Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Page 34
42 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982. Huey Lewis. HueyLewis And The News - Picture This Hljómsveit sem á góða möguleika í framtíöinni Jona Lewie—HeartSkips Beat Skrýtinn náungi með enn skrýtnarí lög Jona Lewie er skrýtinn náungi. Hann semur ekki einvöröungu sérkennileg lög, heldur er hann lika einlægt að buröast meö einhverskonar húmor a la BA.Robertson, sem því miður fer oft fyrir ofan garö eöa neðan. Eitt undar- legasta lagiö á þessari nýju plötu hans heitir til aö mynda , Jtearranging the Deckchairs on the Titanic” — lag- fsring á sólstólum Titanic i lauslegri snörun. Fyrsta sólóplatan hans hét „On the Other Hand There’s A Fist” sem er útúrsnúningur á oröatiltæki. Skrýtinn náungi. Sennilega er Jona Lewie næstum ein- göngu kunnur hér heima fýrir lagiö sitt „Stop The Cavalry”, upphaflega sam- ið meö jól í huga en náði miklum vin- sældum um alian heim i fyrra; gullfall- egt lag. Aöur hafði nafni hans þó lítil- lega brugöiö fyrir í heimspressu poppsins, þá vegna lagsins „You’ll Always Find Me At The Kitchen at Parties”, annaöskrýtiö lagmeökostu- leguheiti. Jona Lewie er samt enginn nýliöi á tónlistarsviöinu. Snemma á skólaárum sinum tróö hann upp ásamt Dave Brick (sem síöar stofiiaöi Hawkwind) og siöar lék hann á píanó meö ýmsum blúsurum ásamt því að troða sjálfur upp á ýmsum klúbbum sér til viður- væris. Um tima var hann liösmaður hljómsveitarinnar Brett Marvin & the Thunderbirds, sem meöal annars lék meö Eric Clapton á Derek & the Dominos timabilinu. Eftir það lét hann rokkið afskiptalaust i nokkur ár, en ár- ið 1977 gekk hann til liðs viö nýstofnaö hljómplötufyrirtæki, Stiff Records. Fyrst gaf hann út smáskífu meö lag- inu „The Baby She’s On the Street” og breiöskifan „On The Other Hand There’s AFist” fylgdi á eftir ári síðar. Hún var níu mánuöi i vinnslu, — og nú fýrst fjórum árum seinna er Jona Lewie búinn aö leggja siðustu hönd á nýja plötu,, Jleart SkipsBeat”. I milli- tíöinni komu út smáskífumar tvær vin- sælu sem áöur eru nefndar. Þaö er erfítt aö átta sig á Jona Lewie. Sumt af þessum lögum hans er svo undarlega samanskrúfaö aö heymarmiöstöðvarnar senda bara spumingarmerki upptil heilans. Lögin em innbyrðis mjög ólík og manni dett- ur fyrst í hug aö leiksviðið sé einhvers- konar kokteilkeppni þar sem tónlistar- stefnum er hrært saman og í staö ismola sé skrýtilegri spaugsemi slett saman við. Það merkilegasta viö lög þessarar plötu er það aö maður getur fellt sig viö búta úr öilum lögunum eöa þvi sem næst, en alls ekki neitt lag í fullri lengd! Eg hef aldrei á ævi minni heyrt undariegri plötu. Jona Lewie er uppátækjsasamur gaur, hér skýtur hann þó oftast yfir markið. Þó margt gott megi um þessa plötu segja eru slæmu hliöarnar anzi áberandi, — nema maður eigi bara eft- ir aö venjast geggjuninni! -Gsal Huey Lewis er nýtt nafn i poppinu og þótt hann hafi stofnað hljómsveit sína „Huey Lewis And The News” árið 1979, er það fyrst nú meö annarri plötu þeirra félaga ”Picture This” sem þeir slá í gegn, en áður en hann stofnaði „Fréttirnar” sínar haföi hann verið lengi að ströglast í hljómsveit sem bar nafniö „Glover” og reyndi meðal ann- ars fyrir sér í Englandi, en flúði þaðan þegar punkiö hélt innreið sina, eins og hannsegirsjálfur. Það er laginu „Do You Believe In Love” að þakka, að nú hefur rætzt úr fyrir Huey Lewis, en þaö trónar þessa