Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982.
BIAÐIÐ*
O,
' frjálst, óháð dagblaú
Útgófufólag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjóm: Síðumúla 12-14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Slðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskrlftarverð á mánuði 110 kr. Verö (lausasölu 8 kr. Helgarblað 10 kr.
Þinglausnir
Þinglausnir fóru f ram á föstudaginn eftir allsnarpa lotu
í lok þinghaldsins. I rauninni má segja aö þessir síöustu
dagar hafi veriö þeir einu sem eftirminnilegir veröa frá
þinghaldi vetrarins. Elstu menn muna ekki tíðindalaus-
ara og svipminna þing. Nú á auövitaö ekki að dæma
alþingi eftir hávaðanum sem þaðan heyrist, en engu aö
síður hefur það pólitíska þýðingu, þegar alþingismenn
takast á í ræðustóli alþingis. Almenningur fylgist alla-
jafna með þeim skylmingum, og dregur sínar ályktanir í
pólitíkinni eftir því hver vígstaðan er. Yfirleitt getur eng-
Inn búistviðþví hér á landi að stjómarandstaðan velti
ríkisstiórn með orðum einum, en snörp ádeila og réttlát
gagnryni getur vissulega gra ið undan trausti og fylgi við
ríkisstjóm og stefnu hennar, alveg eins og samtaka ráð-
herrar og skynsamlegar ráðstafanir hverrar ríkisstjóm-
ar geta orðið henni til framdráttar.
I rauninni hefur hvomgt gerst. Stjórnarandstaðan hef-
ur aldrei komist almennilega á flug og ráðherramir hafa
sloppið fyrir horn án þess þó að vinna umtalsverð afrek.
Satt að segja hafa þeir verið sjálfum sér verstir. Fjár-
málaráðherra lagði fram frumvarp um skyldusparnað,
sem dagaði uppi. Samgönguráðherra heimilaði skipa-
kaup til landsins en sagðist síðan hafa ,,verið plataður”.
Iðnaðarráðherra hefur staðið í látlausu basli með
virkjunarmálin 1 vetur, og haföi í lokin litla stjórn á at-
burðarásinni eða samþykktum þingsins.
Forsætisráðherra hrósar sér af árangri í baráttunni
gegn verðbólgunni í skjóli niðurgreiðslna á nokkurra
mánaða fresti og Svavar Gestsson sendir ólafi Jóhannes-
syni tóninn. Þannig mætti áfram telja og það eru þessar
oröahnippingar og minniháttar vandamál, sem varða veg
þessa þinghalds, en alls ekki mál af þeirri stærðargráöu
sem velt geta ríkisstjórn úr sessi. Gunnar Thoroddsen
hefur reynst laginn við að draga úr ýfingum, enda er hon-
um meira í mun að halda ríkisstjórninni saman, hvað
sem líður skoðunum og stefnu. I skjóli þessarar vitnesku
er alveg ljóst, að ráðherrar Alþýðubandalagsins ganga á
lagið, eins og málatilbúnaður Hjörleifs Guttormssonar í
álmálinu sannar best.
I því máli virðist Alþýðubandalagið hafa tekið þá
stefnu, að æsa upp ágreining við Alusuisse í nafni þjóö-
rembings, og stendur þá ekki á landráðabrigslum í garð
andstæðinganna. Svo ómerkilegur sem slíkur málflutn-
ingur er, þá er hann sprottinn af örvæntingu Alþýðu-
bandalagsins vegna sveitarstjómarkosinganna eftir tvær
vikur. Alþýðubandalagið hefur á undanförnum misserum
breyst ur róttækum verkalýðsflokki í makindalegan
stjómsýsluflokk, sem hefur jafnvel forystu um að kveða
launakröfur í kútinn. Einhvem tíma hefði það þótt saga
til næsta bæiar, að Ragnar Amalds stæði í hatrömmu
stríði við hjúkrunarfræðmga og slægi verkfallsaðgerðum
þeirra á frest. En svona er komið fyrir Alþýöubandalag-
mu og fylgishmnið blasir viö.
