Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 4
4 DV. FÖSTUDAGUR8. APRÍL1983. Meðal viðstaddra, er Samtök um kvennaathvarf kynntu fyrirhugaða fjár- söfnun og merkjasölu, voru Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, Svavar Gestsson félagsmálaráðherra og forseti íslands, Vigdis Finnboga- dóttir. Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra ávarpaðigesti. DV-mynd: GVA Kvennaathvarfið: Fjársöfnun um helgina Samtök um kvennaathvarf munu ef na til f jársöfnunar nú um helgina til styrktar starfsemi sinni. Veröa seld merki og jafnframt hefur veriö opn- aöur gíróreikningur nr. 44400-6 fyrir þá sem vilja styrkja kvennaathvarfiö á annan hátt en aö kaupa merki. Kvennaathvarfið hefur starfaö í fjóra mánuði og til þessa hefur starfsemin veriö í leiguhúsnæði. Þar sem Samtökin munu missa þaö hús- næöi um miðjan maímánuð hafa þau ákveöiö aö festa kaup á húsnæði. Opin- berir styrkir til kvennaathvarfsins nema um einni milljón króna en Sam- tökin áætla aö enn vanti 2 milijónir króna til aö ná settu marki. 47 konur og 45 börn hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma í kvennaat- hvarfinu frá því aö þaö tók til starfa. Konurnar eru á öllum aldri frá tvítugu til sextugs þó aö flestar kvennanna séu um þrítugt. ás Vísitala húsnæðiskostnaðar: HÆKKAR UM 51% Vísitala húsnæöiskostnaðar af íbúöarhúsnæði hækkaöi 1. apríl um 51,04% frá ársbyrjun aötelja. Vísitala húsnæöiskostnaöar er reiknuð út ársfjórðungslega. Þann 1. janúar síðastliðinn var hún 4101 stig en 1. apríl veröur hún komin í 6194 stig. Þaö er 51,04% hækkun. Þessi vísitala hækkar mest á fyrsta ársfjóröungi vegna þess aö þá reiknast inn í hana fjármagnsliðir, svo sem vextir og fyrn- ing, sem framreiknaöir eru eftir bygg- ingarvísitölu, og einnig fasteignaskatt- ar. Byggingarvísitalan hækkaöi 1. mars síöastliöinn um 19,7% en hefur á síðasta 12 mánaöa tímabili hækkaö um 75%. Þetta er mesta hækkun sem orðið hefur á vísitölu húsnæðiskostnaöar á einu útreikningstímabili. Á sama tíma á síöasta ári hækkaöi vísitalan um 34,24%. ÖEF Bændur í rækt- un nytjaskóga —fyrsti borðviður úr Fljótsdal eftir 10-15 ár Geysiiegur og ört vaxandi áhugi er meöal bænda í ýmsum héruöum á ræktun nytjaskóga. Árangur af fyrstu áætlun um bændaskóga, sem hrundiö var í framkvæmd fyrir 13 ár- um í Fljótsdal, hefur kveikt þennan áhuga. Á 11 jöröum í Fljótsdal er búiö aö gróöursetja í næstum 350 hektara lands. Þar veröur byrjað aö grisja í giröingarstaura í sumar og eftir 10—15 ár mun fást þar fyrsti boröviöurinn. I Eyjafiröi eru 40 bændur reiöu- búnir til þess aö hef ja skógrækt á 900 hekturum. Svipaöur vilji er fyrir hendi meðal bænda á Suðurlandi. Bændur í Suður-Þingeyjarsýslu huga að þessum málum og víöar er á döf- inni aö hefjast handa. Að sögn Sigurðar Blöndal skóg- ræktarstjóra er einkum lerki í bændaskógunum í Fljótsdal, en einn- ig greni og fura. Árangur hefur oröiö betri en búast mátti viö, þrátt fyrir of þétta plötnun. Framan af voru settar 6.000 plöntur í hektara, en