Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Side 31
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 7. JONI1982.
39
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Eyjótfur ísfeld
að hætta hjá
Sölumiðstöðinni?
Sú fregn hefur borizt Sand-
korninu að Eyjólfur Lsfeld
Eyjólfsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna,
sé um það bil að láta af störf-
um. Eyjólfur hefur um árabil
verið einn helzti taismaður
fiskkaupenda hérlendis.
Kornið kannaði mállð hjá
Eyjólfi og neitaði hann þessu
ekki, en ekki vildi hann játa
heldur. Sagði hann þetta vera
tO athugunar og myndi málið
skýrast á næstunni.
Pípin koma
úr barka
töhmnnar
Hygglst þú hringa i bœki-
stöð Norrœnu eldfjalla-
stöðvarinnar í Mývatnssveit,
sem hefur síma 96-44153,
getur þú átt von á því að þér
verði svarað með skerandi
pípi. Þú skalt þá ekki halda
að símakerfiö hafi farið úr-
skeiðis. Kunnugur maður
sagði okkur nefnilega að pipið
kæmi frá tölvu, sem fyigist
grannt með mælum sem við
hana eru tengdir. Mun pipið
vera hljóðmerki. Er það
óskiijanlegt öilum nema ann-
arri tölvu í Reykjavík. I hljóð-
merkinu felast upplýsingar
um hræringar á Kröflusvæð-
inu.
Svari sími Norrænu
eldfjallastöðvarinnar þér
með pipi, veiztu semsagt að
það er ekki til þín, heldur til
tölvu.
Frímúrarar
malbika!
Gilsbakkávegur heitir ein
af brattari götunum á Akur-
eyri og er ein ófárra sam-
gönguæða í plássinu sem ekki
hefur verið þakin malbiki.
Ástæðan ku vera mikil hálka
þar á vetrum.
En nú er sá varaagU að
engu orðinn, þvi að ráðgert er
að malbika nefnda götu í
sumar, eða að minnsta kosti
að hluta. Og hversvegna?
Frimúrarar voru víst að
stækka húsnæði sitt sem er tU
stáðar efst í götunni. Er þeim
framkvæmdum nú að mestu
lokið og því ekkert sjálfsagð-
ara en að hafa svolítið þrifa-
legt i kringum sig og sína!
Okkur hjá er
engin sorg
Svo sem vænta mátti era
ekki alllr sammála ÁK þelm,
sem orti í Sandkoraið um
sorg alþýðunnar vegna
dómsins sem féU í Daviðs-
borg kosninganóttina. Ágúst
Sæmundsson leggur fram
ef tirf arandi breytingartUlögu
við vísu ÁK:
Okkur hjá er engin sorg,
aUt i þessu fina.
Við unnum aftur okkar borg
alþýðan þekkir sína.
Akureyríngar
undanskildir
Sem kunnugt er hefur starf-
semi atvinnuleikhúss á Akur-
eyri gengið brösuglega á
siðari áram. Hefur barátta
þess fyrir auknum fjár-
framlögum frá riki og bæ
verið mikU, en árangursIitU.
Akureyrskir leikarar hafa
þvi ugglaust ætlað máU sinu
mikinn hlut á Norræna leik-
listarþinginu sem nú er
haldið í Reykjavík. Þar er
einmitt aðaláherzla lögð á
umræðu.hver styrkur ríkis tU
lcikhúsa eigi að vera og i
hvaða mynd. En af f jórum at-
vinnuleikhúsum sem á
íslandi starfa eru aðeins
þátttakendur frá þremur.
Norðanmenn eru sem sagt
undanskUdir. Ástæðuna
vitum viö ekki.
Umsjón Jónas Haraldsson.
Kvikmyndir_________Kvikmyndir
NÝJA BÍÓ: Forsetaránið
Misheppnað forsetarán
Heiti: The Kidnapping of the President
Leikstjóri: George Mendeluk
Handrít: Richard Murphy eftir samnefndri bók
Charies Templeton.
Klipping: Michael McLaverty
Kvikmyndun: Michael M'ailoy
Tónlist: Paul J. Zaza
Gerð f Kanada 1979.
Hryðjuverkastarfsemi hefur veriö
mikið í sviösljósinu undanfarinn ára-
tug. Morð hafa verið framin á hátt-
settum embættismönnum, mann-
virki sprengd í loft upp eða
einstaklingum rænt og síðan krafist
svimandi hárra upphæða í lausnar-
gjald. Hér er oft um aö ræða alþjóð-
lega hryðjuverkastarfsemi og virð-
ast hryðjuverkamenn á borð við
þann fræga Carlos geta iaumast úr
einu landinu til annars án vand-
kvæða.
Yfirleitt er tilgangurinn að baki
þessarar hryðjuverkastarfsemi að
leggja áherslu á þá pólitísku hugsjón
sem viðkomandi eru að berjast fyrir.
Tilgangur hryðjuverkamannanna í
myndinni Forsetarániö er á sömu
línu, en að þeirra sögn er ætlunin að
kenna Bandaríkjunum auðmýkt
samtímis því að fá væna fúlgu í vas-
ann í formi lausnargjalds.
