Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 14
14 Sérstæð ástamál DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. Sérstæð ástamál Frægöin Hún var hið ríkjandi kyntákn sjötta áratugarins. Á þessum árum íhaldssem innar var hún draumur Bandarikja- manna um vitgrönnu ljóskuna sem gaf það greinilega í skyn að hún væri til i tuskið. f einkalífinu var hún viðkvæm og skorti sjálfstraust. Hún leitaði þeirrar öryggiskenndar sem hana skorti í kynlífinu og var það æði fjölskrúðugt og komu þar margir við sögu allt frá alls óþekktum einstaklingum til æðsta manns bandarísku þjóðarinnar. Æskuérin Hið rétta nafn hennar var Norma Jean Mortenson og foreldrar hennar voru Gladys Monroe Baker dugnaðar- forkur sem vann við kvikmyndaklipp- ingar í Hollywood en átti við geðræn vandamál að stríða og faöirinn var síð- ari eiginmaður Gladys Edward Mortenson iðjuleysingi af norskum ættum sem stakk Gladys af skömmu áður en dóttirin fæddist. Fyrstu ár Normu Jean voru dæmigerð fyrir líf fátæklinga á tímum kreppunnar. Hana skorti allt til alls og fór á mis við allt það sem eðlilegt þætti barni í dag. Hún fékk ekki einu sinni að njóta samvista við móður sína vegna fátæktarinnar. Henni var komið fyrir hjá vinafólki þar til hún var sjö ára. Þá varð móður hennar loks kleift að taka dóttur sina til sín en ekki stóð sú sæla lengi. Geðheilsu Gladys hrakaði stöðugt uns svo var komið að henni var komið fyrir á geðveikrahæli sem ólæknandi geðklofa. Næstu árin dvaldi Norma Jean jöfnum höndum á munað- arleysingjahælum og uppeldisheim- ilum. Loks tók besta vinkona móður hennar Normu að sér og ól hana upp frá þvi hún var ellefu ára og til þess tíma að hún gifti sig aðeins sextán ára gömul. Norma Jean átti sér heim dag- drauma, sem hún reyndi að nota til þess að bægja frá sér gráum hversdags- leikanum og byggður var á glæsiveröld kvikmyndanna sem hún fékk að sjá um helgar. Hún lét sig dreyma um föður, sem liti út eins og Clark Gable og um Ekki er furöa þó að þessi myndataka hafí þótt spennandi. Mariiyn gekk akirei í neinum nærfötum. Sérstæð ástamál S Marilyn hafi verið kynferðislega dauf. Henni hafi þótt óskaplega gaman af því að daðra og koma mönnum til við sig, •notið þess að finna aðdáun þeirra og girnd en síðan hafi hún alltaf hopað þegar á hólminn var komið og aðdá- endurnir gerðust nærgöngulir. Þeir sem kynnt hafa sér sögu Marilyn telja þessa lýsingu trúlega. Fred Cuiles sem ritaði ævisögu hennar heldur þvi fram að hún hafi verið of hugfangin af sjálfri sér til þess að geta hrifist af nokkrum karlmanni. Norman Mailer sagði einhvern tima að Marilyn hefði verið notalegur rekkjunautur en verið meiri þiggjandi en þátttakandi. Marilyn skorti svo sjálfstraust að gekk geðveiki næst. Eftir að hafa sam- rekkt Marlon Brando tautaði hún fyrir munni sér: ,,Ég veit aldrei hvort ég geri þetta rétt.” Eins átti hún það til að stökkva upp í til bólfélaga síns og stynja: „Ekki gera neitt bara haltu mér fast.” En þrátt fyrir öryggisleysi sitt og að því er virðist vanhæfni til samræðis þá hélt hún sínu striki. Eitt var það1 sem kynlífið gaf henni og þá helst ef það gekk fljótt og að hennar mati, eðlilega fyrir sig: „Allir þessir karl- menn voru svo öruggir með sjálfa sig og fullir