Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Qupperneq 31
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Söknuður um áramót Áramótaávarp forsælis- rárthcrra var mjög i fréltum á sinum tíma. Varrt sumum heizt tíftrætt um lengd þess, mælda i minútum. Úmdeilu- laust stófl ávarpió i um þrettán mínútur eóa rösklega það. Sjónvarpiö ráftgerði tuit- ugu minútur i þennan dag- skrárlið. Voru þannig um sjö minúlur upp á að hlaupa, ef ráðherra gerðist langorðari en hann sjálfur hugði. I*á var og timi til að leika ættjarðarlög í tilefni tímamótanna. í blaðaskrifum um lengd ávarpsins komust sjálfkjörnir skeiðklukkumenn hins vegar niður í átta minútur. Var sú tímalengd noluð til ávirðing- ar í skammapistlum um dr. Gunnar, og skopteikning dregin upp i Morgunblaðinu. Á fundi með slúlkum úr Junior Chamher-klúbbnum Vík í Reykjavík kom fram fyrirspurn um þetta mál frá cinum fundargcsta þar sem dr. Gunnar var boðsgestur og sat fyrirsvörum. Forsætisráðherra svaraði þvi til, að hann hefði um langl skeið leiðbeint fólki í ræðu- mennsku. Hafði hann þá jafnan brýnt fyrir mönnum að vera stultorðir, enda lang- hundar löstur í hverri ræðu. Þctta væri hins vegar i fyrsta skipli, sem honum væri sér- staklega legið á hálsi fyrir að vera stutlorður i ræðuhaldi. Gæti hann ekki skilið það á annan veg en þann, að mikill söknuður ríkti mcð gagnrýn- endum yfir því, að hafa ekki fengið að sjá hann mun lcng- urá skjánum. Skaftárhlaup Morgunblaðsins Þegar Skaftárhlaup varð fyrir skömmu þótti það nokkrum liðindum sæta setn fyrr, en þó sýnu mestum í Morgunblaðinu. Bændur þar eyslra héldu rósemi sinni og fylgdust með hlaupinu. Um sömu mundir skrifaði Morg- unblaðið mergjaðar lýsingar á alvinnuleysinu i landinu og sá vart út úr þvi svartnælli öllu. Þegar útlitið í atvinnumál- um var hvað dekkst á siðum blaðsins, áttu nokkrir kunn- ingjar mál við forsætis- ráðherrann, dr. Gunnar Thoroddsen. Barst talið fljótt að atvinnuleysi landsmanna. Dr. Gunnar brosti við mcð sinni höfðinglegu ró og sagði: „Það er iíkt með atvinnuieys- inu og Skaftá, hvort tvcggja beljar mest á siðuni Morgun- hlaðsins.” Bragi Sigurðsson Fá nafnið sitt í blaðinu Þjóðviljinn hefur um nokk- url skeið verið með þált i blaðinu, sem ncfnist Hver er maðurinn. Kr þar hrugðið upp gamalli mynd af einhverj- um þjóðkunnum manni. Kru lesendur síðan hcðnir að leggja höfuð sitl í bleyti og hringja svarið inn á ritstjórn lelji þeir sig geta rétt til. Verð- launin eru heldur ekkert smá- ræði hjá þeim viljans mönn- um. Þú færð nafnið þitl hirt í blaðinu ef þú ert nógu get- spakur. Hræddur er ég um að þetta þættu iéleg verðlaun í getraunum annarra aðila. Nýr bæjarlög maður í Kópavogi Um næstu mánaðamól lek- ur Kristján Úlafsson héruðs- dónislögmaður við eiubælli hæjarlögmanns i Kópavogi, en Kristján hefur undanfarið verið skrifstofusljóri Álþýðu- hankans hf. Nafni hans, Þórólfur Kristján Beck hæstaréttarlögmaður, sem var bæjarlögmaður lil skamms tíma ntun nú ætla að stunda lögmannsstörf á eigin skrifstofu en hcfur auk þcss ráðið sig sem lögmann Lífeyr- issjóðs bænda. Kristján Ólafur er sonur Ólafs Kristjánssonar, sem ný- lega lél af