Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULl 1982.
13
ER ÍHALDID SVONA?
SENNILEGA
athygli í þessari yfirlýsingu er sú
fullyröing þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins að beitt hafi veriö „ósæmi-
legum þrýstingi”. Þá staldra menn
viö. Sem vonlegt er tekur frétta-
maður Ríkisútvarpsins viðtal viö for-
mann þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins, Olaf G. Einarsson, og spyr hann
um það, hvað við hafi verið átt með
„ósæmilegum þrýstingi”. Olafur
færist undan að svara en í f jórðu at-
rennu reynist unnt að tosa út úr
honum svarið. Það er. segir hann, átt
við Samband islenzkra samvinnu-
félaga!
Þetta er engin smáfullyrðing og
höfum við nýkratar þó ekki kaUaö
allt ömmu okkar, þegar stóryrðin
eru annars vegar. Sambandiö er að
selja íslenzka hagsmuni undir
Rússa, hvorki meira né minna, til
þess aö tryggja viðskiptahagsmuni
sína.
Að vísu rif jaðist það upp fyrir ein-
hverjum útvarpshlustendum að
OlafurG. Einarsson á það til að vera
svolítið glannalegur í útvarpi.
Skömmu fyrir kosningar 1979 mætti
hann Finni Torfa Stefánssyni í út-
varpsþætti þar sem Finnur Torfi
spurði hann í þaula um Leiftursókn-
ina svoköUuðu. I Ijós kom að Olafur
hafði ekkert kynnt sér plaggið, hafði
ekki hugmynd um hvað í því stóð, og
svörin ÖU eftir því. Gat verið að þetta
væri að endurtaka sig?
Nú skyldi maður hafa haldiö að
þessari bombu yrði fylgt eftir. Vitað
er að hringir í öörum löndum, til
dæmis Mitsubishi i Japan, gamalt
pet-fyrirtæki Sjálfstæðisflokksins,
stendur um þessar mundir í ströngu
andspænis dómstólum í Japan vegna
óþjóðhollra viðskipta. Kannski væri
nú eitthvað álíka að gerast?
En ekki.
Laugardaginn 10. júlí ritar svo
Bjöm Bjarnason, blaöamaður við
Morgunblaðið og helzti sérfræðingur
þeirra í utanrikismálum, opnugrein
um Sovétsamninginn. Þar útskýrir
hann hinn „ósæmilega þrýsting”:
VilmundurGyKason
„1 þessari greinargerð eru færðar
fram tvær málsástæður fyrir gerð
samningsins: l)Hann auöveldi sov-
'ézkumi embættismönnum aö fá f jár-
veitingu innan sovézka skrifræðisins
tU að kaupaíslenzkar vörur. 2) Það
var farið aö hafa „neikvæð áhrif á
afstöðu einstakra” sovézkra
embættismanna til viðskipta við
Islendinga” og var ástæða tU að
óttast að þetta ágerðist, ef neitað væri
algjörlega að ræða um samnings-
gerð” um efnahagssamvinnu. Þetta
eru hinar tvær málsástæöur, sem
fram koma í skjali er lagt var fyrir
fuUtrúa íslenzkra útflytjenda. Menn
þurfa ekki að vera gjörkunnugir
miöstýringunni í sovézka kerfinu tU
að sjá að þessar málsástæður eru
hreinn fyrirsláttur. Það er póUtísk
ákvörðun á æðri stöðum í Moskvu
sem ræður þessari afstööu. Með
þessum hætti eru Sovétmenn að
beita viðskiptum tU að ná póUtískum
markmiöum, þeir beita ósæmilegum
þrýstingi”.
A, ha. Sambandið hreinsað!
En nú spyr maður: Á hverjum á að
taka mark, þegar um er aö ræða
ályktun þingflokks, formanni þing-
flokksins eða fréttaskýranda við
Morgunblaöið? Verður maður ekki
að taka mark á hinum fyrrnefnda?
Eða getur verið að samþykktin hafi
verið samin utanhúss og mennirnir
ekki haft hugmynd um hvað þeir
hafa verið að samþykkja? Þetta er
ofur eðlUega spurt, þegar forsagan
erskoöuð.
Og þegar viö bætist aö Eggert
Haukdal er farinn aö hafa áhyggjur
af Helsinki-sáttmálanum, þá er
fokiðíflest skjól.
