Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Qupperneq 23
22
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982.
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982.
27
Íþróttir
íþróttir
(þróttir
íþróttir
Íþróttir
Íþróttir
Íþróttir
íþrótt
íþróttir
„Eg fer til
Belgíueða
Frakklands”
— ef ég fæ ekki tækifæri hjá
Diisseldorf,” segir Pétur Ormslev
Pétur Ormslev, lands-
liðsmaður í knattspyrnu,
sem er nú leikmaður bjá
Fortuna Diisseldorf, er nú
staddur hér á landi i jóla-
leyfi. Pétur sagðist ekki
hafa fengið að spreyta sig
í leik með Diisseldorf eftir
meiðslin, sem hann hlaut
i Dublin í iandsleik gegn
írlandi. — Ég er orðinn
fullkomlega góður og von-
ast eftir að ég nái að
vinna mér sæti í liðinu
eftir áramót, sagöi Pétur.
Pétur sagði að ef hann
fengi ekki tækifæri hjá
Diisseldorf nú í vetur
myndi hann fara fram á
sölu frá félaginu þegar
samningur hans rennur
Pétur Ormslev.
út næsta vor. — Eg hef
áhuga á aö fara til Belgiu
eða Frakklands og leika
þar, sagöi Pétur.
-SOS
Öruggt hjá
WestHam...
West Ham vann örugg-
an sigur 3—0 yfir Notts
County í ensku deilda-
keppninni i gærkvöldi á
Upton Park í London. Ray
Stewart skoraði fyrsta
markið úr vítaspyrnu og
síðan bætti Sandy Clarke
marki við eftir að Belgíu-
maðurinn Van der Elst
hafði átt skot í stöng. Paul
Al!en gulltryggði sigur
„Hammers” — hljóp 60
m með knöttinn áður en
hann sendi hann i netið
hjá County.
West Ham mætir Liver-
pool á Anfield Road i 8-
liða úrslitunum. Arsenal
leikur gegn Sheffield
Wednesday, Manchester
Paul Allen.
United gegn Nottingham
Forest og Tottenham
gegn Burnley.
-SOS
Innrás
„Rauöa hers-
ins” í írak
„Rauði herinn” frá
Liverpool gerði innrás í
írak í gærkvöldi og lék
þar gegn úrvalsliði íraka
í Babýlon. 25.000 áhorf-
endur sáu leikinn, sem
lauk með jafntefli 1—1.
Það var Kenny Dalglish
sem skoraði jöfnunar-
mark Liverpool rétt fyrir
Ieikslok með því að vippa
knettinum yfir markvörö
trana.
-SOS
Krankl ekki
til Barcelona
Austurríkismaðurinn
Hans Krankl fær ekki
leyfi frá félagi sínu Rapid
Vin til að fara til Barce-
lona og taka þar stöðu
Argentínumannsins Die-
go Maradona, sem hefur
fengið gulu. Krankl var
tilbúinn að fara en Rapid
neitaði honum um það í
gær. Barcelona hefur nú
áhuga á að fá Alan Simon-
sen aftur til sin. Danski
landsliðsmaðurinn er
örugglega ekki tilbúinn að
fara frá Charlton — aftur
til Spánar.
-SOS
Stig Strand fagnaði sigri á Italíu í gær.
Aðeins bnr erlendir
biálfarar í 1. deild
— en sjö erlendir þjálfarar voru í baráttunni
Aðeins þrír erlendir þjálfarar verði í
sviðsljósinu i baráttunni um tslands-
meistaratitilinn í knattspyrnu næsta
um Islandsmeistaratitilinn sl. keppnistímabil
Stríð á milli Real Madrid og Barcelona:
„Juanito drjúgur
við að eltast
við kvenfólk”
— en kann ekkert í knattspyrnu,”
segir forseti Barcelona
sumar. Það eru miklar breytingar frá
sl. keppnistimabili, en þá voru sjö 1.
deildarlið með erlenda þjálfara.
Aðeins tveir af þeim verða í slagn-
um — Claus Peters hjá Val og Steve
Fleet hjá Vestmannaeyingum.
Islandsmeistarar Víkings hafa
fengið nýjan þjálfara frá Rússlandi í
staðinn fyrir Yora Sedov, sem hefur
náð frábærum árangri með Víkinga —
stjómað þeim til sigurs í 1. deildar-
keppninni í tvö ár í röð. Nýi þjálfarinn
heitir Gennady Logofet, sem gengur
undir nafninu „Gena”.
