Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 6
6 DAGBLADIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Ney1 Þaö þykir gefa hinn þjóðlegasta svip að bera þorramatinn fram 1 gömlu og góðu trogi eins og tiðkaðist hér áður fyrr til sveita. Enda matur þessi að mestu upprunninn frá þeim tima þegar nota varð það sem hendi var næst tii geymsiu, bæði aðferðir og ílát, þvi engir isskápar og frystikistur voru til i þá daga. Þá er að þreyja þorrann... og gera sér dagamun með rammíslenzku góðgæti Og þá er blessaður þorrinn að ganga í garð, napurlegur tími oft á tíðum hvað veðurfar snertir, en einnig tilefni góðra mannfunda og veizluhalda á svokölluðum þorra- blótum. Sá siður mun næsta gamall að halda hátiðlegan fyrsta dag þorra með viðbúnaði í mat og drykk. Hitt er aftur nýrra af nálinni að unnt sé að blóta þorrann á fimmtu viku eins og nú tiðkast. Enda þorrablótin í þeirri mynd sem nú þekkist ekki eldri en frá lokum nítjándu aldar, þó liklegt séað þau eigi sér einhverja fyrirmynd í heiðnum sið hér á landi. Fyrsta þorrablótið, sem vitað er um i nýjum sið, var haldið af Hafnar- stúdentum 24. janúar 1873 í Kaup- mannahöfn. Akureyringar urðu fyrstir til að efna til þorrablóts hér á landi ári síðar, en eftir það breiðist þessi siður óðfluga um landið og nú er svo komið að flestar sveitir, auk ótal félagasamtaka og annarra, halda árlega mikil blót. Á þorrablótum er borinn fram þorramatur. Þorramatur er tiltölu- lega nýtt orð í málinu og sást fyrst á prenti 1958, þegar veitingastaðurinn Naustið fór að bjóða upp á slíkar veizlur. Þetta er samheiti yfir margar tegundir af gömlum og góðum rammíslenzkum mat, hangiketi, súr- meti, hákarli, harðfiski og flat- brauði, ásamt fleira góðgæti sem sumt hefur komið til sögunnar síðar. Þorramat er nú hægt að kaupa á mörgum veitingastöðum, auk þess sem kjötkaupmenn bjóða flestir upp á fjölbreytt úrval. Svo- nefndir þorrabakkar, þar sem á er skammtur af vel flestum algengustu tegundum auk meðlætis, hafa náð miklum vinsældum enda kjörnir til kaupa fyrir minni heimili þar sem fólk vill gjarnan smakka þennan mat i eitt skipti eða svo. Áður en við förum i upptalningu á nokkrum þeim stöðum sem bjóða þorramat og því sem þar verður á boðstólum, er rétt að ítreka aðeins örfá geymsluaÞiði. Allt er þeita matur sent Itezt geym- ist í kæliskáp. Snrmetið ,. alltaf að geyma i ntvsu Séu kcvptir litlir skammtar er rétt að kippa eins og einni fernu af mysu með. Annars þornar þetta upp á stuttum tíma og þránar. Rétt er að hafa ílátin vel lokuð því annars gæti lyktin borizt í önnur mat- væli og hið sama gildir að sjálfsögðu um aðrar lyktsterkar tegundir eins og hákarlinn. Um aðrar tegundir gildir það sama og um kjötvöru almennt. Pakkið öllu vel inn og geymið öllum stundum i kæli, á milli þess sem borðað er. Rófustöppu og kartöflumús er rétt að leyfa að rjúka aðeins, áður en skellt er í ísskápinn. Annars vill það súrna. Kjötmiðstöðin Þorrabakkar verða á boðstólum í verzluninni og er á þeim skammtur sem áætlaður er fyrir einn mann. Hann er þó ríflegur, vegur um 650 grömm og kostar 60 krónur. Á bakkanum eru allar algengustu teg- undir af súrmat, hangikjöt, sultur, flatbrauð, rúgbrauð, smjör og fleira, en ekki rófustappa eða kartöflur. Þar er lika hægt að kaupa einstakar tegundir í kílóavís fyrir hópa eða aðra sem vilja útbúa matinn sjálfir. Kjötverzlun Tómasar Á bökkunum frá Tómasi eru fjöl- margar tegundir af þorramat og fylgir með bæði ítalskt salat og rófustappa. Bakkinn er áætlaður fyrir tvo, vegur um 1,2 kg og kostar 120 krónur. Þar má einnig kaupa blandaðan súrmat i tveggja lítra fötum og er það álitið duga fyrir 4-6. Slíkt kostar 100 krónur. Askurog Veitingamaðurinn Þessi tvö fyrirtæki bjóða bæði upp á þorramat, að vísu hvort á sínu sviði. Veitingamaðurinn