Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982.
Ungfrú Útsýn
krýnd með
glæsibrag
Feröaskrifstofan Utsýn hefur í
vetur sem endranær lagt drjúgan
skerf í að lífga upp á skemmtanalif
höfuðborgarinnar með reglulegum
feröakvöldum. Hafa þau verið viku-
legur viðburður nú seinni hlutann og
farið fram í veitingahúsinu
Broadway.
Hápunktur vetrarins var í lokahófi
á föstudagskvöldið þar sem fram
fóru úrslit í keppninni um ungfrú
Utsýn 1982. Ellefu stúikur tóku þátt í
keppninni en dómnefnd var skipuð
þeim Ragnari Th. Sigurðssyni, frú
Unni Arngrimsdóttur og Baldvin
Jónssyni.
Sú sem sæmdina hlaut aö þessu
sinni er Elísabet Bjömsdóttir og fær
hún að launum veglegan ferðavinn-
ing. Hinar voru aldeilis ekki óbættar
þvi allar fengu þær titia sem bera
nöfn hinna mismunandi staða sem
ferðaskrifstofan Utsýn selur ferðir
til og feröavinning aö auki.
Það var ungfrú Utsýn 1981, Inga
Bryndís Jónsdóttir frá Akureyri,
sem krýndi drottningu kvöldsins og
óskaöi henni allra heilla.
Skemmtunin var að öðru leyti öll
hin glæsilegasta. Fram komu margir
skemmtikraftar, þar á meðal
dansarar og gítarleikari frá Kanari-
eyjum sem gerðu mikla lukku.
Sumarstúlkur Útsýnar ásamt for-
stjóranum, Ingó/fi Guöbrandssyni og
ungfrú Útsýn 1981. Nöfnin eru annars,
taiiö i efri röö frá vinstri: Anna Karen
Sverrisdóttir, ungfrú Mallorka, Ragn-
hildur Ragnarsdóttir, ungfrú Sikiley,
Jónína Kristjánsdóttir, ungfrú Lign-
ano, Ingólfur Guöbrandsson, forstjóri
feröaskrifstofunnar Útsýn, Þuriöur
Steinarsdóttir, ungfrú Torremolinos,
Bergljót Ylva Hjaltested, ungfrú Mar-
bella, Jóhanna Guömundsdóttir, ung-
frú Mexico og Sigriöur Þóra Magnús-
dóttir, ungfrú Portoroz. Fremri röö:
Maria Siguröardóttir, ungfrú Florida,
Elisabet Björnsdóttir, ungfrú Útsýn
1982, Inga Bryndis Jónsdóttir, ungfrú
Útsýn 1981, Hendrikka Waage, ungfrú
Brasilia og Hiidur Hauksdóttir, ungfrú
Portúgai.
Matargestir voru i kringum 600 sem
mun það mesta sem verið hefur i
þessum stærsta skemmtistað lands-
ins til þessa. Skemmtanir Utsýnar
hefjast væntanlega aftur meö haust-
inu, en i vetur hafa yfir 300 manns
tekið þátt i framkvæmd þeirra með
einum eða öðrum hætti.
-JB
Forstjórínn Ingólfur Guóbrandsson,
fagnar drottningunni.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Silfur Egils í glatkistunni
Enn elnu sinnl þurfa rithöfundar
að halda út i nokkra þrautagöngu út
af samskiptum innbyrðls, sem þó
varð gerð. tOraun til að hindra með
sameinlngu tveggja félaga í eitt
samband vorið 1975. Fljótlega eftlr
að þessu sambandi var komið á tóku
menn tll við að breyta lögum féiags-
skaparins, og miðuðu þcr breyting-
ar við að leggja niður eða drepa á
dreif stofnunum og ákvcðum, sem
sett höfðu verið i sambandslögin og
áttu að tryggja nokkurt félagslegt
jafnræði á meðan meðllmir voru
meira og minna bundir fyrri upp-
skiptingu félagsmanna. Mátti fljótt
greina, að i krafti meirihlutavalds og
undir stjóm formanns sambandslns,
sem á jafnframt sæti i miðstjóm Al-
þýðubandalagsins, skyldu borgara-
legir höfundar settir tll hliðar fyrir
utan fáeina einstaklinga, sem
tengjast Morgunblaðlnu með einum
eða öðrum hætti. Hafa töiulegar upp-
lýslngar um þetta verið raktar í út-
varpinýlega.
