Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Qupperneq 30
30 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Menning 1» SORP Rusl, rusl og aftur rusl Ekkiskilég hvar fólkið færþetta rusl. Kaupirþaö ruslið? Býrþað ruslið tH? Hvað heldur þú? íhugun ogum- ræða KRAKKAR, KRAKKAR. Höfundar: Jóhanna Einarsdóttir, Guðbjörg Þórisdóttir og Krístjón Ingi Einarsson. Útgefandi: Bjallan hf., Reykjavik 1981. Síðasliiðið sumar barst mér í hendur k er með nnfninu Krakkar, krakkar og undirtitlinunr Hér er bók til að lesa, skoöa ag .legjd frá. Þó nokkuð sé um liðið gei ég ekki á mér setið að draga fram bess.' litlu bók og þá fyrst og I remst til að vekj.i á henni athygli. Ekki mun af veita nú i auglýsingastreymi jólamarkaðarins, þvi bókin er hógvær og lætur litið yfir sér. A.m.k. við fyrslu sýn. En ef betur er að gáð, er bér á ferðinni einstök bók, þar sem saman fara markviss vinna og vönduð vinnu- brögð. í formála bókarinnar segir m.a.: ,,Leslrarkennarar komast yfir- að koma til móts við þennan stóra og þyrsta lesendahóp. Hún er ætluð sem hliðarlestur við annað lestrarkennslu- efni og einnig sem myndlestrarbók.” Þessu næst finnum við í bókinni leið- beiningar um notkun hennar, ætlaðar fullorðnum leiðbeinanda, hvort sem það er nú kennari, foreldri, fóstra eða annar uppalandi. Þar kemur m.a. fram að bókin er beinlinis hugsuð og gerð til að kveikja umhugsun og umræðu. 1 okkar flókna og öra borgarsamfélagi nútímans vakna oft spurningar í huga barns þegar enginn fullorðinn er nærri eða ekki gefst tóm eða ráðrúm til að ræða mál í því samhengi sem þau birt- ast i. í bókinni er brugðið upp nokkr- um atvikum sem vekja spurn eða ihug- un. Hinar knöppu sögur bókarinnar og myndirnar hljóta að kveikja umræðu. Dæmi: SORP. Rusl, rusl og aftur rusl. Ekki skil ég hvar fólkiö fær allt þetta rusl. Kaupir það ruslið? Býr það ruslið til? Hvað heldur þú? leitt fljótt að þeirri leiðu staðreynd að hér á landi er mikill skortur á lesefni iýmk . 'j' ííy handa börnum, sem eru að byrja að geta lesið sjálf. Þessi bók er tilraun til KENNY BURRELL GUITAR FORMS irranoed c&nxwc’rrsn by oil evans Jass undir jólatréð Mitt er erli og örtröð jólaundirbún- ings og innkaupa er ekki að undra þótt jassunnendpr örvænti og óttist að íenda í jölájjeitirlnfrh Hvar sem komið er í versíanir o^.'fyrirtæki dynur á hlustum sú tónlist sem hérlendis er kennd við jól, þ.e. dægurtónlist frá ýmsum timum ásamt snöggsoðnum textum, sem höfða eiga til kaupenda i háliðaskapi. Ótrúlegustu kokkteilar eru settir saman á hljómskífur. Hóað er saman fólki úr tónlistarheiminum, skemmti- bransanum og leikhúsum og það látið flytja eitthvert samsull, þannig saman- sett að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Einn stærsti hópur fórnar- lamba þessa eru blessuð börnin, því þó svo foreldrarnir kaupi.þá þurfa börnin að si ja undir flutningnum. Jassáhugamenn geta átt það á hættu að velviljaðir vinir og vandamenn, sem kunnugt er um áhuga þeirra á tónlist, fari og kaupi eitthvað af þessari fram- leiðslu. Allt í bestu trú. Dæmigert inni- hald jólapakkans eru gömlu góðu jóla- lögin leikin með sveiflu af einhverjum gömlum þreyttum manni sem ber þekkt nafn. Viðhverju er svo sem að búast? ímyndum okkur orðaskiptin. ,,Ég var að leita að plötu fyrir mann sem hefuráhugaá jasstónlist.” „Já, við eigum hérna plötu þar sem Louis Armstrongsyngur Heims um ból og á henni eru fleiri þekktar hljómsveit- ir eins og ABBA og Boney M og svo er alþjóðlegri samvinnu fyrir að þakka að á plötunni eru líka íslenskir flytjendur. Þetta er eiginlega albúm, tvær plötur. ” Jasstónlistin er látin víkja fyrir betri söluvarningi. Poppið