Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 7. JUNI1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sviptingar á stjómmálasviðinu í ísrael: Fimmti hver þingmaöur vili skipta um flokk —efaukin áhrifog metorð eruíbodi Viðræður hefjast Allt frá því að stjóm Menahems Begins í Israel var endurkosin fyrir ellefu mánuðum hefur baráttan milli hans og Simons Peres leiötoga stjómarandstöðunnar, veriö ákaf- lega hörö og þrásinnis hefur minnstu munaðaðstjómin félli. Stjóm Begins studdist við aðeins eins atkvæðis meirihluta í Knesset, ísraelska þinginu.Hins vegar hafa skoðanakannanir verið stjórn hans hagstæöar og þess vegna hefur Begin verið f ylgjandi því að kosningar fæm fljótlega fram á ný og treyst því að þá myndi hann tryesta stööu sína frekar. Peres ekki spenntur fyrir kosningum Peres hefur á hinn bóginn ekki veriö spenntur fyrir kosningum en frekar reynt að vinna meirihluta í þinginu sjálfu. I síðustu viku, þegar fimm ár voru liöin frá því aö Verka- mannaflokkurinn hrökklaðist frá völdum í Israel, missti Begin í raun þingmeirihluta sinn þegar tveir af liðsmönnum hans úr Likudbanda- laginu sögðu skiliö við bandalagið og gengu til liðs við Verkamanna- flokkinn. Það þýðir að stjórnarand- staðan hefur raunverulega 50 þing- menn að baki sér en stjórn Begins aðeins46. Engu að síður mistókst fyrsta tilraun stjómarandstöðunnar eftir þetta til að fá samþykkt vantraust á stjóm Begins. 57 þingmenn greiddu vantraustinu atkvæði sitt, 58 voru á móti og þrír sátu hjá. Þetta lýsir vel þeim margháttaða klofningi sem er innan fylkinga þingsins og em mun flóknari en svo að allar þær fylkingar verði i raun flokkaðar með eða móti stjórn Begins. Tehiya hefndi fyrir Sinaí Hinn mjög svo þjóðernissinnaði Tehiya-flokkur greiddi tvö af þremur atkvæðum sínum með vantraustinu og vildi með því móti hefna fyrir að stjómin skyldi skila Sinaískaganum til Egypta. Tveir þingmenn Telems- flokksins (flokks hins látna Moshe Dayans) og einn þingmaður Tehiya björguðu lífi stjórnarinnar með því að greiða ekki atkvæði. Tveir þing- menn voru f jarverandi. Verkamannaflokkurinn mun að sjálfsögðu halda áfram að bera fram vantraust á stjórn Begins þar til það ber árangur. En Peres á vafalaust eftir að finna fyrir því að erfitt getur reynzt fyrir hann að starfa með hinum tveimur nýju liðsmönnum sínum og ekki er ótrúlegt að þeir eigi eftir að valda honum vandræðum. Báöir voru þeir nefnilega hluti af harðlínuarmi Likud-bandalagsins. Annar þeirra, Ammon Linn, lenti upp á kant við bandalagið vegna þess að því hafði ekki tekizt að uppræta áhrif Frelsissamtaka Palestínu- araba, PLO, á vesturbakkanum og þjóðemistilhneigingar araba í Israel. Hinum þeirra sinnaðist við stjómina þar sem honum þótti hún ekki sýna nægilega hörku í varnarmálum. Peres býður ráðherraembætti Verkamannaflokkurinn hafði lofaö að stofna ráðherraembætti er hefði með höndum stjórn á málefnum ara- bísku héraðanna og jafnframt heitið því að Linn fengi að gegna þessu embætti. Einnig var Peretz lofað öruggu ráðherraembætti. Þessi loforð hafa vakið mikla reiði þeirra sem lengst standa til vinstri innan Bandaríkjamenn og Sovétmenn minnki um þriðjung kjamaodda- birgðir sínar. Og að helming þeirra megi hafa á langdrægum eldfalug- um. Viðbrögð Brésnefs Sovétmenn vísuðu hugmyndum Reagans á bug í fyrstu. Þó sagöi Brésnef nýlega í ræðu að tilboð Reagans væri spor í rétta átt. Lagði leiðtoginn m.a. annars til að þjóð- imar hættu framleiðslu á kjarnorku- vopnum á meðan á viöræðum stæði. Hann bauðst til þess að Sovétmenn flyttu allar SS 20 meðaldrægu eld- flaugarnar í burtu frá svæðinu austan við Uralfjöll. Frá því svæði draga flaugamar að skotmörkum í V-Evrópu. LítH hrifning í U.S.A. Bandaríkjamenn hafa lítt tekið undir þessar tillögur Brésnefs. Fullyrða stjómvöld þar í landi að stöðvun framleiðslu kjarnorkuvopna í skamman tíma myndi einungis staðfesta forskot Sovétmanna í víg- búnaöarkapphlaupinu og að „frystingin” myndi letja austan- menn til minnkunar birgða ger- eyðingarvopna. Að auki benda þeir á að Sovétmenn geti hvenær sem er og með lítilli fyrirhöfn flutt flaugamar Begin, forsætisráðherra, og Peres, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, ræðast