Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 12
hjálst, áháð daghlað
Útgáfufélag: Frjáls fjölmifllun hf.
StjórnarformaAur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson.
Ritatjórar: Jónaa Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fréttastjóri: Sœmundur Guflvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingótfur P. Steinsson. N
1 Ritsljórn: Síflumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Áfgreiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:'
Þverholti 11. Sfmi 27022.
Shni ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Sketfunni 10.
* ^Áskríftarvorfl á mánuöi 100 kr. Verfl í lausasölu 7 kr. Helgarblafl 10 kr.
Forganga ístað sporgöngu
Aðþrengdar iðngreinar eru í vaxandi mæli að reyna
að koma því á framfæri, að tryggja beri innlendri
framleiðslu forskot umfram erlenda keppinauta.
Málmiðnaðurinn er nýjasta og alls ekki eina dæmið um
þessa viðleitni.
Rökstyðja má, að skylda beri útboðsaðila til að taka
innlendu tilboði, ef mismunur þess og erlends fer ekki
fram úr einhverju ákveðnu marki.
Menn greinir hins vegar á um, hversu breiður þessi
munur megi vera.
Einnig má rökstyðja, að vernda beri innlenda fram-
leiðslu fyrir erlendum undirboðum, einkum ef þau
stefna að því að vinna markaðinn, ryðja keppinautum
úr vegi og hækka síðan verðið í skjóli síðar fenginnar
einokunar.
Um leið er þessi verndarhugsun afar hættuleg. Enda
er þegar farið að brydda á því hugarfari, að betra sé að
vernda vinnu í gamalli og ofsetinni atvinnugrein heldur
en að starfsfólk í henni missi atvinnu sina.
Aðgerðir, sem byggjast á þessari hugsun, leiða til
dulbúins atvinnuleysis um leið og þær draga úr straumi
fólks og fjármagns til þeirra atvinnugreina, sem hafa á
hverjum tíma mestan vaxtarbrodd, mestan arð og
mesta framlegð til þjóðarhags.
Við sjáum slíkar aðgerðir hvarvetna i nágranna-
löndunum. Þar eru veittir aðlögunarstyrkir, vaxta-
eftirgjafir, útflutningsstyrkir, þjálfunarstyrkir, flutn-
ingastyrkir, jöfnunarstyrkir og fjárfestingarstyrkir.
Slíkar aðgerðir sjáum við líka hér i hinum hefð-
bundna landbúnaði. Við verjum meira en tíunda hluta
sameiginlegra ríkisútgjalda til að halda uppi úreltum
atvinnuvegi og hindra krafta hans í að beinast að
öðrum verkefnum.
í Noregi er ekki aðeins landbúnaðinum haldið úti á
þennan hátt, heldur einnig sjávarútvegi. Hið opinbera
greiðir sem svarar öllum launum í sjávarútvegi. Þar eru
það olíulindirnar, sem standa undir kostnaði við
byggðastefnu.
í Svíþjóð, Bretlandi og víðar halda skattgreiðendur
uppi ýmsum greinum málmiðnaðar, einkum þar sem
samkeppni er orðin of mikil, svo sem í skipasmíðum.
Margar fleiri greinar ramba á brún náðarfaðms hins
opinbera.
Þjóðir þessara landa hafa það sér til afsökunar, að
atvinnuleysi er þar mikið og vaxandi, víða komið í eða
upp fyrir lOfr/o. Þar er því fremur ólíklegt, að starfsfólk
hallærisgreina geti fengið vinnu við arðbær störf.
Um leið búa þessar þjóðir sér til vítahring. Með
kjarkleysi og óhóflega félagslegri hugsun hafa þær
veikt hag sinn og samkeppnisaðstöðu gagnvart öðrum,
sem óhræddari hafa verið við hreyfiaflið í atvinnulíf-
inu.
Bezt sett væri sú þjóð, er hefði ráð á að draga úr
starfsemi sinni á öllum þeim sviðum, sem leggja til of-
framleiðslu á heimsmarkað. Er hefði sem kaupandi ráð
á að nota sér undirboð og meðgjafir, sem fylgja of-
framleiðslu hinna.