og jólaframleiðsl- an í fremstu röð. Því rak undirritaðan í rogastans þeg- ar hann í veikri von um að finna eitt- hvað við sitt hæfi gekk inn í hljóm- plötudeild Fálkans á Laugaveginum. Þar hafði jassinn einnig verið færður til i búðinni en á annan hátt en venja er. Hann hafði verið fiuttur fram í búð- ina. Þar blasti við allt það sem glatt gat gamalt jasshjarta. Tónlist frá öllum tímum, nýjar upptökur, endurútgáfur á eldri plötum (eins og t.d. 78 snúninga plötunum sem víða eru geymdar sem úr gulli væru). Einleikarar, lítil combó, stórhljómsveitir, langur listi frægra nafna: Erroll Garner, Fats Waller, Benny Goodman, Lionel Hampton, Duke Ellington, Charlie Mingus og svo mætti endalaust telja. Úrvalið var slíkt að líkast var því að maður væri kominn í einá af stórplötu- verslunum heimsborganna. Eitt frávik var þó á því. f verslunum erlendis hefur mér löngum gramist hve áhugalaust og lítt vitandi starfsfólkið er um aðra tón- list en þá sem efst er á vinsældalistum hverju sinni. Hér var ekki komið að tómum kofunum. Upplýsingar um allt það sem væntanlegt var á næstu dögum við hið stóra safn lágu á lausu. Einnig Jass Sverrír Gauti Diego gladdi það að heyra að hin ágæta is- lenska jassplata Jazzvakningar, Jazz- vaka, væri enn fáanleg.þvi frest hafði að hún væri víða uppseld. Nú var ekki lengur um það að ræða að ekki fyndist neitt sem hugurinn girntist heldur var vandamálið að velja. Eftir langa leit var að lokum tveimur plötum brugðið á fóninn. Fyrst kom platan Strange Fruit þar sem gaf að heyra, ljúfasta söngkvenna fyrr og síð- ar, Billy Holiday. Á plötunni var lang- ur listi laga sem fræg urðu i flutningi hennar. Þessar upptökur voru flestar frá þeim tíma er Billy var upp á sitt allra besta, gamlir standardar sem maður ósjálfrátt raular með. Þarna var að finna safn af flestu því sem hún hef- ur best sungið um dagana. Óslökkvandi áhugi undirritaðs á gít- artónlist réð valinu á síðari plötunni. Þar var á ferðinni hinn þekkti jassgítar- leikari Kenny Burrell og nefndist platan Guitar Forms. Fyrri plötur Burrells höfðu verið nokkuð bundnar föstum formum eins og t.d. Midnight Blue sem var eingöngu blues tónlist. Hér kvað við annan tón. Kenny lék jöfnum höndum á klassískan gitar og raf- magnaðan. Platan gefur góða heildar- mynd af fjölhæfni þessa ágæta gítar- leikara. Plötutitlarnir voru í flýti hripaðir niður á óskalistann sem er nokkurs konar vinnuáætlun fyrir mína nánustu. Vonandi er að þeir og aðrir velunnarar jassáhugamanna gefi okkur ekki ,,jóla- plötuna í ár” á þeirri hátíð sem er að ganga í garð. Glegðilegjól. 1 bókinni eru 22 svona litlar sögur, tengdar mynd á gagnstæðri síðu. Myndirnar lýsa blönduðu efni, sumt er sérstakt, annað hversdagsiegt. Þannig er veruleikinn líka eins og við mætum honum dagsdaglega. Letur bókarinnar er stórt og skýrt og því auðlesið fyrir byrjendur og við- vaninga í lestrarlistinni. Bókin er prentuð á vandaðan pappír þar sem texti og myndir njóta sin eins og best verður á kosið. Allur frágangur er hinn vandaðasti. í bókarlok koma 10 myndir án texta. Þær eru þannig kynntar til „sögunnar”: Hér koma myndir setn þið getið sjálf búið til sögur um. Hér er sem sagt á ferðinni óvenju- leg og falleg bók sem er hvorki ætluð börnum né fullorðnum. Heldur börnum og fullorðnum sameiginlega, sem vettvangur íhugunar og um- ræðu. Bókmenntir Bergþóra Gísladóttir Þar sem skákL skapur og lífs- frásögnlyfta hvortöóru Isaac Bashevis Singer: SAUTJÁN SÖGUR Hjörtur Pálsson þ ýddi. Setberg 1981 Frásagnarsnillingurinn Isaac Bashevis Singer sem nóbelsnefndin dró úr djúpinu fyrir þremur árum og færði heiminum á silfurfati er fáum