dagana hátt á vinsældalistum, jafnt hérlendis og vestan hafs. Huey Lewis hefur ágæta rödd, sem minnir stundum á kempuna Bob Seger, rám, en kemur textum vel til skila. Tónlistin sem þeir félagar spila flokkast undir softrock og er ekki ann- að hægt að segja en að vel hafi tekizt með lagavalið. Sex laganna eru eftir þá félaga í hljómsveitinni, en fjögur eru fengin úr ýmsum áttum. Eitt þeirra, „Buzz, Buzz, Buzz” var mjög vinsælt á þvi herrans ári 1957, nú vin- sæla lagið þeirra „Do You Believe In Love” er skrifað af Robert John Lange, þeim sama sem pródúseraði „4” plötur Foreigner og „For Those> About To Rock” meö AC/DC. ,J)o You Believe In Love” er viö fyrstu heym þaö lag sem grípur mest, en eftir að hafa hlustaö á plötuna oftar eru það lög þeirra félaga sem koma á óvart og venjast einna bezt og er ég viss um að eftir aö vinsældir „Do You Belive In Love” fara aö réna, eiga lög eins og „Working For A Living”, „Change Of Heart” og „The Only One”, sem eru hröö rokklög, og róleg eins og , Jlope You Love Me Like You Say You Do” og „Is It Me” eftir að heyrast meira og ná vinsældum. Allur hljóöfæraleikur og útsetningar eru fyrsta flokks og greinilegt er aö þama eru engir nýgræðingar á ferð- inni, þótt óþekktir haf i veriö til þessa. „Picture This” er ágætis plata og má búast við því að Huey Lewis And The News láti aö sér kveða í framtíðinni. HK. IMauðungaruppboð sem augiýst var í 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979 og 1. og 5. tölublaði Lögbirtingablaösins 1980 á eigninni Álfaskeið 44, kjailari, Hafnarfirði, þingl. eign Katrínar Valentinusdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs og Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. maí 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105. og 108. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1981 og 2. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hjallabraut 3, 2. h. m, 4, Hafnarfirði, tal. eign Stefáns Hermanns, fer fram eftir kröfu Hafnar- fjarðarbæjar og Lífeyrissjóðs verziunarmanna á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. maí 1982 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Sjávarhólar, Kjalameshreppi, þingl. eign Helga Haraldsson- ar o.fl., fer fram eftir kröfu Innheimtu riklssjéðs á elgninni sjálfri fimmtudaginn 13. mai 1982 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem augiýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Hátúni 6, efri hæð í Keflavik, þingi. eign Kristins S. Pálmasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Tryggingastofnunar ríkis- ins, veðdeildar Landsbanka ísiands, og innheimtumanns rikissjóðs, miðvikudaginn 12. mai 1982 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Ahöf nin á Halastjörnunni—Ur kuldanum Ágæt til síns brúks Um mánaðamótin síöustu sendi Geimsteinn frá sér þriðju plötu Ahafnarinnar á Halastjörnunni og ber platan sú nafnið Ur kuldanum. Ahöfn- ina þarf vart að kynna fyrir lands- mönnum, en maðurinn á bak við allt saman er eins og alþjóö veit Gyifi Ægisson. Sem endranær á hann öll lög og alla texta á Ur kuldanum. A plöt- unni nýju er að finna tólf ný lög, sex á hvorri hlið. Meðlimir Ahafnarinnar eru sjö að tölu; Gylfi, Rúnar Júl, María Baidursdóttir, Hemmi Gunn, Ari „Roof Tops” og Viðar Jónssynir og loks Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sjö- menningarnir fá allir að spreyta sig á söngnum og meðalmennskan hlýtur að