skólasljórn í Keykjaskóla í Hrútafirðí eftir áratuga starf þar. 10 milljðnir í skíðaferðir Nú segja þeir ferðamála- menn að liklega fari 1.300 ís- lendingar á skíði hingað og þangað i Ölpunum og eftir- spurn vaxi það örl að næsla velur hcfjist beinar ferðir að þessum skiðasvæðum. Það cr ekki eymdinni fyrir að fara, þvi 1.300 manns horga litlar 10 milljónir króna fyrir þessar úllendu salíbunur. Kf einhver man ekki hvað þetta eru mikl- ir peningar, þá hcfði það ver- ið milljarður hérna um árið — áður en þeir fóru að rugia þella með núllin. Ný eða gömul hljómsveit á ferð Þjóðviljinn virðisl ekki alll- af vera með hlulina á hreinu, jafnvel þótl þar sé að finna meklarfólk innan um. T.d. mátli lesa í fyrirsögn fyrir skemmstu að ný hljómsvell. The Bodies, iræði upp á tón- leikum á Hótel Borg. Ja, þá er það spurningin hvað er nýlt og hvað er ekki nýll. Bodies hafa slarfað saman frá þvi í haust, i a.m.k. 4 mánuði. Það er kannski nýll fyrir þá, sem hugsa i 5 ára timahilum,_ Sigurður Sverrisson Cheech and Chong’s next movie: Steindir ruglukollar á ferð i Laugarásbíói Kvikmynd: Choech and Chong's noxt movie. Sýningarataður: Laugarósbfó. Aðalhlutverk: Thomas Chong og Richard Marin. Leikstjóri: Thomas Chong. Bandarísku háðfuglarnir Cheech og Chong hafa löngum þótt vera „fríkaðir” í meira lagi, enda uppá- tæki þeirra oft á tíðum með ólíkind- um rugluð. í mynd þeirra, sem nú er verið að sýna í Laugarásbíói, Cheech and Chong’s next movie, eru þeir við sama heygarðshornið. Byggja upp á absúrd uppátækjum án þess að um nokkurn samhangandi söguþráð sé að ræða. Þeir Cheech og Chong eru alltaf meira og minna „stoned”, sér í lagi þó Chong, sem getur helzt ekki litið heiminn réttu Ijósi fyrr en hann hefur fengið sér í ærlega pípu. Loks þegar hann er kominn í gang er tekið til við rafmagnsgitarinn með þvílík- um látum að Jimi heitinn Hendrix snýr sér við í gröfinni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögð nágrannanna. Eins og mynd þeirra félaga, Up in smoke, sem sýnd var við góðar undir- tektir í Háskólabíói, gengur gamanið út á það að þeir vinirnir hendast um bæinn á bíltík og lenda í hinum ýms- ustu ævintýrum. Sum uppátækjanna eru hreint óborganleg en önnur fram- kalla einungis brosviprur. í heildina séð er of langt á milli toppanna og myndin því nokkuð misjöfn. Aðdáendur Cheech og Chong verða varla sviknir af dúettnum, en fyrir hina sem ekki þekkjatil þeirra er rétt að mæla með myndinni, sem ágætis afþreyingu — þó ekki væri nema vegna negrans kostulega, sem bíður eftir örorkubótunum á skrif- stofu hins opinbera. Sjaldan hefur undarlegri fígúru verið klesst á hvíta tjaldið. Sigurður Sverrisson. Kvikmyndir Kvikmyndir Styrktarsjóður aldraðra: Hefur þegar fengið tvær góðar gjafir Styrktarsjóði aldraðra, sem hóf göngu sína um siðustu áraniót, hafa nú þegar borist tvær góðar gjafir. Þann 5. þ.m. hiaut hann sína fyrstu gjöf kr. 1.400.