Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1983, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR1983., !k Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgátustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fróttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 1». Áskriftarveröá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr. Nú erhún Snorrabúð stekkur i Atkvæöagreiöslan og úrslitin í hvalmálinu á alþingi í síöustu viku er enn til umræöu manna á meðal. Þar gerö- ust þau tíðindi aö þjóöþing íslendinga lét beygja sig fyrir hótunum og hávaöa nokkurra sérvitringa í útlöndum. Kerlingar í Vesturheimi, sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, hafa fundiö út aö þaö sé fínt að snobba fyrir náttúru- vemd. Þær hafa haft forystu í þeirri herferð, sem líkt hefur verið viö storm í tebolla. Þetta eru yfirleitt fínar frúr úr millistétt, sem hafa nærst á stórsteikum úr dýra- ríkinu, safnað auöi meö náttúruspjöllum og gengið í minka- og selskinnskápum, þangað til Birgitta Bardot lét þau boö út ganga aö ljótt væri að drepa seli. Þá féllu sel- skinnskápur úr tísku. Sú bábilja mun leiöa til þess, aö Grænlendingar missa fótfestu í atvinnulífi sínu. Þessu fári er nú dengt yfir okkur Islendinga, meö þeim háðug- legu afleiöingum, aö meirihluti alþingis leggur niður róf- una. Einhver kann aö segja aö alþingi hafi afgreitt viö- kvæmt deilumál meö lýöræðislegum hætti eins og lög gera ráö fyrir. Þeirri niðurstöðu verði aö hlíta. Mikiö rétt. Alþingi getur auövitaö ákveöiö að leggja niöur hval- veiöar við Islandsstrendur. Þaö getur meira aö segja ákveöið aö leggja niður þorskveiöar ef því býöur svo við aö horfa. Alþingi getur samþykkt hvaöa vitleysu sem er í nafni lýðræðis og meirihluta. En hitt er verra, þegar slíkar ákvarðanir eru teknar vegna þess aö meirihluti alþingismanna hefur músar- hjarta og hefur ekki dug eöa manndóm til aö standast kerlingarvæl úr útlöndum. Einhverntímann hefði það þótt saga til næsta bæjar. Fullhugar sjálfstæðisbaráttunnar hafa sennilega snúiö sér viö í gröfinni við þessi ótíðindi. Jón Sigurðsson er þjóðhetja í augum Islendinga, ekki síst fyrir þann kjark að bjóöa erlendum yfirgangi byrginn meö þeim fleygu orðum: vermótmælum allir”. Slík orð heyrast ekki á al- þingi lengur. Þjóöfrelsiö, fullveldiö og sjálfstæöiö ættu enn langt í land, ef sá kvíguskapur hefði ríkt á alþingi í upphafi aldarinnar aö gugna fyrir hótunum og hörfa und- an stormi í tebolla. Enginn hefði getaö sagt neitt við því, ef alþingismenn hefðu látið hvalveiöibanniö yfir sig ganga vegna hættu á útrýmingu hvalastofnsins. En þeim rökum er ekki aö heilsa, enda viöurkennt aö þaö voru hótanir en ekki hætta á eyöingu hvalsins sem réöi þeirri afstööu aö mótmæla ekki hvalveiðibanninu. Næst er aö bíöa eftir því, að einhverjum sérvitringum vestan hafs eöa austan láti sér detta í hug, að íslenska sauðkindin og blessuö litlu lömbin séu of fágæt, til aö Is- lendingum leyfist aö leggja þau sér til munns. Þá mun hefjast samskonar herferö,og nú var háö fyrir hvalnum, og ef aö líkum lætur, munu alþingismenn gera grein fyrir atkvæöum sínum meö sama stórhug og þjóðin varö vitni að í síðustu viku. Og hvaö ef Rússar hóta að loka fyrir okkur fiskmörkuö- um, nema íslendingar lýsi yfir hlutleysi? Eða að Efna- hagsbandalagiö hóti viðskiptabanni nema landhelgin verði opnuð á ný? Mundi