Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1983, Blaðsíða 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1983.
Brak fannst
úrTF-MAO
Fundist hefur brak úr væng flug-
vélarinnar TF-MAO, sem týndist út af
Vestfjörðum í október síðastliðnum.
Meö vélinni fórst Hafþór Helgason
kaupfélagsstjóri.
Það var togarinn Harðbakur frá
Akureyri sem fékk brakiö í vörpuna
þar sem hann var að veiðum síðastlið-
inn fimmtudag, um 30 sjómílur vestur
af Kópi út af Amarfirði. Flutti togar-
inn brakið til Akureyrar þar sem
starfsmenn Flugmálastjórnar skoöuðu
þaö og komust aö þeirri niðurstöðu að
um væri að ræða hluta úr öörum væng
flug vélarinnar TF-MAO.
Brakið fannst á svipuöum slóðum og
skipverjar á mb. Þrym urðu síðast
varir viö flugvéina.
-SþS.
„Gúmmaði”
fyrir24
þúsund kr.
— á lokaðan
bankareikning
I síðustu viku var ávísanamisferli
kært til lögreglunnar á Akureyri. Við
rannsókn kom í ljós aö kona nokkur
hafði gefið út 10 innistæðulausar ávís-
anir, að upphæð um 24 þúsund krónur.
Viðskiptabanki konunnar hafði lokað
reikningi hennar en þrátt fyrir það hélt
konan áfram að gefa út innistæðulaus-
ar ávísanir með vitund og vilja, þó
áfengi hefði orðið til aö sljóvga dóm-
greindina af og til, að sögn Daníels
Snorrasonar, rannsóknarlögreglu-
manns á Akureyri. Hann gat þess jafn-
framt að slíkt ávísanamisferli heföi
fariðí vöxt að undanfcrnu.
-GS/Akureyri
Reykjavík:
Hjördís
Hákonardóttir
skipuð
íembætti borgardómara
Hjördís Hákonardóttir sýslumaður
hefur verið skipuð í embætti borgar-
dómara í Reykjavík frá 1. júlí næst-
komandiaðtelja.
Auk Hjördísar sóttu um embættiö
Ásgeir P. Ásgeirsson aöalf ulltrúi, Gísli
G. Isleifsson deildarlögfræðingur, Páll
Skúlason fulltrúi, Sigríður Olafsdóttir,
settur borgardómari, og Valtýr
Sigurðsson héraösdómari. -SþS.
*:
LOKI
Óskabarn þjóðarínnar er
komið á fjórða áríð, til
hamingju.
væn
Kona á fertugsaldri varð fyrir
hrottalegri líkamsárás í bíl sínum
fyrir utan Hótel Sögu um klukkan
fjögur aðfaranótt sunnudags.
Arásarmaðurinn, sem var einn, tók
utan um háls hennar og var nærri
búinn að kyrkja hana. Þá beit hann í
annað eyrað á henni og reif hluta af
þvi frá. Konan er einnig með meiðsli
á öxl og fótum og bitin á fingri.
Árásarmaðurinn náöist.
Konan vill ekki láta nafns síns getið
þar sem hún er enn mjög óttaslegin
eftir árásina. Þegar DV ræddi við
hana í morgun um árásina sagði hún
svo frá: ,j2g var að koma úr vinnu á
hótelinu og var á Ieið út í bílinn minn,
sem var á stæðinu á bak við hóteliö
er ég sá tilsýndar hvar maöur hljóp
meðfram húsinu. Ég veitti því þó
ekki frekariathygli.
Þegar ég var sest inn i bílinn sá ég
hvar hann kom að bílnum. Skipti
engum togum að hann þreif upp
hurðina og réðst á mig. Tók hann
utan um hálsinn á mér og beit síðan í
annað eyrað og einn fingur.
I öllum látunum tókst mér að opna
dyrnar farþegamegin og komast út
en hann sleppti ekki hálstakinu. Við
ultum síðan út úr bílnum, þar sem
mér tókst að kalla mjög máttvana á
hjálp.
Tveir karlmenn og tvær konur
komu til hjálpar en þau ætluðu aldrei
að geta losað manninn af mér, svo
fast hélt hann um hálsinn. Var ég
rétt búin að missa andann og hélt
reyndar að þetta væri mitt síðasta.
Lögregla og sjúkralið komu á
staðinn og fluttu mig upp á slysa-
deild, þar sem saumuð voru átta
sporíeyrað.
En sem betur fer er ég að hressast
þó ég sé enn með verki í hálsinum og
finni fyrir eymslum á fæti og öxl.”
Þess má geta að konan og árásar-
maðurinn höfðu aldrei sést áður og
ekki er talin nein ástæða fyrir árás-
inni. Árásarmanninum hefur verið
slepptúrhaldi.
-JGH.
Stuðmenn tóku á mótí 50 þúsundasta gestínum á mynd sina, Með allt á hina veglegu gjöf og góöan leiöarvísi að auki. Aörír Stuömenn og /eikstjór-
hreinu, i gærkvöldi. Þeir geröu þaö á sinn hátt og sá lukkulegi fókk vind- inn, Ágúst Guðmundsson, fylgdust með og skemmtu sór hiö besta.
sæng að gjöf. Væntanlega kemur sængin í góðar ftarfir, en hinn heppni
gestur heitír Magnús Sigurðsson. Valgeir Guðjónsson afhentí Magnúsi DV-mynd GVA
St jóm kjördæmísráðs Sjálfstæðisf lokksins býður sættir:
„Kalla þetta
hreint yfirklór”
— segir Halldór Hermannsson
Stjórn kjördæmisráös Sjálfstæöis-
flokksins á Vestfjörðum hefur sent
frá sér yfirlýsingu þar sem því er
heitið að efnt verði til opins prófkjörs
næst er kosningar verða og harmað
hvern andbyr ákvörðun ráðsins um
að hafa ekki prófkjör hafi vakið.
„Eg kalla þetta hreint yfirklór,”
sagði Halldór Hermannsson á Isa-
firði í morgun, er hann var inntur
álits á yfirlýsingunni. „Kjördæmis-
ráð sem slíkt getur ekki lofað neinu
um opið prófkjör fyrir næstu kosn-
ingar. Þessu hefur verið lofað áður
fyrir kosningar, þó ekki hafi það
komið fram í fjölniiðlum. Við mun-
um ekki láta okkur nægja slíkar yfir-
lýsingar og ég tel þetta litlar sára-
bætur.”
Halldór kvað þau Sigurlaugu
Bjamadóttur halda sínu striki
áfram, en hins vegar sagði hann að
þeir Olafur Kristjánsson á Bolunga-
vik og Guðmundur H. Ingólfsson á
Isafirði hefðu breytt afstööu sinni.
-PÁ
Sjálfstæðismenn
á Austurlandi:
Framboðslisti
í prófkjörinu
Birtur hefur verið listi yfir nöfn
þeirra sem eru í framboði í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Austurlandskjör-
dæmi dagana 25. og 26. febrúar. Próf-
kjörið verður opið öllum stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins og er
bindandi fyrir þá sem hljóta meira en
50% gildra atkvæða: Albert Kemp,
Fáskrúðsfirði, Egill Jónsson, Nesja-
hreppi, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir,
Seyðisfirði, Hjörvar 0. Jensson, Nes-
kaupstaö, Hrafnkell A. Jónsson, Eski-
firði, Júlíus Þórðarson, Norðfjarðar-
hreppi, Sigríður R. Rristinsdóttir,
Eskifirði, Sverrir Hermannsson,
Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson,
Vopnafirði og Þráinn Jónsson, Fella-
bæ. JBH