Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 25
DV — HELGA@*AÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Bráðum koma blessuð jólin, ein>
og skrattinn úr sauðarleggnum. Ég
hef aldrei getað skilið fylliiega hvaða
þörf sé á öllum þessum gjafaskiptum,
matarveislum, krossferðum presta í
blaðagreinum, auglýsingaherferðum
og fleiru, þótt ekki sé talað um
heilagt þrugl um furðufugla svo sem
Jesúm, jólasveina og stjórnmála-
menn.
Til hvers er
þetta allt saman?
Jólavertíðin kemur yfir mig eins og
köld vatnsgusa, hún virðist alltaf
vera of snemma á ferðinni. Og svo
loks, þegar menn hafa skipst á gjöf-
um og borðin svigna undan krásum,
er það vinsælt ádeiluefni manna á
milii að spyrja hver hafi eiginlega
verið tilgangurinn með þessu öllu,
hver hafi hleypt öllu þessu af stað?
Var það íhaldssemi gamla fólksins
eða samsæri kaupmannanna? Og af
hverju fer sumt fólk að hópast i
kirkju sem virðist skinheilagt á
öðrum tímum árs? Eru jólin hámark
skinhelginnar og hræsninnar og yfir-
borðsmennskunnar, eða eitthvað
meira?
En loks er eins og það renni
einhver friðsæll höfgi á mann þegar
fram kemur að nýári, og maður
finnur að öllu óðagotinu og fuminu
og fjaðrafokinu hefur þrátt fyrir allt
tekist að endurvekja í hjarta manns
hlýhug gagnvart gömlu lyginni um
fæðingu Krists. Og maður verður var
við að hlý bræðrabönd hafa myndast
undir niðri, sem ná ekki aðeins til
vina og vandamanna, heldur jafnvel
til stríðandi kaupmanna, íslendinga
allra og sveltandi fólksins í vanþró-
uðu löndunum. Og manni finnst að
þessi hugarfarsbreyting hefði ekki
mátt vera neitt seinna á ferðinni,
annars hefði skammdegisþunglyndið
látið lífsbaráttuna okkar breytast í
borgarastríð, þegar menn einangruð-
ust frá náunga sínum í myrkrinu.
Krossför
klerkastóttarinnar
Það eru margar hliðar á þessari
furðuhátíð sem spekúlera má í yfir
jólaglögginni, svo sem að fleiri
ágætismenn en Jesús Jósefsson eru
sagðir fæddir þá t.d. Maó formaður.
Og ekki gleyma menn þá að forn-
íslendingar, sem og aðrir ókristilegir
heiðingjar, fundu einnig þörf hjá sér
til að láta borðin svigna undir
kræsingum, þegar sólin var sem lægst
álofti.
Það er eins og jólin veki fyrst og
fremst umtal um trú. Er það kannski
vegna þess að prestastéttin, sem hefur
obba atvinnu sinnar af kristilegum
tyllidögum, hefur gert jólin að einum
af aðalkrossferðatímum sínum inn i
hugi sóknarlambanna? Og skiptir
það raunverulega máli til að menn fái
notið jólanna, hvort menn trúi á
guðdómleika Jesús Krists eða á eilíft
líf? Eða er það bara náunga-
kærleikurinn sem er nauðsynlegur?
Ég held að svarið sé að ef menn
hefðu nægan náungakærleik, nægi-
lega mikið traust á sjálfum sér og
öðrum, þá þyrftum við eiki áróður
klerkastéttarinnar við á jólunum. En
þegar menn taka að veikjast í trú
sinni á sjálfan sig og samlanda sína,
þá er gott að njóta stuðnings presta-
stéttarinnar, sem færa okkur stuðn-
ing úr annarri átt.
Það er mikill styrkur að þeir skuli
gera þetta fyrir okkur nokkrum sinn-
um á ári, og eru þeir skattgreiðendum
því sennilega betri fjárfesting en jóla-
gjafirnar sjálfar.
