Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR1983.
13
einhverjum orsökum sjá menn ekki
ástæðu til þess að nota rafmagn frá
landi. Ljósavélarnar boruðu göt á
næturþögnina með lágu skvaldri, og
ísfuglinn svaf, því hann stundar
hafnarvinnu á daginn.
Vafalaust voru þetta þó ekki stórar
ljósavélar, sem notaöar voru í bát-
unum, nema þá kannske í einum
þeirra, heldur voru þetta hafnar-
tíkur, litlar vélar sem notaðar eru að
næturþeli í hö&ium til að hafa ljós og
arabískar nætur. En allt kostar þetta
þó gjaldeyri, olían, smurningurinn
Kjallarinn
Jónas Guðmundsson
og varahlutimir. Og í huga mér kom,
að allt verður að vera svo stórt á
Islandi, svo menn sinni því.
Til dæmis er mér það minnisstætt,
að einu sinni var ég á ferð í Stranda-
sýslu og á leiðinni f rá Hólmavík út að
Drangsnesi. Við ókum fram hjá
litlum sveitabæ. Timburhúsi, er stóð
rétt við veginn. Gaflinn var svartur
af sóti. Svartur reykur frá olíukynd-
ingu stóð úr strompinum og fitugur
olíugeymir var við húsið. Maðurinn,
sem ók mér, vakti athygli mína á
því, að um þaö bil 20 metra frá
húsinu kom upp heitt vatn, og úr því
rann heitur lækur undir veginn til
sjávar, enhúsiðstóðniöri viðsjóinn.
Ekki þurfti nú annað en að stinga
röri í laugina og dæla heitu hvera-
vatninu í húsið. — En það var bara
ekki gert. Hefur líklega ekki svarað
kostnaði, fremur en fyrir bátana aö
nota innstunguna á bryggjunni.
Lærðir menn segja mér, að olíu-
kostnaður fiskiskipa skiptist þannig
að um 25 prósent af olíunni fari til
hjálparvéla, eða ljósavéla og í olíu-
kyndingu. Auðvitað geta þessi skip
ekki fengið rafmagn úr landi, þegar
þau eru að veiðum, en það munar um
það, þjóöhagslega, ef skipin, nota
tiltæka raforku frá vatnsafls-
virkjunum, þegar þau liggja í höfn
og orkan er fyrir hendi.
Við veiðum um það bil milljón
tonn affiski(eðagerðumþað)áári
og allur þessi afli fer í land fyrir til-
stilli oliufélaganna. Hvað kostar að
hífa milljón tonn upp úr skipi? Ekki
veit ég þaö. En við getum haldið
áfram að tala um slíka smámuni.
Þaö kostar t.d. mikið að kynda upp
stórt varöskip eða hafrannsóknar-
skip, sem við höfum ekki ráð á aö
gera út. Varðskipin eruþannig gjörð,
að þau geta notað hitaveitu í höfnum.
En þau fá bara ekki keypt vatn, og
hvers vegna ekki? — Eg veit þaö
ekki heldur.
Hins vegar veit ég þaö, að hér þarf
hugarfarsbreytingu. Olíumælar í
skipum eru af hinu góða, líka Dan-
fosskranar og tvöfalt gler. En þarna
er verið að sæk ja vatniö yfir lækinn.
Það má einnig minna á það, að raf-
orka er ekki notuö til þess að skipa
upp vörum á Islandi eða til þess að
lýsa upp og hita kaupför, meðan þau
dvelja í höfnum. Þar eru olíuríkin í
föstu fæði.
Nóg um það. En oft er manni nær
að halda, aö það, að trúa á hugar-
farsbreytingu á Islandi, sé líklega
um þaö bil það sama og aö hætta að
vera Islendingur.
Sunnudagurinn opnaði augun í
morgunkyrrðinni, því lægðir vorar
munu nú vera fyrir norðan Græn-
land. Háþrýstisvæðin fóru víst í
helgarferð til Amsterdam. Svo sagði
a.m.k. maðurinn sem las úr gufu-
hvolfinu eftir bænina í útvarpinu
klukkan átta, en veðurfregnir eru
enn alltaf lesnar öfugt við aðrar
fregnir á Islandi. Byrjað er að lesa
úr hugvekjum lægðanna, svo er hellt
úr gufuhvolfinu. Og svo þegar þjóðin
er hætt aö hlusta, svona í lokin,
stynja þeir svo upp spánni, sem þó er
oftast álíka loðin og baráttan gegn
veröbólgunni.
Hann spáði tveggja bakka veðri.
Jónas Guðmundsson,
rithöfundur.
