Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Síða 8
[ Okkur vantar stúlku
| til afgreiðslustarfa
■ ekki yngri en 20 ára
eftir hádegi. Upplýsingar hjá verzlunarstjóra Bonaparte,
5 Austurstræti 22. Ath. ekki i síma.
^KARNABÆR
Vcgna þcss að nývcrið hcfur komið upp gin- og
klaufavciki í Danmörku cr hcr mcð bannað að flytja
til landsins hvcrs konar fóðurvörur, afurðir af dýrum,
jarðávcxti og blóm frá Danmörku.
Þcim cindrcgnu tilmælum cr bcint til fcrðafólks að
heimsækja ckki svcitabæi á Fjóni og að þeir scm þar
hafa dvalið á svcitahcimilum taki ckki mcð sér óhrein
vinnuföt og vinnuskó til íslands.
Landbúnaðarráðuncytið,
25. marz 1982.
Athugið, miðar eru seldir á skrifstofu S.Á.Á.,
Síðumúla 3—5, og einnig sendir ef óskað er.
Símar 33370 og 82399.
Opið virka daga. ki. 9-5. Qpjð laugardag
Tökum á með S.Á.A. kl. 10—16.
Byggingarhappdrætti S.ÁÁ
aa.oo
TIMBUR
BYGGINGAVÖRUR
Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki •
Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi •
Baðhengi • Baðmottur.
Harðviður • Spónn • Spónaplötur •
Viðarþiljur • Einangrun ‘Þakjárn • Saumur •
Fittings
Ótrúlega hagstæðir grciðsluskilmálar
allt niður í 20% útborgun
og cftirstöðvar allt að 9 mánuðum.
Mánudaga til fimmtudaga
dj>*. frá kl. 8-18
0» Föstudaga frá kl. 8—22.
Laugardaga kl. 9—12.
HRINGBRAUT119, SIMAR10600-28600:
Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982.
Útlönd Útlönd Útlönd
Bezta afmælisgjöf er
f lokkurinn fékk
— sagði Roy Jenkins eftir kosningasigur í Hillhead
— Sigur minn táknar nýja tíma skyn-
semi, hófsemi og og vonar, sagði jafn-
aðarmaðurinn Roy Jenkins eftir kosn-
ingasigur sinn í Hillhead-kjördæminu í
Glasgow í gær. Kjördæmið hefur í sl.
60 ár verið vígi íhaldsmanna og hylltu
stuðningsmenn Jenkins hann sem
IRoy Jenkins: Hin nýja von brezku
þjóðarinnar.
fyrsta leiðtoga hins unga Jafnaðar-
mannaflokks sem fæddist fyrir ári.
í kosningunum hlaut Jenkins 2.038
atkvæðum meira en frambjóðandi
íhaidsflokksins. Stóðu bæði jafnaðar-
menn og frjálslyndir að baki framboði
Jenkins.
Er Jenkins var spurður að því hvort
hann langaði í forsætisráðherrastólinn
svaraði hann:
— Mig langar til að gefa brezku
þjóðinni nýtt að velja um og nýja von.
Ef ég þarf að vera forsætisráðherra til
þess mun ég ekki neita því embætti.
Dr. David Owen, flokksbróðir hans,
sagði:
— Það er eins og hann sé fæddur til
að sameina þá tvo flokka er að kosn-
ingabandalaginu standa og eðlilegt að
hann verði forsætisráðherraefni þess.
Kosningasigur Jenkins var mikið
áfall fyrir Margaret Thatcher og
íhaldsflokkinn en jafnvel enn meira
áfall fyrir Verkamannaflokkinn. Fram-
bjóðandi hans varð í þriðja sæti með
7.846 atkvæði og munaði 2.260 al-
kvæðum á honum og Jenkins.
Verkamannaflokkurinn, en í honum
fer fram mikil barátta vinstrisinna og
hægrimanna, hefur ekki unnið neinar
aukaþingkosningar síðan í maí 1971.
Sagði Jenkins að kosningasigurinn
væri sú bezta afmælisgjöf sem Jafn-
aðarmannaflokkurinn hefði getað
fengið á eins árs afmælinu en talið er
að hann sæki aðalstuðning sinn til
hægfara fólks í borgarastétt sem ekki
hefur áður látið neitt til sin taka í
stjórnmálum.
r
i
i
■
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Klukkunni flýtt
Flest Evrópulönd, austan tjalds og
vestan, flýta klukkunni um eina
klukkustund þessa helgina og fara öll
í senn á sumartíma.