Kratar álykta
Eftir að hafa grandskoöað þann
samning sem hér um ræðir, sem og
aðra sUka, ályktuðu þingflokkur og
framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins
um þessi mál og lýstu fyllsta stuðn-
ingi við samninginn. Jfnframt var
gerð grein fyrir þeim almennu
rökum sem Uggja að baki frjálsrar
verzlunar mUU landa, hversu svo
sem menn forakta stjórnarfar eða
utanríkisstefnu þeirra landa sem
verzlað er við. Þessi álytkun hefur
verið birt í einhverjum blaðanna.
Morgunblaðið brást auðvitað
ókvæða við og froðufelldi í leiðara.
Nú hétu þeir, sem ályktuðu, „topp-
kratar”. Og það sem meira var,
dylgjað var um það að skýring
ályktunarinnar væri ekki efnisleg,
heldur hitt að Ölafur Jóhannesson
hefur skipaö Benedikt Gröndal
sendiherra í Svíþjóð. Með öðrum
orðum, Benedikt launar fyrir sig og
ekki með minnu en að taka þátt í því
að selja íslenzka hagsmuni undir
rússneska. RugUð í Olafi G. Einars-
syni um Sambandið gengur aftur í
leiöara Morgunblaðsins, þegarmikið
þykir liggjavið.
Þessu máli
er lokið
Þessu furöulega máli er auövitað
að verða lokið. En eitt hefur þó gerzt.
Menn hafa fengið svoUtiö að sjá rétt
inn fyrir hjá Sjálfstæðisflokknum;
sjá Uðið sem bjó til Leiftursóknina
og hafði smekk til þess að velja efna-
hagsstefnu sinni nafn úr herfræði
Þriðja ríkisins.
Stærö Morgunblaðsins hefur komiö
á hættulegu jafavægisleysi í íslenzk-
um þjóðmálum þó svo aö þessu sinni
hafi þeir skotið svo kirfUega yfir
markið, að þeir hafa ekki verið
tekniralvarlega.
En það má ekki gleyma því að í
þessum flokki búa ofsafengnir öfgar.
Stjórnmálalegir öfgar lýsa sér alltaf
eins, hvar í litrófinu sem þeir eru að
ööru leyti. Það er fólk sem í stjórn-
málum nálgast viðfangsefni sín með
hugarfari trúmannsins, sem trúir
því að þeir hafi rétt fyrir sér, og
trúir því að aðrir hafi rangt fyrir
sér. Síðustu misseri hafa menn verið
að sjá æ meira af þessu andUti Sjálf-
stæðisflokksins. Þetta er því ekki
lengur eins einskorðað við Alþýðu-
bandalagiö og þaö var áður. Svona
fólk býr tU flag handa sjálfu sér og
svo þeysir það af stað. Það sakar
Sambandiö því sem næst um land-
ráð. Þegar það gengur ekki þá hristir
það hausinn og finnur nýja skýringu.
Þaö sakar Benedikt Gröndal um
óþjóðholla afstöðu. Og hristir haus-
inn. Og byrjar upp á nýtt.
„Það sakar Sambandið því sem næst um
landráð. Þegar það gengur ekki þá hristir það
hausinn og finnur nýja skýringu. Það sakar
Benedikt Gröndal um óþjóðholla afstöðu. Og
hristir hausinn.
Svona varð Leiftursóknin tU.
Svona var Rússaleikurinn nú. Og
sönnun tU. Næsti kapítuU er rétt aö
hefjast.
í samhengi
alþjóðamála
En þessi mál hafa alvarlegri
undirtón en Olaf G. Einarsson og
SlS. Vestur í Bandaríkjunum situr
ríkisstjórn Ronald Reagans, ríkis-
stjórn sem í utanríkismálum hefur
tekið upp óupplýsta harðUnustefnu
aUtof víða. Það sem verra er, í
kringum Reagan eru ráðgjafar sem
mestan part koma frá KaUfomíu frá
Kyrrahafsströnd, og menn telja að
viti lítið eða ekkert um Evrópu, háttu
hennar og hegðan. Haig, sem vissu-
lega var gallaður maöur, og hefur nú
vikið, var jafnvel kaUaöur „síðasti
Evrópumaðurinn”.
HarðUnustefna Reagans er meðal
annars fólgrn í því að reyna að
þvinga stjórnir í Evrópu til þess að
setja Sovétríkin í viðskiptalega
einangrun. Hann hefurlagzt á ríkis-
stjómir Evrópu um að hætta samn-
ingi viö Sovétríkm um gasleiöslu.
