Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Page 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982.
Menning Menning Menning Menning
Gunnar Thoroddsen:
Frelsi að leiðarljósi
Ólafur Ragnarsson bjó til prentunar.
Útgefandi Vaka.
Áöur fyrr var þaö engin nýlunda aö
ræöur væru gefnar út í bókum, en á
seinni árum hefur dregiö úr þessu jafn-
framt því sem ræöuflóð hefur færst í
auka á öllum vígstöövum. Til aö
mynda held ég aö á þessu ári komi ekki
út nema ein ræöubók, sú sem hér
veröurgetiö lítillega.
Þessi ræöubókafæð á sér ef til vill
nokkra skýringu eins og flest annaö í
heimi hér. Þaö var venja aö gefa ræöur
út eins og þær komu af skepnunni og í
þeirri mynd uröu þær æ fjarrænna
lestrarefni á atómöld og írafárs.
Hvernig sem á því stóö hafa menn kyn-
okað sér viö aö krukka í þær eöa búa
þær til lestrar á þann veg sem fjöl-
miðlakynslóö þarf á aö halda. Þaö
þótti ekki viö hæfi aö létta þetta lesefni.
meö lýsifyrirsögnum, myndum eöa
forvitnilegum aðalfyrirsögnum. Þess
vegna held ég að margir hafi talið
aö þetta efni væri vart hæft til útgáfu í
bókum.
Bókin Frelsi aö leiðarljósi brýtur aö
mínu viti blaö í þessum efnum og veld-
ur því vonandi að sn jallar ræöur og list
talaös orö á framvegis greiðari leiö að
lesendum bóka. Því veldur einkum
tvennt.
Gunnar Thoroddsen er óvenjulegur
mælskulistarmaöur, þroskaður og
þjálfaöur í senn, og þaö á auðvitað viö
um bókarefni af þessu tagi sem önnur
aö þaö á varla erindi í bækur nema það
standi fyrir sínu og vel þaö — sé í raun
mælskulist eöa eigi annaö gilt erindi.
Hitt er þaö, aö bókin er búin úr garöi
meö þeim hætti aö hún kemur til móts
viö lesendur á þeirra eigin vegum og
nær augum þeirra á sama hátt og
ræöumaöurinn náöi eyrum fólks á
stund orösins. Olafur Ragnarsson ger-
ir glögga grein fyrir þessari fram-
reiöslu í formála, svo og ræöumennsku
Gunnars sjálfs. Hann skipar ræöunum
í efnisflokka, ekki of fastbundna en
fellir þær þó í hæfilegar efnisskorður.
Hann ritar nokkur formálsorö aö
hverri grein, ræöu eöa ræöustúf, og þar
sem birtir eru aðeins kaflar tengir
hann þá saman meö endursögn þess
sem sleppt er eöa skýringum. Þannig
birtist ræðan eöa greinin í réttu sam-
hengi, þaö flytur lesandann á vettvang
hennar eins og unnt er og leiðir hann aö
henni. Hann birtir allmargt mynda, og
þaö gerir sama gagn, jafnframt því
sem það vekur skýrari minningar.
Hann hlífist ekki viö aö setja lýsifyrir-
sagnir í ræöur, greinarogfyrirlestra.
Eg held aö Ölafur hafi meö þessu
unnið nokkurt leiösagnarstarf og sýnt
hvemig hægt er aö koma gömlum
ræöum til lesenda, gera þær jafnnem-
anlegar auga sem eyra, hefja þær yfir
stund sína til áhrifa í bókum. En þetta
er auðvitað ekki hægt nema ræöurnar
hafi í raun vængi sjálfar. Og hér skort-
ir ekki flugfjaðrir.
Þaö hefur veriö á vitorði flestra sem
hafa eyra aö heyra snjalla ræðu, aö
Gunnar Thoroddsen á sér fáa jafningja
í þeirri list, enda fer ekki milli mála aö
hann hefur lagt mikla rækt viö hana og
Gunnar Thoroddsen: Ræöur frá meira en fimmtíu ára tímabiii — i
mjög aðgengilegum búningi.
