Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Page 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982.
41
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Bjami hættir
ekki
Eldur í Garðinum
en slökkviliðið
leitaði í Sand-
gerði
Víkurfréttir í Keflavík
skýra í jólablaði sínu frá mis-
skilningi varðandi bnmaút-
kall þann 5. desember síðast-
liðinn. Þann dag urðu menn í
Garðinum varir viö eld í Lag-
metisiðjunni og hringdu í lög-
regluna í Keflavík. Lögreglan
í Keflavík hafði samband við
slökkviliðið í Sandgerði og til-
kynnti um eld í Lagmetisiðj-
unni. En þar sem um aðeins
eina niðursuðuverksmiðju
var að ræða í Sandgerði fór
slökkviliöið þangað.
Bjarni Felixson hættir lík-
lega ekki alveg á næstunni aö
segja sjónvarpsáhorfendum
íþróttafréttir. Sandkorn hef-
ur fregnað að Bjarni hafi
dregið uppsögn sina til baka.
Hann mun hafa náð sam-
komulagi við yfirmenn sína.
A meðan Sandgerðis-
slökkviliðið leitaði eldsins i
niðursuðuverksmiöjunni þar
brunaði Keflavíkurlögreglan
út í Garð. Þar logaði í þaki
kyndiklefa Lagmetisiðjunn-
ar. Fljótlega tóku menn að
ókyrrast enda bólaði ekkert á
slökkviliðinu. Mistökin upp-
götvuðust ekki fyrr en Sand-
gerðisslökkviliðið hringdi aft-
ur í Keflavíkurlögregluna eft-
ir að hafa leitað rækilega að
eldi í niðursuðuverksmiðj-
unni í Sandgerði. Kallaði
Keflavíkuriögreglan þá út
slökkvilið Keflavikur. Hafði
þá tapast tæpur hálftími, að
sögn Víkurfrétta. Eldurinn
var hins vegar lítill og því fór
þetta ekki ilia. Víkurfréttlr
telja lögregluna í Keflavík
bcra ábyrgð á þessum mis-
tökum.
Næturlífió í
Reykjavík ekki
merkilegt
t starfsmannablaði Flug-
leiða, Flugfréttum, er frá-
sögn af kynnisferð danskra
ferðajkrifstofumanna tfl ís-
lands síðastliðið haust. Kem-
ur fram að ferðaskrifstofu-
mennirnir hafi verið sérlega
hrifnir af matnum sem þeim
var boðið upp á. Einnig hrósa
þeir kynnisferðum sem þeir
tóku þátt í. Það er aðeins eitt
sem þeir gera athugasemd
við. Það er næturlífið i
Reykjavík. Þeim fannst ekki
mikið til þess koma.
Flugfélag með
ferskan blæ
„Flugfélag með ferskan
blæ” stendur á forsíðu blaðs
Arnarflugs. Á sömu síðu, fyr-
ir neðan fyrrgreind orð, er
stór mynd af topplausri
stúlku sem breiðir út faðm-
inn. Stúlkan buslar í brimi og
vissulega leikur ferskur blær
um hana.
i blaðí þessu sáum við
þennan brandara:
Vöruflutningabíistjórinn
hringdi á stöðina til að til-
kynna að hliðarspegillinn
hægra megin væri bilaöur.
„Er glerið brotið eða er hann
alveg ónýtur?” spurði verk-
stjórbin. „Ég veit það nú ekki
alveg. Bíllinn liggur ofan á
honum.”
Kjörgögnin ekki
enn komin - þé
13 dagar frá
kosningu
Atkvæðagreiðslu í fyrri
hluta forvals Alþýðubanda-
lags á Vestfjörðum lauk
fimmtudagmn 9. desember
siðastliðinn. Nú, þrettán dög-
um síðar, hafa úrslit ekki enn
verið birt. Skýringin er sú að
öll kjörgögn hafa ekki borist
tfl ísafjarðar. Enn eru gögn
frá ýmsum stöðum á Vest-
fjörðum einhvers staðar á
leiðinni. Megnið af atkvæð-
unum hefur þó verið talið.
Fúavarnarliðið
tíu ára
Torfusamtökin urðu nýlega
tíu ára gömul. Þau voru
stofnuð 1. desembcr árið 1972
í þeim tilgangi að vbina að
varðveislu, endurnýjun og
fegrun gamla miðbæjarms I
Reykjavík og annarra hverfa
og gatna eða húsa í Reykja-
vik sem hafa menningarsögu-
legt gildi. Öhætt er að segja
að samtökin hafi haft nokkur
áhrif á skipulag.
