Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 7. JUNl 1982.
MwiAÐaÆmm
hjálst, aháð dughlad
Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðiun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sfmi 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskriftarverð á mánuði 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr.
Stríðsglaðir virkisbúar
Israelsmenn hafa dálæti á fjallavirkinu Massada viö
Dauöahaf, þar sem flokkur gyöinga baröist til síðasta
manns gegn óvígum her Rómverja. Gestum og ferða-
mönnum í Israel eru sagðar þjóðsögur og ævintýri frá
Massada.
1 viöskiptum við nágrannaríkin virðast Israelsmenn
haldnir eins konar Massada-duld, þar sem allt Israel er
eins konar virki, umkringt herskörum fjandsamlegra
araba, er bíða færis að taka virkið og hneppa þjóðina í
þrældóm.
ísraelsmenn hafa ástæðu til grunsemda í garð ná-
grannaríkjanna. Þau réyndu að kæfa Israel í fæðingunni
og efndu síðan til ófriðar við það. En smám saman náðu
Israelsmenn undirtökunum, svo sem bezt kom í ljós í sex
daga stríðinu.
Þeir hafa unnið stríðin, en hafa átt erfitt með að vinna
friðinn. Þeir hafa ekki haft lag á að skapa sér friðsamlegt
umhverfi með því að rækta bætta sambúð við araba. Þeir
hafa ekki getað losað sig við Massada-duldina.
Örlagaríkast var, að samsteypa hægri flokka undir for-
ustu Menachem Begin tók við stjórnarforustu af verka-
mannaflokki Ben Gurion og Goldu Meir. Áður hafði örlað
á sáttfýsi í garð nágrannanna, en nú tók stífnin völdin.
Begin fékk kjörið tækifæri, þegar Sadat Egyptalands-
forseti hóf friðarsókn með heimsókn til Jerúsalem árið
1977. Henni lauk með friðarsamningi að undirlagi Carter
Bandaríkjaforseta. Öflugasti nágranninn var ekki lengur
svarinn óvinur.
En samkomulagið í Camp David varð aldrei að grund-
velli friðar og sáttfýsi á landamærum Israels. Begin
skorti víðsýni og hugrekki til að koma út úr sínu sálræna
Massada-virki og byggja á þeim grunni, sem Sadat og
Carter höfðu lagt.
I frelsisstríði Israels var Begin foringi f remur illa þokk-
aðra skæruliða. Hann virðist ekki hafa getað losað sig við
uppeldið þaðan. Ruddaskapur hans hefur komið skýrt
fram í endurteknum og tilhæfulausum árásum á Schmidt
Þýzkalandskanslara.
Fyrir þingkosningarnar í fyrra var meirihluti Begins í
bráðri hættu. Hann fann þá upp á því óþokkabragði að
hefja loftárásir á nágrannana til að æsa upp þjóðemisvit-
und heima fyrir og slá skjaldborg um þingmeirihlutann.
Það er gamalt bragð óprúttinna ríkisleiðtoga að dreifa
athyglinni frá innanlandsmálum með því að hefja ófrið út
á við. Þetta gerði Galtieri hershöfðingi nýlega í Argen-
tínu. Og þetta gerði Begin einmitt í Israel í fyrra.
Með því að æsa upp frumstæðar hvatir heimamanna
tókst Begin að halda forsætisráðherrastólnum. En jafn-
framt eyðilagði hann áratuga viðleitni betri manna við að
koma á eðlilegum samskiptum þjóða fyrir botni Miðjarð-
arhafs.
Innrás Begins í Líbanon um helgina er í samræmi við
önnur vinnubrögð hans. Friðinn getur hann ekki unnið,
heldur sáir hann eitrl haturs, hvar sem flugvélar hans og
skriðdrekar fara yfir. Og þetta Massada hefur þjóð
hans kosið yfir sig.
Margið Vesturlandabúar hafa dáðst að dugnaði
Israelsmanna við að byggja upp landið og breyta eyði-
mörkum í aldingarða. Samúð heimsins var með Israel
langt fram yfir sex daga stríðið. En á síðustu árum hefur
Begin rifið hana í tætlur.
Hið vígvædda og stríðsglaða Massadanútímans, Israel,
er gífurlegur siðferðisbaggi á Vesturlöndum. Það heldur
uppi óeðlilegri spennu milli arabískra og vestrænna ríkja,
einkum Bandaríkjanna, sem hafa látið Begin teyma sig
út í kviksyndið.