MEÐ
ORÐSINS
SNILU
— áhrifaríkasta vopnaburði samtfmans
æriö oft þurft aö grípa til oröa á ferli
sínum sem lögfræðingur, borgarstjóri,
þingmaöur, sendiherra og ráöherra,
auk þess sem slikir menn eru umsetnir
til ræöuhalda í samkvæmum og á tylli-
dögum. Og Gunnar viröist eiga flestar
tíðir tiL Hann er glöggur og skipulegur
fyrirlesari, kemur efni til skila, þótt
hann sé í raun svo mikiö flugskáld aö
hann sneiöi heldur hjá jarðföstum
steinum. Mönnum sem alltaf þurfa aö
vera aö taka til máls vegna starfa og
stööu, hættir auðvitað mörgum hverj-
um til þess aö vinna sér þaö létt, koma
jafnvel í pontu án þess aö hafa lagt sér
fyrir brjóst, hvaö segja skyldi, ef þeir
vita um getu sína til þess aö komast
skammlítið frá því. En Gunnar virðist
sjaldan hafa leyft sér þá léttúö, svo
mikil er viröing hans fyrir orösins list.
Þessi bók virðist aö minnsta kosti
benda til þess, aö þrátt fyrir miklar
annir hafi hann ekki svikist um aö
hugsa ræöu sína og helst sníöa henni
stakk og jafnvel finna henni lyftingu og
sjónauka úr ljóöi eöa sögu áöur en
hann reis úr sæti. — Hann mótar jafn-
vel setningar og málsgreinar og sting-
ur í hugvasa. Slíkar ræöur hefur hann
oft haldið aö tilefni dagsins — örstutt-
ar, en þó meitlaöar, heilar og fágaöar
myndir, þótt hann virðist grípa oröin
úr loftinu. Enginn þarf aö efast um aö
slikar ræður eru í raun samdar. Ræðu-
maðurinn hefur ekki skotiö sér undan
þeirri skyldu aö gera sér grein fyrir
því, hvaö hann vildi sagt hafa — og
umfram allt hvernig — áður en hann
hóf máls. Kannski er Gunnar Thorodd-
sen höfuösnillingur í þeirri list aö
semja ræöur án þess aö skrifa þær,
þótt hann kunni óneitanlega snoturlega
til þeirra verka lika.
I eldhúsdagsumræðum í sjónvarpinu
fyrir skömmu haföi hann framsögu
forsætisráðherra og talaöi blaöalaust
aö því er séð varö. En þó var þetta lík-
lega best samda ræöan. Eg varö þess
var, aö margir uröu undrandi á þessari
leikni og orðlist. En viö skulum ekki
halda aö þetta sé aðeins gáfa af guðs
náö, — þótt líklega megi hana ekki
vanta alveg. — Þetta er ööru fremur
árangur sjálfsögunar, mikillar æfing-
ar og harðhentrar þjálfunar sem sótt
hefur eld sinn og þrautseigju í ást og
viröingu á íslenskri tungu og bók-
menntum, mynd og hljómi. Ræöustúf-
ar Gunnars í þessari bók sýna og
sanna aö þá ást hefur hann aldrei
skort, og hann hefur notiö hennar í rík-
um mæli og þjóöin meö honum. Hitt
mætti kannski segja jafnframt, aö
hann heföi líka goldið þessarar orð-
vígslu sinnar aö einhverju leyti í velt-
ingi stjórnmálasiglingar á hrannasjó
langrarævi.
Eins og Ölafur Ragnarsson segir í
formála eru ræður Gunnars eins og
sandur á sjávarströndu og því enginn
hægöarleikur aö velja lungann úr þeim
í kver. Sýnishornin sem tekin voru losa
f jóra tugi aö tölu. Þeim er raöaö í efnis-
flokka ekki færri en þrettán, svo aö
varla þarf aö kvarta um einhæfni. Og
ekki er tíminn þröngur stakkur, elsta
ræöan frá 1928 og sú síðasta frá 1982 —
aldursmunur á sjötta áratug. Geri aör-
irbetur!
