Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐE) & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróf Kópavogs- dömumar beztar áAkureyri Stelpumar úr Breiðabliki í Kópavogi sigruöu í Bautamótinu í kvennaknatt- spymu sem haldiö var á Akureyri um helgina. I mótinu tóku þátt 10 lið víðsvegar að af landinu og var leikið í tveim riölum. Sigurvegarar úr þeim léku til úrslita og þar sigraði Breiðablik KR 3:0. -klp- Kristinn skor- aði mark Fylkis Kristinn Guðmundsson skoraði mark Fylkis í leiknum við FH í 2. deild á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld. Sérlega fallegt mark. Ekki var rétt farið með na&iið á markaskoraranum í blaðinu í gær og er Kristinn beðinn vel- viröingar á því. Norskt lið á eftir Herði Harðarsyni Norska blaöið Stavanger Aftenpost- en segir í síðustu viku að nýja stórliðið í norskum handknattleik, SEF frá Stavanger, geri sér góðar vonir um að fá góðan liðsstyrk f rá Islandi. Þar er um að ræða hinn góðkunna handknattleiksmann úr Víking, Hörð Harðarson. Hann lék áður með Hauk- um í 1. deildinni en gekk yfir í Víking í fyrra og var á bekknum hjá Islands- meisturunum svo til sl. vetur. Fékk hann að koma inn á í einstaka leikjum, en talið er að Bogdan þjálfari Vikinga ætli honum stærra hlutverk með liðinu næsta keppnistímabil. SEIF, sem kom upp úr 2. deild í fyrra, er talið vera það liö í norskum hand- knattleik sem geti gert stóra hluti í vetur. Er liðið á eftir góðum leikmönn- um og Hörður er einn af þeim. Kom þetta til tals í sumar þegar norska lög- regluliðiö var hér á ferð, en Hörður, sem er lögregluþjónn í Reykjavík, lék gegn því og hrifust Stavangerstrák- amir mjög svo af honum þar. Ekkert hefur verið ákveðið um hvort Hörður fer til Stavanger í haust en á Stavanger Aftenposten er þó ekki ann- að að skilja en hann veröi með liðinu í vetur. klp- Akumesingar unnu stærsta sigurinn í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSt. Unnu I Tryggvason, til vinstri, skora eitt af mörkum Akumesinga. Þeir fá erfiðan Þrótt með 5—1 á Lnugardalsvelli. Myndin er frá þeinm leik og sést Guðbjöm mótherja i átta-liða úrslitum, Breiðablik í Kópavogi, annað kvöld. DV-mynd Friðþjófur. Hvaða 4 lið komast í undanúrslit bikarsins? — Fjórir bikarleikir á miðvikudagskvöld. Stórleikir á öllum stöðum Nú fer að siga á seinni hlutann i Bikarkeppni Kanttspymusambands íslands. Átta Uða úrsUtin verða annaö kvöld. Fjórir leikir á dagskrá, sem ailir sttu að geta orðið skemmtilegir og tvísýnir. Leikið á fjórum stöðum á landinu, Akureyri, Keflavík, Kópavogi og Reykjavik. Sjö Uð úr fyrstu deild eftir. Eitt úr 2. deUd, Reynir, Sand- gerði. Sigurvegaramir í keppninni í fyrra, Vestmannaeyingar, em faUnir út en liðið, sem lék gegn þeim í úrslitum, Fram, er enn i baráttunni. Annað kvöld leikur Fram við Keflvíkinga og verður leikurinn á grasvellinum í Keflavík. Það má búast við miklum baráttuleik. Liðin hafa ekki mætzt i Keflavík í sumar en í fýrri umferð Islandsmótsinsá Laugardalsvelli vann Keflavík 2—0. Breiðablik og Akranes leika á Kópa- vogsveUi og það er mjög áhugaverður leikur. Leikir þessara Uða síðustu árin hafa verið skemmtilegir. I 1. umferð Islandsmótsins mættust þau í Kópa- vogi og BreiðabUk sigraði 2—1. Hins vegar snerist dæmið við þegar þau léku á Akranesi 10. júni. Þá sigmðu Skagamenn 3—1 svo greinilegt er að Sólveig og Ragnar meistarar hjá GR Hörður Harðarson. Sólveig Þorsteinsdóttir