Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 10
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. rrÞaö er margsannaö má! að nautgripk, tem settír erutMekHs ofungir, fæöa yfírieitt afsór mjög smá og iéleg afkvæmi.. Þau voru ólík svörin og ráðlegging- arnar sem gefin voru ungum og saklausum um kynferðismál á Viktoriutímabilinu. Það var ekkert verið að skafa utan af hlutunum eða velta þeim fyrir sér. „Einu sinni i viku er yfrið nóg”, var móttó þess tíma. Hér á eftir fara nokkrar spurningar og svör sem út komu á prenti i lok nítjándu aldarinnar og áttu að fræða fólk um allt sem lyti að mismun kynjanna og kynferðismálum. Sp. Dóttir mín er farin að velta þvífyrir sér hvernig börnin verða til. Hvernig á ég að útskýra það fyrir henni? Sv. Leitaðu til náttúrunnar. Sagan um býflugurnar og blómin ætti að leiða hana í allan sannleika. Sp. Hvernig má þekkja að karl og konu? Sv. Stærðarmunur er óbrigðull. Konan erminni en karlinn. Sp. Er líka munur á viðbeininu? Sv. Já, reyndar. Viðbeinið er styttra á konunni. Þess vegna getur hún til dæmis ekki hent bolta af eins mikilli nákvæmni og karlmaðurinn. Sp. Eru taugar og veftr konunnar einnig frábrugðnir? Sv. Mjög svo. Vefijykarlmannsins hafa mun.. meiri tilhneigingu til að breytast en hjá konunni. Kona er að allri gerð mun hæglátari og ró- legri en karlmaður. Sp. Ber það ekki augljóst vitni um föllun kvenna að heili þeirra skuli vera léttari en karlmanna? Sv. Á þvi leikur enginn vafi. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að heilinn kemur konunni að litium notum í samanburði við karlmanninn. Sp. Er þá konan ekki algjörlega háð karlmanninum, bceði andlega og líkamlega? Sv. Um þetta munu víst flestir vera sammála. Yfirburðir karlmannsins eru slíkir miðað við vanmátt konunnar, að þessu verður aldrei breytt, þrátt fyrir tilraunir einhvers í þá átt. Sp. Er hœgt að skýra muninn á aðdrátt- arafi karla og kvenna. Sv. Það er mjög einfalt mál Konur virka að visuniut meira aðlaðandi .1 yngri árum en persónulegir töfrar þeirra fölna mjög fljótt. Karimenn aftur á móti halda sínum töfrum á öllum aldursskeiðum. Ef konan nyti ekki þess lagalega öryggis, sem hjónabandið veitir, hefði þetta sennilega þær afleiðingar að fæstar gætu haldiö t karla sína til lengdar. Sp. Dœtur mínar eru mjög hrifnar aj lestri alls kyns ástarlýsinga og rómana. Getur þetta fýtt fyrir líkamlegum þroska þeirra? Sv. Þvi miður, já. Slíkur lestur æsir upp viðkvæmustu líffæri stúlkna og veldur því að þær taka út kynþroska mun fyrr en ella! Sp. Ættu þœr stúlkur sem óska eftir að gifta sig, að sleppa allri menntun og þeim áhrifum sem henni fylgia? Og œttu þœr sem krækja sér i þekkingu að láta allar hugleiðingar um hjóna- band lönd og leið? Sv. Almennt svar við báðum þessum spurningum er já. Þær stúlkur sem eðlilegar eru og vilja giftast ættu að foröast allt bókagrúsk og minnast þess að móðurhlutverkið er hið *' irfju Clf¥ | y usn 'IKUi SNI rn ELIb \ \ Viðhorf til kynlffs og mismunar kynjanna hafa gjörbylst á einni öld Sp. En yngra fólk, stafar því líka hœtta afþessu? Sv. Já. Fyrir um fjörutíu árum var vitað um dreng sem hreinlega sturlaðist vegna verknaðar síns og hefur verið á geðveikrahæli siðan. Sp. En eru ekki hendurnar skapaðar til að nota þær? Sv. Jú, en þetta er hæpin röksemd. Án handanna gæti víst enginn farið i stríð, drepið mann eða spillt sínum eigin likama. Það er þó engin afsökun. Sp. Ég hef freistast til holdlegra maka við konuna sem ég œtlaði að kvænast. Er mérstætt á að halda á- fram með þær áætlanir? Sv. Nei, engan veginn.Hverniggeturðu ætlast til eftir slíkt athæfi að konan geti virt þig og elskað, manninn sem dró hana á tálar. Jafnvel þó þú hyggist kvænast henni. Og hvernig ætlar þú að nokkrum árum liðnum að horfast í augu við börnin ykkar, þú sem spjallaðir móður þeirra, blá- saklausa. Einnig er hæpið að ætlast til að konan yrði þér trú, eftir að þú sjálfur hefur leitt hana á glapstigu. Sp. Unnusta mín vill endilega að við giftumst strax, þó við séum bæði mjög ung. Getur það ekki haft alvariegar afeiðingar fyrir væntanleg börn okkar? Sv. Jú, þaðer margsannað mál til dæmis að nautgripir sem settir eru til eldis of ungir, fæða yfirleitt af sér mjög smá og léleg afkvæmi. Nákvæm- lega það sama á við mannfólkið. Sp. Er það rétt að konur geti ekki notið kynlífs? Sv. 1 flestum tilfellum er það, já, þær eru einfaldlega ekki skapaðar með slíkt fyrir augum. Sp. Ég óltast mjög að konan sem ég œtla að kvænast vilji ekki eignast börn, heldur líti aðeins á hjóna- bandið sem löglega blessun yfr holdlegt samband okkar. Er slíkt forsvaranlegt? Sp. Nei, þú átt þá kröfu á hendur konu þinni að hún beri þér börn, elski þau og annist. Því miður er það æ* algengara að konur vilji hvítþvo vergirni sína með hjónabandi, en ungur maður sem er í slíkum hug- leiðingum ætti ekki að taka þetta í mál. Sp. Valda tvíbreið rúm ekki óþarfa álagi á taugarnar? Sv. Jú, læknar hafa sýnt fram á að fólk sem sefur í sama rúmi er mun æst- ara kynferðislega og nær ekki að hvílast sem skyldi. Ekkert rúm er því nógu stórt fyrir 2 manneskjur. Sp. Það virðist virka mjög örvandi á konuna mína aö sofa uppi í rúmi hjá mér, en að sama skapi dregur það úr öllum krafti hjá mér. Hvað á égaðgera? Sv. Fáðu þér annað rúm strax. Það er mjög algengt að annar aðilinn þoli ekki það álag sem sameiginlegri rekkju fylgir og hreinlega ofgeri þrótti sínum. æðsta hér i heimi. Hinar aftur á móti sem velja skólagöngu verða hreinlega að sætta sig við þessa andlegu fötlun sina og taka út hegninguna sjálfviljugar. Sp. Getur sjálfsfróun komið niður á konum síðar á ævinni? Sv. Svo sannarlega. Eitt dæmi get ég nefnt um mjög vel gefna og ráðvanda konu, sem hreinlega dó af völdum þess. Sjálfsfróun var orðin svo mikill vani hjá henni aö hún hafði algjörlega misst vald á sjálfri sér. Að lokum gafst heilinn upp undan þessu mikla taugaálagi. Sp. Er forsvaranlegt að konur haf frumkvæðið l kynlífl? Sv. Þessi hugmynd er blátt áfram hræðileg. Konan á aldrei að láta langanir sínar í Ijós að fyrra bragði, heldur bíða þess að karlmaðurinn segi til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.