Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 15
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Sérstæð ástamál
Sérstæð ástamál
15
érstæð ástamál
Þessar myndk aru sagðar vara úr svokallaðrí „blárrí" kvik-
mynd, an sfíkar naðanjarðarkvikmyndir hóklu oft á tíðum fíf-
inu í allslausum smástímum í Holtywood á meðan baðið var
eftír stóra tækifærinu. Marilyn á að hafa/eikið íþassari mynd
Winters á mynd af vísindamanninum
en á hana hafði hann ritað: „Með ást,
virðingu og kærum þökkum fyrir allt.”
Hjónasængin
Fyrsti elskhuginn sem Marilyn gat
valið sér sjálf var iþróttastjarnan Joe
DiMaggio. Hann var hin dæmigerða
bandaríska hetja, frægastur leikmaður
þjóðaríþróttar Ameríkana, kýlubolt-'
ans. Hann hafði rétt sagt skilið við
íþróttina 37 ára gamall en var enn upp
á sitt besta og saman voru þau glæsilegt
par. Ekki mátti á milli sjá hvort var
vinsælla með amerísku þjóðinni.
Nú virtist allt ætla að ganga Marilyn
í haginn. Meira að segja birting gamall-
ar nektarmyndar sem Marilyn hafði
setið fyrir á og birtist á dagatali á árum
áður jók heldur vinsældir hennar en
hitt.
Marilyn var í sjöunda himni. Allt
hafði ræst sem hana hafði dreymt um.
Hún var fræg, dáð, rik, elskuð og ham-
ingjusamlega gift. En þvi miður gegndi
ekki sama máli um eiginmanninn.
Hann hafði skömm á Hollywood. Hat-
aði kyntáknsímynd konu sinnar. Hann
var af gamla skólanum og vildi hafa
Sína konu sjálfur. Stolt hans sem hús-
bóndans á heimilinu var sært og hafði
hann allt á hornum sér. Hann jafnvel
ofsótti samstarfsfólk Marilyn og
flæmdi það frá henni. Sér í lagi virtist
leiklistarkennari Marilyn fara í taug-
arnar á DiMaggio. Kennarinn Natasha
Lytess borgaði fyrir sig með því að lýsa
yfir í heyranda hljóði að Marilyn geðj-
aðist betur að sínum eigin kynsystrum
en einhverjum íþróttatörfum. Það leið
ekki á löngu þar til ljóst var að eitthvað
yrði að láta undan. Hjónabandið brast.
í síðustu örvæntingarfullri tilraun til
þess að fá Marilyn til að falla frá skiln-
aðarkröfunni. fékk DiMaggio vin sinn
Frank Sinatra til þess að fara með sér
og ryðjast inn í íbúð leiklistarkennar-
ans þegar þær Marilyn voru þar saman.
Á þann hátt hugðist hann kúga Marilyn
til áframhaldandi sambúðar við sig en
fletta ella ofan af ástarsambandi
hennar við Natöshu. Hvort um raun-
verulegt ástarsamband var að ræða
á mögru órunum um 1946.
milli kvennanna fæst aldrei upplýst þvi
Sinatra og DiMaggio brutust inn í
ranga íbúð.
Marilyn var nú farið að leiðast hlut-
verk heimsku kynæsandi ljóskunnar.
Hún vildi að aðdáendur hennar gerðu
sér grein fyrir og viðurkenndu að hún
hefði fleira til að bera en lostafullan
likama.
Um þessar mundir fluttist hún frá
Hollywood til austurstrandarinnár. Þar
endurnýjaði hún kynni sín við leikrita-
skáldið Arthur Miller. Hann hafði ekki
farið dult með aðdáun sína á Marilyn
og loksins fannst henni hún hafa
fundið mann sem hefði áhuga á henni
sjálfri en ekki aðeins likama hennar.