Aðeins tveir íslenskir þjálfarar
verða áfram með lið sem keppa í 1.
deild. Hólmbert Friðjónsson með KR
og Ásgeir Elíasson með Þrótt.
Einn þjálfari hefur flutt sig um set,
Magnús Jónatansson, sem þjálfaði Is-
firðinga, hefur tekið við stjórninni hjá
Breiðablik.
öll 1. deildarfélögin hafa ráðið þjálf-
ara nema Isafjörður, en Isfirðingar
standa í samningaviðræðum við Þor-
stein Friðþjófsson.
Þjálfaralistinn lítur þannig út í 1.
deild:
• Keflavík: Guðni Kjartansson
• KR: Hóímbert Friðjónsson
• Valur: Claus Peters
• Akranes: Hörður Helgason
• Vikingur: Gennady Logofet
• Þór Ak.: Bjöm Ámason
• Vestmannaeyjar: Steve Fleet
• Þróttur R.: Ásgeir Elíasson.
Þrír erlendir
þjálfarar í 2. deild
Flest 2. deildarfélögin hafa ráðiö
þjálfara, en listinn er þannig:
• Fram: Andrzej Strejlau
•KA: FritzKissins
• Siglufjörður: BillHodgson
• Víðir G.: Haukur Hafsteinsson
• Fylkir: Axel Axelsson
• Njarðvík: Mile
• Reynir S.: Jón Hermannsson
• Völsungur: Kristján Olgeirsson og
Helgi Helgason
• Einherji: Gústaf Baldursson
• FH: Janus Guölaugsson.
Suðurnesjaliðin Víðir í Garði og
Njarðvík komu upp úr 3. deild en Fram
og KA féllu niður í 2. deild. Þróttur R.
og Þór Ak. tóku sæti liðanna í 1. deild.
-SOS
Björgvin Þorsteinsson.
Leikbræðurnir frá Tarnaby höfðu hlutverkaskipti:
Strand skaut Sten-
mark ref fyrir rass
og varð sigurvegari í svigkeppninni í Madonna á Ítalíu
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta-
manni DV í Svíþjóð: — Leikbræðurair
frá Tarnaby í N-Svíþjóð, þeir Ingimar
Stenmark og Stig Strand, urðu aftur í
tveimur efstu sætunum í annarri svig-
keppninni í keppninni um heimsbikar-
inn á skíðum, sem fór fram í Madonna
de Campigilo á italíu í gær. Þeir
félagar höfðu nú hlutverkaskipti því að
Stig Strand varö sigurvegari — hans
fyrsti sigur i keppni um heimsbikarinn
á níu ára keppnisferli hans í keppninni.
Strand hefur yfirleitt staðið í skugga
Stenmark.
Sænsk stór-
stjama til
Standard
Belgiska stórliðið Standard Liege
hefur fest kaup á hinum 20 ára gamla
Jan Ericsson sem lék með Herði Hilm-
arssyni h já AIK í Sviþjóð.
Samningurinn sem Ericsson gerði
mun vera mjög góður enda gat hann
gert kröfur þar sem Belgamir voru
mjög áfjáðir í að ná í hann. Samning-
urinn gildir til 1984 og þangað til hefur
AIK forkaupsrétt á kappanum — það
er að segja ef hann vill fara og félagið
hefur næga peninga til að kaupa hann
aftur.
-klp-
Þess má geta að þegar þeir voru
strákar og léku sér í hh'ðunum við
Tamaby — 700 manna fjallaþorpi í N-
Svíþjóð, hafði Strand yfirleitt betur.
— „Þetta var frábært,” sagði Sten-
mark í viðtali hér í sænska sjónvarpinu
í gær og var ekki annað að heyra en
hann heföi varla orðið ánægðari þótt
hann hefði fariö sjálfur meö sigur af
hólmi. Þaö ríkti að sjálfsögöu mikil
gleði í Tarnaby í gær.
Eftir fyrri umferðina var Stenmark
meö bestan tíma — 50,95 sek., en
Strand var í fjórða sæti og Mahre-
tvíburarnir komu síðan í áttunda og
níunda sæti. Phil Mahre náði frábær-
um árangri í seinni umferðinni og
keyrði þá úr níunda sæti upp í þriðja
sæti — fékk tímann 47,13 sek,. sem var
besti brautartíminn í keppninni. Stig
Strand náði einnig mjög góöum tíma —
47,54 sek.