Ef gengi flokksins reynist jafnslæmt og spár segja til
um í kosningunum eftir hálf an mánuð, þá eru dagar þess-
arar ríkisstjómar senn taldir. Alþýðubandalagið mun
ekki sitja í ríkisstjórn með allt niður um sig. Því er ann-
ara um eigið skinn en metnað Gunnars Thoroddsen.
Þannig munu kosningar til sveitastjórna hafa meiri
áhrif á stjórnarsamstarfið heldur en þinghaldið í vetur.
Það er af þessum ástæðum, sem kjarasamningar munu
ekki ráðast fyrr en eftir kosningar, og Hjörleifur mun
halda öllu opnu í álmálinu. Nú er verið að safna í vopna-
búrið og þá er allt hey í harðindum.
ebs
„Félagsstarf aldraöra á vegum borgarinnar hefur smám saman fært út svið sitt í vaxandi fjölda
dvalarheimila víðsvegar um borgina.”
UM ÞJÓNUSTU
VK>ALDRAÐA
I grein er Steinunn Jóhannesdóttir
leikari og leikritahöfundur skrifar
28.aprílsl. íDagblaðiöogVisi hefur
hún áhyggjur af því hvað veröi m.a.
um þjónustu við aldraða ef spáin um
meirihluta sjálfstæðismanna i borg-
arstjóm rætist. — Hún veit ekki að
sjálfstæðismenn hafa bæði þegar
þeir voru i meirihluta svo og á síð-
asta kjörtímabili verið í forustu fyrir
byggingamálum í þjónustufyrirtækj-
umfyriraldraöa.
Það skeði í byrjun þessa kjörtima-
biis að skipan byggingarnefndar
stofiiana fyrir aldraða var óbreytt
iátin standa frá fyrra kjörtímabili,
en þar voru 4 sjálfstæöismenn á móti
3 fulltrúum minnihlutaflokkanna.
Formaður alian tímann hefur verið
Albert Guðmundsson og ritari
Markús Om Antonsson. Það hefur
því ekki verið um pólitiskan ágrein-
ing aö ræða í skipan þessara máia,
né um röð framkvæmda og fram-
kvæntdahraöa.
Stefna
sjálfstæðismanna
Steinunn gerir lítiö úr framlagi ein-
staklinga og félagssamtaka („happ-
drætti”) til mála aldraðra. Að Grund
og Hrafiiistu hefur verið unnið mikið
og óeigingjarnt starf fyrir aldrað
fólk í Reykjavík um langt skeið sem
ber að virða og þakka. Þegar öldruðu
fólki fór svo að fjölga meir hér í
Reykjavík hóf borgarstjóm fram-
kvæmdir við byggingu íbúða fyrir
aldraöa bæði við Norðurbrún, Aust-
urbrún og i Furugeröi.
Arið 1973 samþykkti borgarstjóm
tillögu sjálfstæðismanna fyrir for-
ustu Alberts Guðmundssonar borg-
arfulltrúa að 7 1/2% af útsvörum
Reykvíkinga skyldi ganga til Bygg-
ingasjóðs stofnana fyrir aldraða.
Sérstök byggingamefnd var þá skip-
uð og hefur hún verið undir for-
mennsku Alberts eins og áður er
sagt.
Kjallarinn
Páll Gíslason
Byggöar hafa veriö ibúöir fyrir
aldraöa af mismunandi gerð í Löngu-
hlíð, Dalbraut, Snorrabraut og nú er
veriö að hanna slíka byggingu i
Seljahverfi i Breiöholti. Auk þessa
hefur byggingarsjóðurinn lagt fram
fé til Hafiiarbúöa og B-álmu Borgar-
spítalans til að flýta gangi mála þar.
