Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Side 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 7. JUNl 1982.
15
Menning Menning Menning
Listahátíð í Reykjavík:
SILKITROMMAN
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Hljómsveitarstjórinn Gilbert Levine og Atli Heimir Sveinsson, höfundur
tónlistar í óperunni.
„Sumir vinna erfiðustu verkin síðast,
en óg treini mór ánægjuna þar til í lokin.
Við þennan glugga lýkur hverjum vinnudegi.
Bak við þennan glugga birtist sú sem hjarta mitt
þráir."
— syngur gamli maðurinn
gluggapússarinn, höfuðpersóna
Silkitrommunnar, óperu Atla Heimis
Sveinssonar. Og hvers vegna er
gamli maðurinn að horfa inn um
gluggann og hvers vegna heillast
hann af . glamúrveröld tísku-
heimsins? Og hvers vegna ber hann
ástarhug til gyðju þessa tískuheims,
ungu stúlkunnar? Þvílíkum
spurningum er ekki auðsvarað, en
falla ekki flestir fyrir ofurvaldi aug-
lýsingaflóðsins, jafnt þótt menn
virðist tilheyra allt annarri veröld en
sýnd er í auglýsingunni?
Ekkirokk
ogekkidiskó,
en tískan samt
Nú héldu víst margir að til að
koma tískuveraldarblæ til skila
þyrfti rokk eða diskó. En þannig
þenkjandi fólki er einungis hægt að
ráðleggja að fara að sjá og heyra
hvernig Atli Heimir f er að.
Og víst er það Atli Heimir og
músik hans sem allt snýst um, þótt
væntanlega yrði ekki nema svipur
hjá s jón ef á vantaði f rábært f ramlag
fulltrúa annarra listgreina.
Og ekki er músík Atla Heimis af
léttasta tagi. Hún er réttar sagt þræl-
snúin, en þó um leið svo innilega
eölileg. En hún var líka flutt af ein-
valaliði.
Óperusigur
Fyrstan ber að nefna Guðmund
Jónsson í hlutverki gamla mannsins.
I þessu hlutverki held ég að Guð-
mundur vinni sinn stærsta sigur á
óperusviði. Flosmjúk barýtónrödd
hans hljómar á móti sjálfri sér,
margfaldri af tónbandi í langri og
erfiðri aríu, hverrar upphaf er tilfært
í byrjun þessarar greinar. Að öllum
öðrum ólöstuðum er Guðmundur
stj arna Silkitrommunnar.
Unga stúlkan er í höndum Helenu
Jóhannsdóttur og Olafar Kolbrúnar
Harðardóttur. Hlutverkinu skipt í
tvennt þar sem Helena er
glamúrpían holdi klædd, en Olöf
Kolbrún hugsun hennar og
samviská í söng. Og aldrei bregst
Olöf Kolbrún, sama hvaða tegund
tónlistar hún syngur.
Dándimannatríó
Síðan koma þrír dándimenn tísku-
veraldarinnar. Sigurður Bjömsson,
Kristinn Sigmundsson og Jón Sigur-
bjömsson. Makalausar týpur hver
um sig og saman frábært tríó. Og
ekki gaf Rut L. Magnússon þeim
eftir í hlutverki konunnar.
„Mömmunnar” sem sér um að reka
stofnunina sem tiskuheimur nefnist.
Einleikarahljómsveit
Hljómsveitin, skipuð tuttugu og
tveimur einleikurum, vann sitt verk
með stakri prýði. Hver rödd er að
stórum hluta einleikshlutverk, en þó
reynir ekki síður á góðan samleik.
Atli Heimir er ekki síður mis-
kunnarlaus við hljóðfæraleikara en
söngvara, en launin em líka
mörgföld þegar snúinni en maka-
láusri músíkinni er komið vel til
skila.
A stjórnpalli stóð Gilbert Levine.
