Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MÁNUDAGUR10. MAI1982.
Stýrimannafélag íslands:
Gagnrýnir stjómvöld og
siglingamálastjóra
A dögunum boöaöi Stýrimannafélag
Islands til fundar fulltrúa frá öllum
stéttarfélögum sem hafa farmenn
innan sinna vébanda.
A fundinum voru rædd öryggismál
farskipa i ljósi hinna tíðu skipstapa
sem orðið hafa í farskipaflotanum á
síðustu mánuðum.
A fundinum kom fram hörö gagn-
rýni á stjórnvöld og silgingamála-
stjóra fýrir aö Island skuli ekki enn
hafa fullgilt alþjóðasáttmála um
öryggi mannslifa á hafinu frá 1974
(SOLAS). Krefst fundurinn þess að úr
þessu verði bætt hiö bráöasta.
Fundarmenn voru á einu máli um aö
aldur farskipanna væri of hár en sam-
kvæmt skrá Siglingamálastofnunar-
innar um íslenzk skip var meðalaldur
skipanna 12,2 árum sl. áramót.
Miklar umræður urðu um björgunar-
tæki skipanna. Fram kom sú skoöun að
mikilvægi hinna hefðbundnu björgun-
arbáta hafi á undanf örnum árum verið
vanmetin. Töldu fundarmenn að hér
þyrfti aö verða breyting á.
Nokkuö var rætt hve illa Islendingar
væru í stakk búnir til að takst á við
bjarganir á rúmsjó sé litiö til þeirra
stórkostlegu aöferöa og björgunar-
tækja sem notuö voru viö bjarganir á
áhöfnum Tungufoss og Suöurlands.
Fundarmenn létu í ljós áhyggjur
yfir þvi að reyndir sjómenn skuli hafa
séð sig knúna til að ganga af skipi sinu
þar sem þeir töldu öryggi sínu ekki hittast aftur og bjóða þá fulltrúa þeirra
borgið. stofnana og samtaka sem vinna að
Fundarmenn voru ákveðnir í að öryggismálumsjómanna.
Nefnd kannar kjör
einstæðra foreldra
Slippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvoqi
Símar33433og33414
itmt
Nýju litakortin okkar hitta alveg í mark.
Á þeim finnurþú þinn draumalit.
árm
VITRETEX Sandmálning er hæfilega gróftil aö
regn nái að þrífa vegginn og litirnir njóta sín í áraraöir,
hreinir og skinandi.
iwm
Góö ending VITRETEX Sandmálningar er viðurkend
staöreynd. Reynslan hefur þegar sannað hana,
sem og ítarlegar veðrunarþolstilraunir.
V£RÐ
Hlutfafl verðs og gæða VITRETEX Sandmálningar
teljum við vera hið hagstæðasta sem býðst á markaðnum
<© og er það líklegasta skýringin á sífeldri
aukningu sölunnar,-auk þess auðvitað hve litirnir eru fallegir.
Ný litakort á fimm sölustöðum í Reykjavík
og fjölda sölustaða út um land allt.
ammnmim vmcnx
m mms pchvr
önnur eykur endinguna.
Félagsmálaráöherra hefur skipaö
nefnd sem á aö kanna sérstaklega kjör
og félagslega aöstöðu einstæðra
foreldra í landinu.
I nefndinni eiga sæti: Björn
Þórhallsson viöskiptafræöingur, til-
nefndur af Alþýðusambandi Islands,
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður,
tilnefnd af Félagi einstæðra foreldra,
Jón Guðmundsson viðskiptafræðingur,
tilnefndur af f jármálaráðuneytinu, og
Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræð-
ingur, tilnefndur af heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, en hann
hefur jafnframt verið skipaöur for-
maður nef ndarinnar.
Þessi nefndarskipun felur í sér fram-
hald af starfi nefndar, sem skipuö var
á árinu 1980 til að kanna skattamál ein-
stæðra foreldra en í kjölfar þess
nefndarstarfs var skattalögum breytt
og færðu þær skattbreytingar ein-
stæðum foreldrum með miðlungs-
tekjur talsverða lagfæringu á síðast-
liðnuári.
Ýta undir umræður um
húsnæði aldraðra
Sýning á teikningum og ljósmyndum
af dvalarheimilum, íbúðum og
þjónustustofnunum fyrir aldraða,
ýmist þegar byggðum eða fyrirhuguð-
um, er nú í Byggingaþjónustunni á
Hallveigarstíg 1 í Reykjavik. Verður
hún opin klukkan 10—18 virka daga og
14—18 á laugardag og sunnudag en
lýkur þá. Tilgangurinn er að vekja
umræöur um aöbúnaö og húsnæði
aldraðra á því ári, sem tileinkað er
öldruöum.
