Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982.
15
Menning
Menning
Menning
Menning
AÐ VARPA UOSIA UFK)
fslenskar smásögur 1874—1974
1. bindi. Kristjén Karísson valdi sögumar.
Almenna bókafélagiö 1982. 353 bto.
I formála sínum fyrir nýrri sýnisbók
íslenskra smásagna getur Kristján
Karlsson þess að smásögur verði
snemma á öldinni sem leið og samhliða
viðgangi blaöa og tímarita ein af höf-
uðgreinum bókmenntanna. Um ís-
lenska smásagnagerö segir Kristján
að í henni sé raunsæisstefnan næstum
allsráðandi framundir þennan dag, og
raunsæisstefna „hefir vísindi og skyn-
semistrú að jafnaði fyrir leiðarljós”.
En eftir mælistiku raunsæis ræðst
gildi, merking smásögu einkum af þvi
hvaða ljósi hún varpi á lífið og hvort
hún varpi réttu ljósi á lífið, segir
Kristján.
Um sögur og höfunda
Með þessu bindi er byrjað safnrit
smásagna, viðlika verk og islenskt
ljóðasafn sem Kristján Karlsson tók
áður saman fyrir Aimenna bókafélag-
ið. Af fyrsta bindinu að dæma finnst
mér raunar nær að kalla safnið „sýnis-
bók” heldur en „úrval” hins besta í ís-
lenskri smásagnagerð. Svo að einhver
dæmi séu nefnd sé ég ekki af sögum
eins og Nýja hattinum, Angalangi
neinar augljósar ástæður til aö telja
þær í hópi bestu íslensku smásagna á
sínum tíma né þá heldur að skipa höf-
undum þeirra í hóp sagnaskálda. Hvað
sem líður öðrum verðleikum þessara
tilteknu texta og þó að höfundar
þeirra, Stephan G. Stephansson og Jón
Sigurösson frá Kaldaðarnesi, séu auö-
vitað að öðru leyti alls heiðurs og sóma
maklegir!
Augljóslega eru bæði Nýi hatturinn
og Angalangur á mörkum eiginlegra
smásagna og annarskonar frásagna,
minnsta kosti ef á að líta á smásögur
sem sérstaka og sjálfbjarga bók-
menntagrein eins og virðist vera skoð-
un Kristjáns Karlssonar. Okunnugum
lesenda virðist Nýi hatturinn umfram
alit eiga að vera satíra,miðla stað- og
tímabundinni ádeilu sem ef til vill
skilst ekki til hlitar án nánari vitneskju
um tildrög og umhverfi sögunnar.
Angalangur gæti verið dagsönn
bemskuminning, og er allténd samin
uppúr þessháttar efnivið. Skyldu ekki
fyrirfinnast eftir aðra höfunda fleiri
háðsádeilur eða minningaþættir sem
með jafngóðum eða betri rökum mætti
taka upp og kalla smásögur? Eöa þá
annarskonar textar? Er virkilega ekk-
ert til eftir Benedikt Gröndal sem rúm-
ast gæti innan vébanda safnrits sem
þessa?
Um tíma og aldur
I þessu fyrsta bindi er annars hreint
ekki neitt sagt um efnisval og efnis-
stefnu í ritinu. En ég hef það fyrir satt
að safnið sé fyrirhugað i þremur bind-
um og eigi að ná fram undir okkar dag
— þótt ekki liggi í augum uppi af
hverju stöðvast er við árið 1974 frekar
en til dæmis útgáfuár safnsins sjálfs
eða hvaða annað ár sem vera skal. En
þaðkemur sjálfsagt á daginn.
Höfundunum er raðað í aldurröð, 19
talsins, Jónas Hallgrímsson elstur en
Gunnar Gunnarsson yngstur í fyrsta
bindi, ein saga eftir hvern höfund í
safninu. Af ártalinu 1847 í heiti bókar-
innar að dæma er eitthvert mið tekið af
frumprentun sagnanna, en það ár kom
Grasaferðin útíFjölni, elst í safninu.
Síðasta sagan í fyrsta bindi, Frómir og
ófrómir, er úr sagnasafni Gunnars
Gunnarssonar Verdens Glæder, frá
1931, en kann að vísu að hafa birst fyrst
einhverjum árum fyrr.
Eftir aldursröö höfundanna vantar
þá í þetta bindi bæði Jakob Thoraren-
sen og Þóri Bergsson sem báðir höfðu
líka birt einhverjar sínar bestu sögur
fyrir árið 1930. Utilokað virðist annað
en að minnsta kosti þeir tveir komi upp
úr kafinu i næsta bindi safnsins. En
gleggra hefði verið að gera grein fyrir
efnisvali og efnisskipan í inngangi eða
skýringum við fyrsta bindi þess. Og
sjálfsagt mál ætti að vera að geta um
bæði frumprentun sagnanna í bókinni
og fyrstu útgáfu þeirra í bók, smá-
sagnasöfnum eða öörum ritum höfund-
anna. Þeim upplýsingum mátti auö-
veldlega koma fyrir i hinum stuttara-
legu æviágripum höfunda aö bókarlok-
um sem virðast nú alveg gagnslaus
eins og þau eru.
