Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 12
12 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. Ekki er annað sýnna en hljómplötur verði í býsna mörgum jólapökkum um þessi jól, enda hefur verð á hljómplötum sjaldan eða aldrei hin síðari ár verið jafnhagstætt. Úrvalið af plötum er geysilcgt og myndi æra óstöðugan á augabragði að telja upp alla þá titla sem á boðstólum eru í verslunum; skipta þeir jafnvel þúsundum. Margir eiga erfitt með að velja plötur til jólagjafa og er það mæta vel skiljanlegt, smekkur fólks er jú ákaflega mismunandi og þó ýmsir telji popp hugtak yfir dægurtónlistina í dag og þar af leiðandi sé heiglum meira að segja hent að velja plötu i pakka poppunnandans er slíkt firra hin mesta. Popptónlistin er svo fjölskrúðug að val á plötum fyrir þann sem kýs að hlusta á popp i góðu tómi getur einmitt verið fjarska erfitt. Til þess að að veita örlitla hjálp velur Helgarpoppið í dag nokkrar bitastæðar plötur fyrir poppunn- endur eftir þvi hvaða stefnur innan poppsins það aðhyllist. Tekið skal skýrt fram til að fyrirbyggja ailan misskilning að plöturnar sem nefndar verða eru aðeins brot af því besta að dómi undirritaðs, auk þess sem minnið kann að svikja oft og liggja þá góðar plötur utangarðs, en við því er ekkert að gera. Við skiptum plötunum i eftirtalda hópa: milt rokk (soft- rock), bárujárnsrokk (hard-rokk), nýrómantískt rokk (futuristic), kántrirokk, fönk- og soul, nýbylgjurokk, rokka- billírokk, ska- og reggae, jólarokk og óflokksbundið rokk. Engir mjúkir pakkar Milt rokk eruanrh eru báðar með „BEST OF” plölur á jólamarkaðinum. Hér má loks bæta við plötuni „MICHAEl. SCHENKER GROHP” með samnefndri hljómsveit. nteð betri íslenzkum plötimhin (soft-rock) Þetta er auðvitað einkar teygjan- legt hugtak og margar plötur sem geta flokkast undir þetta heiti. Ég kýs að nefna fyrst einhverja bestu isl. plötuna sem út hefur komið síðustu ár, TASS, Jóhanns Helgasonar. Platan er tekin upp i Bandaríkjunum með fulltingi Jakobs Magnússonar og koma margir kunnir hljóðfæra- leikarar við sögu, auk þess sem Jói er aldeilis í essinu sínu og útkoman eftir þvi. Plata Gunnars Þórðarsonar, HIMINN & JÖRD, c-r milt rokk eins og það gerist hugljúfast, vandaðar útsetningar, góður söngur og gríp- andi laglinur einkenna plötuna. Aðrar íslenskar plötur sem rétt þykir að geta hér eru MANNSPIL Guð- mundar Árnasonar, plata fyrir vísna- vini og þá sem unna baiiöðum og tærum hljóm, og LITLI MEXÍKAN- INN hennar Kötlu Maríu, sem ungir poppunnendur munu margir kjósa sér um þessi jól. Af útlendum plötum er nóg að taka. GREATEST HITS með Qtteen er góður gripur, svo og BEST OF BLONDIE með samnefndri hljóm- sveit, en báðar þessar sveitir hafa verið firna vinsælar um árabil. Nefna má og plðturnar LAW AND ORDER nteð Lindsey Buckingham úr Fleetwood Mae, BELLA DONNA með söngkonunni Stevie Nicks úr sömu hljómsveit, TATTOO YOU með gömlu kempunum í Rolling Stones, THE INNOCENT á6e nteð Dan Fogelberg, PIRATES hennar Rickie Lee .lones, hljómleikaplölu Bill Joels, SONG IN THE ATTIC” EAST SIDE STORY með bresku^ hljómsveilinni Squeeze og LIVING EYES, nýjuslu afurð Gibb-bræðr- anna í Bce Gees. Bárujárnsrokk (Hard-rokk) Bárujárnsrokkið, eða gaddavirs- rokk eins og aðrir nefna það, hefur verið á mikilli uppleið siðustu misserin. íslendingar eiga nú tvær nafntogaðar hljómsveitir sem leika