Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MÁNUDAGUR 7. JUNI1982.
5
Menning Menning Menning
ALUR í ÓPERUNA
Þjóöleikhúaiö:
Silkitromman
úpera byggö 6 japönsku Nó-leikriti
eftir Atla Heimi Sveinsson
Texti: ömótfur Árnason
Hljómsveitarstjóri: Gilbert Levine
Danshreyfingar: Nanna Ólafsdóttir
Lýsing: Ámi Baldvinsson
Búningar: Helga Björnsson
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson
Loikstjóri: Sveinn Einarsson
Islenska óperan tekur víst ekki þátt
í listahátíð. Samt sem áður er það
íslensk ópera sem fyrst og hæst ber á
hálíðinni. Það fer ekki á milli mála
hvar frumkvæðið er í óperumálum.
Eins og áður er það í Þjóðleikhúsinu.
Þaö held ég að frumsýning Silki-
trommunnar á listahátíð 1982 verði
lengi í minnum höfð — þegar sögð
verður íslenzk leiklistarsaga, óperu-
saga, eða saga Þjóðleikhússins sér í
lagi. Ekki bara vegna óperunnar,
tónverksins sjálfs, svo mikils sem
um það er vert og á áreiöanlega
mikla framtíð fyrir sér, heldur
einnig vegna yfirburða túlkunar
nokkurra okkar fremstu söngvara á
hlutverkum leiksins, og vegna
sýningarinnar í heild, sviðsetningar
Sveins Einarssonar. Einhvern
veginn hefur mér aldrei fundist
Sveinn njóta til hlítar réttar síns sem
leikstjóri í Þjóðleikhúsinu, þess
réttar sem hann sýndi svo ótvírætt
fram á leikhússtjóraárum sínum
í Iðnó. En það gerðist á laugar-
daginn. Siikitromman er sannarleg
veisla fyrir skilningarvitin, augað
ekki síður en eyrað, einhver fegursta
og áhrifamesta sýnmg sem ég man
í Þjóðleikhúsinu um ár og dag.
„Allsherjarleikhús” er þetta kallað.
Og aldrei slíku vant á slíkt slagorð
rétt á sér. Jafnvel áhorfandi sem
eins og undirritaður er að jafnaði
daufur og tregur á óperum komst
ekki hjá því að undrast og hrífast af
hinni annarlegu tónlist og
atburðarás.
Efinið í leiknum er sótt til Japan, í
forna leiksögn (og hefði að vísu verið
tillitssemi við áhorfendur að prenta
hina upprunalegu sögu í leikskránni,
mér skilst hún rúmist á tveimur
blaðsiöum) en færð á burt frá sínum
upprunalega stað og tíma, sett niður
í tímalausu og alþjóðlegu umhverfi
tísku og frama. Ekki heyrði ég betur
en texti Ornólfs Árnasonar væri
mjög svo hagalega saminn til sinna
nota, orðaði skýrlega hugmyndir
sem umfram allt birtist í sýn og
söngleiknum. Sagan snýst í stystu
máli sagt um ástina — ástina sem
tilfinningalega reynslu og skapa-
dóm. Hér er engin hversdagssaga
sögð um samdrátt og sundurlyndi, en
tilfinningalegri reynslu lýst sem
Leiklist
ölafur Jónsson
hefur líf manns upp yfir hvers-
daginn, samdráttinn og sundur-
lyndið. Og það undraverða er að
þetta tekst í orði og verki, söng og
leik, hljómi og mynd, að gæða efnis-
atriði hinnar fornu frásagnar
myndrænni og skáldlegri merkingu
sem hæfir áhorfanda beint i h jartað.
Sagan lýsir tveimur heimum,
tvenns konar lífi, segir frá gömlum
manni, öreiga sem hrífst af ungri
stúlku, tískudrós og heimskonu. Af
fundum þeirra getur ekki leitt nema
tortímingu. En tortímingin ber jafn-
harðan í sér sáluhjálp hins úrætta,
örbirga lífs sem lýst er í leiknum.
Silkitromman, dauf og dumb,
hljómar um síðir, i því að leiknum
lýkur, og í hljómi hennar er frelsi
falið.