nú helm- ingi færri. Syöra eru vænlegustu trjátegundir til skógræktar stafa- fura, alaskaösp og sitkagreni. Ætlunin var aö hefjast handa í Eyjafiröi og á Suðurlandi í sumar, sérstaklega þar sem giröingar eru brúklegar. Var hugmyndin aö fá hjá ríkinu hálfa milljón á hvort svæði. En þaö fé fékkst ekki. Þaö heföi dugað til þess aö gróðursetja á þessum tveim svæöum á 32 hekturum hátt í milljón plöntur. Reiknaö er meö aö nærri 20 ár líöi víðast hvar þar til hægt veröur aö grisja skógana og 35-40 ár þangaö til borðviður fæst aö marki. Aö for- dæmi nágrannaþjóöa okkar er hug- myndin sú aö ríkið styrki ræktun nytjaskóga á bújörðum svo að nemi aUt aö 80% af stofnkostnaði. Um þetta var flutt frumvarp til laga í lok síðasta þings en dagaði þar uppi. HERB Bundið slitlag á 100 kílómetra í sumar: Hver kílómetrí kostar milljón Kílómetrinn af bundnu slitlagi á þjóðvegina kostar milljón krónur í ár. Þar sem 100 milljónir króna eru til ráö- stöfunar í klæðninguna lengist hún væntanlega um 100 kílómetra. Fyrir eru 650 kílómetrar meö bundnu slit- lagi. En verkefniö er 3.000 kílómetrar. 1 samtali viö Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræöing hjá Vegagerö ríkisins, sagöi hann aö ekki væri búiö aö skipta framkvæmdafénu endanlega. Samkvæmt áformum í vegaáætlun 1983—1986, sem ekki var þó gengið aö fullu frá fyrir þingrof, eru um 35 kaflar af þjóðveginum hringinn í kringum landiö á dagskrá í sumar. Þar af eru ellefu sem eru einhverjar vegalengdir aö marki, þrír á Suðurlandi, þrír á Vesturlandi og Vestfjöröum, þrír á Noröurlandiogtveir á Austurlandi. Á Suöurlandsvegi er gert ráö fyrir um 8 kílómetra kafla, Steinalækur- Sandhólmavegur, og öörum 8 kílómetr- um, Landeyjavegur-Hvolsvöllur. Á Skeiöavegi um 4 kílómetrum, Ölafs- vellir-Skálholtsvegur. Á Vesturlandi er þaö Stykkishólms- vegur, um 4,5 kílómetrar eyrnamerkt- ir Snæfellsnesvegur-Nesvogur. Á Vest- fjöröum er ráðgerö lagning á 6 kílómetra kafla af Djúpvegi, Amar- dalur-flugvöllur, og einnig á 6 kílómetra af Bíldudalsvegi, Patreks- fjöröur-Tálknafjöröur. Á Noröurlandsvegi er hugað aö nærri 7 kílómetrum á kaflann Reykir- Tjarnarkot, og nærri 3,5 kílómetrum á kaflann Gljúfurá-Hnausakvísl. En á noröausturvegi eru þaö 4 kílómetrar, Norðurlandsvegur-Aöaldalsvegur. Á Austurlandsvegi er ráögert aö leggja um 3,5 kílómetra, Djúpavogs- vegur-Hamar, og á Noröfjaröarvegi rúma 7 kílómetra, Egilsstaöir-Neöri- brú. Aörir kaflar, sem klæöa á bundnu slitlagi í sumar, eru spottar á bilinu 300—2900 metrar hver. HERB Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Heimur martraöarinnar er fjöl- breytilegur og ævinlega finna menn sér nýtt að veröa hræddir viö. Oft eru lítil böm hrædd viö óhuggulega menn eða bamaveradaraefnd, og víða erlendis getur frægt fólk ekki sofið af ótta viö alls konar misyndis- menn. En þótt martröðin geti þannig birst á margan hátt, er óvíst að nokkmm manni hafi getað dottiö það í hug, að sú martröö, sem sækti á Steingrím Hermannsson og héldi fyrir honum vöku, væri