í fréttabréfi frá samtökun-
um eru félagsmenn samtak-
anna nefndir nokkuð
skemmtilegu heiti, nefnilega
Fúavamarliðið.
Umsjón:
Kristján Már Unnarsson.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir Kvikmyndir
Janne Car/sson og Gösta Ekmart i bráðfyndnum hlutverkum sinum i sænsku myndinni um grasekkju-
mennina.
REGNBOGINN, jólamynd: Grasekkjumennirnir:
Gáski og gleði
Regnboginn, salur A, Grasekkjumennirnir
(Grásanklinger):
Stjórn: Hans Iveberg.
Handrit: Ake Cato & Jan Richter.
Kvikmyndun: Peter Davidson.
Aðalhlutverk: Gösta Ekman, Janno Carlsson,
Marika Lindström, Nena Nyman, Joel Fánge,
Ulrika Jansson, Linda Lundblad.
• Tónlist: Bjöm J. Sonlindh.
Framleiðandi: Peter Hald.
Grái fiðringurinn svo nefndi gerir
iðulega vart við sig hjá karlmönnum
þegar þeir komast á miöjan aldur.
Ýmis einkenni fylgja þessum fiðringi
svo sem aö viökomandi fer aö horfa á
göngulag ungra sprunda meira en
góöu hófi gegnir og dagdraumarnir
snúast oft um það hversu yndislegt
það væri aö geta losnað viö kellu svo
sem eins og eina viku og slappað af
með félögum og vmi; en slíkt er
kallað aö vera grasekkjumaður.
Þetta er frumhugmyndin aö hand-
riti jólamyndarinnar sem Regnbog-
rnn býður áhorfendum sínum upp á
þessa dagana. Þaö er sænsk kvik-
mynd og heitir hún einfaldlega í
betani þýðingu Grasekkjumennirnir.
Myndin er í léttum dúr, full gáska
og gleði og sænskurinn fer á kostum í
mörgum atriðum myndarinnar.
Þetta er gamanmynd sem etakennist
af ferskum húmor, örlítilli spennu og
nokkuð hröðum söguþræði.
Hinir flóknu og furöulegu örlaga-
þræðir koma því svo fyrir að tveir
karlmenn, frá mjög svo ólíkum þjóð-
félagshópum kynnast og eru saman
etaa viðburðarríka og heita sumar-
viku í Stokkhólmi. Eiginkonur
beggja eru á ferðalagi og þeir eru því
lausir og liðugta; unglingar í annað
sinn.
Lasse, annar grasekkjumann-
anna, hefur hlakkað til dæmigerðrar
grasekkjumannsviku, fullrar af lífi
og fjöri, en Gary, hinn grasekkju-
maðurtan, hafði hugsað sér rólega og
þægilega vinnuviku þennan tbna er
konan hans er að heiman. Þetta fer
þó á annan veg hjá báðum. Þegar til
kemur hefur Lasse í rauntani enga
löngun til að slá sér út, og svo á hann
heldur ekki svo gott með það, hann
þarf að hugsa um börnin sín þrjú og
svo kemur líka í ljós að hann hefur
meira en nóg að gera við að passa
upp á Gary sem sífellt er að lenda í
vafasömum ævtatýrum. Gary þvert
um geð verður grasekkjuvikan nefni-
lega full af gleði og fjöri og hann
lendir í ótal ævtatýrum sem ekki er
vert að skýra frá. Þegar vikan er lið-
in hafa þessta tveir menn svo kynnst
allnáið og lært mikiö hvor af öörum.
Þeir eru orðnta góðta vinir, alls ekki
svo ólíkir að hugsunarhætti og fyrst
leit út fyrir.
Þessi söguþráður er vissulega ein-
faldur en það er margt í honum sem
kemur haganlega út á hvíta tjaldinu.
I heild er sagan sem kvikmyndta
segir okkur trúverðug þrátt fyrta
húmortan sem hún ber meö sér.
Leikur er góður í myndinni,
hnökralaus og vel stjórnað af Hans
Iveberg. Kvikmyndatökumaðurtan.
fer troðnar slóðta, en hæfir vel því
sem leikstjórinn hefur gretailega
ætlasttilaf efnisínu.
Það er augljóst að hann hefur ætl-
að sér að gera kómiska afþreytaga- -
mynd þar sem hæfileikamiklta
gamanleikarar fengju aö njóta sín til
fulls. Ekki verður betur séð en að
honum hafi tekist þaö.
-Sigmundur Emir Rúnarsson.
tní h rint/ir
Við birtum
Smáttuqlijsinqa-
simnni vr
~70'~2
mjxLSR
Mikid úrval
AIRPORT