bárujárnsrokk, Start og Egó fyrr- nefnda hljómsveitin hefur gefið úl : breiðskífuna „. . EN HUN SNYST NÚ SAMT” og hún er nefnd hér ; fyrst enda þarfaþing i plötusafni ' bárujámsrokkarans. Ein skærasta f hljómsveit í þessum flokki er AC/DC !og nýja platan hennar heitir „FÓR THOSE ABOUT TO ROCK” og ætti að vera komin í búðir fyrir jól. „ESCAPE” með Journey kom út í haust og hefur verið við topp banda-i ríska listans síðan og sömu sögu er aði segj af „4” fjórðu plötu Foreigner.' Saxon hljómsvietin breska er nýkomin út með plötuna „DENIM & LKATHER” og Rainbow og Rush Nýrómantískt rokk (fururist) Engin stefna i dægurtónlist hefur aukið fylgi sitt jafnmikið og nýrómantíska rokkið eða tölvupopp- ið. Lítið hefur verið farið inn á þessar brautir hér heima enn sem komið er, þó fiktar Jóhann Helgason við þennan stíl i laginu „Take Your Time”. Af útlendum hljómsveitum ber einna hæst í tölvupoppi OMD og plötu hennar „ARCHITECTURE & MORALITY". Einnig er vert að vekja athygli á poppaðri nýróman- tískri ...jómsveit, Human League, og plötu hennar „DARE”. Þá er nýkomin plata frá hljómsveilinni Japan, „TIN DRUM” og safnplata frá sömu hljómsveit, einkar áheyrileg „ASSEMBLAGE”. Einn af forsprökkum hjá „futuristum” er Gary Numan og síðasta plata hans kom út fyrir skömmu og kallast „DANCE”. Annar frumkvöðull er John Fox og er auðvelt að mæla með plötu hans „THE GARDEN” fyrir áhugasama nýrómantikkera. Loks má geta plötunnar „FOR FUT- URE REFFERENTS” með Dramatis. Kántrírokk Margir Islendingar hafa verið hrifnir af sveitasöngvum sem flestir hafa átt rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Kántrítónlist er ekki sérstaklega áberandi í dægurtónlist- inni i dag, en ef vilji er fyrir því að gefa góða kántríplötu er valið auðvelt fyrir þessi jól, því plata Elvis Cost- ello, „ALMOST BLUE”, getur ekki talist annað en góður kostur. Willie Nelson hefur gefið út plötuna „GREATEST HITS ^ND SOME THAT WILL BE”, titill sem skýrir sig sjálfur og þarf ekki fleiri orð um hana. Unga kántrísöngkonan Juice Newton kemur glettilega á óvart með fyrstu plötu sinni „JUICE” og Eddie Rabbits platan síðasta „STEP BY STEP” er hentug fyrir þá sem kjósa poppað kántrirokk. Loks má geta safnplötunnar „COUNTRY SUN- DOWN” sem þykir standa öðrum slíkum gripum framar. Fönkog souli Fönktónlistinni verðu trauðla lýst í fáum orðuni, en allir kannast við Mezzoforte og þá eru menn nokkru nær um heitið. Nýjasta breiðskífa Mezzoforte „ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS” er einkar vönduð og ljóðræn plata tekin upp í Lundúnum nýverið og má hiklaust fullyrða að strákarnir ungu i Mezzoforte haft ekki í annan tíma verið betri. Útlendar fönk- og soulplötur eru mýmargar, önnur plata bresku piltanna í Linx, „GO AHEAD”, er glettilega góð og nýjasta breiðskífa Earth, Wind & Fire „RAISE” hefur fengið mjög góða dóma. Aðrar kunnar hljómsveitir á þessum buxum eru t.d. Kool & the Gang með nýju plötuna „SOMETHING SPECIAL” og Commodores með plötuna ,,1N THE POCKET”. „PRIVATE EYES” plata bandaríska dúettsins Daryl Hall & John Oates gæti einnig flokkast undir fönk og þá er aðeins ógetið plötunnar „CRAZY FOR YOU” frá djassistanum Earl Klugh. Nýbylgjurokk Þetta er nú vandræðaorð raunar og ólikar tónlistarstefnur flokkast hér undir. Af íslenskum nýbylgjuplötum kemur nýja Þeys platan mér fyrst i hug, MJÖTVIÐUR MÆR sem