Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982.
Lestur íslendinga
sagna í grunnskólum
Reynsla mín, sem
barns af lestri
íslendinga sagna
Eg var svo heppinn aö veröa fljótt
læs. Eg man samt lítið eftir mér sem
bami. Eg held, aö ég muni lítið eftir
mér, fyrr en ég var orðinn a.m.k.
átta ára. En ég var hneigður fyrir
bækur. Fyrsta bókin, sem ég man
eftir að hafa lesiö var Njáls saga.
Auðvitað hef ég lesið einhverjar
bækur áður, en ég hef ekki hugmynd
um það núna, hverjar þær voru.
Bemskuheimili mitt var uppi í afdal
og bókakostur lélegur. Faðir minn,
sem skipti sér ekki mikið af mér sem
bami, sagði mér þó einhvem tíma,
þegar rökkva tók, eitthvað frá
hetjum eins og Skarphéöni á
Bergþórshvoli o.fl. Bókaskápur var
enginn á heimilinu, en bókakassi var
geymdur uppi á loftskör á efstu hæð
hússins. Þar sá ég Njáls sögu. Mér
stóð nokkur stuggur af föður mínum,
því að hann var mjög strangur við
mig. Eg þorði ekki að biöja hann um
Njáls sögu. Þá var ekki annað ráð en
að stelast í hana. Eg svaf í kvisther-
bergi uppi á loftinu og þar tók ég að
lesa hana.Egreyndiauðvitaðaðláta
þaö ekki komast upp, að ég hefði
tekiö hana i leyfisleysi og setti hana
aftur í kassann eftir hvern lestur.
Stafsetningin á henni háði mér ekki
neitt, áhugi minn á sögunni var svo
mikill. Eg las hana oft, en þegar ég
var búinn aö lesa hana einu sinni eöa
tvisvar, hljóp ég alltaf yfir kaflann,
þar sem segir frá því, er Gunnar á
Hliöarenda var veginn.
Eg náöi i einar eöa tvær aörar
Islendinga sögur í kassanum fyrr-
nefnda ogþar varLaxdæla. Egkunni
ekki að meta hana neitt á móts viö
Njáls sögu, hef veriö of ungur til þess
að skilja og hafa gaman af henni.
Hún var ekki nógu spennandi fyrir
mig.
Föðursystir mín, Lára Hjartar-
dóttir Lindal, var gift Halldóri Jóns-
syni frá Tröllatungu í Strandasýslu.
Þau dóu bæöi úr berklum, líklega um
1930, þegar ég var þriggja ára. Uppi
á kirkjulofti heima voru geymd
gömul blöð, sem ekki haföi verið hirt
um aö fleygja. Eg fór að lesa þessi
blöð. En þá fann ég kassa með
bókum í. Mest voru þetta erlendar
bækur um búfræðileg efoi. Þessi
kassi hafði að geyma bækur, sem
Halldór haföi átt og líklega veríð
settar upp á kirkjuloft vegna smit-
hættu. En þama fann ég það, sem
mér þótti meira virði en búf ræðiritin.
Þar fann ég t.d. Egils sögu og Vatns-
dælu. Eg hef áreiðanlega aldrei
glaðzt nokkrum f undi eins og þessum
á þeim fimmtíu og fimm árum, sem
ég á aö baki. En sárt þótti mér aö ná
aldrei í Grettis sögu. Þarna uppi á
kirkjulofti dvaldist ég löngum stund-
um og las þessar bækur aftur og
aftur. En hvað gerir það, að böm og
unglingar lesa ekki Islendinga sögur
i sama mæli og ég gerði og margir af
minni kynslóð?
Reynsla mín sem
kennara af lestri
íslendinga saga í skólum
Eg var kennari á Akranesi árin
1966—1970. Því miöur er ég svo
minnislaus á ártöl, að ég er ekki
alveg viss um aö ég fari rétt með þau
í þeirri frásögn, sem ég ætla nú að
hefja.
Eg held, að það hafi veriö skóla-
árið 1967—1968, að ég kenndi II. bekk
A íslenzku. Eg hafði kennt þeim í I.
bekk líka. Eg var nokkuð fljótur þá
að kenna málfræði, það var því að
þakka, að ég haföi þá svo mikla
starfsorku, að ég gat haft áttatiu
atriða skyndipróf hálsmánaðarlega.
Það var skipt í bekkjardeildir eftir
námsgetu, var ég fljótt búinn að
kenna alla málfræði Bjöms
Guöfinnssonar. Eg var fljótur að
fara yfir tilskiliö efni í lestrarbók
handa H. bekk gagnfræðaskóla.
Veturinn hefur alls ekki verið meira
en hálfnaður, þegar svona var komið
málum. En hvað átti ég til bragös að
taka til þess að duglegir nemendur
fengju útrás fyrir starfsorku sína?