Það er stefna sjálfstæðismanna,
sem hér hefur ráðið ferðinni.
B-álman
Fyrir 6 árum tókst að ná sam-
komulagi viö ríkið um byggingu og
fjármögnun B-álmu Borgarspítalans
og hófust framkvæmdir en þegar
kommamir, sem Steinunn treystir
best fyrir málum aldraöra, tóku viö
völdum 1978 var hætt við þessar
ianglegudeildir og tafðist málið í 2 ár
þar til látiö var undan þrýstingi meö
að hefja framkvæmdir aö nýju.
Erfiðleikar aldraðs, sjúks fólks og
aöstandenda þess eru miklir og þvi
slæmt aö þetta hefur dregist svona.
Viö sjálfstæðismenn lögöum aftur á
móti megináherslu á aö koma bygg-
ingunni áfram með þvi að tryggja
framkvæmda- og fjármögnunaráætl-
un viðurkennda af ríkinu.
öryggi í ellinnil
A vegum frjálsra félaga, samtaka
og borgarinnar eru í gangi margs-
konar aðgerðir til að létta eldri borg-
urum ellikvöldið. Þaö er aö sjálf-
sögðu ósk flestra hinna öldruöu að
geta sem lengst dvaliö á heimilum
sínum. Heimllishjálp er veitt mörg-
um heimilum aldraðra eða 1075
(1980), en 543 fengu heimahjúkrun
með 25000 vitjunum. Var um helm-
ingur síöari hópsins fólk yfir 80 ára
aldri. Dagdeildir fyrir aldraða hafa
tekið til starfa og njóta vaxandi vin-
sælda. Kvenfélög safnaðanna hafa
veitt margháttaða þjónustu og Rauði
krossinn ætlar aö auka starf sitt á
þessu sviði.
Félagsstarf aldraðra á vegum
borgarinnar hefur smám saman fært
út svið sitt í vaxandi fjölda dvalar-
heimila víðsvegar um borgina. En
augljóst er að það þyrfti að auka tQ
að rjúfa þá einangrun, sem margt
gamalt fólk býr við. Fleira fólk nær
nú hærri aldri en áður var. 1970 voru
1238 Reykvíkingar 80 ára og eldri, en
1980 voru þeir orðnir 2373.
Þaö er því ástæða til að benda á að
þrátt fyrir margvíslegar fram-
kvæmdir og aukna þjónustu í þágu
hinna öldruðu þá verður að halda vel
áfram á þessari braut þar sem þörfin
fer vaxandi.
En eitt stórt atriði má ekki gleym-
ast og það er skipulag og stjórnun
þessara mála, sem þarf að vera
markviss og þekkja vel til gangs
mála hjá einstaklingum þeim sem á
aö þjóna, svo að hægt sé aö veita
rétta þjónustu á réttum tbna, þegar
á henni þarf aðhalda.
Það skapar um leiö öryggi fyrir þá
öldruðu og tryggingu aö ekki skapist
vandræði þó aö á bjáti. Þetta öryggi
myndi ekki aöeins skapa meiri lífs-
hamingju hinna öldruðu, heldur líka
tryggja aö hin besta nýting fengist
af þeim miklu fjármunum, sem varið
er til þessara mála.
Við sjálfstæðismenn í borgarstjóm
munum halda áfram að vinna aö
þessum málum af fullum krafti og
þarf Steinunn Jóhannesdóttir ekki að
hafa svona miklar áhyggjur af þeim
þegar viö náum meirihlutanum aftur
22. maí
Páll Gíslason
læknir
£ ,,Hún veit ekki að sjálfstæðismenn
hafa bæði þegar þeir voru í meiri-
hluta svo og á síðasta kjörtímabili ver-
ið í forystu fyrir byggingamálum í
þjónustustofnunum fyrir aldraða,”
segir Páll Gíslason í grein sinni, þar
sem hann svarar Steinunni Jóhannes-
dóttur.