Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 11
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 7. JUNI1982. 11 „Ég er alæta á alla myndlist” segir Guðmundur Björgvins- son myndlistarmaður Hann heitir Guömundur Björg- vinsson og er myndlistarmaður af yngri kynslóðinni. Hann er ólærður í listinni, fyrir utan nokkur námskeið. sem hann sótti í Bandarikjunum, er hann dvaldist þar um skeið. Siðustu „Geysileg gróska í myndllst á tslandl f dag,” Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður. (DV-myndBj. Bj.) fjögur ár hefur hann helgaö sig myndlistinni og „svona skrimtir” að eigin sögn. Hann hefur haldið nokkrar sýningar, bæði í Reykjavík og úti á landi. Aö undanfömu hefur hann sýnt 57 verk, unnin með bland- aðri tækni í Gallerí Lækjartorgi. „Viðbrögðin? — Þau hafa veriö ágæt. Annars er geysileg gróska í myndlist á Islandi í dag, næstum annar hver maður sem titlar sig myndlistarmann. Samkeppnin erþví býsna hörð. Áður fyrr voru mynd- listarsýningar viðburður og menn lögöu land undir fót til að sækja þær, en nú verða menn að velja og hafna. Inn í þetta kemur að blöðin beina fólki inn á vissar brautir,” sagði Guðmundur. — Hvar stendur þú sjálfur í þeirri baráttu? „Eg er einhvers staðar í miðjunni, hvorki lof aður né úthrópaöur. ’ ’ — En hvað eru „góð” viðbrögð í þínumhuga? „Það er auðvitað bezt fyrir budduna að allt seljist, hins vegar finnst mér skipta mestu máli að myndir mínar höfði til fólksins, að ímyndunaraflið fari úr böndunum, aöfólkiðlifisig innímyndirnar.” — Hvaðerþað semþúfæstvið? „Mínar myndir eru mitt á milli raunsæis og abstrakts.” — Hvaða myndlistarmenn meturðu mest? ,,Ég er hrifnastur af Picasso, Matisse og Francis Bacon af erl- endum vettvangi, reyndar hefur verið sagt að í verkum mínum gæti vissra áhrifa frá þeim siðastnefnda. Af innlendum myndlistarmönnum er ég hrifnastur af Flóka, Gunnari, Emi og Hringi Jóhannessyni. Annars er ég alæta á alla myndlist og ligg mikið yfir listaverkabókum af öllutagi.” — Nú ertu ekki langskólagenginn á myndlistarsviðinu og hefur ekkert próf. Hvernig hefur þér verið tekið af öörum myndlistarmönnum? „Eg hef verið tekinn gildur, en er þó utangarösmaöur að vissu leyti. Ég fór ekki þessa hefðbundnu leið í gegnum Myndlistarskólann og er ekki inni í neinni svoleiðis „klíku”. Hins vegar fylgist ég vel með því, sem aðrir eru að gera og fer mikið á my ndlistarsýningar. ” — Fæstu viö eitthvert annað '.istform? „Já, ég hef skrifað smásögur í ýrnis tímarit og á tvær skáldsögur tilbúnar. önnur þeirra fjallar um bankastarfsmann, sem lifir mjög fábreyttu og einangmðu iífi, og er bókin saga þessa manns. Hin er nokkurs konar uppgjör mitt við trúarbrögð ýmiss konar, dulspeki, jógaogandakukl. Eg vareinusinniá kafi í slíku og þvílíku, þótt ég hafi aldrei „dottið í það”, eins og þar stendur. Reyndar byrjaði ég á að gera myndir um þetta leyti, þetta voru einskonar táknmyndir sem svo þróaðist út í hreint raunsæi.” — Ertu afkastamikill listamaður? „Já, ég býst við því, ég er svo- kallaður skorpumaöur. Vinn eins og brjálæðingur og slappa af þess á milli, en þaö verður að segjast eins og er aö ég held ég sé meiri mynd- listarmaður en rithöfundur,” sagði Guðmundur Björgvinsson. -KÞ. Ferðamála- fulltrúi Vesturlands: „Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur feröamálafulltrúi er ráöinn fyrir ákveðinn landshluta. Hlutverk ferðamálafulltrúa er að samræma starfsemi þeirra sem vinna að ferðamálum á Vesturlandi og safna upplýsingum um ferðamannaþjónustu á svæöinu”, sagði Benedikt Jónsson, nýráöinn ferðamálafulltrúi Vestur- lands, í samtali við DV. HAKI—\ íram) Vinnupallar tíísölu og ieigu Einfaidir — traustír — hagkvæmir. 