Vaxandi gjá milli al-
mennings og prasta
Það er vel hversu litið fer fyrir heil-
agri vandlætingu af hálfu presta í
blaða- og útvarpspistlum sínum, því
það sýnir að þeir skilja að djúpt bil er
komið á milli upplýsts almennings
annars vegar og hefðbundins kreddu-
fasts kristindóms hins vegar: Fólk nú
til dags fer sjaldan í kirkju, nema á
tyllidögum, og þegar það fer að ótt-
ast ellina og dauðann. Flestir virðast
trúa fyrst og fremst á sjálfa sig og
náungann; kirkjan og hennar
kreddur eru álfka gleymdar og islend-
ingasagnasafnið skrautbundna uppi í
bókahillunni.
Svo var þó ekki um síðustu alda-
Rabbad yfir
jólaglögginni
Huröaskellir ogStúfurlitli
mót. Þá fóru menn flestir til messu
vikulega og vissu því álíka mikið um
Biblíuna og við mundum vita um
íslendingasögurnar ef við færum í
vikulegan fyrirlestur um þær. Nú
kunna hins vegar fæstir trúarjátning-
una. Þess vegna hlýtur mörgum trú-
ræknum manni að finnast að all-
flestir Íslendingar séu ekki kristnir.
Villuráfandi
sauflur
Ég rak sjálfan mig á þetta bil milli
trúaðra og okkar hinna, og ég held að
mín reynsla sé dæmigerð fyrir
margan Íslending. Ég vil þvi rekja
nokkur persónuleg dæmi um trúmál.
Ég var kristnaður án mins sam-
þykkis eða vitundar, þegar ég var
aðeins nokkurra mánaða gamall.
Þegar ég fermdist lærði ég
Faðirvorið og fleira og tókst að trúa
flestu af því sem presturinn kenndi til
fermingar, enda var ég allur af vilja
gerður til að þóknast hinum full-
orðnu. Þó fannst mér ekki að ég
myndi geta drukkið messuvínið, að
því mér virtist það of lygilegt að vínið
gæti táknað blóð Krists. Ég kom
þeim mótmælum því á framfæri, og
presturinn svaraði því aðeins sem
svo: „Það er allt í lagi, lagsi, þetta
sýnir bara að þú hefur hugsað um
málið, og það er ærið nóg.' ’
Ég hélst því formlega I Þjóðkirkj-
unni, þótt ég drykki ekki messuvínið.
Ári síðar var ég hættur að hugsa um
trú, enda þá fyrst farinn að hugsa
sjálfstætt eftir að fermingu lauk.
Mun svo vera um flesta. Ég hafnaði
öllum kristnikreddum sem ólíklegum
af því þær virtust ekki vera í neinu
samhengi við skólanámsefnið. Auk
þess hafði ég enga innri trúarþörf
þótt ég væri hugsjónamaður mikill.
í menntaskóla fann ég til vissrar
öfundar 1 garð þeirra sem virtust hafa
dýpri sannfæringar en ég um til-
veruna, hvort heldur sem það voru
eftir
Tryggva V. Líndal
marxistar eða einhverjir trúarhópar.
Mér varð ljóst að það er eins með að
vera trúhneigður eins og að vera list-
hneigður; maður er meiri andans
maður fyrir vikið.
Síðan komu háskólaárin, erlendis.
Ég lærði mannfræði, sem er fag sem
er eins andstætt trúarkreddum og
hugsast getur. Ég gat því ekki sætt
mig við neitt nema mannlegu hliðina i
trúarbrögðum fólks sem ég kynntist
þá, svo sem kaþólikkum, hindúum
og múhameðstrúarmönnum. Helst
gat ég fellt mig við Stóuspeki Róm-
verja, sem fjallaði mestmegnis um
skyldur embættismannsins við sjálf-
an sig og aðra í þessu lffi.
Það var ekki fyrr en að loknu
háskólanámi að mig fór að langa til
að trúa á framhaldslíf. Þegar viljinn
var nú einu sinni fyrir hendi, þá
reyndist mér unnt að finna átyllu
fyrir trú á æðri máttarvöld og fram-
haldslif.
Mér sýnist að þegar maður er á
annað borð orðinn trúhneigður, þá
geti hann farið að trúa næstum
hverju sem hann vill, með tímanum.
Sem betur fer tekur sllk hugarfars-|
breyting þó langan tíma fyrir mig sem1,
flesta.
Mér hefur verið tjáð af fleiri en
einum íslenskum guðfræðinema, að
ég geti ekki talist trúaður i þeirra
augum, þar eð ég trúi ekki sérstak-
lega á Krist o.fl. Samkvæmt þeirrá
mati væri flest ungt fólk hérlendis
ókristið, og þvi einnig ótrúað.