Slik þjóð hefði ráð á að hasla sér jafnan völl í vaxtar-
greinum, í nýjungum, — yfirleitt í greinum, þar sem
verðlag á heimsmarkaði stjórnast meira af seljendum
en kaupendum. Slík þjóð væri í senn djörf og raunsæ.
Utan verkfalla er ekki atvinnuleysi á íslandi. Sú sér-
staða gefur okkur betri færi en öðrum á að loka eyrum
fyrir beiðnum um styrki og verndun og opna augun
fyrir nauðsyn þess að búa í haginn fyrir hið nýja og
óþekkta.
Jónas Kristjánsson.
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
VINSTRIVILLA
(VERSLUNARÆÐ
REYKJAVtKUR
Allir Reykvíkingar vita, og sjálf-
sagt flestir landsmenn, að Lauga-
vegur er langstærsta verslunargata
höfuðborgar okkar, og raunar lands-
ins alls, og þeir eru ábyggilega ekki
margir sem hafa ekki sótt þjónustu á
Laugaveginn. Um þessa mestu versl-
unargötu okkar streyma þúsundir ef
ekki tugþúsundir manna daglega.
Helsti ferðamáti okkar í dag er akstur
í bifreiðum, einkabifreiðum, sem
næstum hvert heimili hefuraðgang
að. Þetta farartæki hefur af ákveðn-
um þjóðfélagshópi verið lítillækkað
og uppnefnt „blikkbelja”, og ef
þessir aðilar hafa haft möguleika á,
þá hefur blessuð „blikkbeljan” verið
höfð útundan, eins og hún væri
einskis nýt. Þrátt fyrir það er trú mín
sú að þessi hópur noti sér, ekki síður
en aðrir, þá þjónustu og þægindi sem
bifreiðin býður upp á, enda er hún
einn þarfasti þjónn okkar, og okkur
raunar ómissandi, eins og mætti færa
mörg rök fyrir.
Höfuðborg okkar hefur nú um
skeið verið stjórnað af fyrrnefndum
þjóðfélagshópi sem fyrirlítur einka-
bifreiðina. Þessi hópur hefur annað
einkenni, hann telur allan einka-
rekstur og viðskipti af hinu illa.
Forustumenn borgarinnar hafa
verið með alvarlegan áróður t.d. gegn
versluninni. Þetta er vert að hafa í
huga þegar litið er á aðgerðir fyrr-
nefndra forustumanna um fækkun
KjalEarinn
Skúli G. Jóhannesson
bílastæða i slagæð verslunarinnar,
Laugavegi.
Vel rekin verslun er ekki eingöngu
hagur kaupmannsins heldur líka við-
skiptavinarins og raunar þjóðarinnar
allrar, þetta hefur sannast í gegn um
aldirnar. Samkeppni skapar aðhald
og bætta þjónustu, viðskiptavinir
verslana og annarra þjónustufyrir-
tækja nota í æ ríkara mæli bifreiðina
til að flytja sig á milli staða til að vega
og meta verð og gæði, en þetta skilja
ekki allir.
Þessa dagana á að höggva á og
minnka þá möguleika sem fólk hefur
til að notfæra sér bílinn, með því að
fækka bílastæðum við Laugaveginn,
mestu verslunar- og þjónustugötu
landsins. Öll bílastæði á milli
Klapparstígs og Smiðjustígs skulu
lögð niður, þetta er liður í því að
leggja niður öll bílastæði við Lauga-
veginn.
En af hverju var byrjað á þessum
kafla Laugavegar en ekki ofar? Er
þessi kafli einhver „flöskuháls”?
Þessar og ótal margar fleiri spurning-
ar vakna en verða ekki lagðar fram
hér að sinni. En þessar fram-
kvæmdir verða ekki gerðar eingöngu
í óþökk við þá sem eru með atvinnu-
rekstur við Laugaveginn heldur einn-
ig við þær tugþúsundir manna sem
þurfa að leita þjónustu við þessa
götu.