Átta ár eru nú síðan tekinn var upp
sérstakur sumartími i Evrópu til
orkusparnaðar en tímabreytingin
hefur aldrei snert jafnmarga og nú,
eða um 400 milljónir manna í 25
löndum.
Nokkur ríki fara sínar eigin koppa-
götur með klukkuna. Sovétríkin fara
ekki á sumartíma fyrr en 1. apríl.
ísland, Tyrkland, Albanía og Júgó-
slavía breyta ekki klukkum sínum.
En þegar Sovétríkin hafa breytt
sinni klukku verða fjórar mismun-
andi klukkur í Evrópu. EBE-löndin
að fráskildum Bretlandi og írlandi
verða 2 klst. á undan Greenwich-
klukkunni. Bretar og írar verða 1 klst
á undan. A-Evrópulönd verða flest 3
stundum á undan GMT, en Sovét-
ríkin4stundum.
Þetta hringl með klukkuna gerist
hjá öllum löndunum samtímis til þess
að komast hjá ruglingi í millirikja-
samskiptum.
Sums staðar kemur fyrir ruglingur,
eins og á Kýpur, þar sem gríski hlut-
inn tekur upp sumartímann (3 klst. á
undan Greenwich) en tyrkneski hlut-
innekki. — Að auki hefur ekki náðst
eining um það meðal Evrópulanda
hvenær klukkunni skuli seinkað aftur
og sumartíminn enda. EBE hefur
reynt að fá menn til þess að Ijúka
sumartímanum 23. september, en
Bretar og írar vilja hafa sinn sumar-
tima4vikuríviðbót.
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Eitraður lax í dósum
Nokkur þúsund dósir af niðursoðn-
um laxiCfrá Alaska, sem seldar hafa
verið utan Bandaríkjanna, kunna að
vera gallaðar og valda matareitrun,
eftir því sem heilbrigðisyfirvöld i
Bandaríkjunum segja.
í febrúar lét matvæla- og lyfjaeftirlit
USA innkalla lax í dósum frá Nefco-
Fidalgo niðursuðuverksmiðjunum í
Alasaka, eftir að maður hafði dáið í
Belgíu af matareitrun, sem rakin var til
dósalax.
Á dósunum voru smágöt, sem sköp-
uðu skilyrði fyrir eitrunina.
Þær voru seldar undir ýmsum vöru-
merkjum og til margra landa.
Verða dómar ræn-
ingjanna mildaðir?
Fyrir ítalska þinginu liggur nú frum-
varp til laga um mildari refsingar í
dómum yfir Rauðu herdeildarmönnum
sem séð hafa að sér og ganga í lið með
lögreglunni.
r— — — — — — — — i
■ Mubarakstað- j
ifestirdauðadómai
■
i
I
i
i
i
Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, hefur staðfest 5
dauðadóma í sambandi við morð-
iðáSadatíoktóbersl.
Mennirnir mega þó áfrýja á ný
og lendir ákvörðunin þá aftur hjá
forsetanum. Er búizt við að það
sé þýðingarlaust og aftaka þeirra
séóumflýjanleg.
I
I
I
I
I
Ef samþykkt verður gæti þessi laga-
breyting komið til góða þeim sjö
hryðjuverkamönnum sem dæmdir voru
í Verona í gær fyrir ránið á bandariska
hershöfðingjanum James Dozier.
Alls voru 17 menn og konur úrskurð-
uð sek um hlutdeild í ráninu en 8 þeirra
ganga ennþá laus og fara huldu höfði.
Búizt er við því að allir sakborningar
áfrýi en um þær mundir sem áfrýjunar-
málið kemur fyrir rétt má búast við þvi
að nýja frumvarpið verði orðið að lög-
um.
Þyngstan dóminn fékk Cesare di
Lenardo, einn þeirra sem handtekinn
var um leið og Dozier var frelsaður.
Hann hefur neitað lögreglunni um
nokkra samvinnu og var dæmdur í 27
ára fangelsi.
Foringi ræningjanna, Antonio Sav-
asta, fékk 16 ára fangelsi og 6 mánuði.
Hann hefur verið lögreglunni mikil
upplýsingalind viðrannsókn málsins.
Fjöldagröf i Guatemala
Pyndingar í
Guatemala
29 lík hafa fundizt á ýmsum stöðum í
Guatemala sl. sólarhring. Skotsár
fundust á líkunum og öll báru þau
glögg merki pyndinga.
Lík 13 indíána fundust í fjöldagröf í
djúpu gili. 12 önnur fundust er sýndu
að fólkið hafði verið skorið á háls að
loknum pyndingum. Auk þess báru
fjögur lik vitni um hnífsstungur auk
skotsáranna.