ekki alþingi bregöast eins viö slíkum hótunum, úr því hagsmunir og náttúruvernd eru þjóöarreisninni yfirsterkari? Þaö er reisn yfir þessu — eöa hitt þó heldur. Alþingi íslendinga er annaö og meira heldur en sam- koma fyrir hagsmunasamtök og pólitíkusa. Sú stofnun hefur verið útvöröur frelsis og fullveldis. En nú er oldin önnur. Nú selja menn heiður sinn fyrir baunadisk og þrjá- tíu silfurpeninga. Nú er hún Snorrabúö stekkur. ebs ARABÍSKAR NÆTUR Laugardagurinn gekk í garö, hel- frosinn og illa útleikinn eftir ískalda nóttina, sem liöiö haföi meö frosti og slippkulda, eins og það heitir á þeirri íslensku, sem töluö er í kaffi- vagninum á vertíöinni. Líklega er að koma ísöld aftur, sagöi maðurinn í Sundhöllinni og virti fyrir sér frosinn ruöninginn á götunum. Og hann setti upp þennan svip, sem menn setja gjaman upp í gömlum kvikmyndum, þegar allt er endanlega tapaö. Endumar á Tjörninni voru þó enn á sínum staö í vökinni viö Búnaöar- félagshúsiö. Þar em þær víst á einhverju hitaveitusvæði, og straumurinn bullaöi úr vélindanu mikla, sem liggur undir Lækjargöt- unni til sjávar. Þaö var byrjaö aö fallaaöaáur. Þórbergur nefndi þetta vélinda víst spiserör, þótt honum þætti þaö annars sorglegt aö vita til þess, aö fallegar, danskar stúlkur væru með spiserör innan á f egurðinni. Hann var enn á norðan. Tveir aldr- aðir menn vom aö gefa fuglunum brauð, þótt erfitt væri aö fóta sig á bakkanum, því norðanvindurinn renndi sér fótskriöu eftir auðum götunum, og eftir ísnum á Tjörninni. Iskaldur vindur sem blés í gegnum fötin. Og ekki var ástandið betra hjá mönnunum, sem vom aö bera hrein leiktjöld inn í leikhúsiö. Þeir áttu í stökustu vandræðum. Hassið hennar mömmu fauk hreint út um allt og það lá viö aö Forsetaheimsóknin færi út í veður og vind líka. Já, það er erfitt aö bera drauma sína á flekum í svona garra. Þegar leið á daginn, hægði vindur- inn þó á sér, en þaö var eins og lífið væri frosiö. Fáir voru á ferli í miöbænum um kvöldiö og fá skip voru í höfninni. Stærri bátar voro komnir á vertíð og togararnir voru úti aö snapa gams, því sagt er aö þeir fái nú engan fisk. Viö uppfyllinguna viö Grandaskála flutu þó þrir stórir, upplýstir bátar á svörtum leginum. Þetta vom þekkt aflaskip. Sæborgin, Gisli Árni og Helga H., og ískaldur sjórinn drakk ljósiö frá þeim jafnóöum og renndi því niður. Enginn maöur sást á ferli. Eg tók eftir því, aö allir keyröu bátamir ljósavélar þessa nótt og vafalaust hefur olíukyndingin haldiö á þeim hita líka, en þaö vakti þó sérstaka athygli mína, aö viö skipshlið var innstunga fyrir rafmagn úr landi. Fyrir vatnsorkurafmagn, en af ■ Hér upp á hlaövarpann okkar Islend- inga er aö gægjast fyrirbæri sem nefn- ir sig samnorrænt umferðaröryggisár. Þessi feröalangur, sem birtist skyndi- lega hér á þessari afskekktu eyju, kemur ekki af tilviljun. — Hér áöur fyrr, þegar samgöngur í og milli hér- aöa vom meö ööru sniöi en nú’gerist,' þótti það umhugsunarefni á afskekkt- um sveitabæ aö sjá til sóknarprestsins kafa snjó og ófærö til aö erinda inn á heimiliö. Hver var sú frétt, eða boð- skapur, sem prestur haföi aö boöa? Þessi samnorræni feröalangur hefur alvarleg tíðindi aö flytja. Hann segir okkur um umferöarvandamáliö megi ekki lengur sitja á hakanum sem sjálf- sagður hlutur. Hann segir Sturlunga- öldina nánast vera hjóm eitt, miðaö við það afhroö sem viö höfum goldið