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
Eg hef kallað bókarefniö ræöur, en í
því eru einnig einstaka blaöagrein og
einn eöa tveir fyrirlestrar, til aö
mynda um „áhrifamesta vopnaburö
nútímans” — mælskulistina. Þaö er
bæði gagnorö og skilrík leiösögn í list-
inni, og hana ættu allir þeir aö lesa,
sem ætla aö hætta sér í ræöustól. Ég er
ekki viss um að önnur betri hafi verið
gefin út hér á landi. Annars er vant að
segja hvaö best er í þessari veislu.
Kannski eru tækifærisræöumar í sam-
kvæmum skemmtilegastur lestur. Ég
nefni ræöurnar á áttræðisafmæli Stúd-
entafélags Reykjavíkur og árs-
skemmtun menntaskólanema 1959,
þar sem Gunnar fer á kostum gaman-
mála en sleppir þó aldrei taumhaldi á
alvörunni. Þetta em listilegar ræöur.
Ýmsar þjóðhátíðarræður Gunnars eru
líka allt aö því — eöa alveg — meist-
araverk aö heimanbúnaði. Manna-
minni í ræðu eöa grein eru ekki síst
ávextir í þessum víngaröi. Eg nefni
þar sérstaklega „tslandsklukkan
glymur um gervallau heim”, fagnaö-
arræöu við heimkomu Laxness með
nóbelsverðlaunin, og minningaroröin
um Kristján Eldjárn nú fyrir skömmu.
Þau orö hræröu þjóöina og voru ekki
aðeins gersemi orölistar heldur birtu
og einnig stórmennsku hjartans, en
þær eru systur og kveikja bjartan hyr
þegar þær hittast. Vísa Kristjáns
Olafssonar er heimildarrík um þetta:
Ekki er bjart ef þurrt og þyrst
þrumir svartaskar á kveiknum.
Eins og margt í orðsins list
ef að hjartað skerst úr leiknum.
Þeir eru ekki sviplikir stjórnmála-
menn Jónas frá Hriflu og Gunnar
Thoroddsen og ekki heldur aö gerö og
ferli, en þó eiga þeir sér snertipunkt,
og báöir meöal svipmestu og áhrif arík-
ustu stjómmálamanna meö orðsins
vopni eftir 1920. Eg hef stundum hugs-
aö um þá báöa í senn á þá lund að lík-
lega heföu þeir oröiö skáld og rithöf-
undar fremur en stjómmálamenn, ef
þeir hefðu fæöst eftir 1930. Tíminn um
og eftir 1920 kallaði á stjórnmálamenn
úr hópi afrekssveina, síðar á skáld og
rithöfunda, en auövitað uröu þeir hvort
tveggja.
Mér endist hvorki örendi né blað-
rými til þess aö nefna allar þær perlur
sem finna má í þessari bók Gunnars
Thoroddsens, en þær glitra á mörgum
síðum hennar. Eg vil aöeins hvetja alla
þá sem yndi hafa af snjöllum ræöum
aö lesa hana vel. Þaö svíkur engan, og
skemmtun hennar er ómæld. Hér hefur
það tekist sú nýlynda aö búa ræður til
lestrar meö þeim hætti að þær týna
ekki sjálfum sér, heldur skrýöast
gömlum lit og hljómi á ný. Þetta er sér-
stæö afbragðsbók á þessari jólabóka-
tíö.
A.K.
VAKNAÐU ÞJÓÐ
Islenskt þjóðfélag stendur á kross-
götum. Margt bendir til þess aö eftir
áratuga Þyrnirósarsvefn sé þjóðin
loksins aö vakna til lífsins á ný. Enda
ekki seinna vænna.
Um árabil hafa ringlaöir stjóm-
málamenn og bírókratar látiö reka á
reiöanum, oltið frá einni veislu til
annarrar, einni glórulausri fjárfest-
ingutil annarrar.
Umkringdir palísander og prjáli,
sitjandi á silkimjiikum sessum, hafa
þeir lítið sinnt hagsmunum þjóöar-
innar en þeim mun betur valdapoti
og flokkadráttum.
Baráttan hefur staðið um upphefö,
auö og völd, en ekki velgengni
þjóöarinnar. Það er engu líkara en
hugsjón aldamótakynslóðarinnar
hafi gleymst um aldur og ævi.