'B BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitiá rtánari upplýsinga oó Sigtúni 7 Simii20022 Saf nar upplýsingum um alla ferðaþjónustu Starf Benedikts var stofnað að tilhlutan Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og þeirra aðila sem sjá um þjónustu við feröamenn á svæðinu. Benedikt tók við starfi ferðamála- fulltrúa þann 1. júní og framundan eru mörg verkefni. Hið fyrsta verður ferð um allt Vesturland í þeim tilgangi að safna skipulega upplýsingum um feröamannaþjónustu í þessum lands- hluta. Að upplýsingasöfnun lokinni verður gefinn út bæklingur með fróð- leik um hótel, tjaldstæöi, sumarhús, sögufræga staði, laxveiðiár, sam- göngur á sjó og landi og hvað annaö sem ferðamannshjartað kann að girnast. Bæklingur þessi mun svo liggja frammi á ölium stööum sem ferðamennsækja á Vesturlandi. Benedikt sagði að öllum væri hjartanlega velkomið að ferðast um Vesturland, en í fyrstu yrði upplýsingadreifing miðuð við innlenda feröamenn. Astæðuna fyrir þessu kvað hann vera að starfið við upplýs- ingamiðlunina væri í mótun og íslenzki markaðurinn væri hæfilegur biti í byrjun. Benedikt kvaðst fullur áhuga á nýja starfinu og vonaðist til að sumarið 1982 yrði gott ferðaár á Vesturlandi. Góðæris væri líka að vænta ef tekið væri tillit til þess hve margt þessi landshluti hefði upp á að bjóða. Opinbert aðsetur ferðamálafulltrúa Vesturlands veröur á skrifstofu Sam- taka sveitarfélaga í Vesturlands- kjördæmi. -SKJ. @ VÉIADEILD SAMBANDSINS Armúla 3Reykjavk 'ÚXX£<i.lSími3890Q BUICK SKYLARK jecyl.Ltd. '81, 280.000 OLDSM. CUTLASS BROGHAM DlSIL ■79,150.000 ALFA-SUD '78 55.000 GALANT 1600 GL. '80,105.000 CHRYSLER LE BARON 4D 79, 205.000 CH. MALIBU SEDAN 79,140.000 FORD FUTURA sjólfsk. 78,115.000 M AZDA 929 '80,115.000 DATSUN CHERRY '80,85.000 OPEL ASCONA sjólfsk. 78,100.000 OPELMÁNTA sjólfsk., 77,95.000 FORDESCORT 78, 70.000 CHEVROLET DATSU N 280 C dísil '81.170.000 iTOYOTA COROLLA ST. '80,95.000 HONDA CIVIC sjðlfsk. '81,120.000 CH. Malibu CL ST. 79,170.000 RANGEROVER 76,170.000 CH. CAPRICE CLASSIC 79.220.000 TOYOTA CROWN 1 disil, '80,150.000 M. BENZ300 5 cyl., '80,250.000 MAZDA 929 78,80.000 DATSUN DÍSIL '80,160.000 CH. MALIBU 2D CL 78,140.000 CH. MALIBU CLASSIC 79,170.000 CH. NOVA6CYL. sjólfsk., 78,110.000 M. BENZ300D 79,220.000 □PEL OLDSM: DELTA ROYAL D 78,140.000 CH. MAILBU st. '81, 280.000 MAZDA121 7887.000 CH. MALIBU 7033.000 CH.CHEVETTE 79 90.000 OPELASCONA '77.90,000 MAZDA929 76,67.000 CH. MONTE CARLO 79,210.000 SCOUT TRAVELLER disil '80,350.000 LAND ROVER disil, lengri gerð 5 d. 77, 130.000 SCOUTII 4 cyl., Pick-up, '80,160.000 SIMCA 1307 77,48.000 CH. SENDIFERÐA, lengri gerð, 79,175.000 HONDA ACCORD '81,4 d„ 135.000 MAZDA 323 5d.,'80,85.000 SUBARU 4x4 '80,120.000 CH. CAPRICE CLASSIC 78,180.000 OPIÐ LAUGARDAG kl. 13-17 Beinn simi 39810 ^ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúia 3 Reykjavik 'uuLAHtc+i i Simi38900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.