Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. Spurningin Áttu þér draumastarf? Sigurður Thorarensen, vinnur vifl smfflar: Ég hef náttúrlega áhuga fyrir skaki en ekkert á ég skipið. Annars er ég sáttur við það starf sem ég hef. Eyþór Jónsson sjómaður: Já, bara olíufursti eða eitthvað svoleiðis. Eiga olíulind einhvers staðar og hafa nóga peninga á milli handanna. Eg vil eiga nóga peninga. Gera eitthvað srm fxrir n.ér nógu mikla peninga Losna úr þvssu dag- lega striti. Halldór Smárason sjómaflur: Nei, það held ég ekki. Ég er ágætlega sáttur við það sem ég geri. Ég lifi bara í raunveru- ieikanum. Ölafur Ingibergsson sjómaflur: Ég á ekkert draumastarf. Ég er orðinn það gamall að það þýðir ekkert að vera að hugsa um svoleiðis. Ég held að það þýði ekkert að vera að dreyma neina stórdrauma í dag. Ég held að þetta verði bara að vera eins og það vill vera. Lesendur Lesendur Lesendur Sjónvarpið hlýt- ur lof og hól —og sömuleiðis Jónas Jónasson útvarpsmaður Guflrún skrifar: ann á óvart með sína prúðmannlegu „Kornið þið blessuð og gleðilcgt framkomu og sjálfstæðu afstöðu. ár,” sagði hann Páll Bergþórsson Hafi hann þökk fyrir. veðurfræðingur að höfnu nýju ári. Mig langar einnig til þess að beina Þótti mér ávarpið notalegt og vil þvi til útvarpsráðs eöa alþingis- gjarnan gera það að mínu. Það liggur manna, að. nú sé kominn timi til þess nefnilega nokkuð vel á mér á þessu að breyta um stefnu, fyrst videóæðið nýbyrjaða ári. er dunið á, og opna fyrir Keflavlkur- Ég er ellilifeyrisþegi og hef setið sjónvarpið. Siðan.ættum við að sjón- við sjónvarpið, þvi það er min eina varpa allt árið. Það má þá hækka af- skemmtun, og það hefur verið mér til notagjöldin. Við, gamla fólkið, með mikillar ánægju. ellilaunin ein yrðum reiðubúin að Stiklur Ómars eru alveg frábærar, greiða aukalega. Munið að þetta ár er meira af svo góðu. Síðan sá ég henni helgað okkur. Sigrúnu Stefánsdóttur bregða fyrir á Síðast en ekki sizt vil ég geta þess, skjánum og ekkert boðar það nema að útvarpsþættirnir hans Jónasar gott. Forseti okkar, Vigdís Finnboga- Jónassonar eru mjög elskulegir. Sá er dóttir, var elskuleg á skjánum á ný- klókur við að ná i skemmtilegt fólk í ársdag og ekki kom forsætisráðherr- kvöldkafFtð. Hafa veitinga- menn ekki sjálfsvirðingu? Nota veitingastaðir dósir sem ætlaðar eru fyrir gerlapruf ur á spítulum? 2532—2975 skrifar: Það lét ekki mikið yfir sér lesendabréf frá P.S.J. sem birtist i Dagblaðinu og Vísi fyrir nokkru undir fyrirsögninni: „Grunsamleg sósa”. Maður nokkur hafði keypt sér rétt á veitingahúsi og réttinum fylgdi sósa í plastdós. Á lokið var þrykkt orðið „faeces”, sem þýðir að dósinni var ætlað að geyma saurprufur, vegna gerlarannsókna eða bakteríuræktunar fyrir spítala. Við eftirgrennslan væntanlegs neyt- anda kom í ljós að vani hafði verið að „líma miða” yfir þá áletrun sem á lokunum stóð hverju sinni en hafði „farizt fyrir” i þettasinn! En hér er ekki nema hálf sagan sögð. Það kom einnig í Ijós að viðkomandi veitingahús hafði fengið að „ganga inní” stórar pantanir annarra til þess að fá dósirnar og lokin á hagstæðu verði! Varla geta opinber sjúkrahús leyft hverjum sem er að „ganga inní” pantanir hjá sér svo að þetta hlýtur að hafa gerzt hjá almennum frjálsum inn- flutningsaðila og er þá ekkert við þvi að segja í sjálfu sér. En það sem er kannski merkilegast við þetta er það að enginn veitinga- staður af öllum þeim sem selja út matarrétti til neytenda í svokölluðum einnotaumbúðum skuli hafa gefið yfir- lýsingu