Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiómarformaður ogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ristjóm: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 8A611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verðílausasölu 12 kr. HelgarblaðlSkr.
Hérerlausnin
A tímum stjórnleysis og efnahagsöngþveitis, verðbólgu
og atvinnuskorts getum við huggað okkur við, að þetta
eru að töluverðu leyti mannanna verk, einkum stjórn-
málamannanna. Þetta eru því verk, sem má endurbæta.
Okkur ættu að duga tvö ár til að ná verðbólgunni niður í
næstum ekki neitt og f jögur ár til að veröa ein allra tekju-
hæsta þjóð í heimi. Það getum við með því að fram-
kvæma sumpart strax og sumpart í áföngum það, sem
hér verður rakið:
Niðurgreiðslur landbúnaðarafurða ber að leggja niður
og nota sparnaöinn til að lækka söluskatt, einkum á
matvælum. Staða neytenda mundi haldast óbreytt, um
leiö og verulega yrði dregið úr verðmætabrennslu í land-
búnaði.
Alla styrki og útflutningsuppbætur til aldraðra atvinnu-
greina ber að leggja niður og nota sparnaðinn til að styðja
aukningu atvinnutækifæra í nýjum greinum, til dæmis
sem svarar tekjum ríkisins af þessum nýju tækifærum.
Til þess að draga úr búseturöskun mætti hafa stuðning-
inn meiri en ella í þeim tilvikum, að hin nýju tækifæri
væru í sömu héruðum og nú búa við hið dulbúna atvinnu-
leysi, sem felst í sumum öldruðum atvinnugreinum,
einkum landbúnaði.
Ríkið fær auknar skatttekjur af flutningi atvinnutæki-
færa frá forréttinda- og skattfríðindagreinum yfir í
arðbærar greinar. Það getur gefið muninn eftir með því
að greiða hluta launa viöbótarstarfsliðs hinna nýju
greina.
Innflutningsbann á landbúnaðarvörum og útflutnings-
hömlur á ferskum fiski ber aö afnema, svo að verölag
afurða innanlands komist í samhengi við alþjóðlegt verð
á sömu afurðum eða hliðstæðum afuröum, og innlend
framleiðni verði mælanleg.
Samhliða frjálsum siglingum með afla ber að hætta
opinberri skráningu verðs á erlendri mynt og heimila
frjálsa notkun hennar í innlendum viðskiptum, svo að
ekki sé lengur með seðlaprentun hægt að búa til
séríslenzka verðbólgu.
Samhliða þessu ber ríkinu að hætta afskiptum af fisk-
veröi og taka upp sölu eða útboö veiðileyfa, svo að útgerð
færist úr höndum grínista til þeirra, sem bezta afkomu
hafa í greininni. Þannig verði tryggð markaðsgeta
sjávarútvegsins.
Vexti ber að gefa fr jálsa og banna auk þess sérstaklega
allar lánveitingar, sem ekki eru að fullu verðtryggðar,
þar á meöal afurðalán og lán úr ýmsum sérsjóðum for-
réttindagreina, svo að féð renni til arðbærrar iðju.
Taka ber upp fastar reglur um notkun innlendrar fram-
leiðslu umfram erlenda upp að vissu marki, t.d. upp að
10% af innlendu vinnsluvirði eða öðru því marki, sem
jafngildir tekjum hins opinbera af innlendri framleiðslu
umfram erlenda.
Núllgrunnsaðferð ber að taka upp við gerö fjárlaga og
fjárhagsáætlana hins opinbera. Það hafi fasta hlutdeild í
þjóðartekjum og deili þeim hluta síðan niður í einstakar,
meintar þarfir, í stað þess að hlaða upp óskhyggju-
pökkum.
Hagnýta ber reynslu ýmissa smáþjóða af þægilegum
tekjuöflunarleiðum, svo sem mótun skattaparadísar fyrir
erlent fjármagn, markvissari útgáfu frímerkja og mark-
vissari útgerð á ráðstefnumarkað í ferðamannaþjónustu.
Hér er ekki rúm til að nefna fleiri atriði, en þessi ættu
að duga til aö stöðva verðbólguna, tryggja fulla atvinnu í
næstu áratugi, gera Islendinga að tekjuhæstu þjóð á
Vesturlöndum og grunnmúra forsendur fullveldis okkar.
Jónas Kristjánsson
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983.