Fækkun bílastæða er gerð undir
því yfirskini að Strætisvagnar
Reykjavíkur þurfi að komast niður
Laugaveginn á meiri hraða en hingað
til, en aksturstimi SVR-vagnanna frá
gatnamótum Klapparstígs að Smiðju-
stíg er um það bil 15 til 30 sekúndur,
segi og skrifa 15-30 sek. Á þessari leið
er ekkert sem á að tefja þá, nema
óvænt slys hendi eins og alls staðar
getur gerst.
Ég og aðrir vegfarendur hljótum
að fara fram á það við borgaryfirvöld
og lögreglu að þau íhugi i alvöru á
hvað miklum hraða þau telji að SVR
eigi að aka á þessari götu þar sem
umferð gangandi er hvað mest, án
þess að alvarleg slysahætta skapist.
Fækkun þessara bílastæða á Lauga-
veginum sem samþykkt hefur verið
tel ég að skipti SVR-vagnana engu
máli í reynd og auki ekki ferðahraða
þeirra til muna. En þessar aðgerðir
sýna algjört tillitsleysi af hálfu borg-
aryfirvalda við þá sem eru með at-
vinnurekstur á Laugaveginum og
þeirra sem njóta þjónustu þar.
Sjálfsagt hafa yfirvöld ekki hugsað
út i það að algjört stöðvunarbann
verður á þessum kafla Laugavegar-
ins, og hvorki hægt að sækja farþega
á bíl né setja hann út. Sá þáttur svik-
inna loforða borgarstjórnar um bíla-
stæði í miðborginni skal látinn
óræddur hér, en oft er skammt öfg-
anna á milli í framkvæmdum for-
ys'.umanna borgarinnar og skal
nefnd ákvörðunin um bílastæði á
gangstétt Skólavörðustígs, sem þeir
þó sýndu manndóm til að afturkalla.
Ég á þá von fyrir hönd þess fjölda
sem um Laugaveginn fer að yfirvöld
afturkalli þessa ákvörðun sína um
fækkun bílastæða en reyni frekar að
auka' bílastæðin við þessa miklu
verslunargötu, öllum til þæginda og
hagsbóta. Vel rekin og blómleg fyrir-
tæki eru hagur okkar allra, ekki síst
borgarinnar. Hlúum að borginni.
Skúli G. Jóhannesson.
verslunarmaður.
^ „Fækkun bílastæða er gerð með það að
yfirskini að Strætisvagnar Reykjavíkur
þurfi að komast niður Laugaveginn á meiri
hraða en hingað til, en aksturstími SVR-vagn-
*■ anna frá gatnamótum Klapparstígs að Smiðju-
stíg er um það bil 15—30 sekúndur, segi og
skrifa 15—30 sekúndur,” segir Skúli G.
Jóhannesson í grein sinni.
ÞÚSUND GAMLAR
A DAG ALLAN
ÁRSINS HRING
Á fundi, sem haldinn var sl. haust
á vegum Framsóknarflokksins í
Reykjavík, varaði sá, sem þetta skrif-
ar, forystumenn flokksins í borgar-
málum við of mikilli skattagleði.
Benti ég á, að fasteignagjöld og út-
svör væru þegar orðin of há á Reyk-
vikingum og rétt væri að snúa blað-
inu við og stelna að lækkun þessara
gjalda.
Þessi viðvörunarorð voru að engu
höfð. Og kaldur veruleikinn hefur
birzt Reykvíkingum með póstinum
síðustu daga í formi tilkynninga um
himinhá fasteignagjöld, sem íbúða-
eigendur í höfuðborginni stynja nú
undan, ekki sízt þeir, sem á efri ár eru
komnir og litlar tekjur hafa.
Til marks um það, hve fasteigna-
gjöld eru orðin há í Reykjavík, má á
það benda, að af meðalstórri 3ja her-
bergja ibúð i Breiðholtshverfi þarf að
greiða u.þ.b. 3.600 krónur. Það
þýðir með öðrum orðum, að hvern
einasta dag ársins þarf að greiða eitt
þúsund krónur gamlar af ekki stærri
íbúð í fasteignagjöld.
