Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
Útlönd Útlönd ' Útlönd Útlönd
Pekingstjómin ætlar að hreinsa
tíl i skrifstofubákninu
sem einangrunarstefna hefur verið
efst í hugum manna, er erlent fjár-
magn álitið vera af hinu illa og nánast
dregið í dilk með landsölu eða föður-
landssvikum og óþjóðhollustu að
gæla við hugmyndir um að nýta slíkt.
Fyrir fáum árum hefði hver sá Kín-
verji sem lagði til að þegin væru
erlend lán verið fangelsaður.
Nýlega sagði Wang Binggioan,
fjármálaráðherra stjórnarinnar við
japanska embættismenn að skuldir
Kína við útlönd hlypu nú á 4,7
milljörðum dollara (en voru um 3,4
milljarðar við árslok 1980).
Zhao sagði alþýðuþinginu að hin
erlendu lán mundu fyrst og fremsl
renna til uppbyggingar orkuvirkjana
og samgöngumála. Einnig mundi út-
flutningsiðnaður sem getur aflað er-
lends gjaldeyris fljótt njóta forgangs
að hinu erlenda fjármagni og erlendri
tæknihjálp. Gaf Zhao til kynna að
rikisstjórnin mundi leyfa fleiri erlend
lán til þeirra.
Snúið baki við gamalli
Maó-kenningu
Hann réðst um leið að gamalli
Maó-kenningu sem áður var mjög
höfð til grundvallar í Kína. ,,Við
verðum i eitt skipti fyrir öll að hætta
að hugsa um að vera sjálfum okkur
nógir,” hamraði hann inn og fullyrti,
að aukin utanríkisverzlun mundi efla
sjálfsöryggi Kínverja fremur en hitt.
fínnsku forsetakosningamar
Zhao Ziyang, forsætisráðherra
Kína, hefur stigið á stokk og strengt
þess heit að hreinsa til í hinu marg-
fræga skrifstofubákni Kina. Hefur
hann lagt nafn sitt og orðstir að veði
til þess að skapa grundvöll fyrir hæg-
fara hagvöxt í framtíðinni. Ziyang
stendur þó frammi fyrir ýmsum ljón-
um á veginum.
Með Deng að bakhjarli
Versta ljóninu ruddi þó úr vegi sá
maðurinn sem tilefndi Zhao i forsæt-
isráðherraembættið. Hinn 77 ára
gamli Deng Ziaoping hefur leitt þessa
fjölmennustu þjóð heims burt frá
maóismanum og bundið hendur
hinna róttækustu á vinstrivængnum.
Markaði hann brautina til meiri hag-
ræðingar og tæknivæðingar og opn-
aði „vesturglugga” Kína.
Hitt sýnist svo undir hinum sjálfs-
örugga Zhao komið að sýna fram á
að hófsamari kommúnismi þeirra
Dengs geti leitt til þeirrar hagsældar,
sem tryggi að aldrei aftur verði snúið
til maóismans. — Zhao er 15 árunt
yngri en Deng og líklegastur til að
taka hans sess sem æðstráðandi í
Kína þegar frá líður.
Hægur hagvöxtur
í langri ræðu sem Zhao flutti ný-
lega á kínverska alþýðuþinginu gerði
hann grein fyrir framtíðaráætlunum1
Pekingstjórnarinnar. Er þar ekki
tjaldað til einnar nætur, heldur horft
allt frant til aldamótanna í efnahags-
Zhao sagði að upp úr 1985 ætti
hagvöxturinn að örvast og fram til
1990 vaxa ár frá ári. Síðan talaði
hann um nýja uppgangstíma á síðasta
áratug aldarinnar.
Hagræðing í skrifstofu-
bákninu
í hagskýrslu sinni hét Zhao því að
nú yrði látið skara skríða til hagræð-
ingar i skrifstofubákninu. Það er al-
mennt álit að þrátt fyrir yfirlýsta
stefnu Dengs og félaga í þá veru hafi
sú þróun gengið mjög hægt. Árang-
urinn hefur látið á sér standa. Zhao
sagði að spillt hefðu fyrir „endalaus-
ar hártoganir fram og til baka og
orðaskak um leið og breytingar hefði
orðið að gera í mörgum áhrifa-
stöðum.” — Sagði Zhao alþýðuþing-
inu að meira en mál væri komið til
þess að snúa sér að framkvæmdum
og hætta málæðinu. Hann mundi
beita sér fyrir því að skera niður yfir-
bygginguna, draga úr of miklu
mannahaldi, leggja niður ráðuneyti
og víkja þeim frá sem ekki þyrðu að
taka ákvarðanir í þá átt.
Erlend lán
Forsætisráðherrann vék einnig að
öðru máli sem er jafnvel enn við-
kvæmara talinu um yfirmannaskipti.
Það eru áætlair hans um erlendar
lántökur. í Kina eins og viðar þar
Hinir átta frambjóðendur flokkanna tíu. Frá vinstri talið: Mauno Koivisto, Harri Holkeri, Johannes Virolainen, Kalevi Kivistö, Jan-Magnus Jansson, Raino Westerholm, Veikko Vennamo og Helvi Sipilá.