UMFERDIN HÉR OG
NORRÆNT UMFERDARÁR
samræma prófkröfur við ökukennslu
eða jafnvel að framfylgja óskum próf-
dómaranna sem hugsanlega hefðu
gengiö í átt til meiri velfamaöar.
Vegamál
Betra skipulag gatna og vega mundi
stuðla að greiðari umferð, draga úr
árekstrum og slysum. Gatnakerfið og
öll umhirða vega um landið í þágu
fólksins er nokkrum áratugum of seint
á ferðinni. Umferðarmerkingar eru til
skammar, svo og yfirborðsmerkingar
akbrauta meö bundnu slitlagi.
Embættismenn gatna- og vegagerðar-
mála hafa ekki staðið skil á sínu
vandasama hlutverki frá þjóðfélags-
legu sjónarhomi séð.
Löggæsla
íslendingar misstu sjálfstæði sitt á
sínum tíma, vegna skipulagsgalla á
þjóöveldistímabilinu. Þeim hug-
kvæmdist ekki að skipa fram mönnum
sem hefðu umboð frá þjóðinni til að
framfylgja þeim lögum sem sambykkt
ogsetthöfðuverið.
tslenska lögreglan hefur gegnt sínu
hlutverki mjög vel, hvaö varðar
ákvæði stjórnarskrárinnar um frið-
helgi heimilisins og marga aðra þætti
er varða félagsleg vandamál fólksins
utan við umferöina. Lögreglustjórar
um land allt hafa stjómað sínum lög-
regluliðiun af varfærni. Kann þar að
gæta áhrifa frá lögreglustjóranum í
Reykjavík. Hann er skólastjóri Lög-
regluskóla ríkisins og mun vera vand-
leitað í lýðræðisríkjum þeirra lögreglu-
stjóra sem hafa fylgt eftir ákvæðum
stjómarskrár og annarra laga við lög-
reglunema sem hann hefur gert. Er
þar sérstaklega átt við ákvæði um friö-
helgi heimilisins.
Svo hefur þó farið í áranna rás að
lögreglan hefur brugðist sínu hlutverki
hvað snertir umferðina. Hvers vegna
það hefur gerst, kann enginn skýring-
ar á. Lögreglan íslenska leitast viö að
þjóna fólkinu. Fólkið hefur ekki beðiö
lögregluna um harðari aögerðir gagn-
vart umferðinni. Að mínu mati er svo
komið aö íslensk umferðarlöggæsla er,
sem önnur atriði sem viðkoma umferö-
arvandanum, áratugum á eftir tíman-
um. Lögreglustjórinn hefur beðiö um
aukinn mannafla ár eftir ár. Ef ég
hefði verið í fjárveitinganefnd Alþingis
heföi ég aldrei látið hann hafa einn
mann nema hann hefði tryggt mér aö
sá lögreglumaður færi til starfa við
umferð.
Hlutverk lögreglunnar við vemdun
mannslifa í umferðinni er ómælanlegt.
Gömul íslensk regla um þörf lögreglu-
manna segir að einn lögreglumann
þurfi fyrir hverja 500 íbúa. Eg vil segja
að finna þurfi upp nýja reglu sem segi
til um hve marga sérhæfða umferðar-
lögreglumenn þurfi fyrir tiltekinn
fjölda bifreiða. — Mætti þá um leið
deila eða margfalda (eftir hentugleik-
um) í það dæmi vanbúnum þjóðvegum
og gatnakerfi.
Lögreglan þarf að tefla fram meiri
mannafla, beinlínis í umferðina. Það
þarf að fjölga tækjum, þar meö bifhjól-
um og sérbúnum bifreiðum og manna
þessi tæki. Þetta kostar fjárframlög
frá þjóðfélaginu en þeir aurar munu
skila sér aftur í færri dánum og slösuð-
um í umferðinni.
I dag sendir lögreglan í Reykjavík út
tvo flokka manna til hraðamælinga
sem eru nauðsynlegur hlutur. Fjöldi
mannanna sem lögreglan hefur á að
skipa við beina umferðarlöggæslu er
ekki meiri en svo að annaö eftirlit meö
umferð er nánast lamað. (Þar er átt
viö sérstakt umf erðareftirlit.)
Breyta þarf reglum um sektir. Þær
þarf að stórhækka. I dag mun sekt fyr-
ir brot á stöðvunarskyldu líklega vera
á bilinu 500 til 800 krónur. Slík sekt ætti
að vera um 5000 krónur. Minnstu kröf-
ur sem til ökumanna má gera eru þær
að þeir sjái sér fært að stöðva við hvíta
línu og taka af stað aftur. Ef sektir
yrðu hækkaðar og vísitölubundnar,
þeim framfylgt meö ákveðnum at-
beina dómstóla, mundi umferðarlaga-
brotum stórfækka og þörf lögreglu-
manna í umferðinni dvína.