Forréttindi
nágrannabæjanna
Þetta gerist á sama tima og flest
nágrannasveitarfélögin halda þessum
gjöldum niðri, en með því hefur
skapazt alvarlegt misrétti á höfuð-
borgarsvæðinu, ekki sizt vegna þess,
Kjallarinn
Alfreð Þorsteinsson
að útsvarsálagningin er einnig lægri í
þessum nágrannabæjum. Það má því
með sanni segja, að það séu orðin
forréttindi að búa utan borgarmark-
anna, ef Kópavogur er undanskilinn.
Það á sér auðvitað sínar skýringar
hvers vegna nágrannabæirnir geta
boðið íbúum sínum lægri fasteigna-
gjöld og útsvör, og er óþarfi að
tiunda það. En í stuttu máli byggist
það á því tvennu, að annars vegar er
minna um framkvæmdir og þjónustu
á þessum stöðum en í Reykjavík, og
hins vegar, að þessi þjónusta er sótt
A „Þessi viðvörunarorö voru að engu höfð.
^ Og kaldur veruleikinn hefur birzt Reyk-
víkingum með póstinum síðustu daga í formi
tilkynninga um himinhá fasteignagjöld sem
íbúðaeigendur í höfuðborginni stynja nú und-
an, ekki sízt þeir, sem á efri ár eru komnir og
litlar tekjur hafa,” segir Alfreð Þorsteinsson
meðal annars í grein sinni.
til Reykjavikur fyrir öeðlilega lágt
gjald. Það má þvi segja, að Reykvík-
ingar standi undir forréttindum ná-
grannanna, þ.á m. gamla fólkið, sem
býr i sínu eigin húsnæði og veit ekki
með hvaða ráðum það á að greiða
fasteignagjöld sin, eins og nú er
komið.
Lögverndaður
glæpur
En burtséð frá þessu ranglæti, þá
felst aðalranglætið í fasteignagjöld-
unum sjálfum og þeim hugsunar-
hætti óprúttinna stjórnmálamanna
að notfæra sér fasteignir fólks til
tekjuöflunar í jafnríkum mæli og nú
er gert. Mér liggur við að segja, að
gagnvart íslendingum séu jafnhá
fasteignagjöld og nú eru almennt inn-
heimt, lögverndaður glæpur. Hann
stríðir á móti eðli fólks, sem vill búa i
eigin húsnæði og hefur m.a. litið á
það sem vígi og öryggi elliáranna.
Þessa hugsun er nú búið að brjóta
niður. Það er orðin martröð fyrir
eldra fólk, ekki sízt hér í Reykjavik,
að eiga sitt eigið húsnæði. Og fyrir
yngra fólk eru þessar staðreyndir
ekki til þess fallnar að auka sjálfs-
bjargarviðleitni, því að fyrir hana er
refsað.
En glæpsamlega há fasteignagiöld
koma við fleiri en íbúða- og húseig-
endur. Þeim er velt yfir á leigjendur i
formi hærri leigu.
Blaðinu verði
snúið við
Þeir eru vissulega sjóndaprir og
heyrnarsljóir ráðamenn Reykjavikur-
borgar, ef þeir láta eins og ekkert sé.
Ef einhver dugur væri í þeim ættu
þeir að snúa sér að því að fá leiðrétt-
ingu mála sinna gagnvart nágranna-
bæjunum. í beinu framhaldi af því
ættu þeir að lækka fasteignagjöld og
útsvör á Reykvíkingum til samræmis
við það, sem gerist í nágrannabæjun-
um. Og í framhaldi af því á Reykja-
vík siðan að hafa forystu um það að
beita lágum álögum varðandi fast-
eignagjöld og útsvör. Það er ekki
stjórnmálalist að skattpina umbjóð-
endur sína eins og stjörnendur
Reykjavíkurborgar gera nú.
Alfreð Þorsteinsson.
