Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar Brú yfir Dýrafjörð er helzta áhugamál Þingeyringa Það er að hejra á Þingeyringum að mesta kappsmál þeirra sé að fá brú yfir Dýrafjörð vegna þess að vegurinn sem liggur fyrir botn fjarðarins lokast oft um lengri tíma á vetrum. Telja þeir að fé sem lagt væri í brúargerð væri betur varið en því sem lagt yrði í end- urbætur á veginumfyrir fjarðarbotn. Ut í fjörðinn gengur eiði er gerir það aö verkum að ekki eru nema um 400 metrar yfir fjörðinn þveran um stór- straumsfjöru. Engu að síður er brúar- gerð framkvæmd sem myndi kosta tugi milljóna króna en Þingeyringar benda á aö hún myndil koma fleirum en þeim einum til góða. Ibúar á Þingeyri eru nú um 400 og hefur þeim lítiö fjölgaö á undanfömum árum. Atvinnuástand er þó gott og með haustinu kemur nýr togari, i eigu kaupfélagsins, á staðinn. Ekki var mikill kosningahiti í mönn- um er blaöamenn DV litu þar við. Frambjóðendur töldu ólíklegt aö nokkur kosningafundur yröi haldinn og einn viðmælanda svaraöi spurning- unniþannig: „Neei, ætli maður haldi nokkurn kosningafund. Þá yrði bara litið svo á að maður væri aö trana sér fram.” Atvinnulífið er of einhæft — segir Guðmundur Valgeirsson, efsti maður á lista óháðra „Við stefnum að þvi að hér verði byggð sundlaug en það tókst ekki aö gera á síöasta kjörtimabili vegna fjárskorts. Einnig leggjum við mikla áherzlu á að vatnsveitukerfið verði endurbætt í sumar því það er orðið mjög ófullkomiö,” sagði efsti maöur á lista óháðra, Guðmundur Val- geirsson. „Við leggjum einnig mikla áherzlu á dagvistunarmálin. I dag fáum við afnot af húsnæði hjá kaupfélaginu undir bamaheimiii en við stefnum aö þvi að þessi mál komist í betra horf. Við getum verið þakklát fyrir góöa atvinnu og hún verður enn betri eftir að annar togari kemur hingað. En at- vinnulífið er of einhæft. Hér eru engin atvinnutækifæri fyrir þá sem vilja vinna viö annað en fiskvinnu og þessu þarf að breyta. Það er mikið atriði að byggja brú yfir Dýrafjörð, bæði vegna sam- gangna og læknisþjónustu. Vegurinn fyrir Dýrafjörð lokast oft á vetri og Guðmundur Valgeirsson sjómað- ur. stundum eina til tvær vikur í senn. ” Guðmundur sagöi að óháðir væru mótfallnir því að draga fólk í póli- tíska dilka í bæjarmálum á svo smáum stað sem Þingeyri og væri það ástæðan fyrir framboöi þeirra. OEF Framboðslistar Viö hreppsnofndarkosningar i Þingeyrarhroppi, sem fram fara 22. mai 1982, veröa oftirtaldir listar i kjöri: B-listí. Ustí Framsóknarfiokksins: H-listí. Listí óháöra. 1. Guömundur Ingvarsson, stöövarstjóri 1. GuÖmundur Vaigoirsson, sjómaður 2. GuÖmundur Grétar Guðmund&son, bóndi 2. Kristjén E. Björnsson, bóndi 3. Gunniaugur Sigurjónsson, bifreiðorstjóri 3. Sigmundur E. Þórðarson, husasmiður 4. Ebt 'rsdóttir, húsmóðir 4. Kristján Gunnarsson, vótvirki 5. Ui ' > ioos Sigurðsson, rafvirkjameistari 5. Raynfr Gunnarsson, sjómaður 6 Óla’u. _ uarson, veniunarstjóri 6. Magnús Sigurösson, verkamaöur 7. AðaL^inn Gunnarsson, vólsmiður 7. Jovina Svainbjörnsdóttir, starfstúlka 8. E/ias Kjaran Friöfinnsson, vinnuvólastjóri 8. Hai/dórJ. Egilsson, sjómaður 9. Ari V. Pótursson, verkamaður 10. Jens Andrós Guðmundsson, vorkamaður. 9. Andrós Jónesson, verksmiöjustjóri 10. Valdimar Þórarinsson, bóndi D-Hsti. Listi sjó/fstœðismanna og stuðningsmanna þeirra: 1. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri 2. Sigríöur Harðardóttir, húsmóðir 3. Bjarni Einarsson, verkstjóri 4. Tömas Jónsson, sparisjóðsstjóri 5. Anton Proppó, fiskmatsmaður 6. Guðmundur Sigurðsson, skipstjóri 7. Gunnar Proppó, kaupmaður 8. Erla Sveinsdóttír, skrifstofustúlka 9. Gunnar Sigurðsson, húsasmiðameistari 10. Leifur Þorbergsson, skipstjóri V-listi. Listi vinstri manna. 1. ÓlafurÞ. Jónsson, kennari 2. Guðrún /ngibjörg Halldórsdóttir, verkamaður 3. Guðm. Friðgeir Megnússon, sjómaður 4. Hormann Guðmundsson, vólgæz/umeður 5. Daviö H. Kristjánsson, flugvallarvörður 6. Má/friöur Vagnsdóttír, verkemaöur 7. Edda Þórðardóttir, skrifstofumaður 8. Gunnar Benedikt Guðmundsson, veghefilsstjóri 9. Höskuldur Ragnarsson, verkamaður 10. EUas Þórarinsson, bóndi. ViOsýslunefndarkosningar i Þingeyrarhreppi, sem frem fara 22. mai 1982, verOa eftirtaidir listar i kjöri: BB-listi. Listi Fromsóknarflokksins 1. Gunnar Jóhannosson, hroppstjóri 2. Gunnar Friðfinnsson, kennari DD-Usti. Listi sjálfstæðismanna og stuðningsmanna þeirra: 1. Jónas Ólafsson sveitarstjóri 2. Tómas Jónsson, sparisjóðsstjóri HH-Hsti. Listí óhéðra: ' 1. Jens Andrós GuOmundsson, verkamaður 2. Megnús SigurOsson, verkamaöur VV-Hsti. Listi vinstri manna: 1. Davið H. Kristjánsson, flugvallarvörður 2. Guðm. Friðgeir Magnússon, sjómoður Úrslitin 1978 Við síðustu hreppsnefndarkosningar í Þingeyrarhreppi voru úrslit þessi: atkvæðl fulltrúar 63 2 FRAMSOKNARFLOKKUR (B) SJÁLFSTÆÐISMENN OG STUÐNINGSMENN (D) ÓHÁÐIR (H) VINSTRIMENN (V) Hreppsnefndina skipuðu: Sigurbjörn Sigurðsson rafvirki (B), Olafur V. Þórðarson verzlun- arstjóri (B), Jónas Ölafsson sveitarstjóri (D), Kristján Gunnarsson vélsmiður (H), og Guðmundur Valgeirsson sjómaður (H). 48 67 26 1 2 0 SigHOtr HarOardótdr húamóOir „Eg held aö ailir listar séu sam- mála um hvað þurfi aö gera en ágreiningurinn stendur aðeins um niðurröðun verkefnanna og hvaö eigi að gera fyrst,” sagði Sigríður Harðardóttir sem skipar 2. sætiö á lista sjálfstæðismanna. „Hinir listamir vilja helzt gera allt i einu en við verðum að fara rólega í sakimar því þaö er ekki hægt að gera allt á sama tíma. Sjálf hef ég mestan áhuga á aö koma hér upp bamaheimili. Barna- heimiliö er nú i sláturhúsinu og því Hef mestan áhuga á barnaheimili — segir Sigríður Harðardóttirsem skipar 2. sætið á lista sjálfstæðismanna er lokað meöan sláturtiðin stendur yfir. Það er að koma hingað nýr tog- ari og þá vantar vinnuafl i fiskvinnsl- una. Þá er mikilvægt að til sé bama- heimili sem geti tekið við börnunum. Næst á eftir barnaheimilinu vil ég leggja áherzlu á að byggð verði sund- laug. Þaö stendur til að byggja hér elli- heimili og heilsugæzlustöð sem nú eru á teikniborðinu. Þá vil ég nefna að brú yf ir Dýraf jörð yrði mikil sam- göngubót fyrir Þingeyringa,” sagði Sigríður Harðardóttir aðlokum.OEF Aukið vald til vinnandi fólks r - segir Olafur Þ. Jónsson, efsti maðurá lista vinstri manna „Stefnumál okkar eru í grund- vallaratriðum svipuð og hjá vinstri mönnum almennt en sérstaða okkar miðað við aðra lista í þessum kosn- ingum felst í því að við stefnum að grundvallarbreytingum á þjóðfé- lagskerfinu,” sagöi Olafur Þ. Jóns- son, efsti maður á lista vinstri manna. „Aukið vald til vinnandi fólks er eitt af okkar stefnumálum og við vilj- um hlynna að þeim samtökum sem vinnandi fólk hefur séð sér hag að ganga í — bæði verkalýðsfélögum