Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR
79. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983.
h a ð d BT
mt
Stuðmenn og Grý/urnar sópuðu að sór verð/aununum a Stjörnumessu / gœr. Hór taka h/jóm sveitirnar lagið saman eftir að hafa verið útnefndar höfundar að hljómplötu ársins 1982, Með
allt á hreinu, úr samnefndri kvikmynd. q V-mynd G VA
Stjörnumessa DV ’83:
STUÐMENN OG GRYLURNAR
ÓTVÍRÆÐIR SIGURVEGARAR
Otvíræðir sigurvegarar Stjömu-
messu DV 1983 voru hljómsveitimar
Stuðmenn og Grýlumar en alls hlutu
þær, eöa einstaklingar úr þeim, fern
verðlaun. Magnús Eiríksson hlaut
tvenn verðlaun og Bubbi Morthens
sömuleiðis tvenn verðlaun en hann
kom á óvart með því að koma ekki
þrátt fyrir vilyrði um að mæta.
En verðlaunahafarnir fengu ekki
mesta klappið í gærkvöldi, þaö fengu
heiðursgestimir, Mezzoforte, eða Bret-
landsbanarnir eins og stj ómandi mess-'
unnar, Omar Valdimarsson, kallaði
þá. Léku þeir tvö lög, annað að sjálf-
sögðu Garden Party, við mikil fagnað-
arlæti samkomugesta.
Fyrsta atriðiö á dagskrá kvöldsins
að loknum snæðingi var útnefning
söngvara ársins 1982. Nafnbótin féll í
hlut Egils Olafssonar, yfirþurss og
stuömanns, en á eftir honum komu
þeir Bubbi Morthens og Pálmi
Gunnarsson. Næst var útnefnd hljóm-
sveit ársins og urðu þar Stuðmenn
hlutskarpastir en á eftir þeim komu
Ego og Grýlumar. Lag ársins 1982 var
Draumajjrinsinn eftir Magnús Eiríks-
son, sungið af Ragnhildi Gísladóttur.
Lagið var titillag kvikmyndarinnar
Okkar á miUi í hita og þunga dagsins,
fy rir þá sem kynnu að hafa gleymt því.
Áður en næstu verðlaun vom afhent
vom Bretlandsbanarnir Mezzoforte og
heiðursgestir hátíðarinnar fengnir
upp á svið og léku þeirtvö lög, eitt nýtt,
annað gamalt frá í fyrra. Þá var komið
að krýningu söngkonu ársins og það
var engin önnur en hún Ragnhildur
Gísladóttir yfirgrýla sem hlaut það
sæmdarheiti. Næstar á eftir henni
komu þær Björk Guðmundsdóttir og
Helga MöUer. I kosningunum um tón-
listarmann ársins og textahöfund árs-
ins varö Bubbi Morthens hlutskarpast-
ur.
Síðustu verðlaunin, sem úthlutað var,
voru fyrir hljómplötu ársins 1982. Enn
vom Stuðmenn og Grýlumar í efstu
sætum og í þetta sinn saman í því efsta
því verðlaunin hlaut platan Með aUt á
hreinu, úr samnefndri kvikmynd Stuð-
manna og Grýlanna.
Þar með var úthlutun verðlauna DV
fyrir árið 1982 lokið en eftir að þau
höföu verið afhent var krýndur sigur-
vegari Ford-modelkeppninnar og
krýningu hlaut 18 ára gömul stúlka frá
Akureyri, Guðrún Osk Stefánsdóttir.
-SÞS
Ford-modelkeppni:
Guðrún Ósk sigraði
Átján ára blómarós frá Akureyri,
Guðrún Osk Stefánsdóttir, sigraði í
Ford-modelkeppninni og var hún
krýnd á Stjörnumessunni i Broad-
way i gærkvöldi. Hér hjálpar Sigurö-
ur Hreiðar, ritstjóri Vikunnar, Guð-
rúnu Ösk að hagræða á sér borðan-
um, sem á stendur Face of the 80’s.
Um hárgreiðslu Guðrúnar Öskar sá
Sólveig Leifsdóttir en hún hlaut ný-
lega önnur verölaun í heims-
meistarakeppni í hárgreiðslu sem
haldin var í New York. Kjóllinn, sem
Guðrún Osk er í er valinn af Fannýju
Jónmundsdóttur og um snyrtingu
Guðrúnar Oskar sá Heiðdis Steins-
dóttir meö vamingi frá Lancome,
fluttum innaf Rolf Johansen.