Mestu máli held ég þó að skipti, að
menn trúi á einhverja æðri forsjón,
og að sú trú sé fær um að endurvekja
jákvæða afstöðu manna til lífsins
þegar illagengur.
Persónuleg
leit að svari
Nú hef ég drepið á hlutverk trúar-
innar á jólunum og vaxandi trúleysi
íslendinga. Hvað trúleysi snertir má
reyndar segja að fólk á Vesturlönd-
um sé almennt að verða fráhverfara
hefðbundinni trú. En stærstu vanda-
mál lífs og dauða leysast ekki, nema
þá ef til vill með trú, svo fólk leitar
enn til hennar, þótt í breyttri mynd
sé.
Til dæmis er stærsta spurning
lífsins kannski staðreyndin um dauð-
ann. Hvernig á að fylla upp í það
ginnungagap? Flestar þjóðir leysa
þann vanda með því að trúa á fram-
haldslíf. Það nútímafólk sem getur
það ekki reynir að gleyma sér í tiltrú á
menn og málefni samtímans, fortíðar
eða framtíðar. Slíkt gengur því mis-
vel, enda eru menn misjaínlega
úrræðagóðir við að finna persónulegt
svar við þeirri eyðileggingu sem
nútímatækni og vísindi hafa valdið á
hinum hefðbundna trúarheimi
okkar.
„Æ horfir gjöf
til gjalda"
Hvernig mundi mannfræðingur
skýra það fyrirbæri sem jólin eru? í
fyrsta lagi er hér um að ræða eina af
hinum árvissu samkomum þjóð-
félagsins, þar sem böndin við helstu
hefðir þjóðfélagsins eru treyst. Og
meginhefðirnar eru þær sömu bæði
innan og utan fjölskyldunnar; þær
felast í þeim böndum sem við köllum
stundum bróðurlegan kærleik. Þessi
bönd þarf að treysta við og við, og á
jólunum gerist það þannig, að fjöl-
skyldu- og vinahópar koma saman og
skiptast á gjöfum. Þannig er fólki
komið í þakkarskuld hvert við annað
og verður að halda friðinn í bili.
Prestar og stjórnmálamenn stuðla
enn fremur að samheldni stærri hópa
með hátíðarboðskap sínum í fjöl-
miðlum landsins.
Jólasveinasamsœrið
Það má eiginlega segja að eins og
ég hef lýst jólunum séu þau ekki ólík
öðrum hátíðum. Þó má nefna að
þessi hátíð hefur orðið burðarás í
afkomu kaupmannastéttar Vestur-
landa síðustu hálfa öldina. Þeir hafa
gengið á lagið og ýtt undir síaukin
gjafakaup almennings eftir því sem
framfarir hafa orðið í auðsæld og
tækni.
Skemmtilegt dæmi um slíkt er
þróun jólasveinsins. Hann byrjaði
sem hinn hollenski Sankti Nikulás,
sem var verndardýrlingur barna.
Hollenskir kaupmenn fluttu dýrkun
hans með sér til Bandaríkjanna sem
síðar urðu, á 17. öld. Á millistríðs-
árum okkar aldar breyttu auglýsinga-
menn jólavertíðarinnar í Bandaríkj-
unum honum úr þjóðsagnapersónu
sem hafði líkst eitthvað hinum litlu
og horuðu islensku jólasveinum, í
stóran og feitan mann sem er ekkert
nema gjafmiidin og fjárausturinn,
með heljarstóran gjafasekk og
margra hreindýrsaflaflutningasleða.
Hlýtur nú að vera ólíkt skemmtilegra
fyrir íslensk börn að hvísla óskum
sínum 1 eyra jólasveinsins nýja en að
verða fyrir hrekkjum hinna al-
íslensku Jólasveina bænda-
menningarinnar.
Því miður daufheyrist jólasveinn-
inn við bænum fullorðinna, sem fá
ekki meir en þeir gefa, nema síður sé.
Og það er ekki séð fram á hnignun á
ofurveldi jólasveinsins nýja fyrr en
auðvaldsskipulag Vesturlanda fellur
til grunna, eða að börn hætta að
verða til.
Gleðileg jól!