við, í góðu að því er virðist. Verkamannaflokksins. Það sem heldur Verkamanna- flokknum saman þrátt fyrir þetta er sameiginleg löngun þingmanna flokksins aö komast til valda á ný. En útlitið fyrir flokkinn er alls ekki gott. I fyrsta lagi hefur aldrei gróið um heilt á milli Peresar, og Rabins, fyrrverandi forsætisráöherra í stjóm Verkamannaflokksins. Þar við bætist að megn óánægja er í röðum liðsmanna Mapams, mann- réttindafylkingarinnar í vinstri væng flokksins, og þeirra sem hóf- samastir eru í afstöðunni til Pale- stínuaraba. Fiokkabönd riðiast Koma þessara fyrrverandi liðsmanna Likuds til Verkamanna- flokksins kann að hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar í för meö sér. Meðal þess sem gæti gerzt væri þaö að vinstri vængur Verkamanna- flokksins klyfi sig út úr f Iokknum. Þá myndi meginhluti Verkamanna- flokksins færast nær miöju ísra- elskra stjómmála og fyndi þá vafa- laust til aukins skyldleika Frjáls- lynda flokksins innan Lukudbanda- lagsins. Frjáíslynda vantar formann Innan Frjálslynda flokksins er einmitt mikill áhugi á því að losna undan formennsku Begins og starfa í þess staö í sérstökum miðjuflokki er stæði gegn klerkaveldinu og legði áherzlu á fr jálst framtak. Vandi Frjálslynda flokksins felst einkum í því að hafa ekki á að skipa neinu nægilega sterku formannsefni. Lausn á því vandamáli gæti falizt í því að biðla til óánægðra Likud- manna eins og Ezer Weizmans, fyrmm vamarmálaráðherra, eða Samúels Tamir, fyrrum dómsmála- ráðherra. Herut-flokkurinn, flokkur Begins innan Likud-bandalagsins, myndi þá færast enn lengra til hægri. Þannig ætti hann að vera fær um að ná til sín a.m.k. hluta af Tehiya- flokknum og hauka úr röðum Verka- mannaflokksins. Einnig ætti hann þá betur að ná til Þjóðlega trúar- flokksins. Talið er að a.m.k. fimmti hluti ísraelska þingsins, Knesset, sé opinn fyrir tilboðum frá öðram flokkum en þeir skipa nú, svo framarlega að það skapi þeim aukiö svigrúm og áhrif í þinginu. Meðan viðræður fara fram við þá eru þeir líklegir til að koma í veg fyrir lagasetningu sem leysti upp þingið og boðaði til kosninga. -GAJ. Viðræður um afvopnunarmál hafa verið lítt árangursríkar síðan sam- skipti vesturs og austurs versnuðu vegna Afganistan — og síöar Pól- landsmálanna. Ronald Reagan hefur ætíð lýst sig andstæöan Salt 2 samkomulaginu. öldungadeildin hefur verið á sama máli. Hún hefur aldrei staðfest samninginn. 1 raun og veru hafa Bandaríkin og Sovétríkin þó fylgt samkomulaginu. Friðar- hreyfingar í Evrópu og vaxandi fylgi viö málstað þeirra í heimalandinu hafa orðið til þess að Reagan hefur boðið upp á viöræður. Bandamenn Reagans í Evrópu hafa haft þungar áhyggjur af frumkvæðisleysi Bandaríkjamanna í afvopnunar- málum undanfarin misseri. Það er því engin tilviljun að Reagan lagði fram tillögur sínar um nýtt sam- komulag skömmu fyrir fund sinn með æðstu mönnum NATOríkja í þessum mánuði. Tiiiögur forsetans Reagan lagði fram vissar hug- myndir um afvopnun í ræöu sem hann hélt í Eureka í Illinois í síðasta mánuði. I tillögum forsetans felst að fíeagan atti frumkvæð/ð að nýjum viðræðum. bug. á fyrri stöðvar. Kennedy öldunga- deildarþingmaður hefur látið í ljós efasemdir um tillögur Brésnefs. Samt sem áður hefur hann sett svipaöar hugmyndir fram hvað varðar stöövun á framleiöslu vopn- anna. I/iðræður hefjast Þjóðarleiðtogamir virðast vera um fátt annað sammála en nauösyn þess að ræðzt sé við. Viðræður um takmörkun og niðurskurö á kjam- orkuvopnabirgðum (START) hefjast í lok mánaðarins í Genf. Reagan hefur lofað að Bandarík jamenn haldi ákvæöi SALT 2, geri Sovétmenn slíkt hiö sama. Líklegt er talið að utan- ríkisráðherrar landanna, Haig og Gromyko, hittist á afvopnunarráð- stefnu S.Þ. til þess að undirbúa jarð- veginn. Reagan hefur upplýst aö í skrif- legu svari Brésnefs við tillögum hans komi fram að hann sé samþykkur þeirri hugmynd Bandaríkjaforseta að leiðtogamir hittist að máli. For- setinn hefur ekki viljað greina nánar frá svari Brésnefs að öðra leyti en því að engin dagsetning hafi verið ákveðin fyrir fund þeirra. Afvopnun- armál:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.