óttinn við að vakna upp eftir kosningarnar og verða að vera áfram ráðherra. Tæpast er þess að vænta, að skyndileg hugarfarsbreyting hafi orðið til þess, að Steingrímur sé haldinn ráöherrafobíu, að hann sé t.d. orðinn afhuga þjóðfélagslegum frama, og vilji sitja á friðarstóli þaö sem eftir er þingferils síns. Ekkert bendir til annars en aö metnaður hans sé hinn sami og fyrr. Hlýtur reynsla hans af þessari ríkisstjórn að vera hræðileg, fyrst svo metn- aðarfullur maður óttast ekkert meira í veröldinni en halda áfram embætti sínu. Og hvað má þá segja um vesalings kjósendur, sem geta þó ekki huggað Ráðherramartröð sig við háa stóla? Er ekki þeirra martröð miklu meira að eiga á hættu, ekki aðeins að Steingrímur sitji áfram, heldur öU hersingin: Gunnar, Friðjón, Pálmi, Svavar, Ragnar, Tómas og svo Hjörleifur og Ingvar Gíslason? Guðræknir menn halda því fram, að Drottinn aUs- herjar leggi með ýmsum hætti pislar á mannfólkið. Martröð Steingríms Hermanns- sonar er að kunnugra sögn mikíð tU bundin við áframhaldandi vem Hjörleifs Guttormssonar i stól iðn- aðarráðherra. Steingrímur er fyrir löngu orðinn dauðþreyttur á seina- gangi og þjóðhættulegri stefnu Hjörleifs í álmálinu, og veit vel, að þaö er fyrst og fremst afstaða þessa snyrtUega manns úr HaUormstaða- skógi, sem stendur í vegi fyrir endur- skoðun álsamninganna tU hagsbóta fyrir íslendinga. Hjörleifur er meö þá köllun að eyðUeggja álverið, og skiptir hann engu máli, með hvaða hætti það er gert. Vissulega er afstaða Hjörleifs í álmálinu orðin þjóðfélaginu dýr, og væri réttast að senda honum prívat- reikning fyrir mismuninum á raf- en ráðherrann er að þessu vitandi vits. Af skrifum ÞjóðvUjans er ljóst, að þeir, sem þar ráða á bæ, hafa oröið varir við andúð manna á stefnu Alþýðubandalagsins í málum álvers- ins. Menn em farair að átta sig á, að stefna Alþýðubandalagsins er ekki um íslenska leið, heldur neyð, eins og Friðrik Sophusson hefur svo skemmtilega snúið út úr kjöroröi flokksins. Og þarf að líta langt til þess að sjá hvert stefnir? Hvar, sem er, em atvinnufyrirtækin að stöðvast. Islendingar skulda orðið meira en nokkur þjóð í heiminum. Það er að skapast hér pólskt atvinnu- ástand og mest fyrir það, að sama sósíalíska hugarfariö hefur ráðiö of miklu um efnahagsmál hér á landi og þar. Steiugrímur Hermannsson er farinn að missa svefn af ótta við frekari ráðherradóm sinn. Þjóðin hefur verið andvaka um nokkurt skeiö vegna ríkisstjórnar sinnar. Nú veröa hin borgaralegu öfl að taka höndum saman eftir kosningar, því annars er hætta á, að martröðin verði að veruleika. Svarthöföi. orkuverðinu, rétt eins og alþingi vUdl láta Magnús landshöfðingja borga skaðabætumar tU Skúla sýslumanns Thoroddsens. Það er hins vegar liðin tíð að hafa komið í veg fyrir hækkun rafmagnsverðs í fjögur ár heldur en ákæra flugumferðarstjóra fyrir mistök í starfi. Og hefur flugum- ferðarstjórinn það sér þó tU máls- bóta, að mistök hans vom vUjaverk,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.