Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Qupperneq 24
28
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
NANCY
OG SVIKAHRAPPARNIB
CAROLYN KEENE
Nancy og
svikahrapparnir
Ut er komin hjá Leiftri 32. bókin um
Nancy Drew, hina ráösnjöllu leyni-
lögreglustúiku. Þessi er ekki síður
spennandi en hinar fyrri og snýst um
fjársvik, mútur og skjalafals. Alls
konar brögöum er beitt en Nancy
verður ekki skotaskuld úr aö leysa
gátuna, eftir æsandi eltingaleik.
Eiríkur Baldvinsson þýöir bókina
sem er eftir Carolyn Keene. Hún er 119
bls.
Leikrit
Shakespeares
í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar
Almenna bókafélagiö hefur sent frá
sér fyrsta bindið af Leikritum Will-
imas Shakespeares í þýöingu Helga
Hálfdanarsonar. öll leikrit Shake-
speares munu koma út hjá forlaginu á
næstu árum í þýöingu Helga, alls 8
bindi sem hvert veröur tæpar 500 bls.
og veröa þau í bókaflokknum „Urvals-
rit heimsbókmenntanna”, sem AB
hef ur nýlega hafið útgáf u á.
í þessu fyrsta bindi leikritanna eru
fjögur af konungaleikritum
Shakespeares, Ríkarður annar, Hinrik
4. fyrra leikritiö og síðara leikritið og
Hinrik 5. Fyrir útgáfunni er rækileg
inngangsritgerö eftir þýðandann sem
hann nefnir Fáein orö um Shakespeare
og samtíö hans.
Utgáfan er mjög vönduö — með línu-
tali og athugasemdum og skýringum í
bókarlok.
Utlit bókarinnar hefur Hafsteinn
Guömundsson annast.
Leikrit I er 471 bls. aö stærö og
unnin í Prentsmiðjunni Odda.
Helgi Hálfdanarson hefur nú lokiö
viö aö þýöa öll leikrit Shakespeares og
þær af þeim þýöingum hans sem þegar
hafa birst hafa hlotið einróma lof. Er
ekki vafi á því að Shakespeares-
þýðingar hans eru meiri háttar viö-
burðurí íslenskri bókmenntasögu.
í:.C>v
DÍSA LITLA
Hér með tilkynnist, að
Hlynur
Sveinsson
nafnnr. 640909-1152
er með
botnlangabólgu
Hann getur ekki komið til
Barnaeyjarinnar.
Virðingarfyllst Auður Sveins
Hlynur Sveinsson er ellefu ára - og reyndar
alls ekki með botnlangabólgu.
Mamma hans skrifaði heldur ekki þetta bréf.
Hlynur býr hins vegar til sjúkrasögu, kemst undan því
að fara í sumarbúðir á Barnaeyjunni
og leggst í staðinn út í stórborginni Stokkhólmi.
Barnaeyjan eftir P.C. Jersild er stórskemmtileg bók
um barn - skrifuð fyrir fullorðið fólk.
P.C. Jersild hefur fyrir löngu áunnið sér sess á meðal
\ allra fremstu rithöfunda Norðurlanda.
Hann hefur skrifað á annan tug bóka sem allar hafa
hlotið frábærar viðtökur og er skemmst að
minnast „Babels hus“ sem sló öll fyrri sölumet
höfundarins. Barnaeyjan er tvímælalaust
ein effirminnilegasta skáldsaga P.C. Jersild
og nú er hún komin út í íslenskri þýðingu
Guðrúnar Bachmann.
Barnaeyjan
skemmtileg og holl lesning
fyrir alla þá sem hafa
gleymt hvernig það var
að vera barn í heimi
fullorðna fólksins.