13
, RAUNIR
UTLENDINGS
Ég er 28 ára gamall kennari og þó
að ég sé einnig lausráðinn blaða-
maður legg ég það ekki í vana minn
að skrifa ritstjóra dagblaðs og kvarta
yfir ástandi heimsmála (eða verði á
kaffi ef um það er að ræða). En
nauðsyn brýtur lög og i ljósi nýlegrar
reynslu sá ég mig tilneyddan að setj-
ast niður og skrifa nokkrar línur. Ég
held að þessi orð mín séu í fullu gildi;
hver veit nema einhverjum finnist
þessi pistill áhugaverður.
Ég er ísraelskur ríkisborgari,
fæddur í Tékkóslóvakíu og hef búið í
nær hálfri tylft landa. Fyrir rúmu ári
kvæntist ég íslenskri stúlku en áður
höfðum við búið saman í nokkur ár.
Það var ætlun okkar að kona min
eignaðist okkar fyrsta barn í Reykja-
vík og þvi komum við til íslands fyrr
á árinu til að dvelja hér um tima. Að
sjálfsögðu bjóst ég við því að geta
fengið einhverja vinnu, helst við
ensku- eða tónlistarkennslu, eða þá
það starf sem byðist. Ég geri mér
grein fyrir þeirri staðreynd að við
lifum á síðari hluta 20. aldar og aðat-
vinnu er ekki auðvelt að fá. Ég var
því reiðubúinn að taka nær hverri
þokkalegri vinnu sem í boði væri.
Mikil var því undrun mín er ég hóf
hina furðulegu glímu mína við is-
lenska „kerfið”.
í fyrsta lagi virðast lögin um inn-
flytjendur vera ákaflega óljós og fáir
virðast geta áttað sig á því hver staða
mín í íslensku samfélagi raunverulega
er. Þegar ég kom fyrst til Kefiavikur-
flugvallar tók á móti mér starfs-
maður vegabréfaskoðunar og ég
sagði honum að ég væri giftur ís-
lenskri stúlku. Þá brosti hann út að
eyrurn og bauð mig velkominn til
landsins. Enginn sagði mér að eftir
þrjá mánuði ætti ég að biðja um
framlengingu á dvalarleyfi mínu.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er
ég giftur íslenskum ríkisborgara og
búsettur í Reykjavik þó að ég sé raun-
verulega útlendingur. í mínu heima-
landi þurfa íbúar ekki að tilkynna sig
til lögreglunnar á þriggja mánaða
fresti. Áhersla skal lögð á að ég er
ekki ferðamaður. Þegar ég hafði
verið búsettur á íslandi í fjóra
Kjallarinn
Jiri Grosman
Ég varð þrumulostinn. Ég reyndi að
útskýra fyrir manninum að ég væri
ekki ferðamaður, ég byggi í Reykja-
vik, að kona mín og nýfædd dóttir
væru íslendingar, en án nokkurs
árangurs. Skýring þeirra var sú að ég
kynni ekki íslensku og það gæti þvi
komið sér illa ef einhver ætlaði að
kvarta og ég skildi ekki orð, þetta
kæmist t blöðin, hvilik hneisa
o.s.frv..... í stuttu máli sagt, ég
taldist annars flokks fyrirbæri: það
yrði að þola mig en mér yrði ekki
hjálpað.
Nú virðist mér að kunnátta
einhvers i íslensku skipti ekki máli
nema hún hindri að viðkomandi geti
rækt starf sitt af fullri kostgæfni.
Vart væri hægt að búastvið þvi að
sölumaður eða ritari sem ekki hefði
nema takmarkaða þekkingu á tungu-
málinu stæði sig i stykkinu. Á hinn
bóginn fæ ég ómögulega séð hvers
vegna póstburðarmaður, sem aðal-
lega þarf að þekkja húsnúmer og geta
borið poka sinn, þarf að vera fijúg-
andi fær i íslensku. Kannski svo
hann geti bölvað hundunum sem
sífellt eiga að vera að glefsa í buxna-
skálmar póstburðarmanna? Og þó,
það getur varla verið þvi hundahald
er ekki leyft í Reykjavik.
í ísrael gæti eiginkona mín farið i
A „Það þarf þegar í stað að endurskoða lög
^ íýðveldisins um innflytjendur, auk þess
sem draga þarf úr fordómum og auka sveigjan-
leika ríkisstofnana á borð við Póst og síma.