Annars er vant að dæma um sögur
og höfunda sem kann að þykja á vant í
safninu. En skrýtið mun mörgum
þykja að hér er ekkert eftir sjálfan Jón
Thoroddsen. Ef það er rétt, sem vel má
vera, að Dálítil feröasaga dugi ekki til
— þá heföi svo sem mátt henda á lofti
hugmynd Sigurðar Nordals að þjóð-
saga sem nefnist Selið sé í rauninni
frumsamin smásaga eftir Jón Thor-
oddsen. Hefði ekki Seliö sómt sér i
safninu á við ýmsar sögur sem þar
eru?
Um smekk
Það er þar fyrir auðvitað að nafn og
minning mikilsháttar höfunda á ekki
eitt saman að tryggja þeim sess og
sæti í safnriti eins og þessu. Frá þvi
sjónarmiði kann líka sitthvað að vera
athugavert viö sjálft sagnavalið i bók-
ina. Eg verð að segja eins og er: saga
eins og Dúna Kvaran eftir Guðmund
Kamban orkar á mig sem hreint og
beint skripó, eins og líka sjónleikur
hans frá svipuöum tíma, Konungs-
glíman. Kamban lagöi enga sérstaka
stund á smásagnagerð og birti aldrei
smásagnasafn, en það gerði aftur á
móti samtiðarmaöur hans í Dan-
mörku, Jónas Guðlaugsson. Er virki-
lega engin af sögum Jónasar jafn góð
(eöa ef út í þaö er farið jafnskringileg)
eins og Dúna Kvaran?
Þaö er mér fjarri að ætlast til aö
kariar og konur þreyti tvimenning í
safni eins og þessu. Hér eru tvær konur
á meðal höfundanna á móti 17 körium.
En víst kemur það kynlega fyrir ef
mikilvirkir höfundar eins og Torfhild-
ur Hólm, Kristín Sigfúsdóttir hafa eng-
ar sögur skrif að jafngóöar eins og Fán-
ann eftir Huldu sem tekin er upp í safn-
ið. Og þannig mætti lengi telja álitamál
um sagnavalið — þótt hætt sé við að
þau snúist upp í einskærar yfirlýsingar
um smekk þegar kemur aö þeim höf-
undum sem ótvirætt eiga heima í safn-
riti einsogþessu.
En þaö er nú sama: nægja virkilega
Kitlur eftir Helga Hjörvar til að skipa
honum á bekk meö okkar fremstu
sagnahöfundum? Bágt er aö sjá að
ekki finnist betri saga en Frómir og
ófrómir eftir Gunnar Gunnarsson. Eg
er að vísu fyrir mína parta þakklátur
Kristjáni Karisyni fyrir að taka
Fölskva eftir Þorgils gjallanda fram
yf ir Heimþrá — f yrir löngu búinn að fá
nóg af beinunum hennar Stjömu. Þetta
kann aö horfa öðruvísi við öðrum og
yngri lesendum með breyttum lesbók-
um í skólunum. Og við að lesa enn eitt
sinn A fjörunni eftir Jón Trausta varð
mér að vísu ljóst hvaö sú saga er
ansans ári góð, miklu betri en skóla-
lestur hennar gaf til ky nna.
Og þaö fer auövitaö ekkert á milli
mála aö einstakar sögur í bókinni eru
einhverjar allra bestu smásögur á'is-
lensku, hvaöa skoðun sem menn
annars hafa á smásögum sem bók-
menntagrein og skáldskaparformi.
Fyrir utan Grasaferð Jónasar nefni ég
bara Grímur kaupmaöur deyr eftir
Gest Pálsson, Valshreiðrið eftir Einar
Benediktsson, Lognöldur eftir Sigurð
Nordal. I Lognöldum er yrkisefnið
samskonar belgingur í tilfinningalífi
og á að taka í grimmri alvöru i Dúnu
Kvaran. Nema þar er það sýnt í írón-
isku ljós, raunsæislegu samhengL Eg
sé að vísu ekki dumbrauða litinn á
sögu Einars Benediktssonar sem
Kristján Karlsson gerir sér tiðrætt um.
En Valshreiðrið er samt sem áður
snilldarsaga. Og hefði nægt til minn-
ingar um Guðmund Kamban i þessari
bók: þaðan er sem kunnugt er komin
kveikjan í sjónleik hans um Höddu
Pöddu.