Sem betur fer eru til undantekn-
ingar. Þaö er til þeirra sem við
verðum nú að snúa okkur þegar viö
leitum nýrra leiða út úr ógöngunum,
leitum fyrirmynda fyrirframtíöina.
Nýlega lést í Reykjavík maður
sem var á margan hátt fyrirmynd
annarra manna á sínu sviði. Þessi
maður hét Hrólfur Ástvaldsson,
viöskiptafræöingur, sumir mundu
segja: af gamla skólanum.
Hrólfur starfaði viö þá rótgrónu
stofnun sem Klemens Tryggvason
hefur stjómað um langt skeiö og
kallast Hagstofa Islands. Er hún eitt
af ljósunum í.myrkri íslenska skrif-
stofuveldisins.
Margir hafa gert góðlátlegt grín að
Hagstofunni, segja aö þar hafi ríkt
gamaldags sparnaðarstefna, aö vísu
sé þar engu eytt í óþarfa en minna
megi nú gagn gera.
En þegar til kastanna kemur er
þaö einmitt stofnun af þessu tagi sem
gerir mest gagn þegar til lengdar
lætur, einmitt á þessari stofnun
hefur fáliðaö starfsliö unniö mörg
merk stórvirki.
Vonandi er tími flottræflanna
liöinn, tími þeirra sem ekki geta
hreyft sig úr staö nema kalla til
einkabílstjóra. Vonandi erum viö
menn til aö læra af hagsýni hagstofu-
stjóra.
Islenskir stjórnmálamenn og bíró-
kratar ættu aö átta sig á því aö
Islendingar eru ekki allir þar sem
þeir eru séöir. Þeir eru til í veislu um
stund en síðan ekki söguna meir.
Það varð veisla
íslendingar liföu margar myrkar
aldir í þessu landi viö dauflega vist.
Svo kom allt í einu ljósglæta, líf fór
aö færast í tuskurnar, einangrunin
rofin. Auðvitaö voru þeir til í veislu.
Þaö var eins með matinn. I alda-
raðir átu menn hér oft v.ondan mat,
bragöillan, skemmdan, jafnvel
úldinn. Stundum var engan mat aö
fá. Svo komu sætindi og allsnægta-
borð. Auðvitað várö veisla.
Islendingar af millikynslóð hafa
sumir hverjir ekki þekkt annaö en
veisluhöld og gleöskap. Þeim er
Menningog
umhverfi
Jón Óttar Ragnarsson
vorkunn þótt þeir hafi dregið sínar
ályktanirafþví.
Þeir átta sig ekki á því að þetta var
aðeins tilraun, visst tímabil í lífi
þjóöar, aö Islendingar vildu fá aö
bragöa á þeim bikar sem aörar
þjóöir höföu bergt í botn.
Nú vitum viö loks aö þetta voru
engar ódáinsveigar, aö vísu var
drykkurinn sætur á bragðið, en ekki
hollur eöa uppbyggilegur að sama
skapi, heldurgöróttur, eitraöur.
Þess vegna munu þeir nú eiga vax-
andi fylgi aö fagna sem bjóöa hald-
betra viöurværi, „blóð, svita og tár”
eins og Churchill forðum. Almenn-
ingur veit aö þaö eitt dugir til.
Þaö vita allir sem vilja vita aö
þessar palísanderskrifstofur, lúxus-
villur og annaö forgengilegt dót eru
ekki til frambúðar. Þaö þarf aö taka
til hendinni, byr ja frá grunni.
Það er ekki nóg aö eiga fallega
skóla ef ekki eru til hillur, hvað þá
tæki. Sama gildir um rannsókna-
stofnanir. Aðalatriöiö er aö starf-
semin rísi undir nafni.
Þaö er ekki lengur í tísku aö ausa
úr skálum upphafins hátíöleika meö
tilheyrandi þjóðrembu og pylsu í
auga á sumardaginn fyrsta og
sautjánda júní.
Nú er þaö alvaran sem tekur við.
Næstu ár munu skera úr um hvort
við lifum af sem sjálfstæö þjóö eöa
ekki. Og ef ekki er ekki um annað aö
ræöa en aö tygja sig, leita á önnur
miö.
Sæl aö sinni og gleðilega hátíö.