Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1983, Blaðsíða 1
37.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG.
RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SÍMI 27022
Frjálst, óháð dagblað
DAGBLAÐIÐ — VISIR
32. TBL. — 73. og 9. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1983.
KJORDÆMAMAUÐ:
Agreiningur gaus upp í
þingfíokki Framsóknar
Bullandi ágreiningur gaus upp á þing-
flokksfundi framsóknarmanna í gær
vegna kjördæmamálsins og hvemig að
öðrum málum yrði staðið. Páll Péturs-
son, formaður þingflokksins, mun hafa
haft völdin á fundinum, fremur en þeir
sem höfðu tekið þátt í viðræðum um
kjördæmamálið um helgina, Stein-
grímur Hermannsson, formaður
flokksins og Jón Helgason. Framsókn-
armenn samþykktu meöal annars þá
kröfu að afgreiðslu bráðabirgðalag-
anna yrði hraðað og yrði ekki síðar en
ámorgun.
Fulltrúar annarra flokka sögöu að
þetta hefði komið sér í opna skjöldu.
Þeir hefðu áður talið að samkomulag
væri milli allra flokka um að veita
kjördæmamálinu forgang en láta
bráðabirgðalögin bíða. Þá sögðu þeir
að framsóknarmenn höfnuöu því nú aö
jafnræði yrði milli flokka eftir kjör-
dæmabreytinguna, en vildu fá sem
„dreifbýlisflokkur” jafnan 1—2 þing-
mönnum meira en þeim bæri miðað við
atkvæðafjölda.
Steingrímur Hermannsson fékk
samt heimild til að halda viðræðum um
kjördæmamálið áfram. I Sjálfstæðis-
flokki, Alþýöubandalagi og Alþýðu-
flokki fengu formenn heimild til að
halda samningum áfram. Stjórnmála-
menn túlkuðu þetta þannig í morgun,
að í síðarnefndu þremur flokkunum
hefðu formenn nú heimild þingflokka
tilaðljúkamálinu.
Stjómmálamenn sögðu í morgun að
„stríðið” yrði á næstu dögum um hvort
afgreiðsla bráðabirgðalaganna yrði
knúin fram, sem gæti leitt til þingrofs,
áður en niðurstaða fengist í kjördæma-
málinu. -HH
Jngví Hrafn
ogHalldór
segja upp
— sáttafundur í dag með
fulltrúum útvarpsráðs
Ingvi Hrafn Jónsson og Halldór Hall-
dórsson, stjómendur sjónvarpsþáttar-
ins Á hraðbergi, sögðu upp störfum
sínum hjá Sjónvarpinu á föstudaginn,
eftir að útvarpsráð haföi ákveðið að
fella niöur næsta þátt þeirra til aö
koma að umræöuþætti um láglauna-
bætur.
Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður
útvarpsráðs, sagði að í ákvörðun ráös-
ins heföi ekki falist neitt vantraust á
stjórnendur þáttarins, en ekki hefði
verið hægt að finna umræðuþættinum
betri stað í dagskránni.
Ingvi Hrafn og Halldór munu eiga
fund með formanni útvarpsráðs og Ell-
ert Schram, ritara þess, í dag þar sem
reynt verður að ná sáttum. Ingvi Hrafn
sagði í samtali við DV í morgun aö það
eina sem skipti máli væri hvort þáttur-
inn y rði áfram og hversu fr jálsar hend-
ur þeir hefðu um val á efni í þáttinn.
ÓEF
Bjéöum somu
afköst, jafn-
vel betri gæði
— fyrir tveim milljónum króna minna, segir
starfsmaðurPomagalski áíslandi, stærsta
skíðalyftuframleiðanda íheimi
„Pomagalski getur boðið sams
konar skíöalyftur, sömu afköst og
sömu gæöi og Doppelmeyer,
jafnvel betri, fyrir það verð sem
viö buðum í upphafi,” sagði Elias
Oddsson, starfsmaður Pomagalski
á Islandi.
, ,Það er alls ekki rétt að ódýrasta
tilboöiö, Pomagalski, sé ófull-
nægjandi. Það stenst allar kröfur
sem gerðar eru í útboði,” sagði
Elías ennfremur. Hann sagði
Pomagalski vera iangstærsta
skíðalyftuframleiðanda í heimi.
Eins og fram kom i DV í gær vill
Bláfjallanefnd að keypt verði
Doppelmeyer-stólalyfta iSuöurgil í
Bláfjöllum. Sú lyfta er um tveimur
milljónum krónum dýrari en ódýr-
asta lyftan sem býðst, Pomagalski.
Mál þetta verður væntanlega
tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag.
Afgreiða átti það á síðasta fundi en
þá bað Albert Guömundsson um
frestun.
„Bláfjallanefnd hefur engan
áhuga sýnt þeim lyftum sem við
höfum upp á að bjóða, þrátt fyrir
að þær séu langódýrastar. Nefndin
heftir ekki einu sinni haft samband
við okkur að fyrra bragði,” sagði
Elías. . -KMU.
I upphafi fundar neflri daildar Alþingis í gær gerði Vilmundur Gylfason
harða hrið að fulltrúum annarra flokka og sakaði þá um að fara á bak-
við sig í kjördæmamálinu. Hann fengi ekki að fylgjast með neinu sem
gerðist i þvi og hefði ekki aðgang að skjölum varðandi málið. Þessu var
þá þegar harðlega mótmælt og flugu nokkur beitt orðaspjót um sali.
Leikurinn barst siðan niður i kaffistofu þingsins þar sem Ólafur Ragnar
og Sighvatur Björgvinsson lásu Vilmundi pistilinn. Höfðu þeir fengið
Þorkel Helgason reiknimeistara í kjördæmamálinu með til að staðfesta
að allir hefðu haft sama aðgang að upplýsingum. Og þar fékk Vilmund-
ur lika afhent Ijósrit af niðurstöðum formannafundarins kvöldið áður, ,
fyrstur þingmanna. JBH/DV-myndir GVA I