Svíar em mjög ánægðir með árang-
ur sinna manna og á góðum degi gæti
þriðji skíöakappinn frá Tarnaby skot-
ist upp — Bent F jallberg.
„Trúði þessu varla"
— „Eg er í sjöunda himni. Ég átti
erfitt með að trúa því í fyrstu að ég
hefði orðiö sigurvegari,” sagði Strand
eftir keppnina.
— „Ég hugsaði aðeins um aö vera í
einu af þremur efstu sætunum og jafn-
vel að ná bestum tíma í seinni ferðinni.
Ég átti svo sannarlega ekki von á að
sigra þá Stenmark og Mahre-
bræðurna,” sagði Strand.
— ,JÉg vissi að Strand lagði hart að
sér til að bera sigur úr býtum. Ég
þekki hann síðan við vorum smástrák-
ar. Strand hefur æft mjög vel og hann
er aö uppskera erfiðið,” sagði Sten-
mark.
Fyrir heimsbikarkeppnina var
Strand sigurvegari í svigkeppni í
Bormio á Italíu og sýndi hann þá að
hann kæmi meö til með aö keppa um
heimsbikarinn. Eftir sigurinn í gær
lék Strand á alls oddi og sagði: —
„Eftir sigurinn í Bormio vildi ég kalla
sex vikna dóttur mína Bormio. — Ætli
ég kalli hana ekki núna Madonna,”
sagði Strand og hló. ■
AstonVilla
ogLiverpool
ísjónvarpinu
Sjónvarpið mun sýna leik Aston Villa
og Liverpool á aðfangadag og hefst
leikurinn kl. 15.45. — „Þetta er leikur
fyrir stráka frá 8—88 ára, til að þeir
geti drepið tímann áður en þeir fara að
opna pakkana sina,” sagði Bjami
Felixsson, iþróttafréttamaður Sjón-
varpsins. Leikurinn var geysilega
góður en hann fór fram á Villa Park sl.
laugardag.
-SOS
Árangur sex bestu skíðakappanna
varðþessi:
Strand, Svíþjóð
Stenmark, SvíþjóA
P. Mahre, Bandar.
Krijaz, Júgóslav.
De Cheisa, ítalíu
Orlainskv. Austurr.
51,45—47,54=1:38,99
50,95-48,28=1:39, Z3
52,13—47,13=1:39,26
51,09—48,28=1:39,37
51,15—48,29=1:39,44
51,49—48,15=1:39,64
Það vakti þó nokkra athygli að Sten-
mark náði ekki að halda fyrsta sætinu
í seinni umferðinni en hann hefur yfir-
leitt verið sterkari í seinni umferðun-
um í svigkeppnum.
—GAJ/—SOS
1. deild kvenna
Einn leikur var leikinn í 1. deiidar-
keppni kvenna í handknattleik um sl.
helgi. Fram vann sigur 8—7 yfir KR og
skoraði Guðríður Guðjónsdóttir sigur-
markið úr vítakasti rétt fyrir leikslok.
Staðan er nú þessi í 1. deildarkeppn-
inni:
'Valur
|Fram ■
ÍR
FH
Vikingur
KR
i Haukar
Þór Ak.
8 6 1 1 132-100 13
8 6 1 1 118—92 13
8 6 0 2 136—116 12
7 4 2 1 111-86 10
8 3 1 4 103—109 7
8 2 0 6 91—103 4
7 0 1 6 75—116 1
6 0 0 6 80-124 0
I Þór á eftir að leika gegn Haukum og
FH.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
fþróttir
Björgvin halaði
inn f lest stig
Juanitos — útherjinn leikni.
Lengi hefur verið grunnt á því góða
milli stórveldanna í knattspymunni á
Spáni, Barcelona og Real Madrid.
Hefur jafnan gengið mikið á þegar
félögin hafa mæst á vellinum og menn
verið ósparir á að senda hver öðrum
kveðjumar þess á milli.
Nú virðist þó þeir hjá Barcelona hafa
skotið yfir markið — í þetta sinn utan
vallar. Er það sjálfur forseti félagsins,
Jose Luis Nunez, sem á það skot.
I viðtali við spánska blaðamenn á
dögunum var hann spuröur álits á
dýrlingi þeirra Madrid-búa, Juanito
Gomez, sem margir hafa talið besta
knattspyrnumann Spánar nú síðari
ár.