Ekki spillti það fyrir að Arthur Miller
var jafnþekktur og virtur meðal
bandarískra menningarvita og
DiMaggio var í íþróttaheiminum. Þau
giftust árið 1956. Meðal almennings
voru þau kölluð gyðjan og gáfnaljósið.
Hér fylgir lýsing einkaþernu Marilyn
frá þessum hjúskaparárum hennar og
virðist sú ekki hafa verið par hrifín af
stjörnunni. Á milli þess. sem Marilyn
sótti leiklistartíma og heimsótti sál-
fræðinginn sinn lá hún yfirleitt alein í
risastóru svefnherbergi sínu sötrandi
kampavín, blaðrandi í símann, eða þá
að hún hlustaði á plötur með Frank
Sinatra á meðan hún dáðist að nöktum
líkama sínum í einhverjum af hinum
mörgu speglum sem í herberginu voru.
Henni þótti líka gaman að glenna sig
framan í mynd sem hún átti af Joe
DiMaggio í fullri líkamsstærð innan á
einni af skáphurðunum í herberginu.
Venjulegar umgengnisvenjur voru ekki
í hávegum hafðar. Marilyn var sífellt
að ropa og leysa vind og lét sig engu
skipta þótt til heyrðist. Hún baðaði sig
eins sjaldan og hún gat mögulega
komist upp með, en gerði sér þá fyrir-
höfn að lýsa á sér kviðhárin. „Ég vil
vera ljóska innst sem yst,” er eftir
henni haft. Af þessu litunarstandi fékk
hún igerð í kynfærin æ ofan í æ. Engan
átti hún undirfatnaðinn. Hún nærðist í
rúminu og þurrkaði sér jafnt um
hendur sem annars staðar á sængurföt-
unum. Aldrei fékk þernan að skipta um
sængurfatnað eftir að þau hjónin
höfðu haft samfarir. „Mig langar til
þess að liggja í þessu allan daginn,” var
:Marilyn vön að segja. Þó svo Marilyn
væri sæl með sig og bónda sinn í upp-
hafi fór nú að halla undan fæti. Hún
missti fóstur tvisvar, þrátt fyrir að hafa
gengist undir erfiða skurðaðgerð til
þess að fá þar bót á. Þunglyndi sótti á
hana í kjölfar fósturmissisins. Síðustu
kvikmyndir sínar lék hún undir miklu
álagi. Þær voru einnig mjög dýrar í
framleiðslu því Marilyn var alltaf of
sein eða jafnvel fjarverandi þegar
mynda átti. Hún átti í sífellt meiri
örugleikum við að fá fullan svefn og
hóf að taka mikið magn svefn- og ann-
arra lyfja. Oftar en einu sinni var það
Miller sem forðaði henni frá því að
taka inn of stóran skammt af lyfjum og
forðaði henni þannig frá bráðum bana.
Eftir að þau höfðu unnið saman að
gerð myndarinnar The Misfits skildu
hjónin, sama dag og Kennedy tók við
forsetaembættinu.
Aðrir rakkjunautar
Marilyn var nú orðin 35 ára og
skelfdist tilhugsunina um að verða
gömul. öryggisleysið sótti að henni á
nýjan leik og leit hennar að einhverju
eða einhverjum sem gæti sannfært
hana um að hún væri enn elskuð og
dáð varð æ tryllingslegri. Hún átti ást-
arævintýri með franska leikaranum
Yves Montand sem frægt varð og það
var sem heimurinn hryndi þegar hann
lýsti því opinberlega að það hvarflaði
ekki að honum að skilja við konu sína
Simone Signoret fyrir Marilyn. í kjöl-
far þessa ástarævintýris kom síðan
fjöldi elskhuga. Þar á meðal var leikar-
inn og kvikmyndastjarnan Frank
Sinatra. Þeirra samfarir voru með
slíkum ágætum að Marilyn var farin að
láta sig dreyma um hjónaband. Þá
kynnti Sinatra hana fyrir Kennedyfjöl-
skyldunni.