Hurðahreyfihöldumálið
til umr æðu í Jómsvík
Ef þaö er eitthvað eitt, frekar en
annaö, sem einkennir Islendinga, er
þaö þeirra pólitíska ástríöa. Hér er
allt pólitískt, og menn má greina í
flokka eftir því hvernig þeir klæöast,
nærri því. Þaö er að minnsta kosti
stórpólitískt mál á íslandi, hverrar
tegundar fóiksflutningabílar eru, og
mun þaö óþekkt annarsstaöar í
heiminum.
Þessu fylgir, aö pólitísk umræöa á
islandi fer ööruvísi fram en víöast
hvar annarsstaðar í heiminum.
' Munurinn á sér rætur djúpt í þjóðar-
sálinni og sögu þjóöarinnar. Þaö er
alkunna, aö á þjóöveldistímum voru
skáld helsta útflutningsvara Islend-
inga. Þessi skáld fluttu kóngum
drápur sínar, dýrar og óskiljanleg-
ar. Þar rákust á kenningar og reknar
kenningar í belg og biöu, og kveöiö
svo knappt, aö enginn gat skiliö slík
ljóö viö fyrstu heym. Þá, í skáld-
skap, eins og nú, í pólitík, var það
formið, frekar en innihaldið, sem
skipti máli.
Þaö er einkenni á íslenskum
stjómmálamönnum, sem fæstir eru
mjög orðhagir, aö þeir, eins og drótt-
skáldin til foma, leggja mikiö upp úr
því aö stuölar standi á réttum
stööum. Þaö er aftur ólíkt með
stjómmálamönnum nútímans, og
leirskáldum allra tíma, aö leirskáld-
in komu saman fyrriparti, meö
höfuðstaf á réttum staö í ööru vísu-
oröi, en áttu síöan í erfiðleikum með
seinnipartinn, en stjómmálamenn
sleppa yfirleitt ööru vísuorði, komast
þannig framhjá höfuöstafnum, og
reyna ekki að botna. En kröfur
þjóðarinnar til formlegrar full-
komnunar eru ekki slíkar sem þær
voru áöur fyrr, og stjórnmálamenn
sleppa meö formleysuna, þó aö fyrir
nokkmm áratugum heföi þaö þótt
þeim of gott aö kalla þá leirskáld.
En hún veröur oft skemmtileg
umræöan, þegar svo er komiö, aö
þaö þykir stílbrot, ef ekki hefjast öll
áhersluatkvæði á sama hljóði.
Imyndum okkur fund í hreppsnefnd
Jómsvíkurhrepps, skömmu fyrir
kosningar. I þrjú ár hefur ekki orðiö
ágreiningur um nokkurt mál þar á
fundum, fulltrúar flokkanna fjög-
urra hafa skipst á um aö gegna odd-
vitaembættinu og skipt öllu því
bróðurlega milli sín, sem til skipt-
anna var. En nú eru sem sagt að
koma kosningar, og deilt hart um
kaup á hurðarhúnum tveim, sem
setja þarf á hurðir í skólahúsinu,
áöur en hægt verður aö vígja þaö.
Deilan stendur sem sagt um þaö,
hvort fela eigi járnsmið á staðnum
aö smíða húnana, eöa hvort eigi að
kaupa þá frá Reykjavík, og þá frá
hvaöa fyrirtæki, íslensku, eöa jafn-
vel að ráöast í það aö kaupa erlenda
framleiðslu. Þetta er „stórmál”.
„Það eru myrkraöflin í þjóöfélag-
inu,” segir Herostratos Jónsson, full-
trúi Alþýöubandalagsins, „sem
magna nú Móra atvinnuleysis á
múgamenn hér á landi. Þessi stefna,
sem mörkuö er mannfjandsemi, mun
magna þá miöflóttatilhneigingu sem
myndar sig nú til þess að mola ís-
lenskt þjóðfélag.” Þar gerir Hero-
stratos smá hlé, en finnur ekki fleiri
m, og gefst aö lokum upp. „Þaö væri
lítilmannlegt að lúffa fyrir erlendum
auðhringjum, meö því aö kaupa er-
lendar huröahreyfihöldur. Eflum ís-
lenskaniönað!”
Þess má geta hér, aö það eina, sem
skólabygginganefnd gat komið sér
sanian um, í hurðarhúnamálinu,
var þaö, aö oröiö „hruöarhúnn” væri
Úr ritvélinni
ÓlafurB. Guðnason
ótækt. 1 öllum fjórum sérálitunum
voru húnamir nefndir „huröahreyfi-
höldur”.