NÝ HEFD: HJÓL-
REIDADAGURINN
Sunnudagurinn 23. maí sl. varö
mörgum eftirminnilegur. Hinir
mörgu eru þúsundir manna á
ýmsum aldri, sem tóku þátt í
Hjólreiðadeginum mikla í Reykja-
vík og nágrenni.
I fyrra var riðið á vaðiö með
Hjólreiðadag í Reykjavík, en nú
slógust fleiri í hópinn, nefnilega
börn, unglingar og fullorðnir í Kópa-
vogi, Garöabæ, Hafnarfirði, á Sel-
tjamarnesi og í Mosfellssveit. Hjól-
reiðadagurinn er haldinn á vegum
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra,
en driffjöörin við skipulagningu
dagsins og formaður undirbúnings-
nefndar er Sigurður Magnússon,
framkvæmdastjóri styrktar-
félagsins.
Þennan góðviðrisdag var lagt af
stað frá skólum í heimahverfum, 15
brottfararstöðum alls, og var hjólaö
á Laugardalsvöll miskrókótt eftir
nálægðskólans við völlinn, þannig að
allir lögðu að baki svipaða vegalengd
á áfangastað, 10—12 km. Giskað er á,
að um 5 þúsund manns hafi tekið þátt
í hjólreiðunum.
Tilgangurinn með Hjólreiða-
deginum er tvíþættur. I fyrsta lagi
útivist, holl hreyfing og skemmtileg
tilbreyting, en í öðru lagi stuðningur
við gott málefni. I fyrra safnaðist
mikiö fé til stuðnings málefnum
lamaðra og fatlaðra, en að þessu
sinni verður söfnunarfénu varið til
styrktar öldruðum, gamla fólkinu.
Hjólreiðamenn eiga því það
mikilvæga erindi á völlinn að koma
áleiðis fégjöfum, sem þeir hafa
safnaö meöal fólks, heima, í ná-
grenni sínu eða á vinnustað o.s.frv.
Kynning og söfnun
Allumfangsmikil kynning hafði
farið fram í skólum og naut undir-
búningsnefnd velvildar og aðstoðar
skólastjóra og kennara, þrátt fyrir
prófstemmningu í skólum um þessar
mundir. Undirtektir nemenda voru
góðar og mörg hundruö nemendur
útveguðu sér söfnunarspjöld. Ein-
sýnt var að þátttaka yrði góð.
En þrátt fyrir góöar undirtektir í
skólunum og myndarlegar aug-
lýsingar í blöðum siðustu dagana,
var nokkuö óvíst, hversu til tækist.
Af eðlilegum ástæðum átti fréttin af
væntanlegum Hjólreiðadegi bágt
með að berast til almennings um
blöð, útvarp og sjónvarp — blaöa-
menn og aðrir höfðu öðrum hnöppum
að hneppa: holskefla kosninga-
leiksins f æröi allt annað í kaf.
Það var því þeim mun
ánægjulegra að sjá á Hjólreiöa-
daginn, að kosningaglíman hafði
ekki komið að sök. Fréttin um Hjól-
reiðadaginn hafði borist frá skólun-
um og þaðan frá manni til manns —
og ekki ber að vanmeta þær mínútur
og þá fersentimetra, sem fjölmiðlar
höfðu aflögu, þrátt fyrir segulmagn
kosninganna.
Hvert hundraöið kom í slóð
annars hjólandi inn á völlinn, flestir
færandi hendi, og söfnuðust yfir 500
þúsund krónur. Margir höfðu safnaö
og enn fleiri gefið, og ber hin háa
upphæð vitni um ótal spor stigin í
þágu málefnisins: látiö öldruðum
líða vel. Hér má því mörgum þakka
og mun dugnaður þeirra sem
söfnuðu og rausn þeirra sem gáfu
bera góöan ávöxt næstu mánuði.
Dagurinn
rennur upp
Ýmislegt var til skemmtunar og
afþreyingar ungu hjólreiðafólki á
Laugardalsvelli Hjólreiðadaginn.
Margir lögðust á eitt í fjölþættum
undirbúningi, fórnuðu tíma og vinnu
til stuönings Hjólreiðadeginum. Sér-
staklega ber að nefna hlut umferðar-
lögreglunnar í þátttökubæjunum, en
án hennar væri ekki hægt að halda
Hjólreiðadag.
