Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Side 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982. 13 Kjallarmn Friðjón Þórðarson vegna brota og möguleiki á að vista þar hættulega geðsjúklinga sem hin almennu geðsjúkrahús eiga í erfið- ieikum með að vista. Ráðuneytið telur þetta með brýnustu úrlausnar- efnum á sviði fangelsismálanna. Um vistun geðsjúkra fanga er einnig fjallað i þingsályktun um geðheil- brigðismál, skipulag og úrbætur, sem nýverið hefur veriðsamþykkt.” Samkvæmt síðastnefndri þings- ályktun er nefnd starfandi undir forystu Ingvars Kristjánssonar geðlæknis. — í fyrra sendu Ólafur Ólafsson landlæknir og Jón Thors deildarstjóri frá sér tillögur að beiðni dómsmálaráðherra og heilbrigðisráð- herra, sem ganga í þá átt, að reist verði og rekin sérstök sjúkrastofnun fyrir geðsjúka fanga. Ljóst er þó, að þetta verður dýr lausn. í fjárlögum þessa árs er veitt heimild til þess að greiða kostnað við undirbúning bygg- ingar eða kaupa á húsnæði til vistunar fólks í öryggisgæzlu að fengnum tillögum heilbrigðis- og dómsmálaráðherra. Lausn á grunni mannúðarstefnu Það skal tekið fram og þakkað, að á liðnum árum hafa frændur okkar á Norðurlöndum iðulega hlaupið undir bagga með dómsmálayfirvöldum hér á landi og tekið við geðsjúkum föngum til vistunar á sérstofnunum og sjúkradeildum um lengri og skemmri tíma. Hefur þessi aðstoð oft leyst úr brýnum vanda, þó að ekki sé hægt að treysta á slíka lausn til frambúðar. Að því er varðar almennar úrbætur í fangelsismálum i náinni framtíð skal þess getið, að unnið er að því að fá fé til þess að halda áfram byggingu gæzluvarðhaldsfangelsis við Tunguháls, sem leysa á af hómi hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Síðumúla, en bæði þessi hús eru óhentug orðin til þeirrar þjónustu, sem þau eru ætluð, þ.e.a.s. til vistunar gæzluvarðhalds- fanga og móttöku fanga, sem eru að hefja afplánun. Nokkru fé er veitt á fjárlögum þessa árs i Tunguhálsbygg- inguna. Þar er einnig gert ráð fyrir kvennafangelsi í framtíðinni, þó að málefni kvenfanga hafi tekizt að leysa um sinn á viðunandi veg. Mörg fleiri vandamál munu leysast, þegar byggingin við Tunguháls verður tekin í notkun. En það veltur að sjálfsögðu á fjárveitingu hins opinbera, hvenær sú stund rennur upp. Eitt og annað mætti nefna, sem horfir til bóta, svo sem stóraukna læknisþjónustu við vistmenn í vinnuhælinu að Litla- Hrauni og aðstöðu, sem þar er veitt til náms og mennta, einkum í sambandi við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Nefnd, sem skipuð var í fyrra til að endurskoða menntun fangavarða, hefur lokið störfum og sent frá sér skýrslu. Verður efni hennar rætt á Alþingi bráðlega og jafnframt borið fram frumvarp til breytinga á lögum frá 1973 um fangelsi og vinnuhæli. Unnið er að því að hraða meðferð dómsmála. Að því er sérstaklega tekur til hins stóra vanda, er lýtur að vistunar- málum geðsjúkra fanga, og rætt var hér að framan, skal þess að lokum getið, að það mál er í vandlegri athugun, m.a. á grundvelli tillagna, sem landlæknir hefur lagt fram og greinargerðar, sem fangalæknar í Reykjavík hafa nýlega tekið saman. En það er sannast að segja, að mál þessi verða að leysast á grunni mánnúðarstefnu í góðri samvinnu dóms- og heilbrigðisyfirvalda. Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra. í báðum risaveldunum ráða öfl sem eru háð vígbúnaðarkapphlaupi Á síðastliðnu ári vaknaði til lifsins friðarumræða í Evrópu sem á sér enga hliðstæðu á seinustu áratugum. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í fundarhöldum og starfi til að mót- mæla staðsetningu nýrra og fullkomn- ari gjöreyðingarvopna í Evrópu. Á tímum nýs kalds striðs, sem valdhaf- ar stórvelda kynda ákaft undir, er þetta vonarglæta í myrkrinu og for- mælendur vígbúnaðarkapphlaups kippast við af undrun og ótta. Þessi friðarumræða hefur ekki náð þeirri breidd hérlendis sem í sumum löndum Vestur-Evrópu, á Bretlands- eyjum, í Hollandi og Þýskalandi. Eru ástæður fyrir því margar og sú helsta að við höfum öll eftirstríðsárin haft skipulagða fjöldabaráttu gegn út- lendum her, herstöðvum og hernaðarbandalögum. En vert er hér að kynna hugmyndir eins aðalfor- göngumanns þessarar friðarumræðu, Edward P. Thompsons, þar sem hann mun væntanlegur hingað til landsins í boði Samtaka herstöðva- andstæðinga. Óhætt er að fullyrða að án þessa manns væru þessar fjöldahreyfingar ekki það sem þær eru í dag. Með skrifum sínum og eld- móði hefur hann rifið starfið áfram og þeir sem verða vitni að ræðu- flutningi hans munu seint gleyma því. Hver er E.P. Thompson? Edward P. Thompson (fæddur 1924) er sagnfræðingur. Fræðistörf hans hafa mótast af sósíaliskri um- ræðu og eftir hann liggur fjöldi rann- sókna. Má þar nefna William Morris. Frá rómantíkursinna til bylt- ingarsinna; Tilurð ensku verkalýðs- stéttarinnar og Viggar og veiðimenn. Thompson er ekta „bresk týpa”, hár og grannur með lifandi grátt hár i all- ar áttir eins og breskur fjárhundur. í fræðistörfum sínum á hann það sameiginlegt með fieiri breskum sósíalistum að þeir gleyma ekki í hug- myndafræðiumræðu að hún á að þjóna manninum, manneskjan á að sitja í fyrirrúmi. Thompson hefur alla sína tíð verið þátttakandi í pólitískri umræðu. Hann sagði sig úr breska kommúnistaflokknum 1956 eftir at- burðina í Ungverjalandi en var áfram starfandi á vinstri vængnum. í dag er hann meðlimur í breska verkamanna- flokknum, ekki af brennandi áhuga heldur vegna þess að það er „eins og að vera hluti af mannkyninu” eins og hann segir sjálfur. Á sjötta áratugnum starfaði Thompson í friðarhreyfingum þess tíma og hefur verið óslitið starfandi þar síðan — þótt þær gleymdust Erling Ólaf sson flestum þangað til á seinni hluta áttunda áratugarins. í dag er Thompson önnum kafinn i friðarstarfinu. Hann var einn af stofnendum END, Samtaka um kjarnorkuvopnalausa Evrópu, hann skrifar, heldur ræður, er stöðugt á faraldsfæti — einn daginn í Briissel — annan í Frankfmt og þann þriðja í Newscastle. Ein af ræðum hans, Helstefnan, síðasta stig siðmenningarinnar, hefur orðið grundvöllur að umræðu og stefnu fjölmargra friðarsamtaka. Hvað er helstefna? Hver er þessi helstefna sem Thompson hefur svo mikið rætt um? Með helstefnu á Thompson við þá þróun sem átt hefur sér stað á tímum kalda stríðsins. Myndast hefur ástand sem enginn fær stjórnað — stjórnmálamenn stórveldanna fá engu ráðið um framvinduna i víg- búnaðarmálum og þótt samið sé um takmörkun í vígbúnaði og vopna- framleiðslu Ieiðir það aðeins til enn hraðara kapphlaups. Allt þjóðfélags- kerfið, bæði í Sovétrikjunum og Bandarikjunum, er háð þessari þróun. Vopnin ganga inn í stærri heild, vopnakerfi, og vopnakerfin eru stór liður í efnahagslífi sem hefur staðnað á flestum sviðum nema i vopnaframleiðslunni. Vísindi og þekking gera þessa þróun mögulega og helmingur allra vísindamanna í heiminum vinna á einn eða annan hátt við vígbúnaðraframleiðslu. Þessi þróun