Aftur á móti heföi ég kosiö aöra sögu
en Marjas eftir Einar Kvaran í bókina
— úr því líka að Angalangur er hér
niður kominn. Alveg frá því að ég var
barn hefur mér, meö leyfi aö segja,
fundist höfundurinn gera i nytina sina i
niöurlaginu á Marjasi — þar sem hann
fer með allri sinni íbyggni að bolla-
leggja um „einn af hryllilegustu veru-
leikum lífsins”. Enda nóg annaö að
hafa hjá Einari Kvaran og þar á meðal
snilldarsögur eins og til dæmis Þurrk-
ur, Skilnaður, Fyrirgefning sem koma
mæta vel heim viö kenningu Kristjáns
Karlssonar um rikjandi raunsæis-
stefnu í íslenskri smásagnagerð.
Um raunsæi
Fljótt á litið kann sú kenning að virð-
ast alveg hárrétt, þótt ekki liggi í aug-
um uppi að skáldsögum sé að þessu
leyti neitt öðruvisi háttaö. Og hvað
sem liður smekkságreiningi um efnið,
höfundaval og einstakar sögur í þess-
ari bók, má vist hafa af henni bæði
gagn og ánægju sem sýnisbók frá-
sagna, frásagnarefna og frásagnar-
hátta á ofanverðri öldinni sem leið og
öndverðri þessari öld. Kannski ræðst
gildi hennar, sem safiirits og sýnisbók-
ar, einkum af þvi „Ijósi sem hún
varpar á lífið”, samfélagið og bók-
menntimar á timum sagnanna. Svo
mikið er vist að i þessu sögum er upp
dregið sjónarsvið og mannlif íslenskr-
ar sagnageröar eins og hún síðan hefur
Bókmenntir
Ólaf ur Jónsson
þróast, allt frá örbirgum almúga í
sveitinni í gamla daga til velbirgra
borgara í vaxandi bæjum og byrjun
"nýrraraldar.
Það er svo aftur annað mál hvort
kenningin sjálf um raunsæislegt eðli
islenskrar smásagnagerðar stenst
nánari skoðun — og það þótt gengið sé
út frá þeim sýnisdæmum smásagna
einum sem hér eru i bókinni. Víst eru
sögurnar upp og ofan sagðar með
raunsæismóti, sem svo má kalla, fólk
og atvik i sögunum þesslegt að það
gæti átt sér stað, verið sótt til eða
lagað eftir vemleikanum sjálfum. En
segir þetta neitt sem máli skiptir um
þessar sögur, hvað þá hinar bestu í
bókinni?
Það má taka einhverjar þeirra til
dæmis, Bolladóma eftir Theodóru
Thoroddsen eða Munaðarleysingjann
eftir Theódór Friðriksscn, auk þeirra
sem áður voru nefndar. Er það ljós
sem þær varpa á lífið í raun réttri sam-
kvæmt visindatrú og skynsemis-
stefnu? Eg held nú ekki.
Umsögur
I formála sínum höfðar Kristján
Karlsson til kenningar Edgars Allan
Poe um sérstakt eðli smásögunnar:
einstæð eða einföld áhrif hennar sem
ráði gildi eða merkingu hverrar sögu.
Einhverstaðar numdi ég þá speki, og
sel ekki dýrara en ég keypti hana, að
eftir þessum hugmyndum væri sjálft
smásöguformið, hverrar réttskapaðr-
ar sögu, rómantiskt í eðli og kjama
sinum. Með áherslu sinni á hið ein-
staka og sérstaka, eftir sókn sem þvi
fylgir eftir myndrænni eöa táknlegri
merkingu máls i sögu, væri
„smásagan sem slík” í eðli sínu frábit-
in því raunviti sem að sínu leyti auö-
kenndi „skáldsögursemslíkar”.
Hvað um það? Þaö er í öllu falli ekki
einleikið hvemig margar sögur í þess-
ari bók, og allar hinar bestu, hverfast
innst inni um slíka „einstæða reynslu”
hvað sem þær reyna svo, hver og ein,
að gera úr henni. I öllu falli finnst mér
að meö öömm leiöarljósum um eðli,
markmið, gildi smásagna frá tímum
bókarinnar hefði mátt gera aðra og allt
annarskonar sýnisbók íslenskra smá-
sagna. Hún heföi sjálfsagt ekki orðið
neitt síðri — hvaða sögur sem að end-
ingu stæðu eftir, sameiginlegar i
báöum bókum. Að þessari bók svo sem
ólastaðri, eins og hún er.
cimncL
Snyrtivörukynning í Háskólabíói
í tilefni kvikmyndarinnar um Coco Chanel
Útsölustaðir:
Hygea hf., Austurstræti 16,
Topp Class, Laugavegi 51,
Gjafa- og snyrtivörubúðin,
Stigahlíð 45-47,
Amaro hf., Hafnarstræti, Akureyri,
Ócúlus hf., Austurstræti 7,
Andrea, snyrtivöruv., Laugavegi 82,
Holts Apótek, Langholtsvegi 84,
Apótekið, Stykkishólmi.
•íio