Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Side 20
20 DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983. Dan og Elvar efstir á Skákþingf Reykjavíkur — Dan vann Elvar í 8. umferð og setti spennu í mótið Eftir 8. umferð á Skákþingi Reykjavíkur, sem tefld var á mið- vikudagskvöld, er staðan í mótinu afar tvísýn. Fram að henni hafði Elvar Guðmundsson unnið allar sín- ar skákir og virtist vera á góöri leið með að stinga af með sigurinn. En í skák sinni við Dan Hansson í 8. um- ferð var hann óþekkjanlegur. Lenti snemma tafls í miklu tímahraki og missti peö, án þess aö fá fyrir það nokkrar bætur. Dan vann og með því tókst honum að ná Elvari og deila þeir nú efsta sæti með 7 v. Staða efstu manna eftir 8 umferðir er þessi: 1.—2. Elvar Guðmundsson, Dan Hansson 7 v. 3.-5. Guðlaug Þor- steinsdóttir, Sveinn Kristinsson og Halldór G. Einarsson 6 1/2 v. 6.-7. Þórir Olafsson og Haukur Angantýs- son6 v. 8.-9. Þröstur Einarsson og Oskar Bjamason 5 1/2 v. og biðskák. 10.— 14, Láms Jóhannesson, Björn Freyr Björnsson, Haraldur Haraldsson, Bragi Bjömsson og Georg Páll Skúlason 5 1/2 v. 15,—16. Tómas Bjömsson og Björgvin Jónsson 5 v. og biðskák. I gærkvöldi var 9. umferð tefld, en 10. og næstsíðasta umferð veröur tefld á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 14 í húsakynnum TR við Grensásveg. Athygli vakti í 8. umferðinni aö Bolvíkingurinn ungi og efnilegi, Hall- dór G. Einarsson, lagöi Hauk Angan- týsson aö velli eftir miklar svipting- ar. Haukur er eini alþjóðlegi meist- arinn sem þátt tekur í mótinu og var því álitinn einna sigurstranglegast- ur. Eftir 5 umferðir hafði hann „fullt hús”, en í 6. umferð tapaði hann fyrir Elvari og nú fyrir Halldóri, svo sig- urmöguleikar hans hafa minnkað vemlega. Ásamt Halldóri eru í 3.-5. sæti Sveinn Kristinsson, sem viröist engu hafa gleymt frá því í „gamla daga” og Guðlaug Þorsteinsdóttir, Islands- meistari kvenna og margfaldur Norðurlandameistari. Guðlaug teflir af miklu öryggi, vann gamalreyndan landsliðsmann í 8. umferð, Ingimar Halldórsson. Annars gerðu skákkon- urnar okkar það gott í 8. umferðinni. Olöf Þráinsdóttir lagði sitt af mörk- um og „stal senunni” með fómar- taflmennsku gegn Páli Þórhallssyni. Við skulum líta á skákir þeirra stall- systra. Hvítt: Ólöf Þráinsdóttir. Svart: Páll Þórhallsson Sikileyjarvöra. I.e4 c5 2.Rc3 e6 3.g3 Rc6 4.f4 d5 5.d3 Rf6 6.e5Rd7 7.Rf3a6? Svartur virðist vera að undirbúa framrásina b7—b5, en hefði þess vegna getað leikið strax 7.—b5, því 8.Rxb5? strandar á 8.—Da5+ 9.Rc3 d4 og vinnur mann. Það verður Skák r Jón L. Arnason svörtum til falls, aö hann teflir of „passívt”. Hann getur tryggt sér gott tafl með því að spengja upp á miðboröinu með —f6 nú, eða í næstu leikjum. 8.Bg2 Be7 9.0—0 0-0 10.Re2 b5 ll.c3 Rb612.d4 Bd713.g4 cxd4? Alvarleg mistök. Betra er 13.—b4 og freista þess að opna fleiri línur á drottningarvæng og skapa sér mót- færi. 14.cxd4 Hc8 15.b3 a5 16.Bd2 Dc7 17.Hcl Da7 18.Be3? Ba3 19.Hc2 Rb4 20.Hd2 Hc7 21.Rg3 Hfc8( ?) Nákvæmara er 21.—Hc3. Að sjálf- sögðu var 18. leikur hvíts tíma- eyösla. Betra var 18.f5 strax. 22.f5 Hc323.Bg5h6?! Góður möguleiki til þess að flækja taflið er 23.—Rc2! ? 24.Be7 Bcl? 25.f6! Bxd2 26.Dxd2 Hc2 27.Df4 Rd3 28.De3 H8c3 29.fxg7 Kxg7 30.Rh5+ Kh731.Rg5+! Ekki síðra er 31.BÍ8, en þaö er smekksatriði hvernig hvítur gerir út um taflið. Staðan er gjörunnin. 31.—Kg8 32.Rxf7 Hxg2+ 33.Kxg2 Rel+ 34.Dxel Hc2+ 35.HÍ2 Dc7 36.De3 Be8 37.Rh6+ Kh7 38.RÍ6+ Kg6 39.Dd3+ Kh6 40.Dh7+ og mát í næsta leik. Hvítt: Ingimar Halldórsson Svart: Guðlaug Þorsteinsdóttir ítalski leikurinn. I.e4 e5 2.Rc3 Rc6 3.Bc4 Rf6 4.d3 Bc5 5.Rf3d6 6.Ra4 Algengara er 6.Bg5 og einnig 6.Be3. Guðlaug jafnar nú taflið létti- lega og vel þaö. 6,—Bg4 7.h3 Bxf3 8.Dxf3 Rd4 9.Ddl b5! 