vegna umferðarslysa á þessari öld. Hér á eftir fara hugmyndir mínar til lausnar því skipulagsleysi sem óum- deilanlega ríkir hér hvað varðar um- feröarmál. Áður en að þeim kemur vil ég geta þess aö penna mínum er stjórn- að eins hlutlaust og hægt er án hagsmuna, án fésambanda, án opin- berrar stööu. Verö ég þó í þeim atriö- um, sem fram veröa dregin, að flétta inn ýmsar orsakir og hugleiöingar frá fortíöinni. Ökukennsla Reglur og kröfur til ökukennaraefna þurfa endurskoöunar viö. Um fjölda ára virðist ekki hafa verið fjallaö um þessi atriði af hálfu þeirra manna sem leiða eiga þessi mál hér á landi. Við uppfræðslu ökukennaraefna hafa ekki veriö settar fram skýrar leiöbeiningar hvernig haga skuli kennslunni þegar út í bifreiðina er komiö. Kennaraefnun- um eru afhentar bækur sem þeir skulu lesa og læra fyrir hvert próf. Þeim er ekki gefinn kostur á fræðslu um það hver breytilegir þeir nemendur kunna aö veröa sem veita á forsjá. Sumt fólk á erfitt um tjáningu, er þó ógallað og vandaö fóik. — Ekki hafa verið notaö- ar þær upplýsingar sem fyrir Uggja um aðalorsakir árekstra og umferðar- slysa til uppfræöslu kennaraefna sem aftur kæmu þeim upplýsingum vel til skila í ökukennslu, a.m.k. ekki nægi- lega. Margir hverjir sem ökukennslu stunda hafa slíkt sem aukastarf, aörir sem aöalstarf. Þaö hefur ekki veriö nægilega brýnt fyrir ökukennaraefn- unum aö tekin er ákveðin ábyrgð og skylda á heröar þegar gefin hafa verið út réttindi til ökukennslu. Því vill verða pottur brotinn við sjálfa öku- kennsluna. Þetta er eðlilegt þegar upp- fræöslan og menntunin til kennslu- starfanna er ófullnægjandi. Ennfrem- ur veröa sauðirnir mislitari í hinu marga fé þegar sumir hverjir veita ökukennslu meö höppum og glöppum, eftir fjárhag eöa persónulegum ástæð- um. Slíkir menn geta ekki fylgst vel meö hinum ýmsu atriðum sem þessi mál varða miklu. Islendingar bjóöa fólki sínu ungu og snemma út í umferð- Kjallarinn Gylfi Guðjónsson ina og er ekki nema gott eitt um það aö segja. Unga fólkið íslenska er almennt vel gefið, vel hugsandi og ánægjuefni aö starfa meö því. Einn er þó ljóður á ráöi. Undirbúningsmenntun er lítil sem engin. Lögreglan á þakkir fyrir sitt framlag í skólum landsins og slíkt nokkuð merkilegt framtak hjá lögregl- unni en ég hef þó ekki enn rekist á þann bókstaf í lögum sem skyldar lögregl- una til slíkra hluta. Eftir þá litlu fræöslu sem veitt er í skólum má sextán ára ungmenni, rétt komiö að sautján ára aldri, hafa sam- • band við ökukennara og hefja ökunám. ökukennarinn vill koma nemandanum gegnum próf, hvort sem tímarnir em fáir eöa margir. Nemandinn vill aö sjálfsögöu hafa tímana fáa vegna kostnaöarins. Nemandinn fær bækur til aflestrar, misjafnar aö gæðum og innihaldi. Síðan tekur viö ökuskóli sem tekur yfir þrjú kvöld eina viku, ekki er þó skylda að fara í slíkan skóla en þyrfti þó aö vera. Eftir þetta em prófin tekin, síöan er umferðin framundan meö öllum sínum fjölda árekstra og jafnvel dauðinn sem birtist í mynd ein- falds umferöarsly ss. Ökunám er dýrt hér á landi þó þaö sé langtum ódýrara en önnur Norðurlönd bjóöa upp á. Hér em sem stendur eng- in mörk um lágmarkstímafjölda fyrir hvern nemanda, heldur ákvarðar öku- kennari hvenær hann telur rétt aö gefa út kennsluvottorð og senda nemanda til prófs. Erfitt er aö finna mörk um tímafjölda þar sem svo ákaflega mis- jafnt er hve