og samvinnufélögum. A næstu misserum fær kaupfélagið nýjan togara og þaö þýðir miklar breytingar hér í bænum. Það veltur á miklu að gott samstarf sé milli bæjarstjómar og kaupfélagsstjómar og við viljum vinna að því að svo verði. Það verður að sinna dagheimilis- Ólafur Þ. Jónsson kennari málum hér betur. Það er kominn upp vísir að dagheimili fyrir framtak for- eldra en bæjarfélagiö verður að styðja við bakiö á þeim. Þá verður einnig að halda áfram með gatna- gerð því mikið vantar upp á að götur hérséufuilgerðar. Samkvæmt lögum um verka- mannabústaöi eiga sveitarstjómir að tilnefna menn í stjórn er sæi um byggingu verkamannabústaöa. Þaö hefur ekki verið gert hér en við vilj- um aö svo verði til að lögunum verði framfylgt. Þetta er mikilsvert atriði með fyrirhugaöa aukningu umsvifa hér á staðnum í huga,” sagöi Olafur Þ.Jónsson. OEF Brýnt að fá brú yf ir Dýrafjörð — segir Guðmundur Ingvarsson, efsti madurálista Fram- sóknarflokks „Eg vil nú ekki gefa stór kosninga- loforð sem oft reynist erfitt að efna þráttfyrir góðan ásetning,” sagði Guð- mundur Ingvarsson sem skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins. , Jiér er mikil atvinna við útgerð og fiskveiðar og nýr togari er væntanleg- ur í haust sem mun færa byggðarlag- inu aukna atvinnu og aukið fjármagn. En atvinnulíf er hins vegar of einhæft og við þurfum að hugsa um að koma upp léttum iðnaði þótt i smáu sé. Það hefur þó ekkert verið ákveðið hvaða iðnaður þaö gæti orðið. Hvað samgöngumálin varðar er brýnast að fá brú yfir Dýrafjörð. Vega- gerðin hefur gert áætlun um kostnaö við brúna en hann þótti það mikill að ekki væri álitlegt að ráðast í fram- kvæmdir. En þetta er mikið kappsmál Guðmundur Ingvarsson stöðvar- stjóri heimamanna, ekki bara af okkar lista, heldur alls fólksins i héraðinu. Það hefur komið fram tillaga um að leggja veg fyrir Dýrafjarðarbotn en ég held að því fé væri betur varið í brúargerö. Hér var byggður læknisbústaður fyrir stuttu >en við verðum að gera meira til að bæta heilbrigðisþjónust- una. Þá má einnig nefna að hér verður að byggja upp dagvistunarheimili og fá aðstöðu fyrir löggæzlu,” sagði Guð- mundurlngvarssonaðlokum. OEF Spurningin Hverju spáir þú um úrslit kosninganna og hverjir held- ur þú að mundi mynda meirihluta að þeim loknum? (Spurt á Þingeyri). Bjarni Einarsson útgerðarstjóri: Eg spái þvi að Framsókn fái 2, Sjálf- stæðisflokkurinn 2 og Oháðir 1 mann. Það er útilokað að gera sér grein fyrir hverjir mynda meirihluta enda óvíst hvort nokkur meirihluti verður myndaður. Erla Sveinsdótör skrifstofumaður: Ætli Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fái ekki 2 menn hvor, Oháöir 1 en vinstri menn engan. Eg býst við að Sj álfstæöisflokkur og Framsóknar- flokkur myndi meirihluta. Hulda Friðbertsdóttir húsmóðir: Eg reikna með að það verði eins og siðast. Kristján Bjarnason trésmiðnr: Framsóknarflokkurinn fær 2 menn, Sjálfstæðisflckkurinn 2 og óháðir einn. Olafnr Þórðarson verzlunarstjóri: Framsóknarflokkurinn fær ótviræða yfirburði. Hann fær 2 menn en hinir einn hvor. Ekki veit ég hverjir mynda meirihlutann. Davis Kristjánsson flugvailarvörð- ur: Þaö eru fjórir listar i framboði og þeir fá sinn manninn hver og senni- iega fær Framsókn eða Oháðir fimmta manninn. Eg get engu spáö um hverjir mynda meirihluta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.