10.Rxc5 bxc4 ll.Ra4 0—0 12.0—0 cxd313.Dxd3 Dd714.Rc3 Re615.Re2? Slysalegt peðstap og nú hallar jafnt og þétt undan fæti. Urvinnslan vefst ekki fyrir Guðlaugu. 15,—Rc5 16.Da3 Rfxe4 17.f3 Rf6 18.Be3 Re6 19.Hadl Rh5 20.Dc3 Db5 21.Hd2 f5 22.Db3 Dxb3 23.axb3 a6 24.Hd5 Rf6 25.Ha5 c5 26.Hfal Rd5 27.Bd2 Rec7 28.Rg3 Hae8 29.c4 Re7 30.H5a3 Rc6 31.KÍ2 Hb8 32.Be3 g6 33.Rfl Rd4 34.Rd2? Rc2 og hvítur gafst upp. Bridgehátíð Bridgefélags Reykjavíkur og Flugleiða um helgina á Hátel Loftlmðum Ensku bridgemeistararnir Brock og Forrester eru ekki eins þekktir og hin- ar bridgestjömurnar sem gista landiö yfir þessa helgi. Hins vegar hafa þeir oft spilaö í enskum landsliðum og síöast í fyrra í Camrosemótinu, sem er landskeppni milli Englands, Skotlands, Wales og N- Irlands. England vann þá keppni naumlega með Skotland rétt á hælun- um. ÞROSKAÞJÁLFI óskast strax viö leikskólann Brákarborg, einnig starfsstúlka hálfan daginn (e.h.). Upplýsingar gefur forstööukona í síma 34748 á mánudaginn. Framhaldsaðalfundur F.N.Í.R. verður haldinn í Iönaöarmannahúsinu miðviku- daginn 2. feb. kl. 11 fyrir hádegi. Dagskrá: Kynning á tilgangi F.N.I.R. Kynning á nýrri stjórn. Kosning í nefndir. Önnur mál. Áríðandi að allir mæti. Hér er spil frá leik Englands og Wales með Brock og Forrester í aðal- hlutverkunum, en félagar þeirra á hinu borðinu eru Rose og Sheehan. AJIir á hættu/suður gefur. Norduk ♦' 82 V 10 0 G876542 + D105 ÁUSTUI VtSTl K + KD653 V ÁK3 O 9 + K983 A V O + SuÐUIt A G7 742 0 KD103 + G742 I opna salnum gengu sagnir á þessa leið með Rose og Sheehan í n-s: Suöur Vestur Norður Austur pass 1S pass 3H pass 4L pass 4T dobl 4G 6L! 6S pass pass pass Keöjusögn austurs gaf n-s færi sem þeir nýttu vel. Sexlaufasögn norðurser týpisk Rose. En Brock og Forrester voru ekkert aðtvíriónaviðþað! Þar gengu sagnir þannig: Suður pass pass pass pass ★) 0 eða þrír ásar. Vestur Norður 1S pass 4G pass 7H pass Austur 2H 5L* pass Rafmagnsveitur ríkisins Rafmagnsverkfræðingur/-tæknifræðingur. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða rafmagnsverk- fræðing eða -tæknifræðing til starfa við rekstur, viðhald og tengingar á rafeinda- og tölvubúnaði. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra, Laugavegi 118, Reykjavík. Bridgedeild Skagfirðinga Þriöjudaginn 25. jan. var haldiö áfram aðalsveitakeppni og er staðan að loknum fjórum umferðum þessi: 1. Sveit Guörúnar Hinríksdóttur 54 2. Sveit Hildar Helgadóttur 51 3. Sveit Lárusar Hermannssonar 48 + frestaöur leikur 4. Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 45 Næst verður spilað þriðjud. 1. feb. klukkan 19.30 stundvislega. Keppnis- stjóri er Kristján Blöndal. XQ Bridge Stefán Guðjohnsen Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 20. janúar var spilaður eins kvölds tvímenningur en þar sem aðeins fimm sveitir mættu til leiks var aðalsveitakeppninni frestað! Efstir í 12 para tvímenningi urðu: 1. Bjami Sveinsson— Stig Júlíus Snorrason 197 2. Ragnar Björasson — Þorvaldur Þórðarson 192 3. ÞórirSveinsson — Jónatan Líndal 178 Meðalskor 165. Siðastliðinn fimmtudag byrjaði svo aðalsveitakeppni félagsins og mættu níu sveitir, 16 spila leikir, allir við, alla. Eftir tvær umferðir eru þessir efstir: Stig 1. Sveit Stefáns Pálssonar 32 2. Sveit Friðjóns Þórhailssonar 27 3. -4. Sveit Ármanns J. Lárussonar 23 3.-4. SveitGrímsThorarensen 23 lEnskn bridgemeistararnlr vlð komtma á Hótel Loftleiðir: Softer, Brock, Lodge og Forrester.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.