er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar og sýnir í raun hvers hún er megnug. Purrksplatan nýja flokkast hér líka, enda erfitt að finna annan bás hentugri fyrir hana, — platan heitir EKKI ENN og hljómsveitin fullu nafni Purrkur Pillnikk. Grýlurnar, fyrsta raunverulega rokkhljómsveitin sem eingöngu er skipuð stúlkum, sendi um daginn frá sér fjögurra laga plötu sem heitir GRÝLURNAR og ekki er langt um liðið frá því svana- söngur Utangarðsmanna kom á breiðskífunni í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA. Sólóplata Bubba Morthens PLÁGAN er svo auðvitað í fullu gildi. Af útlendum nýbylgju- hljómsveitum nefni ég fyrst Ádam og maurana og glænýja plötu þeirra, „PRINCE CHARMING,,, sér- kennileg en grípandi tónlist eins og vinsældir Adams í Bretlandi segja nokkuð til um. Police gaf út fyrir skömmu eina af eftirminnilegri plötum ársins, „GHOST IN THE MACHINE”. Pretenders er i miklu uppáhaldi hjá mér og platan „PRETENDERS II” vísiterar plötuspilarann reglulega og ekki má gleyma Au Pairs og plötunni „PLAYING WITH A DIFFERENT SEX” einni af betri plötum þessa árs. Rokkabillírokk Rokkabillítónlist hefur fengið nýja vængi síðustu misserin með Stebba hristingi og öðrum ungum mönnum, sem sækja efnivið sinn aftur til Presley-áranna þegar rokkið og hillbillítónlist gengu í eina sæng. Shakin’ Stevens er eldklár á sínu sviði, um það vitnar „SHAKY” ein mest selda útlenda platan á þessu ári hér heima. Stray Cats hinir banda- rísku gefa Stebba lítið eftir og spáný breiðskífa Flækingskattanna „GONNA BALL” er rumpufrísk. Og Matchbox láta gamanið hreint ekki kárna eins og þeir vita sem séð hafa þessa sprellfjörugu pilta í Broadway undanfarið, nýjasta plata þeirra heitir „FLYING COL- OURS”. Ska og Reggae Eins og þessar tvær tónlistar- stefnur hafa verið áberandi siðustu tvö árin vekur það óneitanlega nokkra athygli hversu fáar plötur í þessum flokki eru á boðstólum fyrir þessi jól. Margar helstu ska-hljóm- sveitir Breta hafa snúið upp tánum, en Madness er enn fislétt og fönguleg, nýjasta plata hennar „7” er ótvírætt besta plata Madness til þessa. Bad Manners leikur líka ska- tónlist af miklu fjöri í plötunni „GOSH IT’ S” og í reggaetónlist er matarmesti bitinn örugglega nýja breiðskífa UB40 „PRESENT ARMS IN DUB”. Jólarokk Allmarga íslenskar plötur hafa komið út fyrir þessi jól með söngvum sem tengjast jólahátíðinni. Má meðal annars nefna plötu Fóstbræðra MEÐ HELGUM HLJÓM, jólasöngva Jóhanns Helgasonar á plötunni Nálgast lífsglöð jóla læti, Við jóla- tréð, plötu Gunnars Þórðarsonar og fleiri, og Jólaboð, plötu frá Hauki Morthens. Kántrísöngvararnir Kenny Rogers og Anne Murray hafa sent frá sér sinn hvora jólaplötuna og Bruce Springsteen hefur einnig áamt fjölmörgunt öðrum kunnum rokkurum sent frásér jólaplötu. Óflokksbundið rokk Mýmargt í rokktónlist verður ekki flokkað með góðu móti í einn ákveðinn bás. í þeim „flokki” er tilaðmynda tónlist Friðryks á plötunni FRIÐRYK sem út kom fyrir skemmstu. Hér má einnig nefna plötu Grahams Smith, MEÐ TÖFRABOGA þar sem nafntoguð íslensk dægurlög fá afbragðs meðferð hjá þessum snjalla fiðluleikara. Enn er ógetið sólóplötu Björgvins Gíslasonar, GLETTUR auk ótölulegs fjölda af allra handa safnplötum. -Gsal. Gunnar Þórðarson — „Himinn & Jörð” hefurfengið afburða- góðar viðtökur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.