sjálfstrausts en ég hafði ekkert. Á eftir leið mér alltaf svo vel eins og ég hefði öðlast eitthvað af sjálfstrausti þeirra.” Sá sem síðar tók við verndarstöðunni á eftir Schenck var einn af þekktustu umboðsmönnum kvikmyndaleikara í Hollywood, Johnny Hyde. Þegar þau kynntust var hann 53 ára. Hann var mjög glæsilegur en átti við hjartagalla að stríða. Hann var yfir sig ástfanginn af Marilyn og bað hennar en hún hafn- aði hjúskapartilboðinu. Eftir að þau tóku upp samvistir fóru lukkuhjólin að snúast Marilyn í hag. Hyde veitti henni þá öryggiskennd sem hún þarfnaðist svo mjög. Hann breytti útliti hennar, þ.e. hann klæddi hana alla upp og lét gera plastíska aðgerð á nefi hennar og höku. Þýðingarmest af því sem Hyde gerði fyrir Marilyn var þó það að hann notaði sambönd sín til þess að koma henni í hvert kvikmyndahlutverkið öðru betra. Þar má nefna myndir eins og The Asphalt Jungle og AU About Eve frá árinu 1950. Ástalif þeirra var F. 1. júnf1926—D. 5. ágúst 1962 að eiga í ástarævintýrum á fjarlægum sólrikum suðurhafseyjum, á lysti- snekkjum og í glæstum veislusölum fornra halla. Ennfremur átti hún sér einn sérstæðan draum þar sem henni fannst hún vera stödd í kirkju. Þar af- klæddist hún hverri spjör frammi fyrir hneyksluðum söfnuðinum, sem þó starði á girnilegan likama hennar í þögulli aðdáun. Frelsari hennar frá fátæktinni, iðn- verkamaðurinn Jim Dougherty, sem leit á sig sem eiganda hennar jafnt sem verndara eftir brúðkaupið, olli henni brátt vonbrigðum. Andstætt sögum þeim sem hún siðar sagði af sjálfri sér um að sér hefði verið nauðgað og að hún hefði verið látin taka þátt í ýmis- konar kynlífsleikjum með einum af uppeldisforeldrum sínum og að end- ingu orðið barnshafandi, þá lýsti Jim Dougherty því yfir að Norma Jean hefði verið óspjölluð þegar hann gekk aðeigahana. Húsmóðurhlutverkið átti ekki beint við Normu Jean. Það átti lítið skylt við draumaheim hennar. Því var það henni gífurlegur léttir þegar eiginmaður hennar var kallaður i herinn til þess að stríða í fjarlægum löndum árið 1944'. Hún hóf nú störf í hergagnaverk- smiðju eins og svo margir samlandar hennar á þessum árum og á meðan hún starfaði þar kom ljósmyndari einn auga á hana. Norma Jean elskaði að sitja fyrir og ljósmyndarinn var fljótur að gera sér grein fyrir því að ljósmynda- vélin (sem sumir nefndu hinn eina raunverulega elskhuga Marilyn) laðaði fram fagra unga konu sem var í senn áköf að uppfylla óskir þær sem fyrir hana voru bornar og vildi að sér væri veitt eftirtekt, kynæsandi en þó við- kvæm. Myndin sem í ljós kom var hin fullkomna blanda freistinga hoidsins og hins óspjallaða sakleysis. Stjörnudraumar Normu Jean náðu nú yfirhöndinni. Hún skildi við eigin- mann sinn og varð brátt vinsæl fyrir- sæta og árið 1946 reyndi hún fyrst fyrir sér hjá 20th Cnetury-Fox. Hún var reynslukvikmynduð og þótti hafa það mikil áhrif á þá sem viðstaddir voru prufuupptökuna að geröur var við hana samningur. Skollitað hár hennar var Iýst og nafni hennar breytt í Marilyn Monroe. Kelað við kvikm yndakónga Hvar sem Marilyn fór vakti hún eftirtekt. Aðeins ein hugsun komst að í huga hvers þess manns sem barði hana augum. Sjálf hugsaði hún ekki um annað. Hver einasti maður sem hún kynntist var