Mál og menning
Dfsa litla
og Kata
Bókaútgáfan Björk hefur sent frá
sér 2 barnabækur í safninu Skemmti-
legu smábarnabækurnar sem hafa
veriö sígildar barnabækur í áratugi og
átt miklum vinsældum aö fagna. Bæk-
urþessar eru:
Dísa litla, endursögð úr dönsku af
Stefáni Júliussyni rithöfundi og kemur
nú út í fyrsta sinn. Hún er 13. bókin í
safninu. Dísa litla er prentuö í 4 litum,
bráöskemmtileg og mjög vel til hennar
vandaö. Bókin er unnin/í Prentsmiöju
Oddah/f.
Kata er 10. bókin í þessum flokki í
þýöingu Vilbergs Júlíussonar skóla-
stjóra. Hún hefur komið út áöur en
veriö ófáanleg í mörg ár. Hún er einnig
prentuö í litum í Prentverki Akraness
h/f.
Aðrar bækur í þessum bókaflokki
heita: Bangsi litli, Benni og Bára, Bláa
kannan, Græni hatturinn, Láki, Leik-
föngin hans Bangsa litla, Skoppa,
Stubbur, Stúfur, Svarta kisa og Tralli.
Hltl VI\K H.HÁKI).VHSIIN
ur lands og þjóðar
ísland, svipur
lands og þjóðar
Ut er komin mikil og vönduð bók
eftir Hjálmar R. Báröarson siglinga-
málastjóra þar sem sögu Islands og
sérkennilegri náttúru landsins eru
gerö mikil og góð skil. Hjálmar hefur
áöur gefiö út landkynningarbækur eins
og Is og eldur og hafa þær notiö vin-
sælda og komiö i endurútgáfum.
I þessari nýju bók er saga lands og
þjóöar rakin í máli og myndum. Þá er
gerö glögg grein fyrir jarösögu lands-
ins og byggt á grundvelli landreks-
kenningarinnar. Textar þessir eru
skýrðir með mörgum teikningum og
myndum.
Þá taka við sérkaflar um einstök
svæöi landsins. Farin er hringferö um
landið. Staldraö er við á merkum stöö-
um og áhugaveröum og lýst er mann-
lífi og umhverfi þess, en í leiðinni eru
líka skoöaöir fuglar og litiö á gróöur
landsins. Lýst er jöklum og óbyggðum
og skýrt frá eldgosum undanfarinna
áratuga. Bókin er 428 blaösíður í vönd-
uðu bandi. I henni eru 20 kaflar, 650
ljósmyndir, teikningar og kort, þar af
220 litmyndir. Auk megintextans
fylgja skýringar í sértexta öllum
myndum, teikningum og kórtum.
Efnið er þannig gert auövelt til lestrar
fyrir hvern þann leikmann, sem kynn-
ast vill Islandi, landinu og þjóöinni
sem það byggir. Loks er þess getið aö
bókin kemur bæöi í íslenskri, þýskri og
enskri útgáfu.
Marco
Polo
— Ný bók í bókaflokknum
um frömuði sögunnar
Bókaútgáfan örn og örlygur hf.
hefur gefiö út bókina Marco Polo eftir
Richard Humble í íslenskri þýðingu
Dags Þorleifssonar. Bókin er í bóka-
flokki er fjallar um frömuði landa-
funda og frömuöi sögunnar og hafa
örn og örlygur hf. áður gefið út átta
bækur í þessum flokki.
Marco Polo var tvímælalaust einn af
helstu frömuðum sögunnar og for hans
til Kína og margra annarra landa sem
tók næstum aldarfjóröung var að
vonum fræg. Ferðasaga hans hefur um
langan aldur veriö talin meöal sígildra
verka í ferðasagnagerð, en í feröasögu
sinni fjallar þó Marco Polo furöu lítið
um sjálfan sig. I bók Richard Humble
er hins vegar lögö áhersla á aö kynna
Marco Polo sjálfan, persónuleika hans
og skapgerð. Þykir Humble hafa tekist
sérlega vel aö skýra sögu Polos og
greina frá svaðilförum hans og ævin-
týrum.
