan hefur fjölmargt gerst i þessum
fræðum og nýjar rannsóknir leitt nýja vitneskju i
Ijós. Af þeim ástæðum er þessi önnur útgáfa bókar-
innar mjög breytt og aukin frá fyrri útgáfu, og hafa
sumir höfundar skrifað ritgerðir sínar að nýju, aðrir
bætt við fyrri ritgerðir, og auk þess eru hér nýjar rit
gerðir um efni, sem ekki var fjallað um í fyrri útgáf-
unni, svo sem flekakenninguna, jarðskjálfta á ís-
landi og eyðingu gróðurs og endurheimt.
Fæst hjá næsta bóksala