Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 35
DAGBLAÐIÐ& VfSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
Sjónvarp
GETRAIININ
Gerizt
áskrifendur
Síminn
er 27022
Isuzu-bíllinn
dreginn út
27. janúar
NÝÁRSTÓNLEIKAR FRÁ VÍN - sjónvarp kl. 21,00:
Sænskur myndaflokkur hefur
göngu sína næsta miðvikudag
Það hefur verið hefðbundið hjá
sjónvarpinu í nokkur ár að sýna
upptöku frá nýárstónleikum
Fílharmoníusveitar Vinarborgar. Þessi
upptaka verður sýnd í sjónvarpinu í
kvöld kl. 21,00 á tima þeim sent Dallas
var áður. Leikin verður léttklassisslsk
tónlist undir stjórn Lorin Maezel. í
tónleikunum taka einnig þátt Vínar-
drengjakórinn og ballettflokkur Rikis-
óperunnarl Vín.
Nokkuð hefur borið á því að hringt
hefur verið til dagskrársiðunnar og
kvartað yfir að Dallas skuli vera á
enda. Hjá Elínborgu Stefánsdóttur
fengum við þær upplýsingar að næsta
miðvikudag hæfi göngu sina nýr
sænskur framhaldsmyndaflokkur I
stað Dallas. Sá myndaflokkur er i sex
þáttum og nefnist Fimm dagar i deserti-
ber. Segir hann frá ráni á Nóbelsverð-
launahafa.
Útvarpsráð hefur ekki tekið
ákvörðun um hvort fleiri Dallas-þættir
verða keyptir. Valda þar mestu við-
brögð fólks. Er þá um að gera að
kvarta við lesendadálk blaðsins .
Þess má geta í leiðinni að þegar BBC
hafði lokið fyrsta hluta Dallas-þátt-
anna og ekki var séð að fleiri þættir
yrðu keyptir ætlaði allt vitlaust að
verða. Símhringingar dundu á sjón-
varpsstöðina og lesendadálkar blað-
anna fylltust.Úr varð að fleiri Dalias-
þættir voru keyptir og Bretar fengu að
fylgjast með morðtilræðinu á J.R.ELA.
-ekkiákveðið
Þau skötuhjú, Sue Ellen og J.R. Margar spurningar eru ofarlega á baugi varðandi þau hjón eftir að siðasti Dallas-þitturinn
var sýndur. Hvort viö fáum að fylgjast með þeim áfram verða viðbrögð fólks að skera úr um. Annars er það liklega videoið.
B0LLA, B0LLA — útvarp kl. 20,40:
„GAMAN AÐ VINNA VIÐ ÞESSA ÞÆTTI”
— segir Eðvarð Ingólf sson, annar umsjónarmaður þáttarins
„Mér finnst mjög gaman að vinna
'við gerð þessara þátta enda kynnist
maður mörgu fólki,” sagði Eðvarð
ingólfsson, annar umsjónarmanna
þáttarins Bolla, bolla, sem er á dagskrá
útvarpsins I kvöld kl. 20.40.
Eðvarð sagði að fyrir hvern þátt
bærist fjöldinn allur af bréfum frá
unglingum. ,,Mér Finnst samt vanta
meira af frumsömdum sögum og pistl-
um,” sagði hann. ,,En við höldum
áfram að hvetja krakkana.”
í þættinum i kvöld verða þrjú mál
ofarlega á baugi. Í fyrsta lagi er að öll-
um likindum viðtal við þann merka
mann, Bubba Morthens um tónlistina
og lífið almennt. „Við höfum haft
þann sið að ræða við einhvern tónlist-
armann í hverjum þætti.Á.ður höfum
við rætt við Hclgu Möller, Gunnar
Þórðarson og Pétur Kristjánsson.
Krakkarnir hafa mikið óskað eftir
Björgvin en hann verður í einhverjum
af næstu þáttum,” sagði Eðvarð.
Þá sagði hann að ( kvöld yrði byrjað
aðnýju með framhaldssögu. ,,Við vor-
um með framhaldssögu, mjög svo
rómantiska og skemmtilega fyrir jólin.
Nú höfum við ákveðið að byrja nýja og
siðan eiga hlustendur að skálda áfram.
Þetta var mjög vinsælt efni fyrir jóiin
og krakkarnir hafa talsvert óskað eftir
að sagan yrði tekin upp aftur.
Við höfum einnig ákveðið að taka
fyrir þema í hverjum þætti og byrjum á
því .i kvöld að ræða um hjónaband og
barneignir. Við fáum álit nokkurra
krakka á þeim málum. i næstu þáttum
höfum við hugsað okkur að taka fyrir
áfengismál og sniff, en mikið hefur
borið á þvi meðal unglinga.og ýmislegt
fleira fróðlegt. í framhald! af snjffinu
get ég nefnt dæmi, að í Háskólablói
fundust 25 gasbrúsar eftir eina bíósýn-
ingu.