DV og önnur blöð hafa áður
tilgreint marga aöra, sem hlupu
undir bagga. Þaö yrði langur listi að
öllum töldum, en þar á meðal voru
t.d. Svölumar (félag flugfreyja),
Kvennadeild Styrktarfélagsins, bíl-
stjórar hjá Nýju sendibílastöðinni,
en þeir síöasttöldu fylgdu á bílum
sínum í humátt á eftir reiðhjóla-
lestunum, einn sendibíll með hverri
til að vera til taks, ef innbyrða þyrfti
einstaka óheppinn hjólreiöakappa
með sprunginn barða eöa þrotiö
þrek. Bílstjóramir vom þarna í sjálf-
boðavinnu eins og margir aðrir.
Framhald?
Margt fór betur en í fyrra, en
sumt er enn í molum og í mótun. En
auðséð er, að það verður ekki aftur
snúið. Þúsundir manna, einkum
unglingarnir, vilja Hjólreiðadaginn,
— og söknuðu hans, ef hann yrði ekki
haldinn þriðja sinnið næsta vor.
Vel getur verið, að Hjólreiða-
dagurinn verði með öðru sniði næst.
Mikil örtröð var sums staðar á Laug-
ardalsvelli á Hjólreiðadaginn. Að
dómi Sigurðar Magnússonar fram-
kvæmdastjóra virðist Hjólreiða-
dagurinn hafa sprengt af sér Laug-
ardalsvöllinn: Hann nægir ekki
lengur og kannski væri því hentugast
aö dreifa mannskapnum á fleiri á-
fangastaði eða velja annað svæði,
stærra, fyrirhátíðsemþessa.
Þátttakendum mun fjölga,
börnum, unglingum og fullorðnum —
hjólreiðamönnum, og einnig þeim
sem taka þátt með öörum hætti:
gefa af tíma sínum eða af peningum
sínum, mikið eða lítiö. Giskað hefur
verið á, að um 40 þúsund manns hafi
þannig átt hlutdeild í síðasta
Hjólreiðadegi, beint eða óbeint.
Minna bensín,
betri heilsa
Ekki sakar aö minna ráðamenn á,
aö það yrði margvíslegur á-
vinningur, ef íbúar bæjanna gætu
farið feröa sinna á hjóli, þegar vel
viðrar. Því miður hefur slikt
allmikla hættu í för með sér nú og
svo verður þar til yrðu gerðar sér-
stakar hjólabrautir, engu síður en
götur fyrir bíla. Almenn notkun
A „Hjólreiðadagurinn virðist hafa sprengt
w af sér Laugardalsvöllinn, ’ ’ segir Þór
Jakobsson í grein sinni.
Hjólbarði er ekki
bara „hjóibarði”
þeir væru bara úr gúmmíi myndu
þeir blásast út eins og blöðrur og
ekki halda neinu lagi. Gúmmíið í
barðanum er steypt utan um eins
konar burðargrind úr sveigjanlegum
þráðum og fyrirkomulag þessara
þráða í barðanum kallast byggingar-
lag.
Byggingarlag dekkja er í
meginatriðum þrenns konar:
1. Diagonal (CrossPly-BiasPly)
(Mismunandi nöf n á sama
, byggingarlagi).
2. Bias Belted (Belted)
3. Radial — Belted (Radial).
Elsta útgáfan og sú sem enn er al-
gengust hér á landi er útgáfa 1, í
slíku dekki liggja burðarþræöirnir
skáhallt frá felgubrún, oftast 4 lög, 2;
og 2 í kross. Þegar svo er veröur
Þegar leikmenn heyra talað um
hjólbarða ber ýmislegt fyrir eyru
sem kann að hljóma eins og
hebreska. Eitt dekk er „diagonal”
annað „radial”, það þriöja „belted”,
eða þá að dekkin eru heitsóluö, kald-
sóluð eða heilsóluð, nú, sum eru
„nælon” önnur „rayon” eða
„polyester” og svomætti lengitelja.
Er þetta einhver frumskógur eða
hvað? Fyrir hvaö stendur allt þetta?
Eg hélt að dekk væru úr gúmmíi. Já,
það er von að menn spyrji.
I raun er þettá alls ekki svo flókið
mál heldur er hér aöeins verið að
tala um byggingarlag og efni, annaö
er það nú ekki.
Byggingarlag
Hjólbaröar eru úr gúmmíi, en ef
Kjallarinn
Árni Árnason
Jónas Kristjánsson