Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Síða 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. Fólk Fólk 33 Fólk Fólk HLUSTAÐ Á BRYGGJUTAL Á GRAIMDA: ÞESSIR ANDSK... ÚTGERÐARKALLAR GETA BORGAÐ OLÍUNA SJÁLFIR" „Það vantar fritt fæði og svo geta þesir andsk. . .útgerðarkallar borg- að olíuna sína sjálfir,” sagði ungur háseti á Ljósfara þegar DV-menn spurðu hann hvaða kjarabætur hann teldi að brýnast væri að sjómenn fengju fram. Blaðamaður og ljósmyndari DV röltu um bryggjurnar á Granda í bliðunni sl. mánudag og heilsuðu upp á sjómenn. Víða voru þeir nokkrir saman komnir og sumir voru um borð i bátum sínum að dytta að þeim. Sjálfsagt var marga farið að klæja í að komast á sjóinn aftur eftir langt hlé. Örugglega hafa ýmsir tekið land- legunni fegins hendi, fagnað þvi að fá einu sinni sæmilega hvíld frá hinu erfiða sjómannsstarfi. Aðrir á hinn bóginn kannski farnir að hafa örlitlar áhyggjur af pyngjunni því ekki bætist í hana meðan ekki er róið. En heyrum hljóðið í þeim sem urðu á vegi okkar. -KMU. Þek skeggræddu málin é bryggjunni: Fri vinstri: Magnús Skútason, héseti é fósfera, ViOar Benediktsson, skipstjóri é Helgn Jón Péll Ásgeirsson, Magnús Guðjónsson, báðir hésetar é Ljósfara, Ha/idór G. Magnús- son, háseti á togaranum Ásþór og Friðgeir Jóhannesson, héseti á Ottó N. Þoriékssyni. Tveir siðastnefndu sinntu verkfallsvörzlu. „ÞAÐ ÆTTI AÐ BJÓÐA MAGNÚSI BJARNFREÐSSYNI Á NETABÁT" — heyrðist sagt í matsalnum á Gísla Árna „Þetta er skömm, það er verið að etja sjómönnum saman, taka af tog- arasjómönnum og færa yfir á báta- sjómenn með því að láta þá fá sex prósent fyrir óslægðan fisk,” sagði Friðgeir Jóhannesson, háseti á togar- anumOttóN. Þorlákssyni. DV-menn hittu hann niðri á Granda þar sem hann var að sinna Jóhannesson og Halldór G. Magnússon, heyra það. Hallgrímur Rögnvaldsson, sem vinnur í landi h/á útgerð- arfyrirtæki Gísla Áma, fylgist með. verkfallsvörzlu í blíðunni á mánudag ásamt öðrum togarasjómanni, Halldóri Magnússyni áÁsþór. Hann var ekki fyrr búinn að segja þessi orð en fleiri sjómenn komu að. ,,Þú verður að athuga það, góði minn, að bátasjómenn eru 4.500 en þið á togurunum bara 1.500. En samt hafið þið fimmtíu prósent af heildar- kvótanum. Það kemur aldrei fram hvað togaraflotinn fær mikið,” sagði Rafn Guðlaugsson, sem vann við að útbúa Gísla Árna á net. Rafn verður stýrimaður á Gísla Árna næstu þrjá mánuði. Talið snerist að loðnukvóta Gísla Árna. „Hann var með 11.000 tonna kvóta. Það var farið eftir stærð skipsins en ekki eftir aflanum siðustu ár. Gísli Árni hefur alltaf verið á toppnum,” sagði Rafn. „Auðvitað á að fara eftir aflanum en ekki stærð skipsins,” sagði Halldór Magnússon. Hann tók undir skoðun Gísla Árna-manna á því að auðvitað ætti það skip að fá meiri kvóta vegna þess hve það hefði aflað mikið. „Það á ekkert að vera að gera vel við þá sem aldrei fiska neitt,” heyrðist skotið inn í. Um borð í Gísla Árna voru menn að