Þeir sem standa að sýningunni eru
Húsnæðisstofnun, Samband sveitarfé-
laga ogöldrunarráð.
HERB
Missagnir
leiðréttar
Vegna mistaka var í Helgarblaði
DV á laugardaginn birt óleiörétt
handrit blaöamanns meö frásögn af
starfsemi Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins og viðtali viö forstjóra
hennar. Eru margar villur í frásögn-
inni og ummæli dr. Björns eru ekki
höfð rétt eftir og viöa mjög brengluð.
Fyrirsagnir eru allar á ábyrgð
blaöamannsins og átti aðalfyrirsögn
greinarinnar aðeins við um ný efna-
greiningatæki sem veriö er aö kaupa
en ekki um landbúnaðarrannsóknir
almennt.
Eru hlutaöeigendur beönir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Ekki er gerlegt að birta allar leiö-
réttingar sem gerðar höfðu verið á
handritinu en stofnunin hefur beöið
DV að birta eftirfarandi leiðrétt-
ingar:
Styrkir frá WJC. Kellogg stofnun-
inni hafa numið nær 900.000 dollurum
(ekki 90.000). Þetta er ekki
„góðgerðarstofnun” og það eru tæki
á Keldnaholti frá fleiri stofnunum,
þ.á.m. frá Sameinuðu þjóðunum og
íslenska ríkinu. Þótt mörg tækjanna
séu fullkomin eru þau ekki „full-
komnustu tæki sem völ er á”. W.K.
Kellogg stofnunin styrkir ekki iðnað
heldur landbúnað, læknisfræði og
fræðslustarfsemi.
Ummæli um getu okkar í
landbúnaðarrannsóknum, sem tekin
eru upp í aðalfyrirsögn, voru höfð
um afköst hinna nýju efnagreininga-
tækja sem verið er að kaupa fýrir
styrk frá Kellogg stofnuninni.
Rannsóknastofnunin leiðbeinir
ekki bændum um áburðarnotkun,
heldur eru niðurstöður áburðarrann-
sókna notaðar af ráðunautum í
leiðbeiningastarfi þeirra.
Það er jafngóöur grundvöllur fyrir
ræktun korns til súrsunar og vot-
verkunar eins og fyrir gras og
kartöflur (ekki til fullþroskunar
kornsins eins og af þessu mátti
skilja). Innlendur fóðurbætir er ekki
hugsaður sem ein allsherjar blanda
af öllu hugsanlegu og nýtanlegu eins
og fram kemur í frásögninni heldur
ýmiss konar samsetning hentugra
innlendra fóðurefna. Þaö er í Noregi
sem gert er hrökkbrauð úr byggi en
engar tilraunir þar aö lútandi hafa
verið gerðar á stofnuninni.
Ekkert vírus-laust útsæöi af
kartöflum er komiö á markaðinn hér
á landi en þaö er veriö aö þróa
aðferöir til þess og þær lofa góöu.
Þá er Ingvi Þorsteinsson deildar-
stjóri gróðurnýtingardeildar en ekki
EinarGíslason.
Jarðvegsdeild rannsakar mi.
næringarþörf plantna, ekki
næringargildi, það gerir fóðurdeild.
Rannsóknir fóðurdeildar beinast
fyrst og fremst að rannsóknum á
heyfóðri og öðru vetrarfóðri, þ.á m.
graskögglum en ekki öfugt eins og
fram kom. Frásögn blaðamannsins
af beitartilraunum er mjög villandi.
Beitartilraunin á Auökúluheiöi er
hvorki ný eða gerð vegna Blöndu-
virkjunar heldur er hún liöur í
Landgræðsluáætlun og hófst 1975.
Engin slík tilraun er á Eyvindar-
staðaheiði.
Korpa er ekki, ,býli’ ’ í Mosf ells-
sveit heldur tilraunastöð í landi
Reykjavíkurborgar og Sámsstaðir í
Fljótshlíð eru að sjálfsögðu í
Rangárvallasýslu en ekki í
Arnessýslu.
Tilraunastöö Háskóla Islands á
Keldum er óháð Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, þótt þar á milli sé
góö samvinna. Þaö eru landgræöslu-
rannsóknir sem fara fram í náinni
samvinnu viö Landgræöslu ríkisins í
Gunnarsholti en ekki dreifðar
tilraunir sem gerðar eru víða um
land.
DV vonar að þessi mistök hafi ekki
orðið til þess að spilla mjög fýrir
þessari annars fróðlegu frásögn og
viðtali um Rannsóknastofnun
landbúnaöarins.