Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Side 1
„SAMFWTt) ER bandsins: UPP í LOFT’ —Búast má við átökum á nef ndaf undum ASÍ í dag. ASÍ að tapa forystuhlutverki sínu, segir Þorsteinn Pálsson „Samflotið er upp í loft, það er enginn í því,” sagði heimildarmaður DV innan Verkamannasambandsins í morgun. Verkamannasamband Islands kynnir í dag nýjar kröfur og hættir samÐoti með ASI í kröfugerð yfirstandandi samninga. Verka- mannasambandið hafði fariö fram á 13% flata kauphækkun, auk nokkurrar launaflokkahækkunar, sem meta má á 3%. Nú er dregið úr flötu prósentu- hækkuninni, en áherzla lögð á þriggja flokka launahækkun. Verkamannasambandiö verður áfram aðili að öðrum kröfum aöildar- félaga ASI, sérstaklega er varða samn- inga fyrir konur og vísitalan verður áf ram á sameiginlegu boröi. Talsmenn Verkamanna- sambandsins telja hið stóra samflot úr sögunnL Byggingamenn séu þegar búnir aö kijúfa, sömuleiðis rafvirkjar og málmiðnaðarmenn lausbeiziaðir. Með hinni nýju kröfugerð telur Verka- mannasambandiö hina lægst launuðu fá meiri k jarabætur. Búast má við átökum innan Alþýðusambandsins í dag vegna hinnar breyttu stöðu. 20 manna nefndin þingar í hádeginu og 72 manna nefnd ASI kemur saman kl. 14 í dag. ,,Eg hef ekki séö þessar kröfur og get því ekkert sagt um þær efnislega,” sagði Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, i morgun. „En allar ný jar kröfur eru jafnfáránlegar og þær semlegið hafa fyrir. Þetta bendir til verulegrar upplausnar ASI og að sambandiö sé aö tapa forystuhlutverki sinu í þessum samningum. En megináhrif þessarar nýju kröfugerðar eru þau að lengri tími mun líða þar til von er á samn- ingum og að þetta mun torvelda samn- inga. Þessar nýju kröfur eru ekki aðgengilegri fyrir VSI. Það skiptir engu máli í hvaða formi kauphækkunin er. Hún hefur sömu efnahagsáhrif. ” -JH. Vaxtarræktar ■ par til íslands Hrafnhildur Valbjörnsdóttir (Þorlákssonar) var í gœr kosin vaxtarrœktarkona íslands. Gudmundur Sigurdsson hlaut titilinn vaxtarrœktarmaður íslands. Keppni um þessa titla fór fram á Broadway í gœrdag. Fjöldi karla og kvenna tók þar þátt í undankeppni í gœrdag. í gærkvöldi fór síðan úrslitakeppnin fram. Greinilegt var að áhugi var mikill því fullt var út úr dyrum í Broadway. DS/DVmynd GVA. Lyftmgamenn börðu dyraverði Þrír dyraveröir i Hollywood og fjórir lyftingakappar úrKR lentu í slagsmálum í og fyrir utan skemmtistaðinn siöastliðiö föstu- dagskvöld. Fóru dyraverðirnir allir á slysavarðstofuna, meira og minna meiddir; tveir stokk- bólgnir í andliti og þriðji með bakmeiðsli. Meiðsli voru hins vegar ekki sjáanleg á lyftinga- köppunum, að sögn lögregl- unnar. Dyraverðimir halda þvi fram að lyftingakapparnir hafi verið búnir að skipuleggja árás áður en þeir mættu á skemmtistaðinn. Arásin hafi verið gerð í hefndar- skyni vegna þess að bróður eins lyftingakappans hafði verið varpað út af skemmtistaönum helgina áður fyrir að vera að þjarma aðgestum. Lyftingakapparnir segja á mótiaðdyraverðirnir hafi byrjað slagsmálin. Einn lyftingakappanna hefur á sumrin starfað sem lögreglu- maður. .rmu. Kosninga- sjóðnum stolið Brotizt var inn á kosningaskrif- stofu Framsóknarflokksins að Lindargötu 9 í Reykjavík í nótt. Kosningasjóðnum var stolið og töluvert ruslað í skjölum. Að sögn Hauks Ingibergssonar, starfsmanns á kosningaskrifstof- unni, var kosningasjóöurinn dig- ur eftir helgina. Hann vissi þó ekki hve miklir peningar voru í honum en taldi líklegt að það væru nokkur þúsund krónur. ___________________-KMU Tugmilljóna- farmarán bankaábyrgðar „Það er rétt, aö verulegur hluti af þeim förmum sem hafa verið sendir af stað til Nígeríu undan- farnar vikur er ekki með banka- ábyrgðum á greiðslum,” sagði Sigurður Jóhannesson forstöðu- maður gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans í morgun. Síðustu birgð- ir af framleiðslu fyrra árs eru nú allar famar af stað til Nígeríu. Verðmæti þeirra er um 120 milljónir króna og skiptir það, að sögn Sigurðar, tugum milljóna sem ekki eru bankaábyrgðir fyr- ir. Er þetta ekki áhættusamt? var Sigurður spurður. „Ef svo væri taliö, býst ég við að þessar send- ingar hefðu ekki farið af stað,” svaraði hann, „þær eru eingöngu til stórra framleiðenda, sem hafa verið okkur Islendingum tryggir, jafnvel í áratugi, gegnum þykkt og þunnt og hafnað kaupum af öörum, sem þeim hafa staðið til boöa.” Þess má geta aö sá út- flytjandi, sem mun vera með stærstan hluta af ábyrgðarlausu förmunum, haröneitaði þvi að hafa nokkru sinni sent svo mikið sem einn balla án bankaábyrgö- artilNígeríu. Þá bar þeim útflytjendum sem blaðið ræddi við i morgun saman um að Nigeríumenn væru jafnvel þegar í dag að hefja útgáfu inn- flutningsleyfa vegna skreiðar og hausakaupa nýbyrjaös innflutn- ingsárs. Þaö hófst 1. maí. Þeir vöktu athygli á þeim misskiln- ingi, sem vaðið hefur uppi undan- farið, að Nígeriumenn hafi bann- aö skreiðarinnflutning i bili. Þeir lokuðu einungis á frjálsan inn- flutning og tóku uppleyfakerfí. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.