spjalla um kjörin: „Það nær ekki nokkurri átt að allir borgi ekki jafnt í félagsgjöld til Sjómannafélags Reykjavíkur. Við borgum eitl prósent af tekjum okkar i félagsgjöld. Við greiðum hærri gjöld en skipstjórar. Ég hef ekki heyrt um neinn stað þar sent mönn- um er mismunað í félagsgjöldum,” sagði Július lngibergsson, útgerðar- stjóri Gisla Árna og gamalreyndur sjóari. Hann hafði einnig lausnina á misréttinu: „Það á að taka félags- gjöldin af kauptryggingunni. Þá væru þau jafnhá hjá öllum. Hjá stýrimannafélaginu Öldunni eru þau tvö prósent af kauptryggingu.” Á sama tíma og launin okkar hækkuðu um sextán prósent á milli ára vildu þeir hjá sjómannafélaginu fá tvö hundruð prósent hækkun á fé- lagsgjaldinu,” skaut Rafn Guðlaugs- son inn í umræðuna unt félagsgjald- ið. „Það ætti að bjóða Magnúsi Bjarnfreðssyrii á netabát. Hann var að skrifa grein um okkur sjómenn i blaðið ykkar. Ég held að hann ætti að fara á netabát. Á þeim er lang- mesta vinnan á sjónum. Ég held að hann myndi örugglega skrifa annað um okkur ef hann kynntist þvi púli,” heyrðist rödd unt borð. Og áfram ræddust menn við. Við blaðamennirnir kvöddum og héldum för okkar áfrant. -KMU. „Þá var þctta sko prælari — sogir útgcrðarstjóri Gísla Árna um sjómcnnskuna hér áður fyrr „Þegar ég var að alast upp vorum við, að minnsta kosti Vestmannaey- ingarnir, aldir upp í þeim anda að menn ættu að vera duglegir og sterkir. Þá var takmarkið að komast á bezta bátinn, fá bezta plássið. Þá var draumurinn að komast á sjóinn,” sagði Júlíus Ingibergsson. Hann er Eyjamaður og stundaði sjóinn í 40 ár. Nú er hann útgerðar- stjóri aflaskipsins kunna, Gisla Árna. DV-menn hittu hann um borð. „Sjórinn hænir alltaf að sér. Að vera á sjónum er miklu göfugra en að vera i tímavinnu. Sjómennska er af- skaplega lifandi og skemmtilegt starf. Og líka þroskandi. En það getur líka verið hörmung á milli,” segir Júlíus. „Annars er sjómannsstarfið orðið svo létt núna. Það er ekki hægt að líkja því við hvernig þetta var í gamla daga. Þávarþetta skoþrælarí.” „Nei, þetta er ekki rétt. Sjómennskan er alveg jafnerfið núna,” greip Guðmundur Vigfússon, sem sat gegnt Júlíusi í matsal Gísla Árna, inn i. „Þið gömlu mennirnir fylgist ekkert með. Þetta er sko ekk- ert auðveldara núna,” sagði Guðmundur og var greinilega á önd- verðum meiði við Júlíus. „í þá daga var ekkert til að létta undir með sjómönnunum. Nú er tæknin komin út á sjó,” sagði Júlíus. „í gamla daga þurftum við að hafa matinn undir hendirini. Þá höfðum við enga kokka,” hélt hann áfram. Þeir tveir körpuðu nokkra stund um þetta sama, hvort erfiðara hefði verið i gamla daga að vera sjómaður en nú til dags. Hvorugur gaf sig. -KMU. Jútíus Inglbergsson, til vinstri, og GuOmundur Vigfússon. Undir kaffibolla í matsal Gisia Áma körpuðu þeir um hvort orfíóara hefði verið i gamla daga að vera sjómaOur en nú ti! dags. DV-myndir Einar Úlason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.