---eitt þúsund og fjögur hundr- uð krónur — frá öldruðum öryrkja, og litlu seinna eða 10. þ.m. barst honum önnur að upphæð kr. 10.000,00 — liu þúsund krónur frá NN, sem einnig lil- heyrir eldri kynslóðinni. Þakkar sjóðs- stjórnin af alhug báðar þessar myndar- legu, kærkomnu gjafir, esm hún telur jákvæðan fyrirboða um gengi sjóðsins meðal almennings. Það er bæði eftir- tektarvert og ánægjulegt að hér eru það aldraðir, sem fyrstir verða til þess að veita athygli þessum nýgræðingi meðal hinna mörgu sjóða landsins. Það bend- it il þess að þeir liafi þegar réttan skiln- ing á verksviði hans og tilgangi og kem- ur skemmtilega heim við þá staðreynd að sjóðurinn er stofnaður á vegum aldraðra í upphali þess árs, sem öðrum árum fremur á að vera helgað þeim og þeirra málefnum. Eins og kunnugt er liefur Reglugerð sjóðsins nokkuð verið kynnt i dagblöð- um og öðrum fjölmiðlum. Þó mun vart saka þótt fólki nú í upphafi árs aldr- aðra sé gefinn kostur á að kynna sér enn betur þrjár aðalgreinar hennar, en þær hljóða svo: 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja eftir þörfum og getu hverskonar gagnlegar framkvæmdir, starfsemi og þjónustu i þágu aldraðra með beinum styrkjum eða hagkvæmuni lánum. Samkvæmt orðalagi þessarar greinar liggur i augum uppi að sjóðnum er ætl- að vitt og mikilsvert hlutverk í formi fjárhagslegrar aðstoðar „svo sem til bættrar hjúkrunaraðstöðu og hjálpar öldruðum, hvorl sem er heima eða á dag-, elli- og hjúkrunarheimilum” eins og segir í greinargerð við reglugerðina. í öðru lagi ætti slíkur sjóður að geta orðið öruggur fjárhagsgrundvöllur öllu menningar- og félagslífi aldraðra. Á það var rækilega bcnt i grein, sem m.a. kom í Morgunblaðinu (Velvakanda) þann 19. des. sl. og vonandi að ein- hverjir hafi veitt athygli. 4. gr. Tekjur sjóðsins eru: 1. Framlög og gjafir eldri borgara. 2. Ðánargjafir. 3. Almennar minningargjafir og áheit. 4. Verðbætur og vextir. 5. Annað fé, sem sjóðnum kann að áskotnast. 6. gr. Heimilt er gefanda að ráðstafa gjöf sinni í samráði við stjórn sjóðsins til vissra staðbundinna framkvæmda eða starfsemi. Til viðbótar þvi, sem kemur fram i þessum þreniur greinum, má geta þess að stofnfé sjóðsins er kr. 10.000,00 og við það leggst fyrst í stað 10% af árs- vöxtum og 10% af gjafafé hverju sinni, uns kominn er ákveðinn höfuðstóll, sem aldrei má skerða. i greinargerðinni sem fyrr er nefnd, er bent á að samkvæmt 6. gr. fái eldri borgarar og aðrir gefendur að verulegu leyti — ef þeir óska — að ráða sjálfir til hverra hluta gjöfum þeirra sé varið. Með þvi gefst þeim kostur á að hafa meiri áhrif en ella á framvindu og framkvæmdir mála á þessu sviði, sem mörgum mun þykja sjálfsögð og kær- komin réttindi. Í lýðfrjálsu landi er það útbreidd skoðun að eðlilegast og farsælast sé að hver stétt eða hópur hafi að nokkru hönd í bagga um meðferð og fram- kvæmd sinna eigin ntála, því her er sin- um hnútum kunnugastur, og sjálfs er höndin höllust. í þvi er eldra fólk held- ur engin undantekning. Og nú á tímum hefur sumt af þvi sem betur fer öllu rýmra um hendur en á yngri árunt meðan húsnæðiskröfur og heintilis- þarfir lögðust á með mestum þunga. Nú er það svo hjá okkur sem velflest- unt vestrænum þjóðunt að stöðugt fjöglar þeim „öldruðu”, sem ætlað er að hætta i föstunt störfum að ein- hverjum hluta eða öllunr við viss ald- ursmörk jafnframt þvi sem þrepunum upp að því marki