Og mér datt ráð í hug. Eg sagði þeim
einn daginn, aö nú ætlaði ég að láta
þá lesa eina Islendinga sögu. Þeir
máttu veija milli þriggja Islendinga
sagna, Njáls sögu, Egils sögu og
Grettis sögu. Eg hálf sá nú eftir
þessu, þegar ég reyndi, hve mikla
vinnu og lestur þetta tiltæki kostaöi
mig. Eg man ekki lengur, hve
margir völdu hvert þessara verka.
En þegar upp var staöiö, sá ég ekki
eftir aö hafa lagt þetta erfiði á mig.
Eg hef kannski brotiö lög og reglu-
geröir meö þvi að láta nemendurna
taka próf i þessum Islendinga sögum
um vorið (unglingapróf) og láta það
gilda sem ákveöið hlutfall af prófi í
bókmenntum. Eg man alls ekki,
hvert vægi Islendinga sagnanna var í
prófinu. Eg hafði þann háttinn á, að
ég hafði 15 spumingar, en nemendur
þurftu ekki aö svara nema 12 réttum
til þess aö f á fullt fyrir. Spumingam-
ar vom flestar ef ekki allar efnislegs
eðlis (ég man þetta ekki vel). Eg
vildi með þessu kanna, hvort
nemendurnir hefðu lesið sögumar,
ekki anriað. Einn nemendanna i
þessum bekk, Hrönn Ríkharðsdóttir
(dóttir hins kunna knattspymu-
kappa Ríkharðs Jónssonar) skrífaði
um lestur Islendinga sagna í skóla-
blað Gagnfræöaskóla Akraness
veturinn eftir. Því miður hef ég ekki
skólablaðið né grein hennar við
höndina nú. En ég man það, að hún
sagði í greininni, að sér og öðram
nemendum heföi ekki litizt á blikuna,
þegar ég skipaöi þeim að lesa þessar
Islendinga sögur. En hún sagði, aö
viðhorf sitt og fleiri hefði þó breytzt,
þegar þau tóku að lesa sögurnar. Eg
man því miður ekki fleira úr grein-
inni, sem ég þori að fara með, en
þetta ættisvosemaðnægja.
Um vorið var eitt ritefnanna í
íslenzkum stíl „Góð bók”. Stúlka
ein, ég man þvi miður ekki með
vissu hvað hún hét (ætli hún heiti
ekki Hjördis Vestmann) skrifaöi um
Njáls sögu. Hjördis var svona meðal
nemandi í þessum ágæta bekk. En
mig rak í rogastanz, þegar ég las rit-
gerð hennar. Hún sýndi í ritgerðinni
svo mikinn skilning á sögupersónun-
um, að einstakt var af jafn ungri
stúlku.
„Megum við ekki fá
að lesa einhverja
íslendinga sögu líka?"
Veturinn 1968—1969 kenndi ég bæði
H. bekk A og B. I A-bekknum hafði
ég lokið aö kenna alla málfræði
Bjöms Guðfinnssonar veturinn áður
og mig minnir í B-bekknum lika. Eg
rif jaði málfræðina strax upp, kenndi
hana eingöngu fyrsta hálfa mánuö-
inn og mig undraöi, hað nemendum-
ir mundu vel það, sem þeir höfðu iært
veturinn áður. Eftir þennan aöeins
hálfa mánuö voru þeir orðnir
gallharðir i málfræöinni. Þá tók ég
aö kenna þeim þaö i setningafræði,
sem byggist á málfræði. Dæmi: Ef
nemendur kunna að greina persónu
og tölu sagnar, þá þekkja þeir
framlag, þurfa aðeins að læra
hugtaksheitiö.
Þá byrjaði ég að kenna II. hefti af
lestrarbók handa gagnfræöaskólum.
Eg fór nokkuð hratt yfir, en fann, aö
nemendumir fengu ekki fullnægju
af. Og einn daginn heyrði ég einn
nemendanna aftur i bekk tauta: „A
ekki að kenna neina islenzku í
vetur?” Mér hálf hnykkti við. En nú
átti ég svar viö þessu vegna reynslu
frá árinu á undan. Og nú lét ég ekki
velja milli Islendinga sagna. Eg
skipaði þeim að lesa N jáls sögu.
Það var mikill agi í Gagnfræða-
skólanum á Akranesi meðan vinur
minn Olafur Haukur Arnason var
þar skólastjóri. Nemendur voru
látnir ganga inn í kennslustundir og
út í röð. Eg var líklega nokkuð
strangur kennari á þessum árum.
Eitt sinn, þegar ég hafði hleypt
nemendum út úr skólastofunni í I.
bekk A, þá biðu mín fimm drengir
fyrir_ framan dyr skólastofunnar.