Þetta hefur gert að verkum að
íhaldsmaðurinn Thatcher og
jafnaðarmaðurinn Schmidth em á
fullkomlega öndverðum meiði viö
Reagan-stjómina, telja einangrunar-
stefnu hennar ekki aðeins efnahags-
lega vitlausa, heldur beinlínis friðn-
umhættulega.
Það segir svo nokkuð um Reagan-
stjórnina að þeir halda áfram að
selja Sovétríkjunum korn.
Repúblíkanaflokkurinn hefur nefni-
lega mikið fylgi meðal kombænda í
Miðvesturríkjunum.
Þessi stefan Reagan-stjórnarinn-
ar, og kaldastríðshugsunarhátturinn
sem aö baki liggur, hefur gert sam-
skipti lýðræðis-Evrópu og
Bandaríkjanna erfiðari en þau hafa
verið um langt árabil. Og auðvitað er
það rétt mat bæði hjá ríkisstjómum
Bretlands og Vestur-Þýzkalands,
sem og öðrum ríkisstjórnum í
Vestur-Evrópu, að stefna Reagans
er stórhættuleg.
En Reagan gat, eins og fyrri
daginn, ömgglega reiknað með ein-
um bandamanni í Evrópu sem gengi
lengra en hann og héldi enn verr á
málum. Morgunblaðið í Reykjavík.
Vitaskuld er upphlaupiö vegna
rammasamningsins um efnahags-
mál, sömu ættar og í óbeinum
tengslum við þá stefnu, sem
Bandaríkjamenn hafa rekiö gagn-
vartEvrópu.
Þetta ótrúlega ósjálfstæöi Morgun-
blaösins er umhugsunar virði.
VUmundur Gylfason
Kjallarinn
Birgir ísl. Gunnarsson
flaugar — eina í vUcu —, sem beint er
gegn borgum og bæjum í Evrópu og
það þrátt fyrir yfirlýsingu Brésneffs
í mars sl. um þaö, aö niðursetning
þessara eldflauga yrði stöðvuð, þar
tU séð yrði fyrir um niðurstööur
START-viðræðnanna í Genf.
Samtök hemámsandstæðinga eru
undir sömu sökina seld. Þau vilja
tengja starfsemi friðarhreyfinganna
því baráttumáU sinu að koma Islandi
úr Atlantshafsbandalaginu og gera
tsland varnariaust. Samtökin beittu
sér og fyrir því á sl. vetri, að hingað
kæmi tilfyrirlestrarhalds Edward B.
Thomson, breskur sagnfræðingur, og
var hann kynntur á þann veg, að
hann væri „þekktastur fyrir störf sín
í þágu friðarhreyfingarinnar”. Nú
kann það að vera, en Thomson fer
ekkert dult með að hann berjist fyrir
einhUða afvopnun Vesturveldanna
og ÖU samúð hans er með Sovétríkj-
unum í þeirri baráttu, sem fram fer
miUi austurs og vesturs.
Þjóðviljinn er einnig mjög fáorður
um það, að í tiUögu þeirra Edwards
Kennedys og Mark Hatfields í banda-
ríska þmginu um „frystingu” kjam-
orkuvopna er höfuöáhersla lögð á, að
það sé gert með samningum mUU
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og
að fækkun kjamorkuvopna verði
gagnkvæm og undtr eftirUti.
Frumkvæði kirkjunnar
Þessi málflutningur íslenskra
sósíaUsta um friðarmáUn er ekki
þeim málstað til framdráttar, sem
kirkjan t.d. hefur nú gert að sínum.
Þess vegna ber mjög að fagna frum-
kvæði kirkjunnar í þessum efnum og
stjórnmálaflokkarnir ættu að geta
orðiö sammála um að lúta forystu
kirkjunnar í þessum efnum.
I ályktun prestastefnunnar á Hól-
um segir m.a.: „Vér æskjum þess,
að kirkjustjómin taki höndum
saman meö öUum stjórnmálaflokk-
um landsins til umræðu um friðar-
mál og beinum því til biskups að hafa
forgöngu í því efni. ”
Þessari hvatningu til samstarfs
um þessi mikilvægu mál hljóta allir
stjómmálaflokkar að fagna og þess
er að vænta að aUir flokkarnir gangi
heUshugar tU þess samstarfs og faU-
ist á forystu kirkjunnar í frekari að-
gerðum í baráttu fyrir málstaðnum
um frið á jörðu.
Birgir tsl. Gunnarsson
alþingismaður