og Ragnar Ölafsson urðu meistarar Golfklúbbs Reykjavíkur en meistarakeppni klúbbsins var háð á GrafarholtsveUi. Hófst á fimmtudag og lauk á smmudag. Þátttaka var mikU að venju og keppt í mörgum flokkum. Veður var gott fyrsta keppnis- daginn en síðan heldur kalt og hvasst. UrsUt í einstökum flokkum. Meistarafiokkur karia: högg: X. Ragnar Ölafsson 314 2. Óskar Sæmundsson 320 3. Geir Svansson 324 4. Sigurður Pétursson 324 5. Hannes Eyvindsson 326 Mebtaraflokkur kvanna: högg* 1. Sólveig Þorsteinsdóttir 355 2. Ásgerður Sverrisdéttir 357 3. Jóbanna Ingóifsdóttir 376 l.flokkurkvanna högg* 1. Ágústa Dna Jónsdóttir 360 2. Ágústa Guðmundsdóttir 385 3. Gnðrún Eiriksdóttir 412 1. fkrkkurkarla: 1. Stefán Unnarsson 2. Gunnar Finnbjörnsson 3. Jónas Kristjánsson 2. flokkur kvanna: 1. Aðalbeiður Jörgensen 2. Maríella Sigurðardóttir 3. Fríða Guðmundsdóttir 2. flokkur karla: 1. Jóhannes Áraason 2. Jón 0. Carlsson 3. Steinar Þórisson 3. flokkur karia: 1. OmlngóUsson 2. Amar Guðmundsson 3. Oiafur Guðjónsson PRtar 16-22 ára: 1. Guðmundur Árason 2. Hclgi Ólafsson 3. Karl Ómar Jónsson Drengir 15 ára og yngri: 1. Hefmir Þorsteinsson 2. Karl Ó. Karlsson 3. Jén H. Karlsson högg: 319 332 333 högg: 413 462 533 högg: 337 350 354 högg: 346 347 349 högg: 325 346 349 högg: 332 333 339 heimavöllurinn hefur talsvert að segja hvort sem það ræður úrslitum annað kvöld eða ekki. Á Akureyri leika KA og Islands- meistarar Víkings. Það er einnig mjög áhugaverður leikur. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð Islands- mótsins og erfitt að spá um úrslit annað kvöld. Liðin hafa ekki leikið saman á Akureyri í sumar en í leik þeirra á Laugardalsvelli í 8. umferð Islandsmótsins sigraði Víkingur 2—1. Á Laugardalsvelli leika KR-ingar við Reyni fró Sandgerði og Reynir er eina liðið utan 1. deildar sem eftir er í keppninni. Sandgerðingar hafa staöið sig ágætlega í 2. deildinni i sumar og eru nú í öðru sæti með 12 stig. Hafa unnið fimm leiki í 2. deild og ekkert, síður aö heiman en á heimavelli. KR- ingar geta alls ekki bókað sér sigur i leiknum viö Reyni fyrirfram, síður en svo. Margir góðir leikmenn eru í Gylfi Garðarsson. DV-mynd Guðm. Sigur jónsson. Reynis-liðinu og það þekkt baráttulið. Samkvæmt skrá eiga allir leikimir að hefjastkl. 20.00. hsim. Gylfi jafnaði vallarmetið íVestmanna- eyjum Gylfi Garðarsson varð öruggur Vest- mannaeyjameistari í goifi nú um helgina, en þá lauk 72 holu meistara- móti kyifinganna í Eyjum. Gylfi lék á samtals 28 höggum, sem er m jög góður | árangur. Fyrsta daginn lék hann 18 holumar á 66 höggum, sem er jöfnun á valiarmeti Ragnars Ólafssonar, GR. Er árangur Gylfa raunar enn betri þvi nú eru strangari reglur um fsrslu bolta á vellinum en þegar Ragnar setti metiðifyrra. Haraldur Júliusson varö annar í meistaraflokki á 297 höggum og þriðji varð Elvar Skarphéðinsson á 303 höggum. Meistarinn frá í fyrra, Sigur- bjöm Oskarsson, var eitthvað miður sin í þessu móti og endaði í fimmta sæti. I meistaraflokki kvenna sigraði Jakobína Guðlaugsdóttir — lék á 34 höggum. Sigurvegarar í öðrum flokkum urðu þessir: 1. flokkur kvenna: Kristin Einars- dóttir205 1. flokkur karla: Hallgrímur Júiíusson 317 2. flokkur karla: Böðvar Bergþórsson 341 3. flokkur karla: Guöjón Pálsson 362 Keppni í öldungaflokki svo og í drengja- og unglingaflokki verður um næstuhelgi. FÓV/-klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.