Þrjú af toppnum hefur verið fastur
liður hjá okkur og verður áfram. Við
hringjum I grunnskóla um allt land og
óskum eftir að valin verði þrjú vinsæl-
ustu lögin á staðnum. Þau lög eru síðan
leikin I þættinum. Að öllum likindum
verður það grunnskólinn I Bolungarvík
sem velur lög fyrir þáttinn í kvöld,”
sagði Eðvarð.
Hann var þá spurður um nafnið á
þættinum sem kemur kannski einhverj-
um spánskt fyrir sjónir. ,,í upphafi
höfðum við hugsað okkur nafnið Bóla.
Við veltum þessu lengi fyrir okkur en
ákváðum siðan nafnið Bolla. Nú er
annar unglingaþáttur i útvarpinu með
nafninu Bóla svo við breyttum nafninu
í Bolla, bolla vegna þess hve lítill hljóð-
munur er á þessum tveimur nöfnum
þegar þau eru lesin i útvarpi.”
Eðvarð Ingólfsson ætti að vera ungl-
ingunum góðkunnur. Hann er ritstjóri
unglingablaðsins Sextán auk þess sem
hann hefur skrifað tvær unglingabæk-
ur. Fyrsta bók hans kom út fyrir jólin
1980, í gegnum bernskumúrinn, og nú
fyrir jólin kom út bókin Hnefaréttur.
Þá er Eðvarð nú að ljúka við framhald
fyrstu bókar sinnar svo hann hefur í
nógu að snúast.
Umsjónarmaður auk hans er Sólveig
Halldórsdóttir. Hún starfar sem gjald-
keri hjá Flugmálastjórn en er menntuð
leikkona. Meðal þess sem hún hefur
nýlega sést I er Útlaginn þar sem hún
fór með hlutverk Guðríðar ambáttar.
-ELA
35
Veðrið
Veðurspá
dagsins
Allhvasst verður um allt land.
Búast má við éljaveðri á öllu
Vesturlandi. Sunnanlands verður
frostlaust en vlðast slydda þegar
llður á daginn. Norðan og austan-
lands og á norðanverðum Aust-
fjörðum verða él. Að öðru leyti
verður aðgerðalltið veður.
Kl. 6 I morgun var á Akureyri al-
skýjað —6, Bergen þokumóða —5,
Kaupmannahöfn þokumóða —3,
Osló þokumóða —13, Reykjavlk
léttskýjað 3, Stokkhólmur þoku-
móða —4, Þórshöfn þoka 6.
Veðrið
hér
og þar
Kl. 18 i gær: Aþena léttskýjað 15,
Berlin þokumóða —6, Chicago al-
skýjað —12, Feneyjar þoka —2,
Frankfurt mistur —7, Nuuk skýjað
— 1, London mistur —8, Luxem-
borg skýjað —8, Las Palmas skýjað
12, Mallorka léttskýjað 18,
Montreal léttskýjað —23, Paris
heiðrikt —2, Róm alskýjað 10,
Malaga alskýjað —9, Vln alskýjað
,—9, Winnipeg heiðrikt —27.
Gengið
GengÍMkráning NR: 5
- 20. JANÚAR 1982 KL. 09.15
manna
Einingkl. 12.00 ' Keup . Sele gjaideyrir
1 Bendarikjadollar 9,413 9,439 10,382
1 Sterlingspund 17,767 17,816 19,597
1 Kenededollar 7,877 7,898 8,687
11 Oönsk króna 1,2516 1,2551 1,3806
1 Norsk króna 1,8014 1,6058 1,7663
;1 Ssensk króne 1,6715 1,6761 1,8437
1 Hnnsktmerk 2,1340 2,1399 2,3538
1 Frenskur franki 1,6097 1,8142 1,7756
1 Belg. frenkl 0,2403 0,2409 0,2649
!l Svissn. frenki 5,0792 5,0932 5,6025
i1 Hollenzk florina 3,7361 3,7464 4,1210
l1 V.-þýxkt merk 4,0953 4,1066 4,5172
1 Itötsk Ifre 0,00765 0,00767 0,00843
|1 Austurr. Sch. 0,5841 0,5857 0,6442
Í1 Portug. Escudo 0,1409 0,1412 0,1553
il Spénskur peseti 0,0954 0,0957 0,1052
1 Jepenskt yen 0,04176 0,04186 0,04804
1 Irsktound 14,449 14,489 15,937
8DR (sérstök 10,8673 10,8973
dréttarréttlndl)
01109
Stmsveri vegns gengisskréninger 22190.