marga kennslutíma hver einstaklingur þarf. Hins vegar mætti setja einhver lágmarkstakmörk, t.d. 14 kennslustundir. Meö fastari reglum um ökukennslu má þó ekki gera fólki þungbærara, fárhagsins vegna, að leita sér menntunar á þessu sviöi, hvorki meö háum kröfum um tíma- fjölda né öðrum hætti. Væri jafnvel hugsanlegt aö hærra gjald yröi fyrir þá sem fáa tíma þurfa og heldur lægra fyrir þaö fólk sem lengra ökunám þarf aö stunda, þegar að ákveönum tíma- fjölda er komið. Þannig kynni aö veröa jöfnuður aö einhverju marki, Ukt og nú er rætt mikið um vægi atk væöa. Hinn f ræöilega þátt ökunámsins þarf að setja markvissara inn í gmnnskól- ana en nú er gert. Þar þarf m.a. aö taka sérstaklega fyrir hinar ýmsu orsakir árekstra og hvaöa orsakir leiöi helst til árekstra eða slysa. Ennfremur aö innprenta unga fólkinu nákvæmlega öll ákvæöi um umferöarrétt og ekki síst skilning og velvild til annarra sam- ferðamanna í umferöinni. Þessu fylgi árlega próf enda fylgir þessi þekking þá öllu landsfólki hvort sem þaö hefur í hyggjuaö taka ökupróf eöa ekki. I umferðarlögum 89. gr. stendur svo: , Jíennsla í umferðarreglum skal fara fram í barna- og unglingaskólum. Menntamálaráðherra setur aö feng- inni umsögn Umferöarráös reglugerö um tilhögun kennslunnar og prófkröf- ur.” Þessi lög vom sett áriö 1970, fyrir þrettán árum. Ég tel aö Alþingi þurfi aö fastmóta betur reglur um öll þessi efni þar sem sýnt er aö lagasetning sem þessi hefur ekki borið þá uppskeru sem til var sáö, aö mínu mati, hver sem ástæðan er. Bifreiöaeftirlitsmenn gegna hlut- verki prófdómara skv. lögum sem ann- aö í þessum efnum. Þeir vilja vinna starf sitt vel, þeir eru í stööugu sam- bandi við fólkiö, sem ökuprófin þreyt- ir, og jafnframt ökukennarana. Próf- dómararnir hafa ákveönar reglur sem þeir verða aö framfylgja í starfi sínu. Þeirra hlutverk er mikilsvert og mjög er áríðandi aö samræma betur kröfur til ökukennslu og prófa. Prófdómarar em síðustu menn sem hönd leggja á plóginn áöur en gefið er út ökuskírteini hjá viökomandi lögreglustjóra. Á ferð minni í New Mexico ariö 1979 átti ég þess kost aö fylgjast meö ökuprófum vegna velvildar yfirmanns ríkislög- reglunnar þar, Mr. Mathesons. Ákveðna daga vikunnar voru haldin fræöileg próf sem vora svonefnd krossapróf. Fólkiö mætti allt í einn sal, hvort sem þaö var tíu manns eöa f jöm- tíu manns. Tíminn sem tók allt þetta fólk aö þreyta próf var 20 til 30 mínút- ur. Sakavottorö var fengið á staðnum um tölvu lögreglunnar, tók þaö um mínútu og heföi komið svar frá Alaska ef viökomandi hefði gerst þar brotlegur. Sjónpróf var tekið á staðn- um af prófdómara sjálfum. Þegar síö- an tekiö haföi verið ökupróf á bifreiö- ina sjálfa, var tekin mynd á staðnum í sérstöku apparati sem gaf síðan út ökuskírteini meö öllum venjulegum persónuupplýsingum og mynd. Þessi þjónusta við fólkið var mér á- kaflega framandi en þó hafði þessi bær ekki fleiri íbúa en 36.000 en að sjálf- sögðu kom fólk annars staðar frá úr fylkinu. Með þessari lýsingu er ég ekki aö ásaka ráðamenn hérlendis aö hafa ekki komið upp slíkri þjónustu viö fólk- ið enda Bandaríkin milljóna þjóöfélag sem þarf góörar og auöveldrar skipu- lagningarvið. Mér er þó ekki kunnugt um aö em- bættismenn í dómsmálaráðuneytinu, sem prófdómarar heyra undir, hafi lyft fingri undanfarin ár í þá átt aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.