Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982. Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32-Sími 37700. VANTAL. FRAMRUÐU? fTT Ath. hvort við getum aðstoðað. ísetningar ú staðnum. BÍLRÚÐAN Megrunarnámskeið Vcgna mjnj; mikiliar eftirspurnar hcfst nýtt meprunarnámskeið 13. mai. (bandarískt meprunarnámskcið sem hefur notið mikilla vinsælda op jjefið mjöt: fjóðan áranpur). Námskciðið veitir alhliða fræðslu um hollar lífsvenjur oj> vel samsett mataræði, sem getur samrýmst vel skipulögðu venjulegu hcimilismatar- aí>’’ Námskeiðiðerfyrirþá: • sem vilja grennast • sem vilja koma i veg fvrir að vandamálið cndurtaki sig. • sem vilja forðast offitu og það scm henni fylgir. l'pplýsingar oj> innritun í síma 74202. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur Multi — powerglerm GLERA UGNADEILDIN Austurstræti 20 — Sími 14566 caV,totnia stv'c Sól-lúgur Takmarkað magn T-P0RT gnausl: k( Síðumúla 7—9, sími 82722 Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar Ráðhús Bolungarvíkur er falleg bygging og reisuleg og gæti vel sómt sér í nvaoa notuóborg sem er. DV-myndGVA Bolungarvík er mikið uppgangspláss og það er að þakka samstöðu bæjarbúa, segja bæjarf ulltrúar Við þessar kosningar verður bæjar- fulltrúum í Bolungarvik fjölgaö úr 7 í 9 og við það kunna að raksast þau hlut- föll sem verið hafa milli framboöslista. Að þessu sinni býður Alþýðubandalag- ið fram í fyrsta sinn. En ósennilegt er að þetta hafi nokkrar breytingar í för með sér á stjóm bæjarins. Bæjarfull- trúar voru nokkuð sammála um að mikil samstaða væri innan bæjar- stjómarinnar um þau mál sem þar kæmu á dagskrá og litill ágrenningur milli flokka. Bolungarvík ber meö sér á flestan hátt að þar hefur verið mikill uppgang- ur undanfarin ár. „Eg vil þakka mikla uppbyggingu í bæjarfélaginu þeirri samstöðu sem hér hefur verið,” sagöi bæjarfulltrúi jafnaðarmanna og óháðra, en þeir mynda meirihluta bæjarstjómar ásamt sjálfstæöismönn- um. Bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna tók undir það: „Þetta hefur verið mikið uppgangspláss og það er að þakka traustu atvinnulífi, duglegu fólki og því að bæjarbúar hafa haft samstöðu um sín mál.” Sem dæmi um samstöðuna milli flokka nefna menn aö sjálfstæðismenn misstu í siðustu kosningum meirihlut- ann sem þeir höföu áður haft í bæjar- stjóm. En andstæðingamir fóru fram á það að bæjarstjórnin yrði óbreytt og töldu sjálfetæðismenn það persónuleg- ursigur. Ibúar í Bolungarvik em nú um 1270, en vom við síðustu kosningar 1215. Gefum engin kosningaloforð — segir efsti maður á lista Framsóknarflokks, Benedikt Kristjánsson „Við framsóknarmenn höfum ekki sett nein sérstök baráttumál á oddinn í þessum kosningum. Við viljum vinna að þeim málum sem em til hagsbóta og framdráttar fyrir byggðarlagið og aö þvi marki erum við tilbúnir til að vinna með hverjum sem er,” sagði Benedikt Kristjánsson, fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins. „Eg er þeirrar skoðunar að það sé ekki heiliavænlegt að setja eitt mál á oddinn án þess að vita hver staða flokksins verður eftir kosningar. I svona litlu bæjarfélagi hefur enga þýðingu að vera að setja fram sérstök kosningamál. Þetta er okkar heima- byggð og við eigum að vinna sameigin- lega að framgangi hennar. Það er stórmál að atvinna hefur far- ið minnkandi hér í vetur. Þegar loðnan bregzt verða bæjarbúar fyrir miklum tekjumissi og bæjarsjóður einnig. Það vita allir að atvinnulíf er hér mjög ein- hæft og ég held að til þess að efla atvinnulífið þurfum við að auka fjöl- breytnina. Þar mætti nefna til iðngarða. Við gætum tekið aðra staði okkur til f yrirmy ndar í þeim efnum, til dæmis Vestmannaeyjar. Eg er ekki talsmaöur þess að bæjar- félagið standi i atvinnurekstri. En þeg- ar atvinna fer minnkandi verður að at- huga hvemig bæjarfélagið geti stuðlað að aukinni fjölbreytni atvinnulífsins. Eg hef engan sérstakan iðnað í huga það getur verið um atvinnustarfsemi af öllum toga að ræða. Það þarf að kanna þetta mál frekar. Annars munum við framsóknar- menn taka afstöðu til mála hverju sinnL Það eru ekki okkar vinnubrögð að setja fram kosningaloforö, — það næst enginn árangur með þvi,” sagöi BenediktKristjánsson. OEF Benedikt Kristjánsson kjötiðnaðar- maður Samgöngur við Isa- fjörð þarfað bæta — segir Olaf ur Kristjánsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisf lokksins ,,SjálfstæðisfIokkurinn leggur áherzlu á að halda samstöðu meðal bæjarstjórnarmanna til að þeir geti unnið saman að þeim málum sem til heilla horfa,” sagði Olafur Kristjáns- son, efeti maöir á lista Sjálfstæðis- flokksins. „Það var tekin ákvörðun árið 1978 um að byggja iþróttahús og sundlaug og þeim framkvæmdum þarf að ljúka. Það þarf einnig að ljúka byggingu leik- skóia og ibúöa fyrir aldraða. Persónulega legg ég mikla áherzlu á aö bæta vegarsamband milli Bolungar- vík og Isafjaröar. Vegurinn um Oshlíð er hættulegur, bæði vegna grjóthruns og snjóflóöa, og það hafa komið fram hugmyndirumaöbyggjaþar vegsval- ir sem myndu kosta 60 milljónir króna. En ég tel að betra væri að gera jarð- göng. Samkvæmt áætlun Vegagerðar- innar myndu jarðgöng sem væru 4,2 kflómetrar að lengd kosta um 140 millj- ónir, en þau yrðu öruggari og myndu bæta mjög samgöngur milli bæjanna og auka samgang sem væri báðum í hag. Bæirnir hafa sameiginlegan flugvöll, sjúkrahús og skóla og mikil verzlun er þeirra á milli. Þaö verða aö vera góðar samgöngur við þann kjama sem Isa- fjörður er fyrirVestfirði. En hvaö um atvinnumálin? „Við höfum verið í samráði við Framkvæmdastofnun um að gera athugun á greiningu manna i störf hér í bænum. Hér er vissulega um einhæft atvinnulíf að ræða. En það er þungt undir fæti hjá atvinnufyrirtækjum, einkum vegna þess hve við búum við dýra orku. Fyrsti möguleikinn sem við komum auga á til aö efla atvinnulifið, hlýturaðveraí tengslumviðsjávarút- veginn. Þar gæti til dæmis verið um að ræða fullvinnslu s já varafla. En það þarf líka að auka hér félags- og menningarlif því að fólk lifir ekki af brauði einu saman. Annars hefur veriö hér gott tónlistarlíf og það má nefna að fjóröi hver maður grunnskólans er nemandi í Tónlistarskólanum,” sagði Olafur Kristjánsson, skólastjóri Tónlistarskólans, að lokum. OEF Olafur Kristjánsson gkólastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.