Nunez svaraði þessari spurningu
með heldur ógætilegum oröum — aö
áliti þeirra í Madrid en ekki þeirra í
Barcelona. Sagði hann að Juanito gæti
ekkert í knattspymu en væri aftur á
móti ansi drjúgur við að eltast við
kvenfólk og að eiga börn út um allan
Spán.
Juanito, eöa öllu heldur eiginkona
hans, var heldur óhress með að sjá
þetta svona á prenti í öllum blöðum og
hefur farið í skaðabótamál við Nunez.
Heimtar hann sem svarar liðlega 6
milljónum króna íslenskum í skaða-
bætur.
Nunes baöst afsökunar á þessum
orðum, en þegar Juanito kærði hann
sagðist hann ætla að sanna sitt mál.
Segist hann ætla að mæta með allt
krakkastóðið sem Juanito á í réttar-
salnum í Madrid þegar máliö verður
tekið fyrir þar.
Er beðið eftir þeim degi með mikl-
um spenningi á Spáni. En menn em þó
almennt á því þar og víðar aö þetta
stríð á milli Real og Barcelona sé
komið niður á plan sem eigi lítið skylt
við íþróttir þær sem leikmenn liðanna
leggi opinberleea stund á -itln-
á stigamótinu í golfi í ár
Golfvertíðin í ár er löngu búin og|
menn famir að bollaleggja keppnis-
timabilið 1983 sem byrjar í april. Þeir
bestu í iþróttinni þurfa að fara að
koma sér í æfingu því mikið verður um
að vera hjá þeim. Má þar m.a. nefna
Evrópumót karlalandsliða í Frakk-
landi í júni en þangað f ara 6 kylf ingar.
Á hverju ári em haldin stigamót í
golfinu sem eingöngu em fyrir
meistaraflokksmenn. Þar fá þeir tíu
fyrstu í hverju móti stig og þeir sem
em stigahæstir í lok keppnistíma-
bilsins, skipa síðan landsliöshópinn í
upphafi æfinga- og keppnistímabilsins
næsta ár. |
Björgvin Þorsteinsson GA varð
stigahæstur í mótunum í sumar — var
4 stigum hærri en Islandsmeistarinn
Sigurður Pétursson GR. Þeir sem urðu
í 10 fyrstu sætunum í stigamótunum í
ár voru annars þessir:
1. Björgvin Þorsteinsson, GA 84
2. Sigurður Pétursson, GR 80
3. Svcinn Sigurbergsson, GK
4. Ragnar Ólafsson, GR
5. Hannes Eyvindsson, GR
6. Öskar Sæmundsson, GR
7. Páli Ketilsson, GS
8. Magnús Jónsson, GS
9. Sigurður Hafsteinsson, GR
10. Gylfi Garðarsson, GV
Athygli vekur að þeir sem eru í 6
fyrstu sætunum á listanum skipuðu
landsliðin tvö sem kepptu fyrir Islands
hönd í sumar — þ.e.a.s. á World Cup í
Belgíu og Heimsmeistaramótinu í
Sviss.
Engin ný nöfn eru á þessum lista
fyrir utan nafn Gylf a Garðarssonar frá
Vestmannaeyjum. Aftur á móti hafa
menn sem skipað hafa bæði unglinga-
og karlalandslið okkar á síöustu tveim
ámm ekki náð að komast í hópinn í
haust. Má þar t.d. nefna unglinga-
meistarann Gylfa Kristinsson GS,
Sigurö Sigurðsson GS, Geir Svansson
GR og Jón Hauk Guðlaugsson, GN.
-Up-
Jólagjöf golfáhugamannsins
Tamiya
Laugavegi 18a S: 11135-14201
hefur framleitt þessa fjarstýröu bíla
meö þaö fyrir augum aö nýliöinn í
þessari tómstundaiðju geti fengiö
sterkan og vandaðan bíl á sann-
gjörnu veröi.
Bílarnir geta gengið í 20 mín. á 6 volta rafhlöðu. Bílarnir hafa sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli og nóg rými
fyrir fjarstýribúnaðinn. Bílamir eru ætlaðir fyrir torfæruakstur og þola allt hnjaskið sem því fylgir. Hleðslu-
tími rafhlöðunnar er 15 mín. frá kveikjarainnstungu í bíl. Tamiya bílarnir veita áralanga ánægju og
tómstundaiðju.
IOYOTA
4X4
ÍMlMGÍIHnð
-12 SCAU RADIO CONTROL RACJNG car