Með þessum breytingum yrðu lög-
reglumenn að vera varfæmir í sínum
sektaraðgeröum eða kærum, háttvísir
eins og íslenskir lögreglumenn eru
kunnir fyrir í augum útlendinga. Hlut-
verk lögreglunnar í íslensku þjóðfélagi
er stærra en í nokkru öðru ríki heims.
Það er vegna þess að hér er þjóðfélags-
þegnum bannaður vígbúnaður eða
hverskyns herþjónusta nema til og
vegna almannavarna. Lögreglan okk-
ar kemur þá í stað hersins í öðrum
löndum að vissu marki. Heyrst hefur
frá yfirmönnum lögreglunnar að ekki
sé hægt að beita lögreglunni í tiltekn-
um tilvikum gegn umferðarbrotum
vegna þess að lögreglan missi þá sam-
úð almennings.
Þessu vil ég svara þannig að lögregl-
an var ekki sett á fót til að afla sjálfri
sér samúöar. Hennar hlutverk er að
framfylgja lögum lýðveldisins, m.a.
sjá um að börnin okkar, aldraöa fólkiö
og allt þar á milli fái að ganga sinn
æviveg sem lengstan, án slátrunar á
götum úti.
Umferðarráð og
almenn uppfræðsla
Staða og starf Umferðarráðs er
bundin í umferðarlögum. Þar segir
fyrst og fremst að almenningi skuli
veitt fræðsla í umferðarlöggjöf og ööru
er stuðlað geti að umferðaröryggi og
umferðarmenningu. Fólkið í landinu,
sumt hvert, er farið að skoða með
sjálfu sér tilgang og tilveru Umferðar-
ráðs og þykir mörgum lítið hafa lagst
fyrir góðan dreng.
I mínum augum er Umferðarráð
ekkert nema starfsmaðurinn sem
kemur oftast fram í útvarpi. Hann
virðist engum vopnum hafa að beita
nema orðfæri sínu. Umferðarráð hefur
margþættu hlutverki á að skipa og
hafa þar setu fulltrúar 18 samtaka og
opinberra aðila í landinu sem afskipti
hafa af umferðarmálum. Dómsmála-
ráðherra skipar formann ráðsins. Legg
ég til að fólk fletti upp 8. kafla umferð-
arlaganna og kynni sér þar rækilega
hlutverk Umferðarráðs. — Ekki veit
ég hvernig samkundur þessa ráös fara
fram en grun hefi ég um að þar sitji
menn hallelújasamkomur sem sumir
menn þykjast verða fínni af.
Að mínu mati mætti Umferðarráö
hafa meiri áhrif á vega- og gatnagerð-
armál, ökukennslu og ökupróf, lögregl-
una, embættismennina sem e.t.v. telja
að stöður þeirra hafi verið útbúnar
þeirra vegna og síðast en ekki síst á
fólkið í landinu sem skilur hvorki upp
né niður í þeim vanda sem það er flækt
í.
Áhrif til fólksins verða best tryggö
með vönduðum umferðarþáttum, aöal-
lega i útvarpi og sjónvarpi. Þar þarf til
að koma fjármagn sem tekið yrði aö
sjálfsögðu úr vasa þjóðarinnar en sem
fyrr mundi skila sér aftur með færri
árekstrum bifreiða, slösuðum og látn-
um í umferöinni.
Atriði þau sem ég hefi hér fram dreg-
ið eru tiltölulega auðveld í fram-
kvæmd, hafi ég hitt naglann á höfuöið.
Eitt veit ég, að lögreglan yrði fyrst til
framkvæmda ef það kynni að færa um-
ferðarmálin til betri vegar. Mér er
kunnugt um að frá lögreglustjórum til
yngstu lögreglumanna eru þessi
áhyggjuefni ofarlega á baugi. Hvað
alla þessa þætti snertir, tel ég að Al-
þingi verði að taka í taumana og lang-
ar mig af því tilefni vegna komandi
kosninga að minna frambjóöendur til
Alþingis á þessi mál.
Síöan langar mig að taka mér bessa-
leyfi og gera að mínum orðum innihald
vísu nokkurrar sem aldraður bóndi við
Isafjarðardjúp kvað við ákveðið tæki-
færi:
Guð ykkur leiði líf s um bratta vegi
liðsinni mitt þar dugir eigi.
Mig vantar orð er vildi segja
verð sem fyrr að hugsa; þegja.
(E.G.)
Mosfellssveit,
Gylfi Guðjónsson
ökukennari.