Þeir voru óttalega uppburðarlitlir,
svo aö ég spuröi þá mjög mildilega,
hvað þeim væri á höndum. Þá stundi
einn þeirra upp þessari setningu,
sem mér er að vonum afspyrnu
minnisstæð: ,,Megum við ekki fá aö
lesa einhverja Islendinga sögu
líka?” Þaö þarf auðvitað ekki að
spyrja að því, af hverju þessi beiðni
þeirra var sprottin. Þeir höfðu heyrt
nemendur annars bekkjar segja frá,
hve Njáls saga væri skemmtileg. Eg
sagöi þeim, að ég skyldi athuga
máliö.
Eg talaöi við prentsmiðjustjórann
á Akranesi, Braga Þórðarson. Hann
var þá aö setja og prenta Islendinga
sögur með nútímastafsetningu fyrir
.jSkuggsjá”. Svo velvildi til, að hann
hafði ekki eyðilagt sátrið (satsinn) af
Gísla sögu Súrssonar og gat prentað
og heft hana eins og stílabók fyrir
mjög lágt verð. Oliver Steinn for-
stjóri „Skuggsjár” gaf leyfi til þessa
fyrirsitt leyti.
® „Ætla fræösluyfirvöld að gera eitt-
hvaö til þess aö fá böm og unglinga
til þess að lesa fornbókmenntir okkar
sér til ánægju eða á aö halda að þeim
Andrési önd, Samúel og þess háttar
bókmenntum?” spyr Skúli Benedikts-
son í grein sinni þar sem hann f jallar
um íslendingasagnalestur í grunnskól-
um.
„Ég held, að til greina komi að láta nemendur grunnskóla eiga þess
kost að velja á milli bókmenntaverka.”
Skúli Benediktsson
Eg spurði nemendur I. bekkjar B,
hvort þeir vildu fá að lesa Gisla sögu
líka eins og nemendurnir í I.A. Þeir
játtu því strax. Eg réði sjálfur bók-
menntaprófinu um vorið. Eg hafði
spumingamar úr Gísla sögu aðeins
efnislegs eölis til að vita, hvort
nemendur heföu lesið söguna og
kynnu söguþráöinn. Af 65 nemendum
var aðeins einn, sem ekki hafði lesiö
söguna. Og hvers vegna varð
árangurinn þessi? Svarið liggur x
augum uppi. Nemendurnir höföu
sjálfir valið sér þetta lesefni. En því
miður verður annað uppi á teningn-
um, þegar nemendur eru skyldaðir
til að lesa ákveöiö efni. En er þessi
frásaga min ekki sönnun þess, að
kennarar geti líka lært töluvert af
nemendumsínum?
Þetta varð til þess, að ég tók að
mér að sjá um útgáfu á Gisla sögu
Súrssonar fyrir ..Skuggsjá” og gera
texta og orðaskýringar. Það var mér
hugsjón að gera þetta. Sagan var
strax tekin til lestrar í landsprófs-
deildum og samræmdu gagnfræða-
prófi. En nú voru nemendur skyldað-
ir til aö lesa söguna. Þá varð annað
uppi á teningnum. Eg varð strax var
við, að nemendur höfðu ekki áhuga á
aö lesa söguna og setja sig inn í efni
hennar, að minnsta kosti margir. En
hvaðskaltilráða?
Eg held, að til greina komi, að láta
nemendur grannskóla eiga þess kost
að velja milli bókmenntaverka. Það
er auövitaö mjög erfitt að koma
þessu við. En væri ekki möguleiki, að
kennarar kynntu t.d. nokkur verk í 8.
bekk grannskóla, svo að nemendur,
sem þreyta grunnskólapróf í 9. bekk
vissu, um hvað væri aö velja.
Það era margar Islendingasögur
komnar út sem skólaútgáfur. A næst-
unni kemur líka út Harðar saga
Grimkelssonar, útgefandi ,,Skugg-
sjá.” Eg gerði skýringar við
Harðar sögu og hvatti Oliver Stein,
forstjóra „Skuggsjár”, til þess að
gefa hana út, sem hann og gerir.
Harðar saga er geysispennandi frá
upphafi til enda og þess vegna valdi
ég hana. Þaö er nauðsynlegt, að það
sé sem mest úrval Islendinga saga
sem henta til kennslu í grunnskólum.
Eg lýsti því í upphafi, hve mikinn
áhuga ég haföi á Islendingasögum,
strax er ég var bam að aldri. Eg
þekki ótal menn, sem hafa sömu
sögu að segja og ég. Eg er viss um
það, að hægt er aö vekja áhuga
barna á Islendinga sögum, ef þeim
væra sagöir eða lesnir spennandi
kaflar úr þeim. Af því læra börnin,
sem fyrir þeim er haft. Svo er það
spurningin: Ætla fræðsluyfirvöld að
gera eitthvað til þess að fá börn og
unglinga til þess að lesa fombók-
menntir okkar sér til ánægju — eða á
að halda að þeim Andrési Ond,
Samúel og þess háttar bókmennt-
um?
Skúli Ben.