Við sameiningu félaganna mun
hafa borið á góma að taka upp hlut-
fallskosnlngar i sambandl rithöf-
unda, en þvi var eytt eða þá að þelrri
hugmynd var ekki ansað, enda er
komlð á daginn að sambandlð átti að
nota tU að afla fjár þvi opinbera í
nafni allra féiagsbundlnna rithöf-
unda til að hægt væri að úthluta þvi
tll fárra verðugra. Haldlð hefur verið
fast við að sambandlð tllnefndi jafn-
an þá einstaklinga sem með úthlutun
úr Launasjóði fara, og hefur tekist
svo hörmulega til um þá úthlutun nú
i nokkur siðustu skipti, að öilum má
vera ljóst hvert stefnir. Endurskoð-
un á þéssu fyrirkomuiagl hefur verið
í athugun en þar hafa fulltrúar
Framsóknar og Alþýðuflokks gengið
erlnda Alþýðubandalagsins, og hefur
engum leiðréttingum verlð viðkom-
ið. Þegar um það vltnaðlst munu
borgaraleglr höfundar hafa séð, að
jafnvel borgaraleglr flokkar, eða
fulltrúar þeirra, voru orðnir á móti
þeim, og þvi ekki um annað að ræða
en efla það gamla Félag islenskra
rithöfunda sem stéttar- og hags-
munafélag að nýju.
Auðvitað hefðí verið eðlilegast að
sambandið hefði starfað áfram sem
eini hagsmnnaaðill rithöfunda, en
borgaralegum höfundum, að undan-
skildu Morgunblaðsliðlnu, finnst
ekki vera vlð rithöfunda að eiga, svo
ótæpQega hefur vinstra fólki í rit-
höfundastétt verið hyglað á liðnum
árum. Nú siðast hefur heyrst að fé úr
bókasafnssjóði, sem er alfarið
aflafé rlthöfunda hafi verið úthlutaö
íil þriggja manna i þvi skynl að þeir
fiyttu erindl um islenskar bókmennt-
ir á Norðurlöndum. Þeir sem þekkja
til vlta að þar verður annað tveggja
þagað um stóran hluta rithöfunda,
eða þeir affluttir. Til þess þykir hæfa
að eyða aflafé rithöfunda almennt.
Það ömurlega við þessi mál er, að
hér er ekkl um að ræða deilur út af
bókmenntastefnum, heldur bein-
harða pólltik, sem þeir hjá Alþýðu-
bandalaginu kalla stundum
menningarpólitik. Innan þessara
stefnumlða telur mlðstjóraarmaður
Alþýðubandalagsins, sem veltir
sambandlnu forstöðu, mögulegt að
taka einn mann i mestalagi i vara-
stjórn sem fulltrúa borgaralegra
böfunda. Sá maður hefur um sinn
verið Þorvaldur Helgason, en í fram-
haldi af þvi samkomulagi hefur
Jóhann Hjálmarsson verið valinn til
trúnaðarstarfa bæði af menntamála-
ráðherra og stjóra sambandsins. Þó
fær hvoragur þessara manna að
koma nálægt Launasjóði, og mundl
kannsU ekU miUu breyta.
Launasjóður var stofnaður á sín-
um tima fyrir fé sem fæst af sölu-
skatti af bókum. Þar eiga allir
höfundar skylt mál, þótt mismun-
andi mUdð sé, og hefur út af fyrir sig
ekU verið ágreiningur út af skyn-
samlegri jöfnun við úthlutanlr. Aftur
á mótl unlr ekU stór hluti borgara-
legra höfunda Innnn sambandslns að
vera settur tll hliðar ár eftir ár, og
leitar nú nýrra leiða. Launasjóður er
að vissu leyti eins og silfur Egils.
Það hefur aldrel tekist að láta
höfunda sjálfa úthluta fé sin i milli.
Rithöfundar Uofnuðu fyrir fjörutíu
árum út af samskonar sjónarspili og
láta nú sem svo að það sé höfuðglæp-
ur að fá ekU að rifast áfram út af
peningum þess vegna kref jast þelr
Alþýðubandalagsmenn að reglugerð
um úthlutun skuli óbreytt standa.
Svarthöfði