um að þetta tilvik eigi ekki við hans fyrirtæki! Líklega hefði verið heppilegra að þetta atvik hefði skeð um miðjan ferða- mannatímann, að sumri til, og út- lendingur hefði lent á lokskömminni. Hann hefði örugglega bara hent öllu saman nema lokinu og skrifað kjarn- yrta lýsingu á hreinlæti íslendinga á veitingastöðum i blað eða timarit þegar heim kom. Hefði slík grein í erlendu blaði ein- faldlega verið túlkuð sem hreinn róg- burður um land og þjóð. En þar til þetta mál er upplýst liggja allir veitingastaðir hér í borg undir grun um að nota dósir sem ætlaðar eru til bakteriurannsókna ásjúkrahúsum. Jónas .lónasson, útvarpsmaöurinn kunni, hlýtur lof frá konu utan af landi, sem scgir „Sá er klókur við að ná i skemmtilegt fólk I kvöldkaffið.” Hún fer einnig Iofsamlegum orðum um sjónvarpið okkar. DV -mynd: Ragnar Th. Engin kona á 12-sæta listanum við val íþróttamanns ársins —eru konur sniðgengnar við valið? íþróttamaður skrifar: „Það kom mér og mörgum iþróttamönnum á óvart, að Þórdis Gisladóttir, sem nú er orðin hástökkvari á heimsmælikvarða, skyldi ekki einu sinni fá stig við kjör Iþróttamanns ársins.” Til dæmis var Ragnheiður 5. á Evrópumóti unglinga sl. sumar, sem er frábær árangur. Guðrún hefur nánast verið með fslandsmetin á færibandi. Og hvernig stóð á því að Oddný Áma- dóttir komst ekki á blað? Það væri hægt að telja upp margar fleiri og í öðrum íþróttagreinum. Hvernig var m.a. með Norðurlandameistarann í júdó? Þar sem konur virðast alls ekki eiga upp á pallborðið hjá körlum í íþróttum, frekar en annars staðar, legg ég til að tekin verði upp sú nýbreytni að einnig verði kosin íþróttakona ársins. íþróttamaður skrifar: Mig langar til þess að koma smá- athugasemd á framfæri, nú að loknu kjöri íþróttamanns ársins. Ekki vil ég lasta neinn á 12-sæta listanum og finnst mér Jón Páll vera vel að titiUnum kom- inn. Ég vil hins vegar vekja athygU á því að á þessum lista var engin kona. Það kom mér og mörgum íþrótta- mönnum á óvart, að Þórdís Gisladótt- ir, sem nú er orðin hástökkvari á heimsmælikvarða, skyldi ekki einu sinni fá stig. Tvær konur fengu 1 stig hvor; þær Ragnheiður Ólafsdóttir og Guðrún Ingólfsdóttir, en þær áttu skilið að fá miklu fleiri. mnm'* ~ **«•'» - » «•»•** - »■»# ;** « w mm m m m » * »« « - » <-H * * *• mw *mm w r Sígarettur hafa lagt marg- an mætan mann í gröf ina Ólafur skrifar: í DV var í spurningaþættinum sem er mjög vinsæll svohljóðandi spurn- ing dagsins: „Hvaða ósk er þér efst í huga á nýbyrjuðu ári? ” Þessu svaraði fólk æði misjafn- lega, eins og við var að búast, en Guðný Halldórsdóttir dúklagninga- kona svaraði á þessa leið: ,Ég vildi óska að ég gæti hætt að reykja”. Þegar ég var ungur voru sígarettur kallaðar líkkistunaglar og er nokkuð til i því. Sígaretturnar hafa lagt marg- an mætan manninn og konuna í gröf- ina, og það á bezta aldri. Ég vil því segja þessari ungu konu að það er eitt ráð til þess að hætta reykingum; viljinn. Ef viljann vantar tekst það aldrei. Ég segi þetta af reynslu, því ég reyktimikið í mörgár og var að verða gjörsamlega ómögulegur maður. Nú er ég hættur sem betur fer og tók eftir þvi að þegar, fáeinum dögum eftir varð líðan min miklu betri og allt breytt tii hins betra. Siðan langar mig til þess að benda þessari huggulegu konu á að síga- rettur eru engin fegrunarmeðöl, nema síður sé. Þær gera fólk gult og guggið.F.g vil endilega hvetja hana til þess að hætta og það sem fyrst, sjálfri sér til blessunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.