„Þaö er af sem áöur var,” segir
Artaxerxes Ríngan, fulltrúi Sjálf-
stæöisflokksins, „þegar barist var
gegn „Leiftursókngegnlífskjörum”,
og fyrir „samningunum í gildi. Nú
stendur hið harövítuga haftastefnu-
liö fyrir hermdarverkum gegn hags-
munum þjóðarinnar og heimsbyggö-
arinnar. Viö stöndum frammi fyrir
kreppu og hagvöxtur hrapar. Höftin
munu gera hagvaxtarhruniö hrapal-
legra, svo þaö kemur harðar niöur á
heimsins þjóöum. Þaö er ljóst aö
leiðin greiöa út úr ógöngunum er ein-
mitt sú, aö efla alþjóðaviöskipti. Ef
viö kaupum erlendar „hurðahreyfi-
höldur”, munu útlendingar þar meö
geta keypt meiri fisk. Þaö er kjarni
málsins!”
Aþena Kormáksdóttir, fulltrúi
Framsóknarflokksins sagði hér vera
úr vöndu aö ráöa. „Hér er hart deilt
um höfuðmál,” sagði Aþena, „og
segir mér svo hugur, aö ekki veröi
aliir á eitt sáttir þegar upp er staöið.
Hér hafa verið lögö fram gild rök
meö og á móti kaupum á „hurða-
hreyfihöldum” erlends uppruna.
Hver sem niöurstaöan veröur, mun
hiö fomkveðna enn veröa sannreynt,
aö lokum, aö „allt orkar tvímælis
þegar gert er”. En ég hef ráöfært
mig viö hagfræðing fyrir sunnan, og
einnig við sérfræöing iönaöar-
ráöuneytisins í gáttamálum, og er
eftir það engu nær. Eg vildi því
leggja hér fram málamiölunar-
íillögu. Hún er sú, aö sneitt verði
framhjá þessu vandamáli, meö því
aö kaupa rennihuröir í skólann,
rennihuröir meö harmonikulagi, þar
sem festingar allar fylgja meöl”
Það var oröiö áliöið þegar Aþena
lagöi þess tillögu fram, og eftir
nokkra geispa, samþykktu fulitrúar
Alþýöubandalags og Sjálfstæöis-
flokks þessa málmiölun. Þá reis úr
sæti sínu fulltrúi Alþýðuflokksins og
mótmælti harölega. Hans afstaöa
haföi frá upphafi mótast af því, aö
markaðslögmálið ætti aö ráöa hér,
en þó samkvæmt útreikningsfor-
múlu, sem drægi nokkuð úr yfir-
burðastööu erlendu framleiöend-
anna. Það varö þegar ljóst aö tillaga
hans um formúluútreikning myndi
þýða, að jámsmiöurinn á staðnum
fengi ekki verkiö, en jánsmiöurinn
hafði hefnt sín klukkan fjögur á
laugardagsmorgni, eftir þorrablót,
meö því, aö hleypa lofti úr hjól-
börðunum á Volvo bæjarfulltrúans.
Fuiltrúi Alþýðuflokksins, Anaxí-
mander Ánsson sagði: „Þar kom,
sem ég hugði, aö Kröfluflokkamir
geröu samkomulag um þaö aö bera
hagsmuni kjósenda fyrir borð í þessu
máli. Ég vil taka þaö skýrt fram, hér
og nú, aö ég mótmæli þessu hér og
áskil mér allan rétt til aö endurtaka
þau mótmæli mín á opinberum vett-
vangi, aö þessi vinnubrögö verði viö
höfö. Aö þessu sögðu, þvæ ég hendur
mínar af þessu máli, og geng af
fundi. Ég bæti því aöeins hér viö, að
þegar þetta mál hefur veriö til lykta
leitt, mun þaö öllum ljóst, aö ég einn
stend réttur eftir, og hnakkakerrtur,
meö fulla sæmd og reisn.”
Aö svo mæltu steig hann úr pontu,
hrasaði og datt. Þegar uppistandi út
af því var lokið, og Anaxímander
haföi veriö lagöur inn í næsta her-
bergi, meö kaldan bakstur á höfði,
komu hreppsnefndarmenn saman aö
nýju og samþykktu málamiölunartil-
lögu framsóknarfulltrúans. I
umræöum eftir fundinn, kom í ljós
þaö eindregna álit hreppsnefndar-
manna, aö það væri svo sem í lagi, aö
menn gengju teinréttir og hnakka-
kerrtir af fundum, en þó væri örugg-
ara í slíkum tilfelium, aö hafa jafn-
vægisskynið í lagi. „Og skynsemina
líka”, bætti Artaxerxes Ríngan við,
um leið og hann bauö Aþenu í nefið.
Lýkur þar aö segja frá fundi
hreppsnefndar í Jómsvík.