„Hvernig litist ykkur á mig sem for-
setafrú,” sagði Marilyn eitt sinn í vina-
hópi. Þá stóð hún í ástarsambandi við
John F. Kennedy. Hún keypti sér hús í
Los Angeles. „Það er í alla staði betra
en að þurf að hanga í einhverju hótel-
herbergi og bíða þess að hans heilag-
leika Kennedy þóknist að láta sjá sig.
Við gerum hvort öðru gott og ég er
holl fyrir bakið á honum,” sagði hún
einu sinni. „Hann liggur á því og ég á
honum.”
Kennedy þótti gaman að káfa á
henni og kreista í fjölmenni en brá þó
heldur betur í brún þegar hann eitt sinn
renndi hendinni upp undir pilsfald
hennar og komst að því að hún var ekki
í neinum nærfötum. Samband þeirra
þróaðist svo að Kennedy sá sér ekki
annað fært en losa sig við Marilyn.
Hún var farin að hringja í hann í tíma
og ótíma og hafði þann ósið að skjóta
upp kollinum þar sem hennar var síst
von. Eins og í 45 ára afmæli forsetans
þegar hún birtist allt í einu í miðri
veislu og stal senunni með því að syngja
„Hann á afmæli i dag”. Kennedy varð
skelfingu lostinn vegna þess umtals sem
samband þeirra gæti leitt af sér og sá að
við svo búið mátti ekki standa.
Hann losaði sig við hana á þann hátt
að koma henni yfir á bróður sinn
Róbert. Sama kvöldið og þau voru
kynnt hvort fyrir öðru áttu þau sam-
farir í bíl fyrir utan hús eitt sem
Kennedyarnir voru með gleðskap í.
Enn á ný dreymdi Marilyn um hjóna-
barid en þegar hún færði það í tal var
Bobby fljótur að sparka henni. Þá hót-
aði Marilyn að, kalla saman blaða-
mannafund og fletta ofan af þessu
helv. . . Kennedypakki. í kjölfar þess
fannst hún látin í rúmi sínu eftir að
hafa tekið of mikið magn svefnlyfja.
Morð eða sjálfsmorð? Lengi lék
grunur á að hún hefði verið myrt og
leikur jafnvel enn. Að öllum líkindum
er þó sjálfsmorðskenningin líklegri.
Elskhugarnir vörpuðu henni frá sér
hver af öðrum. Kvikmyndaframleið-
andinn rak hana frá hálfnaðri mynd
(vegna lélegrar mætingar) og vina-
hópurinn þynntist stöðugt. Svo virtist
sem enginn vildi neitt með hana hafa að
gera. Marilyn sá fram á að aldurinn
færðist yfir hana. Vinsældir hennar
myndu dvína og hún yrði ein og yfir-
gefin. Auðveldasta undankomuleiðin
var sjálfsmorð á meðan að hún væri
enn elskuð og dáð af einhverjum.
Því virðist svo sem að Marilyn
Monroe, konan sem allir þráðu að
elska, hafi dáið af því að enginn elskaði
hana.
Nýjar vörur frá
‘GDIb Clinvm’
nýkomnar
Munið
okkar
vinsœlu
gjafakort
sem gilda
í öllum
deildum
OPIÐ DEILDUM KL 10 i KVÖLD
NÝJAR VÖRUR I ÖLLUM DEILDUM
MATVÖRUR
FATNAÐUR
HÚSGÖGN
BYGGINGAVÖRUR
TEPPI
RAFTÆKI
RAFLJÓS
REIÐHJÓL
Ótrúlega hagstæðir
greiðsluskilmálar á
flestum vöruflokkum.
Allt niður í 20% útborg-
un og lánstími allt að 9
mánuðum.
JIB
Jóla
sveinamir
verða í
JL-húsinu
frá kl.
3—4 í dag
Jpn Loftsson hf.
HHngbraut 121
Simi 10600