Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR 8. APRlL 1983. 9 Viö venjulega farangursleit á flug- vellinum í Frankfurt fundu tollveröir mesta magn af heróíni sem rekið hefur á fjöruryfirvalda í V-Þýskalandi. I ferðatösku 25 ára Indverja fundu þeir tæp 40 kg af heróíni sem metiö er til átta milljóna marka á svarta- markaðnum. Indverjinn haföi blandaö anísfræjum saman viö heróínið vegna lyktarinnar svo að hundar fíkniefnalögreglunnar rynnu síður á hana. Heróínið var í plastpokum sem geymdir voru á milli teppa. Maðurinn var á leiðinni frá Nýju Delhí til London en hafði viðkomu í Frankfurt þar sem hann er núna í haldi. Þýska lögreglan telur að smygiið hafi verið skipulagt utan Vestur- Þýskalands en Indverjinn verst allra frétta enn sem komið er. Rannsókn er hafin í Bretlandi vegna þessa smygl- máls. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ólafur B. Guðnason Ætlaaðsigra 8. hæsta fjall heimsins Italski fjallagarpurinn Reinhold Messner hélt í gær af stað til Nepal til þess að reyna að klífa áttunda hæsta fjallstind heims, Cho Oyu. Það hefur ekki verið reynt í bráðumþrjátíu ár. Messner, sem kleif Mount Ever- est 1978 án súrefnistækja, gerir þessa tilraun við þriðja mann. Hann hætti við í desember í vetur vegna of mikilla snjóa sem þá voru. Þeir ætla upp suðvestur hlíöina en þar hefur enginn reynt áður. Cho Oy u er 8.150 metra hátt. A/dreiofseintað hættaaðreykja eðadrekka Heilbrigðissérfræöingar í Banda- ríkjunum segja að heilsutjón af völdum reykinga og ofneyslu áfengis geti líkaminn hvenær sem er lagað ef viökomandi einstakl- ingur aöeins láti af óhollustunni. Jafnvel heilaskemmdir af of- neyslu áfengis þurfa ekki að verða til baga því að aðrar heilafrumur geta axlað störf hinna skemmdu ef drykkjumaðurinn hættir að drekka. Eins er áréttaö fyrra álit lækna um að lungu reykingamanna taki bata ef hann hættir reykingum — svo fremi sem skaðinn er ekki orðinn alltof stór. En það er aldrei talið um seinan aö hætta í þessu eða ööru tilliti. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fundu 40 kgaf heróíni þrátt fynr klókindin ALLSHERJARFUNDUR! Kvennaframboðið í Reykjavík hefur boðið efstu mönnum allr^ framboðslistanna í Reykjavík á Borgina á sunnudaginn til að svara spúrningum kjósenda. Þetta er einstakt tækifæri til að inna þá alla eftir viðhorfum og stefnumálum! Fundurinn er öllum opinn, hvar í flokki sem þær standa. LÁTIÐ EKKI HAPP tJR HENDISLEPPA! MUNIÐ - Á SUNNUDAGINN KL. 14 Á BORGINNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.