Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 9
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 7. JUNI1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 200 ísraeiskir skriðdrekar ráðast inn f Líbanon: BEAUFORTVÍGIFALUD IHENDUR ÍSRAELSHERS —Ætlum að hrekja skæruliða 40 kflómetra inn í Libanon, segir Begin Sýrland lof- araðverja Líbanon Hafez AI-Assad, forseti Sýr- lands, hefur skýrt Y asser Arafat, leiðtoga Palestínuskæruliöa, og Elias Sarkis, forseta Líbanon, frá því að Sýrland muni gera allt sem í þess valdi standi til að vemda Líbanon frá árásum Israelsmanna. Hann skýrði þeim Arafat og Sarkis frá þessu í símtölum á sama tíma og fréttir bárust af því að átök væru hafin á milli Israels- manna og hersveita Sýrlands í Líbanon. Sýrlendingar hafa 30 þúsund manna herlið í Líbanon til þess að halda uppi friði þar. Umboö þetta fengu Sýrlendingar frá Araba- bandalaginu eftir að stjómin í Damaskus ákvað að skerast í leikinn í borgarastyrjöldinni í Líbanon 1975—76. Palestínskar heimildir sögðu að slegið hefði í brýnu á milli Israelsmanna og Sýrlendinga í Bekaadalnum í Suður-Líbanon. Palestínska fréttastofan Wafa treysti sér þó ekki til að staðfesta þetta. Öryggisráð SÞ þingar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöld að krefjast þess að Israelsmenn drægju hersveitir sínar frá Libanon þegar í staö og án skilyrða. Jafnframt var þess krafizt i samþykktinni að aliir deiluaðilar hættu þegar í staö hernaðarátökum i Libanon og á landamærum Israles og Líbanon. Israelski herinn tilkynnti í morgun að hann hefði náð Beaufort-víginu á sitt vald. Það hefur á undanfömum ár- um verið höfuðvigi Palestínumanna í Suður-Líbanon. I yfirlýsingu hersins, sem var birt klukkan sex i morgun að staöartíma, sagöi að ísraelska herliðiö hefði náð fjölmörgum búöum skæruliða Pale- stínuaraba á sitt vald i nótt, þar á meðal Beaufort-virkinu. Israelsmenn hafa litiö á Beaufort- virkið sem alvarlega ógnun við sig á liönum árum. Virkið stendur á hæð sem gnæfir yfir Litani ánni í um 400 metra hæð. Þaöan hafa Palestínu- skæruliðar oft haldið uppi eldflauga- árásum á norðurhluta Israeis. Beaufortvirkið féll þannig í hendur Israelsmönnum innan við tuttugu klukkustundum eftir að ísraeiski her- inn réðst inn í Líbanon með um 200 skriðdrekum og þúsundum landgöngu- liöa. Bardagar stóðu í alla nótt í Suður-Lí- banon er ísraelski herinn hélt áfram för sinni lengra inn í landiö i samræmi við það markmið sem Begin forsætis- ráðherra Israels hefur lýst, að skæru- liðar Palestínumanna skuli hraktir 40 kilómetra inn í Libanon. Herförina kalla Israelsmenn ,,Frið fyrir Galí- leu”. Talsmaður israelska hersins vildi ekki tjá sig um fréttir frá Damaskus þess efnis að slegið hefði í brýnu á milli ísraeiska innrásarliðsins og sveita úr sýrlenzka hernum við Jarmaq, Berg- hoz og á vegamótum nærri bænum Hasbaya. Sveitir Israelsmanna í Golan-hæðum ' ; ' | ■■ hafa fengið fyrirmæli um að vera í við- bragðsstööu ef bardagar kynnu að brjótast útá landamærumSýrlands. Israelska innrásaliðið var stutt af öflugum loftárásum ísraelska flug- hersins á búðir skæruliða i Suður- Líbanon. Vitni sögðu að ísraelsku her- sveitimar heföu farið yfir Litaniána á fjölmörgum stöðum. I innrás Israels- manna 1978 héldu hersveitir þeirra að Litaniá og virðist því sem innrás þeirra nú sé stærri í sniðum en þá. Talsmenn Israelshers hafa ekki viljaö lýsa gangi innrásarinnar fram til þessa og ekki skýrt frá því hversu margir hafi faliiö. Ibúar í norðurhéruðum Israels hafa dvalizt í loftvarnabyrgjum siöastliön- ar þrjár nætur enda hafa hundruð sprengikúlna sprungið þar yfir helg- ina. Israelska ríkisstjómin kom saman í gærkvöldi til að hlýða á skýrslu Ariels Sharons varnarmálaráðherra af gangi mála. Begin forsætisráðherra var ekki á fundinum. Hann var á landamærun- um við Líbanon til að fylgjast með átökunum. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Israelskar skriðdrekasveitir í Lfbanon. Begin, forsætisráðherra tsraels, sagði að markmiðið væri að hrekja sksrnliða Paiestinumanna 40 kQómetra inn í Libanon svo þeir gætu ekki haldið uppi órásum á norðurhéruð tsraels. DATSUN LAUREL Frábœr bíll á frábœru verði. Bjóðum Datsun Laurel SGL semt Laurel bensín, sjálfsk Verö ca kr. 157.000 Tilboðið stendur aðeins út þessa viku Ingvar Helgason Vonarlandí .Sogamýri 6 simi 33560 Varahlutaverslurt Rauðagerði Símar: 84510 & 84511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.