Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Page 41
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982. ÐÆGRADVÖL 45 DÆGKTtDVQL „Ferðin var hálf- gert ævintýri...” — segir Ragnheiður Sigurðardóttir „Viö fórum aö haustlagi fyrir rúmu ári síðan, ég og Birna vinkona mín.” Dægradvalarviðmælandi okkar er Ragnheiöur Siguröardóttir, auglýs- ingateiknari og nemi í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. „Áöur en viö fórum geröum viö uppdrátt af því sem okkur langaði til aö sjá. Ætluðum að fara í nokkuö stóran hring. En auövitaö kom- umst viö ekki yfir aö sjá allt sem við vildum. Frá Luxemborg fórum við til Parísar og vorum þar í átta daga. Því næst fórum við alla leiöina til Barce- lona. Og þaö var strembin ferð, 14 tím- ar. Maður hótaði að hætta þessu alveg, fara bara heim, en auðvitað varmaður búinn aö gleyma því daginn eftir! Lest- imar eru mjög misjafnar eftir löndum, ég held aö þær séu verstar á SpánL Raunar er öll almenningsþjónusta til dæmis í sambandi við tjaldstæöi og auðvitað lestirnar fyrir neðan allar hellurþar. »-------------► „Svaf eina nótt á brautarstöö og það legg óg ekki á mig aftur. . ." Ragnheiður Sigurðardóttir, augiýs- ingateiknari. DV-mynd: Bj. Bj. En frá Barcelona héldum við eftir suöurströnd Frakklands, frönsku Rivierunni og fórum í átt til Italíu. Viö fómm síöan til Flórens og Feneyja og raunar einnig til baöstrandanna viö Rimini rétt til aö kíkja á lífiö þar. Og frá Italíu héldum viö til Sviss og þaðan aftur til Lux og heim. Við vomm fimm vikur í ferðinni, einni viku lengur en miðinn gildir.” — Hvaö stoppuöuð þiö lengi á hverjum staö? „Við vorum lengst í París átta daga en annars yfirleitt tvo til þrjá daga. Þetta var alls ekki dýr ferð kostaöi mig um 12 þúsund krónur fyrir ári. Viö vomm yfirleitt í tjaldi, þó þrjár nætur á farfuglaheim- ili, og eina nótt sváfum við á brautar- stöð! Og þaö legg ég ekki á mig aftur! — Af hverju völduð þiö þennan ferðamáta frekar en hópferð eöa bara sólarlandaferð? „I fyrsta lagi fara sólarlandaferðir í taugamar á mér,” segir Ragnheiöur ákveðin á svip. „Maöur vildi kynnast einhverju nýju og ekki síður aö geta ráðiö sér sjálf. Maöur þarf á hverjum degi að takast á viö eitthvaö nýtt velja sér náttstað og sitthvaö fleira.” — Hvaö var minnisstæðast við ferð- ina? „Eg veit ekki! Mér finnst þetta vera hálfgert ævintýri þegar ég hugsa til baka, næstum því ekki raunverulegt í endurminningunni. ’ ’ „Tókum of stóran hring” — segir Sigurður Björnsson „Eg fór í Interrail ferö fyrir þremur ámm meö þremur félögum mínum.” Það er Sigurður Björnsson sem talar. „Fómm með Smyrli til Noregs og hitt- um einn félaga okkar þar. Hringurinn byrjaöi í Noregi meö því aö viö heim- sóttum fólk í Þrándheimi en síöan fór- um viö til Randers í Danmörku og stoppuðum þar um stund. Frá Dan- INTERRAIL Texti: Árni Snævarr Myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson og fleiri mörku fómm við til Þýskalands til Kölnar og Hamborgar meöal annars. Síöan var þaö Frakkland og þá auðvit- aö París. Við höföum ákveðið að fljúga frá Skotlandi og fómm því frá París aö vesturströnd Frakklands og tókum ferju yfir til Bretlands. Viö stoppuöum smá tíma í London en héldum svo sem leið lá til Skotlands og f lugum heim. Viö brenndum okkur nokkuö á því aö taka of stóran hring, fara út í of mikla keyrslu. Þaö er miklu betra aö skoöa tiltölulega fáa staöi því ef áætlunin er of mikil nær maöur ekki að skoða nema mjög lítið á hverjum staö.” — Sváfuð þiö í tjöldum í feröinni? „Viö vomm á farfuglaheimilum þar sem við gátum en í heimahúsum þar sem við þekktum fólk, en stundum tjölduðum við.” — Hvaö er svo minnisstæðast viö þessa mánaöarreisu ? „Ja, eiginlega var þaö minnisstæð- ast að einn af feröafélögum mínum varð veikur. Hann fékk einhvern vírus og fékk gangtruflanir í hjarta. Varöað snúa viö heim á leiö þegar viö vomm Sigurður segist vera atveg til i að fara aftur i ferð með /nterrail miða upp á vasann en segist þá ætla að fara i minni radius. DV-mynd: Bj. Bj. komnir eitthvað inn í Þýskaland. En auðvitað var ekki allt svo dapurlegt langt í frá. Feröin með Smyrli var mjög skemmtileg og svo get ég líka nefnt minnisstæðan fótboltaleik sem við sáum í Köln milli Kölnar og Ham- borgar. En ferðin í heild var góö og til- tölulega ódýr og ég gæti vel hugsað mér aö skella mér aftur en fara þá í minni radíus.” TVSRSICOIR ÍDÖGGINNI Eftir Valdimar Hólm Hallstað út er komin bókin „íslenskir málarar". í bókinni er rakin í stórum dráttum saga málarahandverksins hér á landi frá upphafi ásamt æviskrám þeirra manna, sem frá öndveröu hafa lagt stund á i málaraiön. Bókin er í tveim bindum alls rúmar 600 blaösíöur meö um 1000 myndum. Sögusviðið spannar allt frá landnámi til vorra daga. Höfundur er Kristján Cuölaugsson málarameistari. MÁLARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR SKIPHOLTI 70 — SÍMI 81165 — REYKJAVÍK Dreifingu bókarinnar annast Prenthúsið s.f., Barónsstíg 11a, Reykjavík. Simi 26380. 9 Brunað áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.