fækkar. Þeir, sem nú falla út af hinum beinu atvinnubraul- um, eru þvi ekki einungis hlutfallslega fleiri en áður, heldur einnig yngri að ár- um — og almennt séð lika einnig betur mennlaðir og betur á sig kontnir likam- lega en flestir undangenginna kyn- slóða, sem þakka má m.a. betri ævi- kjörunt og meiri læknisfræðislegri þekkingu og Itjálp en fyrri kynslóðir áttu völ á. Ekki þarf þó að efa þótt hér sé komið, að ntargir þessir „fullorðnu” luma á drjúgunt sjóðunt af lifsreynslu,' starfsþekkingu og hæfni, sem efalaust gæti konrið þeim og þjóðinni í heild að góðu haldi á margan hátt í einn áratug eða lengur, ef á það reyndi. Sjálfsagt fagna ófáir að ýmsu lausninni undan lýjandi skyldustörfum. Sist munu þó hinir færri, sem kviða nokkuð þeirri stundu, þegar bikar hins gamalkunna starfs og strits verður frá þeim tekinn og þeir standa eftir með tómar hendur, áttavilltir og óvissir þess, hvaða — eða hvort nokkur efniviður gefist nú fram- ar hug þeirra og höndum að halda sér við. Því svo undarlega er margur maðurinn gerður, að fái hann að litlu eða engu fullnægt starfsþrá sinni eða sköpunargáfu, verður hann fljótlega sem blásið sinustrá á berangri, þótt liann dvelji i upphituðu húsnæði i raf- lýstri borg. Hér er það sem Samtök aldraðra og -ityrklarsjóður gæté haft stóru hlut- verki að gegna, hlutverki, sem ekki á einungis að ætla þeim yngri að gera fyr- ir þá „eldri” heldur með þeim eldri, cins og nýlega var komist að orði. Og vita megum við að öldnurn ekki siður cn ungum er það oft dýrmæt uppörvun og manngildisauki að fá að leggja hönd á plóginn og vera með á einhvern máta með i góðu verki. Og þar gæti öflugur Styrktarsjóður einmitt lagt mörg dýr- mæt lóðá vogarskálina. Vera má að einhverjum linnist að verið sé að bera i bakkafullan lækinn að bæta enn einum sjóðnum við það sjóðasafn, sem fyrir er til slyklar hvers konar umbóta- og hjálparstarfi. Við vonum samt að fljótlega verði mörgum Ijóst, að Stykrtarsjóður aldraðra á ekki síður rétt á sér en hinir. Eins og þeir á Itann rætur i fjölþættum þörfum þjóð- lélags, sem vill kenna sig við mannúð og menningu og á þvi þegar við upphaf sitt mörg einkcnni sameiginleg með ótal öðrum sjóðum af sama toga. Að einu leyti mun hann þó þeim flestum eða öllum frábrugðinn. Samkvæmt gerð sinni og tilgangi er honum i rikara mæli en nokkrum hinna ætlað að verða og vera sjóður allrar þjóðarinnar, sjóð- ur allra stétta og allra kynslóða, sjóður sem i dag cr þinn sjóður, en á morgun barna þinna, sjóður sem spinnur þráð sinn inn í ókominn tima meðan kyn- slóðirnar renna sitl skeið frá æsku lil elli. Það er þvi okkar allra þága að hann sé ávallt styrkur og virkur. Gjöfum til sjóðsins er veitt móttaka á skrifstolu Samtaka aldraðra, Lauga- vegi 103, 4. hæð, sími: 26410 frá kl. 10—12 og 13—15, og á skrifstofu Ör- vrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, sími: 26700. I stjórn Styrktarsjóðs aldraðra eru Sigurður Gunnarssoti formaður, Ingi- björg Þorgeirsdóttir ritari og Sigrún Ingimarsdóttir gjaldkeri. Hárgreiðslustofan Gígja Stigahlíð 45 - SUÐURVERI í. hœð - Simi 34420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.