Illmennið Assanti
Myndin hefst í frumskógum
Argentínu og þar kynnumst við
skæruliðanum og skipuleggjanda
forsetaránsins, Roberto Assanti.
Hann hefur sagt skilið við félaga sina
í Mano Verde, samtökum marxista
og hyggst nú færa út kvíarnar upp á
sínar eigin spýtur og ræna forseta
Bandaríkjanna. Áhorfendur verða
vitni að nokkrum sóðalegum morð-
um á fyrrverandi félögum Assanti
sem eiga að u ndirstrika hve mikið ill-
menni hann sé — að hann svífist
einskis til að ná takmarki sínu.
Síðan liggur leiðin til Kanada,
nánar tiltekið til Toronto, þar sem
von er á forseta Bandaríkjanna,
Adam Scott, í opinbera heimsókn.
Assanti ásamt félaga sinum tekst aö
ræna forsetanum þar og krefst síðan
lausnargjaldsins ásamt því að hann
fái að fara óáreittur úr landi. Meöan
geymir hann Scott forseta lokaðan
inni í brynvörðum bíl sem er hlaöinn
sprengiefni sem myndi springa ef
reynt værí aö komast inn í bilinn. En
líkt og í flestum myndum af þessu
tagi þá haföi Assanti ekki hugsaö
fyrir öllu og missti þar með af
peningunum og tækifærinu til að a uð-
mýkja Bandaríkin.
Væmin mynd
Forsetaránið er óttalega væmin
mynd sem hefur upp á lítinn fersk-
leika aö bjóða. öll persónusköpun er
stöðluð svo leikararnir f á engin tæki-
færi til að sýna góöa takta í sínum
hlutverkum. Ekki bætir það úr skák
að Hal Holbrook sem leikur forset-
ann tekst aldrei að sýna trúverðuga
takta til að sannfæra áhorfendur um
að hann sé staddur í einhverri
hættu og að einhver alvara sé að
baki. Aftur á móti var gaman að
fylgjast með Van Johnson og Ava
Gardner í hlutverkum sínum en þau
voru stórar stjörnur hjá MGM kvik-
myndaverinu fyrir um 45 árum
síöan. Johnson hefur lítið sést á hvita
tjaldinu að undanfömu enda virkar
hann óömggur meðan Ava Gardner
tekst enn að heilla áhorfendur með
persónutöf rum sínum.
Forsetaránið reynir að gefa svo-
litla innsýn inn í hvemig öryggis-
verðir forsetans starfa. Margs er að
gæta þegar forsetinn kemur fram á
stórum samkomum og því eins gott
að vera við öllu búinn. Er dálítiö
fyndið að skoða manngerðir sem
virðast valdar í öryggisvarða-
stöðurnar því það mátti þekkja þá
greinilega frá fjöldanum þótt úr fjar-
lægð væri. Þeir vom yfirleitt klæddir
„Bogart” rykfrökkum með töffara-
leg sólgleraugu og höfðu svo lítið
heyrnartæki í eyranu til að geta tekið
á móti fyrirmælum og upplýsingum.
Klúðursleg útfærsla
En samkvæmt myndinni virðist
ekki nóg að hafa rétta klæðnaðinn
því engir góðir öryggisverðir hefðu
leyft mannf jöldanum að komast eins
nálægt forsetanum og raun varð á.
Forsetanum er rænt þegar hann
gengur eftur rauðum dregli upp að
palli þar sem hann á að flytja
ræðu. Mikill mannfjöldi var hvor
sinum megin við dregilinn sem
aðeins var afmarkaður frá fólkinu
með köðlum. Myndaöist því mikil
þvaga í kringum forsetann þannig að
Assanti, sem hafði vafið utan um sig
dynamiti, gat handjámaö sig við for-
setann. Er þetta atriði allt dálítið
klúðurslega útfært.
Forsetaránið kemur lauslega inn á
athyglisvert siðferðislegt atriði þótt
ekki sé kafaö þar djúpt. Er það sú
staöa sem varaforsetinn, Ethan
Richard, er settur í þegar atkvæði
hans ræður úrslitum hvort lausnar-
gjaldið fyrir forsetann skuli greitt
eða hvort eigi vegna prinsip ástæðna
að neita aö ganga til allra samninga
við Assanti. Utfærsla leikstjórans á
þessu atriði er því miður allt of
væmin til að verða bitastæð.
Forsetaránið á sina góðu punkta.
Hún er spennandi á köflum og þokka-
lega unnin en þegar á heildina er litiö
er það ekki nóg til að rífa hana upp úr
meöalmennskunni.
Baldur Hjaltason
Hér sést Assanti f æra f orsetann inn í brynvarðan bíl þar sem hann var læstur
innl 1 baksýn má sjá tvo af öryggisvörðum forsetans.
„ Kvikmyndir* Kvikmyndir
Fil. dr. Aale Tynni frá Finnlandi
heldur fyrirlestur um Eddu og Kale-
vala í Norrœna húsinu mánudaginn
7.júníkl. 17.30.
Norrœna húsiö.
OMRON
OMRON búðarkassar fyrir minni og
stærri fyrirtæki fyrirliggjandi.
Verðfrá 6.670,-kr.
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
%
____ rgr Hverfisgötu 33
*5JS5E^ Simi 20560