Guömundur Jónsson fer með hlut-
verk gamla mannsins, og segja
mætti mér að þetta hlutverk verði
þegar frá líður talið hámark á
frægum ferli söngvarans — þar sem
látleysi og einlægni persónulýsingar-
innar bar uppi, ef unnt er að taka svo
til orða, hina mikilfenglegu söng-
rödd. Allt í einu skildi ósöngvinn
maður hugtakið „dramatísk tónlist”
af því að hlusta á Guðmund. Tísku-
drósin er tvískipt hlutverk —
danskona, Helena Jóhannsdóttir,
lýsir hinu ytra gervi hennar, en söng-
kona, Olöf Kolbrún Haröardóttir,
innra manni. Olöf Kolbrún er
áreiðanlega mikilshæf dramatísk
söngkona: Það er svo augljóst mál af
til dæmis hlutverki hennar í Sígauna-
baróninum, hvernig hún sker sig úr
þeirri annars skemmtilegu sýningu.
Þess vegna kann hlutverk hennar í
Silkitrommunni að virðast van-
þakklátt fram eftir öllum leik, haft
til hliðar en ekki í frammi. En seinni
hluta leiksins fær söngkonan sinn
dramatíska rétt í tvísöng þeirra
Guörnundar Jónssonar í Niflheimi,
einhverju fegursta leikatriði sem ég
hef lengi séð á sviði.
Það er engin ástæða að orðlengja
þetta: aldrei slíku vant sat maður
heilshugar hrifinn í leikhúsinu, kom
allshugar glaður heim að leik
loknum. Svona á að ganga á lista-
hátíðum. Ásamt AtlaHeimi og Sveini
Einarssyni, Gilbert Levine og Sin-
fíníuhljómsveitinni ber um síðir að
þakka Sigurjóni Jóhannssyni og
Helgu Björnsdóttur: leikmynd og
búningar eiga sinn rikulega þátt í
þeirri veislu sem hér var fram reidd
fyrir sjón og heym og hug manns
allan.
Ég fór með undrun og áhuga í leik-
húsið, hlakka reglulega til að sjá
sýninguna aftur, og hef í rauninni
aðeins eitt orð að segja við þá sem
heyra vilja: farið nú öll í óperuna!
Við vekjum athygli á því að auk þess að bjóða upp á landsins
mesta úrval íslenzkra hljómplatna og kassetta, erum við með
allar nýjustu erlendu hljómplöturnar ásamt kassettum. Einnig
eldri erlendar plötur og kassettur.
Dagana 14.—19. júní bjóðum við viðskiptavinum sérstakan
sumarafslátt 10—80%.
Nú ættu allir að nota tœkifærið og byrgja sig upp af kassettum og
plötum fyrir sumarið. Lítib inn — verið velkomin
Gallery Lœkjartorg
m
<g>alkn>
£ækjartora
Sími 15310
Hafnarstrœti 22.
MEIRIHÁTTAR SUMARAFSLÁTTUR
Á ÍSLENSKUM OG ERLENDUM KASSETTUM
OG HUÚMPLÖTUM DAGANA 14.-19. JÚNÍ.
Á
10 60S
SUMAR-
AFSLÁTTUR
NÚ ER
TÆKIFÆRIÐ AÐ
BIRGJA SIG UPP
AF HLJÚMPLÖTUM
OG KASSETTUM FYRIR
SUMARIÐ Á
FRÁBÆRU VERÐI
GALLERY
LÆKJARTOR
VIÐSKIPTAVINIR
VERIÐ VELKOMNIR
Ath. Kassettu- ogpfötutöskur ísumarfríið.
LOKSINS
eru sérsniðnar hlífar fyrir borðstofu-
borð fáanlegar á íslandi.
Verndið vandaða borðstofuborðið yð-
ar með ,,Decorator color range” hlíf-
um sem þola hita, vökva og alkóhól.
Hlífarnar eru sérsniðnar til þess að
passa á allar stœrðir og gerðir borða.
Aukþess að vernda borðið eruþœr til-
valdar til hvers konar nota, t.d. spila-
mennsku o.s.frv.
Pantið tíma og fáið reyndan sérfrœð-
ing okkar til þess að koma og mœla
borðplötuna ykkar á ykkar eigin
heimili.
A. HANSEN OG CO.
Sími 46120