Bókin Marco Polo er ríkulega mynd-
skreytt og gefa myndirnar henni aukiö
gildi. Eru í bókinni fjölmargar lit-
myndir og um eitt hundraö svarthvítar
myndir.
Marco Polo er sett, umbrotin og
filmuunnin í Prentstofu G. Benedikts-
sonar en prentun og band er unniö á
Bretlandi.
IVIdrLL
Richnrd Humble
Endurfundir
eftir Ingibjörgu Jónsdóttur
Endurfundir er í bókaflokknum
Stjömu róman en áður hafa komið út 7 j
bækur eftir erlenda höfunda i þeim
bókaflokki. Nú kemur bók eftir íslensk-
an höfund, Ingibjörgu Jónsdóttur, sem
er þekktur skáldsagnahöfundur. Ingi-
björg hefur skrifað skáldsögur, bama-
og unglingasögur auk f jölda þýöinga.
Sagan fjallar um Erau, 16 ára
Reykjavíkurstúlku, sem verður bams-
hafandi eftir kvæntan mann. Hann vill
ekkert með hana hafa eftir að hún
segir honum aö hún eigi von á barni og
móðir hennar er drykkfelld svo að
heimilisástæður Ernu eru slæmar. En
hjálpin berst úr þeirri átt sem hennar
var sístvon....
Það telst til nýmælis aö gefin er út
frumsamin íslensk skáldsaga ein-
göngu í vasabrotsformi.
tnatblöra iðnstíöttir
Landnámssaga
Nýja-íslands
^ J Canada, ^
Brot af
landnámssögu
Nýja íslands
Skjaldborg hefur gefið út ljós-
prentun af bókinni Brot af landnáms-
sögu Nýja Islands sem safnaö hefur og
samiö Thorleifur Jóakimsson (Jack-
son). Bókin var fyrst gefin út í Winni-
pegáriö 1919.
I bókinni eru meðal annars endur-
minningar f rá f yrstu árum Islendinga í
Nýja Islandi eftir Stefán Eyjólfsson,
grein eftir Jóhann Briem um ferö frá
Sauðárkróki til Nýja Islands árið 1876
og landnámssaga Fljótsbyggðarinnar.
Þá eru taldir upp fjölmargir land-
námsmenn í Vesturheimi og getið ævi-
atriða þeirra.
Æviskrár
Akurnesinga
skráð hefur Ari Gíslason
Sögufélag Borgarfjarðarhefur gefið
út bókina Æviskrár Akurnesinga og er
þetta fyrsta bindið. Æviskrámar hefur
Ari Gíslason ættfræðingur tekiö saman.
I bókinni eru um átta hundrað mynd-
ir.
Segja má að brotið sé blað meö út-
gáfu þessa verks því hér er í fyrsta
sinn hafist handa um ritun og útgáfu
æviskráa fólks úr heilum kaupstað á
Islandi. Verk þetta hófst fyrir átta ár-
um og er gert ráö fyrir því að þar
teljist meö allir þeir sem búið hafa á
Akranesi síðastliðin fjögur ár. Þetta
bindi nær yfir A til F. Bókin er um 350
blaðsíður aö lengd.
rom KWSTÍIN8S0N, HAOA
Lífsmörk
í spori
Mlnntngar og
Lífsmörk
í spori
eftir Torfa Þorsteinsson,
Haga
Skjaldborg hefur gefiö út bókina
Lífsmörk í spori, minningar og fróö-
leiksþætti eftir Torfa Þorsteinsson
bónda í Haga í Hornafiröi.
I formála segir höfundur aö þættir
þessir eigi aö varöveita endurminning-
ar manna og kvenna sem ýmist vora
samferðafólk hans eöa hann haföi um
greinilegar heimildir. Bókina tileinkar
hann minningu foreldra sinna, Ragn-
hildar Guömundsdóttur og Þorsteins
Þórðarsonar.