Flest virðist nú benda til þess að
finnska þjóðin sé búin að kjósa sér
sósíalista í forsetastól, í fyrsta sinn í
sögu Finnlands. Mauno Kovisto.for-
sætisráðherra og forseta í forföllum
Kekkonens, hefur tekist að fá 146
kjörmenn af 301, sem síðan munu
endanlega kjósa forseta þ. 26. þ.m.
Frambjóðandi vinstri sósíalista og
kommúnista fékk 32 kjörmenn
kjörna, en langflestir þeirra munu
styðja Koivisto í 2. umferð forseta-
kosninganna.
Þessi mikli sigur Mauno Koivisto
bendir einnig til þess að Finnland sé i
annað sinn búið að fá forseta til langs
tíma, 18—24 ár, en Koivisto er 58 ára
að aldri. (Kekkonen sem var forseti í
25 ár, fékk ekki nema 89 kiörmenn í
1. skiptið, 1956 þá 56 ára að aldri.)
Afdrifaríkust eru þó þessi úrslit fvru
Miðflokkinn, sem frá stríðslokum
1944 hefur verið nánast einráður við
mótun utanríkisstefnu landsins, að
mestu undir forystu fráfarandi for-
seta, Urho Kekkonen.
Frambjóðanda Miðflokksins og
fyrrum formanns flokksins, núver-
andi forseta finnska þingsins,
Johannes Virolainen, tókst ekki að fá
kjörna flciri en rétt rúmlega 50 kjör-
menn. og Hægrifiokkurinn, sem'
bauð fram fyrrum formann sinn,
Harri Holkeri, náði tæpum 60 kjör-
mönnum og fór fram úr Miðflokkn-
um.
Allar likur eru á að áframhald
verði um sinn á samstarfi Miðflokks-
ins og vinstriflokkanna, en ríkis-
stjórnin mun biðjast lausnar 1. febrú->
Borgþór
S. Kjærnested
skrifar um finnsku
kosningarnar
- ar, en það er hefð er íýr forseti tekur
. við völdum.
Koivisto á þá utn tvennt að velja,
hann getur falið forsætisráðherraem-
bætti sitt nýjum manni og síðan
beðið aðra ráðherra að sitja áfram, ef
til vill með einhverjum smábreyting-
um, eða leyst upp þingið og boðað til
nýrra kosninga.
Þess er ekki að vænta að nokkrar
meiriháttar breytingar verði á stefnu
Finnlands í utanríkismálum.
Afstaða Finnlands til stórveldanna
er nú þegar fastmót-ð og nýtur
stuðnings um ‘7af hundraði kjós-
enda, svo á þeun vetivangi mun Koi-
visto ekki þurfa annað en feta í fót-
spor fyrirrennara síns og ég spái því
að innan skamms muni verða farið
ríkjum Suður-Ameríku né á stríðið i
Víetnam á sínum tíma.
Um tima var Ensio Siilasvuo yfir-
maður alls herafla SÞ fyrir botni
Miðjarðarhafas, en það er af
mörgum fréttaskýrendum talið
hæpið að hershöfðingi frá landi mjög
einhliða, höllu undir Sovétríkin hefði
notið trausts deiluaðila, ísraels-
manna og Egypta.
í kosningabaráttunni bentu vinstri-
menn á að samskipti Finnlands við
þróunarlöndin hafi verið vanrækt af
Kekkonen og væru því sem næst ein-
göngu i höndum embættismanna
utanríkisráðuneytisins.
Finnsk fyrirtæki hafa á undan-
förnum árum verið að auka umsvif
sín í Afríku og í Arabalöndunum og
bent hefur verið á að Finnland taki æ
oftar beina afstöðu með iðnrikjum
Vesturlanda, oft gegn hagsmunum
þróunarríkjanna, á alþjóðavettvangi.
Vinstri menn töluðu um að þessu
þyrfti að breyta ef sósíalisti næði
kjöri, en forsetinn ber alla ábyrgð á
utanríkisstefnu landsins.
Koivisto munaftur á móti geta setl
persónulegan svip sinn á afstöðu
Finnlands til þróunarlandanna þegar
fram í sækir.
Borgþór S. Kjærnested
þróuninni. Zhao og félagar gera ráð
fyrir hægum hagvexti fram til ársins
1985, á meðan komið verði betra
skipulagi á efnahagsmálin og þeim
sniðinn nýr stakkur. 1982 er ætlað að
hagvöxturinn muni nema um 4% (í
stað 3% á síðasta ári, eftir opinber-
um fréttum frá Kína að dæma).
að tala um Paasikivi-Kekkonen-
Koivisto-stefnuna, sennilega skamm-
stafað PKK-línan.
Oft er talað um hið sérstæða sam-
band Finnlands og Sovétríkjanna og
að Finnar t.d. hafi ekki deilt á ástand
mála í Póllandi né veru Sovétmanna í
Afganistan.
Minna má á að Finnar hafa heldur
aldrei deilt á ástand mála í ýmsum
Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kfna, og Ifklegasti arftaki Dengs Ziaoping, heitir
þvf að taka efnahagslffið sterkum tökum.
Dr. Urko
Kekkonen var
56 ára að aldri,
þegar hann var
valinn forseti
1956 með aðeins
89 kjörmenn á
bak við sig, en
hann var forseti í
25 ár.