veginn og metinn sem lik- legur rekkjunautur. Þó stóð hún á því fastar en fótunum að hún væri mjög vandlát og svæfi ekki hjá öðrum en þeim sem hún kynni vel við. Helsta skilyrðið var að viðkomandi væri geð- ugur. Oftast urðu fyrir valinu eldri menn, vingjarnlegar föðurímyndir. Marilyn hefur sjálf sagt svo frá að á fimmta áratugnum hafi Hollywood verið eitt allsherjar yfirfullt hóruhús. Það hafi ekki verið heiglum hent að komast úr hlutverki þriðja flokks ljósku hjá Fox og í það að verða leik- kona. Sá fyrsti sem tók hana undir sinn verndarvæng var hinn þekkti kvik- myndaframleiðandi Joe Schenck sem þá stóð á sjötugu. Hann fór með hana vítt og breitt um Hollywood og hún dvaldi oft langtímum saman á heimili hans og skrifstofu. Samverustundir þeirra liðu þannig aö Schenck fitlaði við brjóst hennar og ræddi um gömlu góðu dagana í Hollywood á meðan að Marilyn reyndi að fróa honum meö öllum tiltækum ráðum. Schenck kynnti Marilyn fyrir Harry Cohn sem var einráður hjá Columbia kvikmyndafyrirtækinu. Eftir að hafa leikið þar smáhlutverk í kvikmynd var hún rekin, að því er sagt er, fyrir að hafa ekki viljað láta undan öllum þeim kynferðiskröfum sem Cohn gerði til hennar. Gamanleikaranmum Milton Berle gekk betur með Marilyn en Cohn enda beitti hann öðrum aðferðum til þess að ná sama árangri. Hún átti vingott við fjölda annarra frægra kvikmyndajöfra á þessu tímabili en eftirtekjurnar voru heldur rýrar. Ef til vill hefur það átt sinn þátt í hve seint henni sóttist ferðin til frægðar, að þó svo hún ferðaðist að mestu leyti á herðablöðunum frá einni rekkjunni til annarrar, þá stóð hún ekki undir því sem líkami hennar lofaði þegar litinn var. Píanóleikarinn Anton LaVey sem þá var átján ára gamall og spilaði undir hjá fatafellum í klúbbi einum í Hollywood lýsir Marilyn lík- lega best. Þau voru elskendur um tveggja vikna skeið þegar þau unnu saman eftir að Marilyn hafði verið rekin frá Columbia. Þau sváfu saman á smáhótclum og þegar þau voru blönk í bilnum hennar. LaVey segir að með ágætum þ.e. Marilyn fékk aldrei fullnægingu í samförum þeirra enda var það ekki það sem hún sóttist eftir, en hann komst aldrei að hinu sanna því að með ópum og óhljóðum samrekkti hún honum nótt eftir nótt, til þess að særa hann ekki og fullvissa hann um karlmennskuna. Að lokum fór svo að bólfarirnar urðu Hyde um megn. Hann fékk hjartaáfall og var lagður á sjúkra- hús þar sem hann lést síðar. Marilyn hafði náð takmarki sínu. Hún var orðin kvikmyndastjarna og allir dáðust að henni. Svo er sagt að þegar Marilyn skrifaði undir sinn fyrsta samning, sem stórstirni, þá hafi hún hrópað upp yfir sig: „Héðan í frá þarf ég ekki að totta fleiri tilla.” Nú fannst Marilyn vera kominn tími til þess að hún færi að velja sér rekkjunauta en ekki þeir hana. Nú ætlaði hún að sitja við stjórnvölinn og ráða stað og stund. Eitt sinn var hún aö gantast við fyrrum herbergisfélaga sinn, leikkonuna Shelley Winters, og skrifaði þá lista yfir þá menn sem hún hefði áhuga að sængja hjá. Á listanum gaf að líta heimsfrægt leikritaskáld sem hún síðar giftist og annan mann en frægari sem hún var lengi í tygjum við og Albert Einstein. Löngu síðar rakst Shelley

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.