Víst get ég verið skrítinn útlendingur en ég er
enginn blábjáni,” segir Jiri Grosman í grein
sinni.
mánuði þurfti ég að skreppa til
London i fimm daga og þegar ég kom
aftur til Keflavíkur báðu starfsmenn
vegabréfaskoðunar mig hjartanlega
velkominn til baka. Eins og fyrri
daginn var ekki minnst á við mig um
að sækja um framlengingu eftir
þriggja mánaða dvöl í landinu. í
viðtali við lögregluna (útlendinga-
eftirlitið) seinna sagði ég þeim alla
sólarsöguna en þá krafðist ég þess að
fá að vita rétt minn og stöðu. Það
viðtal eitt sér myndi nægja í langa
grein en ég læt það kyrrt liggja að svo
stöddu.
Allt frá því ég kom til islands i
sumar hefur mér verið ljóst að það er
enginn hægðarleikur að fá vinnu. Er
ég hafði reynt i tvo mánuði fór ég að
halda að það væri nær ómögulegl.
En samt gafst ég ekki upp vegna þess
að mér fannst ég ekki vera misrétti
beittur sem útlendingur (þetta ljóta
orð skýtur aftur upp kollinum). Fyrir
tveimur mánuðum hélt ég loksins að
leit minni að vinnu væri lokið. Ég fór
i viðtal á pósthús í vesturbænum í
þeirri von að gerast póstburðar-
maður. Verksvið mitt virtist vera
einfalt: Á morgnana átti ég að sortera
póstinn og síðan bera hann út seinna
um daginn. Maðurinn sem ræddi við
mig vissi að íslenskukunnátta mín er
takmörkuð en að ég gæti lesið á bréf,
skrifað og gengið jafnvel og hver
annar. Ég fór því heini glaður i
bragði með nær örugga vissu um
starfið. Mér til mikilla vonbrigða var
mér síðan tilkynnt daginn eft>r (af
einhverjum hærra settum i píramíd-
anum) að þetta ríkisfyrirtæki (Póstur
og sími) hefði það fyrir grundvallar-
reglu að ráða ekki útlendinga í vinnu.
innanríkismálaráðuneytið og fram-
vísað þar giftingarvottorði sinu. Þá
fengi hún sérstakan stimpil i vegabréf
sitt og hefði þar með rétt til að búa og
vinna í landinu. Þyrfti hún hvorki að
tilkynna sig til lögreglunnar né sækja
um frantlengingu dvalarieyfis og |
slyppi við að sækja um sérstakt at-
vinnuleyfi. Henni væri frjálst að fara
út á vinnumarkaðinn og sækja unt
hvaða vinnu sem hún teldi sig ráða
við. Ég á erfitt með að imynda mér
að henni yrði neitað um vinnu við
póstútburð, svo framarlega sem hún
væri læs á heimilisföng (sem hún er).
Hún myndi ekki vera talin svo mikill
útlendingur að rikisvaldið teldi sig
vera að færa stórkostlega fórn við
hverja smáfyrirgreiðslu.
ísland er (að mati auðmjúks út-
lendings) stórkostlegt land. Það er
frjálslegt, óspillt, ungt og býr yfir
miklum krafli. Þrátt fyrir vandamál
sín hefur það rnarga kosti fram yfir
fjölda annarra Evrópulanda. En við
lifum á tímum örra samskipta og
fljótra flutninga og ísland er ekki
lengur algjörlega einangruð eyjörð
einhvers staðar í Norður-Atlantshaf-
inu. Það þarf þegar i stað að endur-
skoða lög lýðveldisins um innflytj-
endur, auk þess sem draga þarf úr
fordómum og auka sveigjanleika
rikisstofnana á borð við Póst og
síma. Víst get ég verið skrítinn út-
lendingur en ég er enginn blábjáni.
Ég er ekki mjög gamall og í stað þess
að hanga yfir sjálfunt mér um
ókomna mánuði er ég fús til að leggja
mitt af mörkum. Hvers vegna ekki að
leyfa mér það?
Desember 1981.
Jiri Grosman, MA.