sinnir veizlum og blótum í heimahúsum. i stærri veizlum erboðiðuppá 17tegundirog kostar 120 krónur fyrir manninn, sé gestafjöldi undir 100 manns. Séu fleiri samankomnir lækkar verðið um 10 krónur á mann. í veizlur slikar eru sendir matreiðslumenn til að fylgja því eftir að allt komist nú vel og áreiðanlega til skila. Heimsendingarþjónustan er ekki bundin við neinn ákveðinn fjölda. Boðið er upp á trog með 15 tegundum og hentar það vel fyrir smærri hópa, allt niður í fámenna sauma-eða spilaklúbba. Þar kostar skammturinn I lOkrónur. Á Aski við Laugaveg verður eins og í fyrra boðið upp á 17 tegundir af hlaðborði i askinum þeirra. Ekki var komið endanlegt verð á það er við hringdum. Naustið Veitingastaðurinn Naustið var brautryðjandi hér í Reykjavík á þessu sviði. Þar er allur matur útbúinn á staðnum og geymdur undir ströngu eftirliti í sérstakri þorrageymslu. Hefur oft verið boðið upp á sjald- gæfa rétti svo sem selshreifa og fleira góðgæti og í ár er meiningin að bæta við laufabrauði, að hætti norð- lenzkra. Þorramatur, borinn fram í sérstökum trogum, verður á boðstólum allan þorrann, bæði í hádeginu og á kvöldin. Um helgar er meiningin að hafa opið til klukkan eitt og bjóða upp á tónlist undir borðum. Múlakaffi Þar er boðið upp á þorramat, bæði til neyzlu á staðnum og einnig útbúnar veizlur fyrir hópa úti í bæ. Á staðnum er einnig hægt að kaupa svonefnda hjónakassa sem vega um 1400 grömm. Á þeim eru 14 tegundir og kostar hvert stykki 120 krónur. í veizlunum eru tegundirnar öllu fleiri eða 20 alls og má þar nefna til viðbótar hinu hefðbundna, saltkjöt, sild og kartöflujafning. í Múlakaffi er hægt að fá lánuð trog undir matinn til að gera veizluborðiðenn þjóðlegra. Hamborg Varla er boðið upp á þorramat i Hamborg, segja eflaust margir sem sjá þá verzlun hér í upptalningunni. Nei, að sjálfsögðu ekki. En í Hamborg er hægt að kaupa viðar- trog, sem smíðuð eru sérstaklega fyrir verzlunina af hagleiksmanni nokkrum. Þau eru 55 cm á lengd og 37 cm á breidd og kostar hvert stykki 295 krónur. Skemmtilegt ílát til að eiga á þeim heimilum þar sem þorrinn er blótaður árvisst. —JB Bezt að setja allt strax í ísskápinn — segir Franklín Georgsson matvælaf ræðingur Ýmsir ráku augun í það i húsráðum okkar á miðvikudag í síðustu viku að þar var ráðlagt að setja allan mat inn í kæli sem fyrst, en láta hann ekki kólna hægt við stofuhita. Ekki voru nú allir sáttir við þetta, löldu sig ætíð hafa heyrt að slæmt gæti verið að setja heitan mat inn í ísskáp. Við slógum á þráðinn til I ranklfns Georgssonar matvælafræðings og spurðum hann álits. „Ég er alveg sammála þvi, að út frá gerlafræðilegu sjónarmiöi er langbezt að koma öllum mat I kæli- skáp sem fyrst. Þarna er nú sennilega fyrst og fremst átt við afganga af máltíðinni sem mesti hitinn er þá rokinn úr þegar neyzlu iýkur. Ég ráðlegg hiklaust að þessu sé stungið i isskápinn strax. Það eru margar teg- undir gerla sem lifa enn í matnum eftir suðu og þeir vaxa mjög fljótt standi maturinn eitthvað f stofuhita. Fólk virðist almennt ekki átta sig á þessu en neyzla á slíku getur hæglega valdið sýkingu. Það má aftur deila um sjóðandi heitan mat, hvort ekki sé betra að láta rjúka aðeins af honum áður en sett er í isskáp. Er það þá aðallega vegna þess að slíkt gæti raskað hita- stiginu i skápnum um stund og haft áhrif á önnur matvæli sem þar eru geymd. Eins eru eflaust skiptar skoðanir um fyrrgreind atriði meðal þeirra sem fróðir eru um matreiðslu og þá út frá gæðasjónarmiði hvað varðar upphitun síðar, sagði Franklin. -JB. Allan mat cr bezt að geyma f kæliskáp og koma honum þangað sem fyrst eftir neyzlu. Á það jafnt við um kjöt og fisk eða aðra soðna afganga. Margir komast I feitt þegar þorrann ber að garði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.