Hann þarf ekki að kynna fyrir
íslenskum músikunnendum. Svo vel
hefur hann unnið hér fyrr, en hér
vinnur hann mikið afrek að halda
saman svofrábærri ópemsýningu.
HvUikt upphaf einn-
arústahátíðar
Nú mætti halda upptalningu og af-
rekaskrá lengi áfram, en hér verður
látið staöar numið. I raun nægöi að
segja að verkið og sýningin er stór-
kostleg og kannski rétt að láta eftir
sér þann bamaskap að segja — á
heimsmælikvarða. Hvílíkt upphaf
einnar Listahátíöar. Þaö er skylda
hvers sem tök hefur á að koma þessu
stórkostlega verki á framfæri á al-
þjóðamarkaði, sem ég efast ekki um
að verði gert. Silkitromman, hljóð-
færið þögla, lætur engan ósnortinn.
Ég upplifði hana sem músíksjokk og
skalfílokin. -EM.
TEKUR
WJ
AHÆTT
UNA?
Þú þarft þess ekki lengur þvi
nu getur þú fengiö eldtraust-
an og þjófheldan peninga- og
skjalaskáp á otrulega hagstæðu veröi.
'&LK/NGCRaWN
Lykill og talnalás= tvöfalt öryggi.
Innbyggt þjófaviðvörunarkerfi.
10 stæröir, einstaklings og
fyrirtækjastærdir.
Japönsk gæðavara (JIS Standard).
Viðrádanlegt veró.
Eldtraustir og þjöfheldir.
Japönsk vandvirkni i frágangi og stil.
Því meiri kröfur,
sem þú gerir til
utanhúsmálningar
því meiri
ástæða er til að þú notir
HRAUN
HRAUN, sendna akrýlplastmálningin hefur allt
það til aö bera, sem krafist er af góðri utanhúss-
málningu:
Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmi eru
til um meira en 17 ár. Þekur vel — hver umferð
jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plast-
málningu. Hefur fallega áferð — til bæói fín og
gróf, og fæst í fjölbreyttu litaúrvali.
HRAUN stenst allan verðsamanburð.
HRAUN litakortið fæst í öllum helstu málningar- f
vöruverslunum landsins.
málning
PA 460 eldavélin
með gufugleypi
Glæsilegirtiskulitir
karry gulur, avocadó grænn
mál: 60x60x85 (eöa 90)
PA 460 eldavélin er ein fullkomn-
asta og glæsilegasta eldavélin á
markaönum.
Til þess aö gera þér mögulegt að
eignast þessa glæsilegu eldavél
og gufugleypi bjóöumst viö til aö
taka gömlu eldavélina þína upp í
fyrir 500 krónur.
Engar áhyggjur, við komum til þín
meö nýju vélina og sækjum þá
gömlu án tilkostnaðar fyrir þig
(gildir fyrir stór Reykjavíkursvæð-
ið).
Sértu úti á landi. — Hafðu samband.
Umboðsmenn okkar sjá um fram-
kvæmdina.
Dragðu ekki að ákveða þig. Við
eigum takmarkað magn af þessum
glæsilegu KPS PA 460 eldavélum
á þessum kostakjörum.
Verð PA 460 eldavél
með gufugleypinum Kr. 10.890,-
Mínus gamla
eldavélin Kr. 500,-
Kr. 10.390,-
Útborgun Kr. 2.000,-
Eftirstöðvar kr. 1.400,- á mánuði
að viðbættum vöxtum.
+ 4 hellur, termostathella
+ Upplýst takkaborð
+ Tvöföld köld ofnhurð með
barnaöryggislæsingu
+ Stór ofn að ofan með rafdrifnu
griili, sjálfhreinsandi
+ Stórofn að neðan, sem Ifka
má steikjaog baka i
+ Sterkur gufugleypir fylgir,
með klukku og sjálfvirkni fyrir
eldavélina
+ Kolasía ef gufugleypirinn á
ekki að blása út fæst auka-
lega.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti ÍOA-Sími 16995