líkur. Hann hafði skrifað mörg og löng ár án þess að venjulegt fólk tæki eftir honum, en siðan hann fékk Nóbels-verðlaunin hafa menn lesið hann og dáð — líka á íslandi — og hann hefur kynnst vel, svo er Hirti Pálssyni aðallega fyrir að -þakka. Sautján sögur er fjórða bókin sem hér kemur út eftir hann. Singer er gyðingur og aftur gyðingur af bestu gerð. Hann virðist mjög samgróinn söguhefðum og menningararfi þjóðar sinnar og fylgjast vel með þeirri framvindu sem þar hefur orðið á síðustu áratugum. Hugstæðast og mest frásagnarefni er þó hlutskipti gyðinga á stríðsárun- um síðari og afleiðingar þess. Seið- kynngi Singers sem rithöfundar er einkum fólgin í mannskilningi, persónusköpun sem er svo trúverðug að maður unir ekki öðru en hann sé að segja frá iifandi fólki sem hann þekki, örlögum þess og raunveru- legum atvikum. Hann sameinar með áhrifamiklum og listfengnum hætti þrjár kvíslar ritlistar — skáldsöguna, frásögnina og greinina (essay). Honum tekst að nýta og snúa saman áhrifaþætti þeirra í eina sögu. Þegar maður les þessar smásögur, sem hér birtast, er maður oft í vafa um hvort þær séu í raun og veru skáldsaga, frá- sögn eða grein, og raunar eru þær margar hverjar þetta allt saman. Oft lætur hann þessar kvíslar leikast á, teflir þeim fram á víxl í sömu sögu. Kímniblandin alvara hans nær mestum tökum á lesandanum. Þótt hann segi frá þungum örlögum verður hann aldrei uppvægur heldur er jafnan mildur í orðum en kemur þó mannlegum hörmum til fullra skila. Hið sama er að segja um gleðina. Hún verður aldrei hástemmd eða uppveðruð í höndum hans heldur Bókmenntir Andrés Kristjánsson ætíð hógvær og mild í orðum og öðlast við það ótrúlega dýpt. Þýðandinn, Hjörtur Pálsson, segir það réttilega í eftirmála, að vandi sé að velja smásögur eftir þennan höfund til útgáfu í meðalstóra bóka á íslensku. Smásögur hans eru orðnar margar og akur þeirra fjölgróinn. Margir lelja að þar beri list hans hæst. Það sem ég hef lesið eftir Singer fellur vel við þá skoðun. Hann er og verður i hópi snjöllustu smá- sagnahöfunda heimsins fyrr og síðar og stækkun smásögustakksins með þeim hætti em áður getur er ef til vill mesta lyftistöng hans. Smásagan er form sem hættir til að skreppa saman um of í höndum höfundar síns vegna áleitiijnar kröfu formsins um að stakkur hennar sé hnotskurn. Við þá viðleitni stendur hann stundum á beini. Sögurnar sautján hefur þýðandi valið úr þremur smásagnasöfnum Singers. Þær eru auðvitað töluvert misjafnar að gæðum og gerð en búa allar yfir seiðmagni sem nær undra- sterkum tökum á lesanda. Persónu- sköpunin — ég vil heldur kalla það persónulýsingar vegna þess hve fólkið er raunverulegt — er líklega það sem mest er um vert. Við skynjum söguna ætíð í reynsluspor- um þessa fólks. Það hendir oft, að höfundur ber á borð fátíða lífs- reynslu stundum gamansama öðrum þræði, en með einhverjum göldrum tekst honum ætíð að gera hana eðli- legaogsjálfsagða. Freistandi væri að víkja að nokkr- um söguefnum og persónum í bók- inni því að þar situr margt eftirminni- legt í huga manns að loknum lestri, en það yrðu allt of mörg orð á þessum vettvangi. Þarna er hver sagan af annarri gjafari brosa og tára. Það er þessi samleikur og dulin og hægstreym spenna sem heldur les- andanum föngnum. Þýðing Hjartar Pálssonar er ágætisverk. Hann hefur fundið það mundangshóf sem er andrúm skáld- skapar höfundar. Málfar Hjartar er mjög fallegt, auðugt og þó hófstillt. Ég held að þessi þýðing sé afburða- góð og eigi fáa sina líka um þessar mundir að trúleik við anda sagnanna. Útgáfan er sérlega vönduð og falleg. Andrés Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.