leiðir okkur æ lengra fram á heljarbrún — í átt til gjöreyðingar alls lífs á jörðinni. í Bandarikjunum stjórnast þessi þróun af einkafjármagni og vopna- framleiðsluhagsmunum og i Sovét- ríkjunum af skrifræði og hernaðar- mafiu. í báðum risaveldunum ráða öfl sem eru háð áframhaldandi víg- búnaðarkapphlaupi. Haukar í öðru ríkinu geta af sér hauka í hinu. Því er kominn timi til að reyna aö snúa við Edward P. Thompson sagn- fræðingur. þessari þróun, mannkynið lifir í dag sitt hættulegasta skeið. Ástæðan er fyrst og fremst kjarnorkuvopnin Þau eru að áliti Thompsons fremsta tákn fyrir mannlega villimennsku og heimsku. Með því að nota þau út- rýmir maður sjálfum sér. Friðarhreyfingarnar hafa vaxið upp úr þessum jarðvegi. Evrópubúar hafa vaknað upp við það að risaveld- in eru með hugmyndir um að fórna þeim. Gera lönd Evrópu að leiksvið- fyrir gjöreyðingarstyrjöld kjarnorku- vopna. Hlutverk þessara friðarhreyf- inga er að berjast gegn þessu og fyrsta skrefið er að koma á kjarn- orkuvopnalausum svæðum i Evrópu. Eitt af þessum svæðum eru kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd: En það er ekki nóg að vinna að kjarnorku- vopnalausum svæðum i Vestur- Evrópu heldur hljóta friðaröflin að vinna að því að ná sambandi og sam- vinnu við sams konar hreyfingar í Austur-Evrópu — að reyna að koma á fót sem flestum upplýsingaleiðum milli austurs og vesturs. Helstef na og ísland Eftir að hafa kynnt helstefnuna og höfund hennar þá hlýtur sú spurning að hvarfia að okkur hvernig ísland komi inn í þessa mynd. Er okkar land ekki svo fjarri þessum Evrópuvígvelli að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur? Svo er ekki. Meðaldrægar eld- flaugar í Mið-Evrópu geta náð alla leið til íslands. Á íslandi höfum við herstöð og hernaðarútbúnað sem mun óhjákvæmlega dragast inn í Evrópustyrjöld. Því hlýtur okkar stærsti skerfur að vera að vinna að því að minnka hættu á gjöreyðingu. Við þurfum ekki að vera sammála um alla hluti í þessum efnum. Breið samstaða ætti að geta myndast um kjarnorkuvopnalaust ísland í stríði og friði, ennfremur um almenna bar- áttu gegn vígbúnaði og fyrir friði i heiminum. En við getum unnið að okkar málefnum á mörgum vígstöðvum? Við herstöðvaandstæðingar munum ekki gefa upp okkar baráttumál sem er herstöðvalaust ísland.án þátttöku í hernaðarbandalögum. Aldrei hefur þörfin verið brýnni fyrir þá baráttu. Við sjáum fram á nýtt tímabil kalds stríðs. Höfin í kringum íslands verða æ þéttsetnari af vígbúnaðartólum og risaveldið „okkar” virðist setja fram æ meiri kröfur um vígbúnaðarupp- byggingu hérlendis og valdamenn hermangs hneigja sig í kór. Því verðum við að vinna — vinna að því að opna sem augu flestra fyrir jsessari þróun. Það gerum við ekki með því að neita að starfa með öðr- um sem hafa ekki nákvæmlega sömu skoðun og við. Það gerum við með því að fá sem flesta til samstarfs gegn vigbúnaði, kjarnorkuvopnum og gjöreyðingu. Þar er Thompson góð fyrirmynd. Þrátt fyrir að ástandið í heiminum gefi ekki tilefni til bjart- sýni þá gefumst ekki upp. Tökum undir með Thompson. hann segir: .„Sá, sem framkvæmir hann er ekki svartsýnismaður.” Erling Ólafsson, kennari. ^ „Evrópubúar hafa vaknað upp við það að risaveldin eru með hugmyndir um að fórna þeim. Gera lönd Evrópu að leiksviði fyrir gjöreyðingarstyrjöld kjarnorkuvopna,” segir Erling Ólafsson í grein sinni þar sem hann fjallar um stórveldin og kjarnorkuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.