teljast helzta einkennið. Tónlist Gylfa á plötunni er déskoti létt og melódísk og fer inn um annað eyrað og út umhitt án nokkurra undan- tekninga. Hljóöfæraleikur er allur hnökraiaus og vel það enda þaulvanir menn við stjóm þar sem eru þeir Rúnar Júlíusson og Þórir Baldursson. Þeir eru líka skrifaðir fyrir öllum útsetningum á lögum Gyifa. Þar ber mjög mikiö á hljómborðsleik Þóris sem er óspar á notkun allskyns hljóð- gerva. Utsetningamar eru nokkuö ein- hæfar þannig aö lögin vilja renna saman sem verður til þess aö platan virkar mjög flöt og keimlík út í gegn. Sumstaðar má heyra bregða fyrir ný- rómantískum áhrifum en íslenzki dæg- urstíllinn er þó ávallt við st jóm. Um textana er lítið að segja. Hafið og sjómennskan eiga hug Gylfa allan, en Bakkus fær þó sendingu og dans- gólfið aðra. Textarnir em ekki þeir innihaldríkustu sem heyrzt hafa og oft er anzi ódýrt kveöiö. Eg get þó ekki stillt mig um að geta sérstaklega lags- ins A Halló þar sem fer saman ömur- legur texti og enn hörmulegri söngur Rúnars Júliussonar. Nokkur lög em líkleg til vinsælda, í það minnsta í óskalagaþáttum útvarps- ins. Hemmi Gunn syngur hressan slagara (að sjálfsögðu með sinu nefi) sem heitir Ut á gólf ið sem þegar er far- in að heyrast á öldum ljósvakans. Auk þess má nefna lagið Ut á haf við höld- um enn (arftaki Stolt siglir fleygið mitt?) og A frívaktinni og Vertu sadl herra Bakkus þar sem höfuðpaurinn GylfieríforsætL Ur kuldanum er plata „a la” Gylfi Ægisson. Þægileg tónlist og oft bregöur fyrir grípandi laglínum. En platan sú kemur ekki til með að sitja lengi á fón- um landsmanna, til þess er hún of ein- hæf og auðmelt. En þeir sem hafa haft gaman af þættinum A frívaktinni og fyrri plötum Ahafiiarinnar verða lík- lega ekki sviknir. Ur kuldanum er nefnilega ágæt til síns brúks. -TT. Hljómplötur Gylfi Ægisson er skipstjórí á Halastjörnunni. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson — Vinnaográðningar Tilgangslaus plata Vinna og ráöningar heitir plata er barst blaöinu fyrir skömmu. A bak við plötuna (í óeiginlegum skilningi) stendur maöur að nafni Guðmundur Rúnar Lúöviksson sem ég veit engin deili á. Nema hvað, á plötunni er aö finna tólf lög, þar af tíu eftir nefndan Guömund en tvö eftir Bjartmar nokkum Guðlaugsson. Textamir koma úr ýmsum áttum, meöal annars úr smiöju tvímenninganna fyrrnefndu og höf uðskáldanna Jóhannesar úr Kötlum og Daviös Stefánssonar. G. Rúnar Lúðviksson eins og hann kallar sig syngur öll lög plötunnar og hann verður vist að flokkast í ætt við vísnasöngvara. Söngurinn er að visu stundum framinn af veikum mætti en undirspilið er fyrst og fremst á kassa- gítar og siðan er kryddað meö bassa, munnhörpu og ýmiskonar áslætti. Lög- in eru'sem fyrr segir öll í ætt við vísna- söng og ekkert þeirra er sérlega athyglisvert. Mér segir svo hugur um aö viöa um land sitji tónlistarmenn og fremji svipaðar tónsmíðar og söng og skemmti sér og sinum hiö bezta. En Guðmundur Rúnar hefur ósköp lítið að gera með tónsmiðar sínar á breiðskífu þótt að sjálfsögðu megi á vissan hátt virða framtakið. Að ööru leyti er lítið um plötuna Vinnu og ráöningar að segja. Nema kannski aö á henni er að finna hljóðrit- un á þeirri merku athöfn „að pissa”. Hvað sem hún á nú aö tákna. Kannski verður sá hluti hennar til þess að platan komist á spjöld sögunnar. A öðrum sviðum á hún allavega ekki möguleika. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.